2009-10-27
Skilja þeir sjálfan sig?
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
2009-10-27
Ummæli James Galbraith um stöðu Íslands
Gunnar Tómasson sendi alþingismönnum eftirfarandi bréf:
Ágætu alþingismenn.
Í fyrradag spurði ég James Galbraith, einn virtasta hagfræðing Bandaríkjanna, um álit hans á því mati AGS (sjá IMF Survey 21. október sl.) að erlend skuldsetning Íslands að jafngildi 310% af vergri landsframleiðslu væri þjóðarbúinu ekki ofviða.
Galbraith svaraði um hæl (í minni þýðingu; enskur texti að neðan):
Það segir sig sjálft: það er fáránlegt að ímynda sér að Ísland eða eitthvað annað land geti tekið á sig gjaldeyrisskuldir sem jafngilda 300 eða 400 prósent af vergri landsframleiðslu (VLF) og forðast greiðsluþrot. Ef skuldir væru 400 prósent og vextir aðeins þrjú prósent þyrfti afgangur á viðskiptajöfnuði og hliðstæður samdráttur innlendrar neyzlu að vera 12 prósent af VLF án nokkurrar greiðslu af höfuðstól. En auðvitað myndi enginn vilja eiga lágvaxta íslenzk skuldabréf vegna áhættunnar á vanskilum.
Ef stjórnvöld reyndu að axla slíka skuldabyrði myndu vinnufærir einstaklingar flytja af landi brott. Útkoman yrði lýðfræðileg eyðilegging Íslands að viðbættu greiðsluþroti. Staðan er því ekki síður alvarleg en sú sem kom upp vegna stríðsskaðabóta í Versalasamningnum eða Morgenthau áætluninni fyrir Þýzkaland 1945. Samningurinn leiddi til óðaverðbólgu en áætlunin var ekki lögð til hliðar fyrr en ljóst varð að hún myndi leiða til brottflutnings eða útrýmingar mikils hluta þjóðarinnar sem lifði af stríðið.
Eins er það augljós skrípaleikur að leggja slíka skuldabyrði á litla þjóð, fyrst með svikum og síðan með hótunum.
Eins og málum er háttað er það siðferðileg skylda Íslands gagnvart alþjóðasamfélaginu að sækja svikahrappana til saka eftir því sem landslög leyfa. Hitt er fyrir stjórnvöld erlendra ríkja, sem brugðust skyldum sínum við bankaeftirlit, að ákveða hvernig deila skuli tapinu sem af því hlaust milli reikningshafa og skattborgara sinna.
Þér er heimilt að koma þessum skoðunum mínum á framfæri við aðra.
Virðingarfyllst,
Gunnar Tómasson, hagfræðingur
***
To state the obvious: the idea that Iceland or any country could increase its debt in foreign currency to 300 or 400 percent of GDP and avoid default is preposterous on its face. At 400 percent, an interest rate of just three percent implies a required trade surplus of 12 percent of GDP, and a comparable reduction of domestic living standards -- even if the principal is never repaid. But of course with the default risk no one is going to hold Icelandic notes for so little.
If a policy of payment is attempted, anyone with the capacity to work will necessarily emigrate. The result can only be the demographic destruction of the country, and default anyway. The situation is, in this respect, not less grave than the reparations demanded under the Versailles Treaty or the Morgenthau Plan for Germany in 1945. The former produced hyperinflation, and the latter was stopped only when it was realized that to implement it would require the emigration or extermination of a large part of the surviving population.
Equally needless to say, the imposition, initially by fraud and later by intimidation, of a debt burden of this kind on a small country is grotesque.
Iceland's moral obligation to the international community at this stage should consist of bringing the perpetrators to justice, insofar as they can be reached by national law. The losses that will fall on foreign depositors cannot be avoided. It is therefore up to the governments of those other countries, having failed in their duties of bank supervision, to decide how to allocate those losses as between depositors and taxpayers in those places.
Please feel free to share these views at your discretion.
With my regards,
James Galbraith
![]() |
Mikil réttaróvissa í evrópsku regluverki |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 19:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
2009-10-27
Úlfasamfélagið
Hvert samfélag hefur tiltekið skipulag sem skapar grundvöll lífsskilyrða fyrir meðlimi þess.
Samfélag úlfa hefur tiltekna uppbyggingu sem úlfar þekkja. Í hjörð úlfa er forystuúlfur, skipulagið er valdskipt og gefur einstaklingum í hjörðinni mismunandi skyldur og mismunandi réttindi. Þeir sem eru á botninum í valdapíramídanum fá leifarnar sem verða eftir þegar að aðrir eru búnir að fá nægju sína en það getur stundum verið ekki neitt. Þeir eru samt tiltölulega sáttir við hlutskipti sitt vegna þess að þeir eru í hlutverki sem þeir þekkja og fara eftir reglum sem þeir þekkja. Ef þeir skorast undan eru þeir tuktaðir til. Í úlfahjörðinni kemur öðru hvoru upp sú staða að gamall, lúinn eða skaddaður foringi verður fyrir áhlaupi af yngra eða sterkara foringjaefni. Þá hefst barátta um forystuna.
Í íslensku samfélagi hefur þróast skipulag sem líkja má við skipulag úlfahjarðar. Vissulega er barist um forystuhlutverkið innan fjórflokksins en restin af úlfahjörðinni fylgist óróleg með að undanskildum fáeinum óróaseggjum sem vilja riðla skipulaginu en eru jafnan tuktaðir til. Það má nefnilega ekki riðla skipulaginu. Hjarðhegðuninni verður að halda við lýði vegna þess að hún tryggir fámennum hóp yfirburði og bestu bitanna.
Íslenska samfélagið skal lúta áfram lögmálum úlfahjarðar og þeir sem krefjast þess að þessu valdskipulagi sé riðlað og stefnt sé að siðmenningu eru beittir óvönduðum meðölum. Rógburður og uppnefningar eru vinsælt vopn meðal þeirra sem reyna að halda hjörðinni í skefjum á meðan foringjarnir berjast. Markmiðið er að halda þeim utan vígvallarins en hluti hans eru fjölmiðlar.
![]() |
Hafna norrænu sambandsríki |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
2009-10-27
Í kaffi hjá Rozwadowski
Ég hef komist að því að tengsl eru á milli mín og Vilhjálms Egilssonar. Vilhjálmur er í vinfengi við stóriðjuna og vill gjarnan að ég láni peninga til virkjunarframkvæmda í gegn um lífeyrissjóðinn minn. Ég er nú ekki hrifin af þessari hugmynd og vil gjarnan að peningarnir mínir séu notaðir í annað. Ég vil frekar að auðlindirnar fari að færa okkur sauðsvörtum almúganum rentu og bæti þannig lífskilyrði okkar.
Ég var dálítið forvitin um tilgang Alþjóðagjaldeyrissjóðsins hér á Íslandi og skrapp því í kaffi til Rozwadowski sem tók vel á móti mér. Reyndar var hann ekkert ánægður í fyrstu þegar hann áttaði sig á því hvað ég er forvitinn en gaf síðan eftir og sagði mér heilmargt þótt hann hafi neitað að svara sumu og platað mig stundum.
Ég frétti að allir forstjórar álveranna hefðu svo farið í kaffi til Rozwadowski í dag. Ég held að þeir hafi ekki verið þar af forvitni eins og ég. Ég held frekar að þeir hafi verið að reyna að fá vin minn Rozwadowski til þess að segja ríkisstjórninni að vera ekkert að skattleggja stóriðjuna.
![]() |
Hafa ekkert nálgast niðurstöðu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 00:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (16)
2009-10-26
Risalán og gjaldeyrishöft
Ein af þeim aðgerðum sem gripið var til, eftir hrun bankanna, var að setja gjaldeyrishöft til þess að verja krónuna frekari falli. Helsta ógnin við gjaldmiðilinn var óþolinmótt fé jöklabréfaeigenda.
Erlendar fjármálastofnanir gáfu út jöklabréf sem seld voru "óþekktum" aðilum, íslenskum eða erlendum. Þessar stofnanir endurfjárfestu samsvarandi fjárhæði í íslenskum ríkisskuldabréfum til þess að gengistryggja sig. Þetta þýðir í raun að kaupendur jöklabréfa veðjuðu á krónuna á sama tíma og bankarnir og erlendir vogunarsjóður tóku stöðu gegn henni.
Eftir að gjaldeyrishöftin voru sett lokaðist fjármagn jöklabréfaeigenda inni. Jöklabréfaeigendur hafa því átt einan þann kost að endurfjárfesta fjármuni sína á Íslandi. Staða jöklabréfa og erlendra krónueigna er talin vera 400 til 600 milljarðar ISK en sumir telja að fjárhæðin sé um 620 milljarðar.
Viðskipti með jöklabréf eru í raun íslenska ríkinu óviðkomandi. Þetta voru viðskipti á milli erlendra fjárfestingabanka og viðskiptavina þeirra með verðbréf í íslenskum krónum.
Gjaldeyrisforðinn
Eitt af áhyggjuefnum Seðlabanka Íslands um þessar mundir er að ekki sé unnt að aflétta gjaldeyrishöftunum samkvæmt áætlun vegna seinkunnar á endurskoðun efnahagsáætlunar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Fyrirhugað er að taka lán upp á 620 milljarða ISK til þess að styrkja gjaldeyrisforðann sem nú er 490 milljarðar en þar af eru 210 milljarðar hrein eign. Hvers vegna þarf lítið efnahagskerfi 1.100 milljarða gjaldeyrisforða? Til samanburðar má geta að gjaldeyrisforðinn var 163 milljarðar árið 2007 og 67 milljarðar árið 2005. Já, segir kannski einhver "en það sýndi sig að þetta var allt of lítill varaforði." Jú rétt er það en við gjörólíkar aðstæður. Bankarnir voru risavaxnir og Seðlabankinn átti að geta staðið undir lánum til þrautavara.
Í greinargerð Seðlabankans til forsætisráðherra, 6. október síðastliðinn, segir m.a. um mikilvægi rausnarlegs gjaldeyrisforða "Það eflir getu Seðlabankans til þess að mæta hugsanlegu útstreymi og dregur um leið úr líkum á því að til þess komi. Aukinn forði er því mikilvægur til þess að jafna óhóflegar skammtímagengissveiflur sem gætu fylgt afnámi gjaldeyrishafta fyrst í stað." Sérstaka athygli vekur að Seðlabankinn telur að gjaldeyrisforðinn (risalánið) dragi úr líkum á útstreymi en litlar líkur eru á því að þessi kenning standist enda verður traust á íslensku efnahagskerfi ekki reist á einni nóttu heldur er það langtímaverkefni. Öllu líklegra er að aðilar sjái risalánið sem farseðil úr landi sem einkennist af fjármálaóreiðu. Að hræðsla muni ráða för. Seðlabankinn víkur einnig að því að "væntingar um ávöxtun þegar til lengri tíma er litið vegi þyngra en sú áhætta sem tekin er til skamms tíma með áframhaldandi fjárfestingum í krónum" ef efnahagsstefnan er trúverðug.
Það er ávallt áhugavert þegar hagfræðingar setja sig í spor sálfræðinga og fara að telja sig sjá fyrir um hegðun fólks. Ég á satt að segja erfitt með að trúa að einstakir fjárfestar fari að kynna sér efnahagsstefnu yfirvalda og hvað þá heldur að túlka trúverðugleika hennar þegar þeir taka ákvörðun um það hvort þeir eigi að koma fjármunum úr landi. Gleymum því ekki að þetta eru aðilar sem tóku stöðu með krónunni þegar aðrir veðjuðu gegn henni.
Risalánið frá AGS
Það hefur margoft verið sagt að ekki eigi að nota risalánið heldur geyma það í banka í Bandaríkjunum og greiða af því 20 milljarða á ári í vaxtamun. En samkvæmt ofangreindri tilvitnun í greinargerð Seðlabankans virðist eiga að grípa til þessa varasjóðs þegar gjaldeyrishöft verða afnumin. Gríðarleg áhætta fylgir þessari fyrirætlun. Ef fjármunir rjúka úr landi þannig að ganga þurfi á þennan forða í Bandaríkjunum hækkar vaxtakostnaðurinn vegna hans og getur þá orðið allt að 35 til 40 milljarðar, þ.e.a.s. greiða þarf hreina vexti í stað vaxtamunar. Það mun síðan lenda á komandi kynslóðum að endurgreiða þetta risalán.
Áætlun um að taka risalán í erlendum gjaldmiðli og sleppa síðan gjaldeyrismarkaðnum frjálsum vekur spurningar. Eru uppi áform um að "bjarga" jöklabréfaeigendum og öðrum sem þurfa að koma fármagni úr landi með því að taka risalán sem lendir á íslenskum skattgreiðendum?
Fagfjárfestar
Jöklabréfaeigendur eru að öllum líkindum fag- og stofnanafjárfestar sem höfðu alla burði til þess að taka upplýsta ákvörðun um áhættuna sem fylgdi því að fjárfesta í jöklabréfum öfugt við það sem segja má um flesta almenna hluthafa í bönkunum sem hafa þurft að taka því tapi sem fylgdi hruni bankanna.
Það er fullkomlega réttmæt spurning að spyrja hvort íslenskur almenningur eigi að taka sitt tap af hruninu, s.s hækkun skulda og greiðslubyrði, verðhækkanir, tap hlutafjár í bönkum, tap á peningamarkaðsjóðum, launalækkanir og atvinnumissi en auk þess að fjármagna bætur til fagfjárfesta. Þessi viðskipti með jöklabréf komu íslenskum almenningi ekkert við.
Umræðan á Íslandi, eftir bankahrunið, hefur að miklu leyti snúist um traust. Lögð hefur verið ríkuleg áhersa á að spyrða Alþjóðagjaldeyrissjóðinn við hugtakið traust en í umræddri greinargerð Seðlabankans til forsætisráðherra segir "litið er á aðkomu sjóðsins sem heilbrigðisvottorð fyrir þá efnahagsstefnu sem mótuð hefur verið." Þetta er í nokkurri mótsögn við það sem Center of Economic Policy Research hefur um sjóðinn að segja. En CEPR segir m.a. um spár Alþjóðagjaldeyrissjóðsins í löndum þar sem hann hefur haft aðkomu... að þær feli í sér munstur mistaka sem vekja spurningar um hlutleysi sjóðsins.
Vantraust á AGS
Reynsla Ríkisstjórnarinnar á aðkomu AGS ætti að vera farin að vekja með þeim efasemdir um heilindi sjóðsins í ráðgjöf hans. Það hljóta að vera farnar að vakna spurningar einhvers staðar í hugskoti stjórnmálamanna hvort að þessari lánastofnun sé treystandi fyrir völdum á Íslandi. Það liggur fyrir að AGS er vopn Breta og Hollendinga sem þeir beita til þess að þvinga Íslendinga til þess að afsala sér rétti til þess að fara með ágreining fyrir dómstóla jafnvel þótt í ljós komi að kröfur þeirra séu ólögmætar. Það liggur einnig fyrir að AGS notar endurskoðun efnahagsáætlunar sem þeir sjálfir hafa hannað til þess að halda ríkisstjórninni í gíslingu og þvinga fram óréttmæta niðurstöðu í Icesave-deilunni.
![]() |
Tímabært að hefja afnám hafta |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
2009-10-26
Icesave kært
Eftirfarandi frétt er á Vísi:
Hópur lögfræðinga undirbýr stefnu á hendur íslenska ríkinu vegna þeirra Icesave samninga sem nú liggja fyrir. Hópurinn telur framkvæmdavaldið hafa farið út fyrir það umboð sem stjórnarskráin feli í sér. Í grunninn felst dómsmálið í því að láta reyna á heimildir stjórnvalda til að skuldbinda ríkið samkvæmt stjórnarskrá. Enn er unnið að athugun á málinu og er stefna ekki tilbúin.
Dómsmálið lítur öðrum þræði að því að skuldbindingarnar sem ríkið sé að binda þjóðina í séu fordæmislausar. Icesave lánasamningurinn sé ótímabundinn og feli í sér 100 milljónir á dag í vexti, 3 milljarða á mánuði. Heildarupphæðin sé um helmingur af landsframleiðslu Íslands eins og Seðlabankinn meti hana fyrir árið 2009.
Hópurinn vill láta á það reyna hvort framkvæmdavaldinu sé heimilt að binda íslenska þjóð í slíkar skuldbindingar eða hvort einhver takmörk séu á þessari heimild. Stjórnarskráin feli vissulega í sér heimild fyrir framkvæmdavaldið til að binda ríkið fjárhagslega í milliríkjasamningum.
Eiríkur S. Svavarsson, lögmaður, er í hópi lögfræðinganna. Hann sagði í samtali við fréttastofu í dag að skoðun hópsins sé sú að stjórnvöld hafi í annað sinn farið út fyrir samningsumboð sitt í Icesave málinu þegar þau undirrituðu nýja viðaukasamninga í vikunni sem leið. Framkvæmdavaldið hafi í fyrra sinn farið út fyrir samningsumboð sitt þegar skrifað var undir upprunalegu Icesave samningana 5. júní á þessu ári. Með þeim samningum hafi verið farið út fyrir þann ramma sem settur var með þingsályktunartillögu þann 5. desember 2008, sem gekk út á semja um Icesave út frá svokölluðum Brussel viðmiðum.
2009-10-26
Fyrirmynd Íslands
Draumar stjórnmálamanna og viðskiptaráðs lýsir sér ágætlega í þessari frétt en Bandaríska heilbrigðiskerfið er eitt það dýrasta í heimi auk þess að vera með þeim óskilvirkustu.
Kleptókrötunum á Íslandi þykir þetta áhugavert business model vegna þess að það gefur færi á sóun.
![]() |
Um 800 milljarðar dala fara til spillis |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
2009-10-26
Hvers vegna er ekki talað um hvar Ísland er?
Ætli það sé búið að færa það endanlega í neðsta sæti á spillingarlistann. Annars er ég ekki sérlega trúuð á svona kannanir. Það er þekkt að gríðarleg félagsleg vandamál eru í Finnlandi í kjölfar bankahrunsins.
Grimmdin sem mætti fötluðu og veiku fólki í kjölfar kreppunnar verður ævarandi svartur blettur í kjölfar finna. Rannsóknir þar hafa sýnt að Finnar eru ekki sérlega hamingjusamir.
![]() |
Velmegun mest í Finnlandi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
2009-10-25
Hvernig er spillingin mæld?
Það kom maður í athugasemdakerfið hjá mér og spurði hvort verið gæti að sjálfstæðisflokkurinn væri hlutfallslega minnst spilltur og þá í krafti stærðar sinnar. Ég ákvað að skoða þetta. Árið 2007 var árið sem farið var að skammta stjórnmálasamtökum gríðafjárhæðir úr vasa skattborgaranna. Gæðunum er útdeilt eftir stærð flokka og auðvitað er þetta tiltæki þingmanna ekki minna spillt en eftirlaunafrumvarpið.
Ég ákvað því að skoða hvernig styrkir frá fyrirtækjum og einstaklingum hefði verið til flokkanna í hlutfalli við ríkisstyrkina (sjálftökuna).
Sjálfstæðisflokkur reyndist ekki bara spilltastur heldur líka hlutfallslega spilltastur.
Sjálfstæðisflokkur framlög frá fyrirtækjum og einstaklingum 74% af ríkisstyrk.
Vinstri græn framlög frá fyrirtækjum og einstaklingum 62% af ríkisstyrk.
Framsóknarflokkur framlög frá fyrirtækjum og einstaklingum 36% af ríkisstyrk.
Samfylking framlög frá fyrirtækjum og einstaklingum 30% af ríkisstyrk.
Það er athyglisvert að á þessum mælikvarða eru vinstri græn næstum eins spillt og sjálfstæðisflokkurinn.
![]() |
Leggja fram drög að framhaldi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
2009-10-25
Árni Páll fær prik frá mér
Árni Páll Árnason félagsmálaráðherra virðist hafa verið í góðum tengslum við dómgreind sína á ársfundi ASÍ þar sem hann talar um grátkór sjávarútvegs og stóriðju vegna orkuskatta og innköllunar fiskveiðiheimilda.
Árni Páll varar við þeirri vá að verða að ginningarfífli stóriðju og útgerðarauðvalds.
Ekki stendur á grátkórnum að senda fulltrúa sína fram á sjónarsviðið en framkvæmdarstjóri LÍÚ virðist vera með grátstafinn í kverkunum í gagnrýni sinni á fyllilega réttmæta lýsingu Árna Páls. Einnig gagnrýna ginningarfífl auðhyggjunnar í stjórnarandstöðu Árna Pál að sögn Fréttablaðsins.
Ástandið á efnahagskerfi Íslands er bein afleiðing af græðgi og spilafíkn embættis- og stjórnmálamanna sjálfstæðisflokks sem hafa komið á einokunarkerfi á auðlindanýtingu í landinu. Þeir sem hafa haft aðgang að auðlindunum sópuðu auðlindarentunni úr landi meðan sjálfstæðismenn og aðrir stjórnmálamenn voru í spilafíkilsvímu að skafa restina innan úr efnahagskerfinu með leik að afleiðum og vafningum.
Forkálfar ASÍ og SA líta svo á að þeir standi með pálmann í höndunum. Með lúkurnar af hálfu ofan í sparifé landsmanna og aðilar að launalækkunarsáttmála ríkisstjórnarinnar nýta þeir stöðu sína til þess að ná völdum af ríkisstjórninni.
Þeir virðast ganga erinda erlendra auðhringja sem vilja ná meiri ítökum í orkuframleiðslu á Íslandi og misnota ástandið á Íslandi í sína þágu.
Óskar sem kom hér á bloggið mitt telur þetta gleðiefni og virðist helst dreyma um að Ísland verði þrælanýlenda erlendra auðhringja en hann segir: Um leið er hvetur hærra álverð, á sama tíma og íslenskt vinnuafl er afar samkeppnishæft sökum gengis krónunnar, álfyrirtæki til fjárfestingar í álverum hér á landi.
Hrun krónunnar er því gleðiefni fyrir Óskar og erlenda stóriðju. Það er full ástæða til þess að spyrja hvort að þeir sem ganga erinda erlendra auðhringja hér á landi hafi raunverulegan áhuga á því að gengi krónunnar sér styrkt. Við ættum að hugsa okkur vel um þegar við tökum afstöðu til þess hverjum við getum treyst.
Fall krónunar og launalækkunarsáttmálar þjóna erlendum auðhringnum sem tekið hafa eða vilja taka bólfestu hér á landi.
Óskar hvetur til þess að álver séu byggð hér á landi og segir: meðal annars er slík fjárfesting forsenda þess að hér fari að ára betur strax á næsta ári.
Óskari yfirsést að það eina sem álver hafa að bjóða upp á fyrir Íslenskt efnahagslíf er tímabundin bóla sem mun springa að nokkrum árum liðnum eða þegar uppbyggingu lýkur. Hvað ætlar Óskar að gera þegar búið er að sóa allri orkunni í álver sem flytja virðisaukann úr landi?