Hallærislegur pistill

Málssvari útrásarliðsins þeysir fram á vettvanginn eins og riddari á hvítum hesti og ver það gegn gyðju réttlætisins.

Sigurður G. Guðjónsson kallar Evu Joly gyðju réttlætisins virðist því fylgja nokkuð háð. Í þessu birtist kannski hugsunarháttur útrásartímabilsins þar sem réttlæti var talið hallærislegt. Aðilar sem lögðu undir sig löggjafarvaldið, framkvæmdavaldið og dómsvaldið með skuggalegum aðferðum hæðast að réttlætinu.eva-jolysfo

Sigurður Guðjónsson ætti kannski að reyna að setja sig í spor þeirra sem þessar valdastofnanir sem voru misnotaðar áttu að vernda. 53_w75

Sigurður Guðjónsson sér fyrir sér eitthvað sem hann kallar fréttahönnuði og spunameistara Evu Joly og segir þá starfa að einhverju leiti í skjóli hennar. Ekki kemur fram hjá Sigurði við hvað þessir meistarar og hönnuðir starfa í skjóli Joly en væntanlega hefur honum þótt smart að setja þetta svona fram.

Sigurður heldur því fram að lögfræðingar sem leyfa sér að andmæla445377A vinnulagi sérstaks saksóknara séu afgreiddir af Joly sem vinnuþý afbrotamanna. Hvers vegna eru lögfræðingar að andmæla vinnulagi sérstaks saksóknara? Á hverra vegum eru þeir lögfræðingar? Neytendastofu, Amnesty International eða kannski manna sem vilja ekki sjá of mikla skilvirkni í starfsemi sérstaks saksóknara?

Sigurður Guðjónsson lætur sig ekki muna um að hóta dómsmálaráðherra í lok greinarinnar en þá segir hann: Vill dómsmálaráðherra axla ábyrgð á gerðum og verkum Joly þegar sá hefndarhugur sem hún og fylgismenn hennar hér á landi ala nú á er af þjóðinni runnin.

Margt er við þessa setingu að athuga.

Dr+James+Watson+Honoured+Reception+2009+Cannes+U1Im7MyJPI-lÍ fyrsta lagi þá held ég að aðrar tilfinningar sé fólki ofar en hefndarhugur. Fólki er misboðið, fólk er hrætt, fólk er í afneitun, fólk er reitt, fólk er dapurt, fólk er örvinglað, fólk er kvíðið fyrir framtíðinni, fólk er dofið og síðast en ekki síst vill fólk losna við gaspur útrásarliðsins og vinnuþýs þess. Glæpurinn sem framinn var á Íslandi er svo stór að fólk er ekki enn búið að átta sig á honum.

Í öðru lagi og þess vegna á fólk eftir að verða reiðara en það er í dag þegar það fer að átta sig betur á afleiðingum af athöfnum glæpamafíunnar.

Í þriðja lagi er orðið hefndarhugur óviðeigandi þegar hugur þjóðarinnar til glæpamanna er til umfjöllunar. Það er einföld krafa að glæpamönnum sé refsað. Á því byggir réttarríkið og ekki á að veita undantekningar þótt um skipulagða glæpastarfsemi sé að ræða og þótt að glæpamennirnir hafa rænt gjaldeyrisvaraforða þjóðarinnar.

Í fjórðalagi treysti ég því að dómsmálaráðherra starfi af heilindum og að478666A hennar ákvarðarnir litist hvorki af hótunum "vinnuþýs afbrotamanna" né heldur af meintum hefndarhug þjóðarinnar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Júlíus Björnsson

SG mannleysa lýsir sér sjálfum afar vel í þessum pistli. Ef  einhver annar ætt í hlut myndi ég vorkenna honum heimskuna.  

Júlíus Björnsson, 13.6.2009 kl. 23:16

2 Smámynd: Árni Gunnarsson

Nærvera Evu Joly er komin langt með að æra náhirð bankaræningjanna.

Viðbúnaðarstigið er komið í 6.

Sumir eru víst lagstir í drykkjuskap og örvilnun.

Árni Gunnarsson, 14.6.2009 kl. 00:05

3 Smámynd: Lilja Skaftadóttir

"Vill dómsmálaráðherra axla ábyrgð á gerðum og verkum Joly þegar sá hefndarhugur sem hún og fylgismenn hennar hér á landi ala nú á er af þjóðinni runnin"

Það er með ólíkindum að einhver skuli leyfa sér að segja þetta. Hvað er verið að segja hér ? Að við, þjóðin, séum ekki lengur í hefndarhug ? Að það eigi að hætta að minna þjóðina á hvað gerðist ?

Heldur þessi maður virkilega að það þurfi að minna okkur á hvað gerðist ?

VIÐ GLEYMUM EKKI, SAMA HVAÐ ÞIÐ BÍÐIÐ LENGI EFTIR ÞVÍ !

Lilja Skaftadóttir, 14.6.2009 kl. 00:40

4 Smámynd: Helga Þórðardóttir

Frábær færsla hjá þér Jakobína. Hvar er þessi pistill Sigurðar eiginlega. Getur verið að það séu margir sem taki hann trúanlegan?

Helga Þórðardóttir, 14.6.2009 kl. 01:38

5 Smámynd: Júlíus Björnsson

Ekki kemur meint greind og titlar til frádráttar að flestra skynsamra mati.

Júlíus Björnsson, 14.6.2009 kl. 01:48

6 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Já titillinn sérlega hallærislegur. Velti því fyrir mér hvort Sigurður hafi horft of mikið á kanasjóvarpið hér áður fyrr.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 14.6.2009 kl. 03:05

7 identicon

Góð !!

Björg F (IP-tala skráð) 14.6.2009 kl. 03:26

8 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Frábær pistill hjá þér Jakobína! SG er rödd hrædds manns sem talar fyrir hrædda vinnuveitendur. Aðferðin sem hann notar er aðferð hrædds dýrs sem hefur verið krógað af. Hann öskrar og vonar að þannig takist honum að vekja ótta. Nógu mikinn ótta svo hann og vinnuveitendur hans geti komið sér út úr horninu og í sína fyrri stöðu

Rakel Sigurgeirsdóttir, 14.6.2009 kl. 03:58

9 Smámynd: Arinbjörn Kúld

Ótti er það sem maður les úr pistli SGG. Þeir eru orðnir hræddir. Gleymum ekki að afkróað, óttaslegið dýr er stórhættulegt. Höfum því varan á okkur næstu vikur.

Kveðja að norðan, úr norðannepjunni.

Arinbjörn Kúld, 14.6.2009 kl. 09:45

10 Smámynd: Anna Karlsdóttir

Frabær pistill. Ég er sammála Rakel - nú er fólk sem hefur eitthvað að fela farið að verða verulega hrætt og reynir með mismunandi árangri að sýna vígtennur og "ridikulera" hreinlæti.

Anna Karlsdóttir, 14.6.2009 kl. 10:44

11 Smámynd: Brosveitan - Pétur Reynisson

Flottur og góður pistill...  Ég meina þinn sko,  Jakobína

Brosveitan - Pétur Reynisson, 14.6.2009 kl. 11:15

12 Smámynd: Benedikt Gunnar Ófeigsson

Sammála góður pistill.

Þetta er bara byrjunin á áróðrinum gegn Evu Joly. Ég held því miður að svona augljósir hræðslupistlar eins þessi pistill SGG er,  séu ekki normið í vinnubrögðum þessarra  manna. Mútur, hótanir, keypt sérfræðiálit, heppilegir lekar og alls konar baktjaldamakk þar sem menn beita áhrifum sínum  beint og óbeint til að grafa undan gagnrýnni umræðu og ná sínu fram, eru aðferðirnar sem auðvaldið beitir.  Svo er þessu pakkað inn í fallegar PR umbúðir.

En það er alveg hárrétt að svona upphlaup hjá kjölturakka auðvaldsins bera vott um hræðslu. Við getum verið viss um að mun lævísari óhróður  gegn Evu Joly komi fram. Þessi viðbrög SGG segja okkur að það er gríðarlega mikilvægt að Eva Joly haldi áfram að vinna fyrir okkur það er greinilega að skila árangri.

Benedikt Gunnar Ófeigsson, 14.6.2009 kl. 11:18

13 identicon

Þú ert alvöru íslendingur Jakobína og takk fyrir góðan pistil að venju.  Við höfum meiri þörf fyrir fólk eins og þig frekar en sendisveininn Sigurð sem hefur lifað af því að verja ómennsku í viðskiptum og selt sálu sína hæstbjóðanda.

Hvað gera svona sópar þegar kústsköftin á þeim eru komin á bakvið lás og slá?

Gylfi Gylfason (IP-tala skráð) 14.6.2009 kl. 12:41

14 Smámynd: Einhver Ágúst

Og svo held ég að Eva Joly hafi nú séð það svartara en Sigurð G, þó við ætlum ohonum mikinn skepnuskap og vissulega ver hann aumann (auðmanna?) málstað þá er hann enginn stórkarl enda ekki lengur með gjaldeyrisforða þjóðarinna á bakvið sig.

Hún hefur lifa' við hótanir og í raunverulegri lífshættu í mörg ár eftir afskipti af spilltum fyrirtækjum, held að Sigurður G sé bara grín í hennar augum, auk þess hversu kyrfilega hann hefu verið afhjúpaður þegar sama dag on hann ræðst gegn henni koma fram enn ein "mistökin" sem hann á beinann þátt í gagnvart Sigurjónu Digra, vandæðalegt?

Einhver Ágúst, 15.6.2009 kl. 10:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband