2009-10-16
Sóðalegt orðbragð forsetans
Forseti Íslands uppnefnir þá sem leyfa sér að gagnrýna framferði hans.
Hann kallar þá reiða, talar um framferði haturs og telur þá beita miskunnarlausri gagnrýni.
Þegar ég gangrýni forsetann kannast ég ekki við að hata hann eða yfir höfuð bera neinar sterkar tilfinningar til hans.
Ég ber hins vegar umhyggju fyrri almenningi sem blæðir nú fyrir atferli þeirra sem höguðu sér af algjöru dómgreindarleysi í aðdraganda hrunsins en þeir sem bera ábyrgð á gríðarlegri lífskjaraskerðingu á Íslandi berjast nú af fullum krafti við að halda sínu óskertu og beita til þess miskunnarlaust fjármunum skattborgaranna og valdi embætti sinna.
Hver skyldi kosta þessa för forsetans um landið sem hann auglýsir ekki og talar við fólk eins og hann sé himnasending til fátæklinga á milli þess sem hann hreiðrar þægilega um sig á Bessastöðum og nýtur aðhlynningu þjónustufólks.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 19:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
2009-10-16
Ögmundur stendur með þjóðinni
Árásirnar frá frá erlendum valdhöfum á Ísland hafa verið grimmúðlegar.
Ríkisstjórn sjálfstæðisflokks sýndi eindæma heigulshátt í kjölfar hrunsins og hunsaði velferð þjóðarinnar.
Ríkisstjórn samfylkingar hefur staðið sig litlu betur en virðist þó eitthvað vera að draga lappirnar í því að gangast undir nauðung Breta og Hollendinga.
Það má fyrst og fremst þakka Ögmundi Jónassyni sem hefur sýnt í verki að hann stendur með íslensku þjóðinni.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
2009-10-16
Ábyrgð á þróun samfélags
Á meðan viðskiptaráð fékk því framgengt að 90% af tillögum þeirra fóru í gegn um þingið og voru samþykkt sem lög var lítill áhugi á að styrkja lagaumhverfi sem tekst á við ofbeldi gegn konum.
Frelsi fjármagnsins fékk mikilvægi umfram frelsi einstaklinga og í kjölfarið myndaðist menningarkimi sem er Íslendingum áður ókunnur.
Tuttugu ára valdatíð sjálfstæðisflokksins hefur skilað okkur samfélagi með félagslegum vandamálum sem byggjast á skorti á mannvirðingu og glæpastarfsemi.
Samfélag sem ekki byggir upp varnir gegn ofbeldi og ofríki er ekki gott samfélag.
![]() |
Götuvændi stundað í Reykjavík |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (16)
2009-10-16
Pínulitla Ísland
Toyota er 10 stærsta fyrirtæki í heimi. Starfsemenn fyrirtækisins eru 320 þúsund sem er svipaður fjöldi og fjöldi manna búsettur á Íslandi.
Velta fyrirtækisins Toyota er 25.000.000.000.000.
Velta Íslands er 1.400.000.000.000.
Skeljungur er skipaður rúmlega 100.000 starfsmönnum eða sem svarar um þriðjungi Íslendinga.
Velta fyrirtækisins er hins vegar 40 sinnum verg landsframleiðsla Íslands eða rúmlega 56.000.000.000.000
Í grein forsætisráðherra Íslands á The Banker segir:
The population is small, but is also young and innovative, making it easier to overcome the present crisis. We aim to build a more balanced and sustainable basis for the Icelandic economy and maintain our full participation in international activities.
Ég hef ekkert á móti alþjóðlegum samskiptum. Það er gott fyrir þjóðir að deila með sér þekkingu, menntun og læra af menningu hvorra annarra. Samskipti og viðskipti við þjóðir á jafnréttisgrundvelli er jákvæður hlutur í framþróun.
Það er hins vegar litlum þjóðum nauðsynlegt að hafa varnir í landamærum sínum gagnvart stórum alþjóðlegum fyrirtækjum sem eru gengdarlaust gráðug og ómannúðleg í þeirri viðleitni sinni að stækka meira og meira.
Þeir sem fyrst og fremst tapa á alþjóða-auðhringjavæðingunni eru launþegar og neytendur.
![]() |
Saxhóll gjaldþrota |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 02:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
2009-10-15
Er WTO í hlutverki kúgarans?
WTO eða World Trade Organization er samtök um milliríkaviðskipti. Sagt er á myndbandinu hér að neðan að WTO hafi völd til þess að beita lönd efnhagsþvingunum.
Fyrirætlanir WTO eru á einn veg og það er að einkavæða, afnema reglur og greiða fyrir aðgangi auðhringja að mörkuðum en neytendur hafa í raun þróast í að verða óvinir WTO vegna þess að þeir þvælast fyrir fyrirætlunum þeirra.
Reglur, velferðakerfi og samkeppni þjóna neytendum. Þegar reglur eru brotnar niður hverfur vernd neytandans, þegar að velferðakerfi eru brotin niður með einkavæðingu bitnar það á lífskilyrðum fólks og þegar að samkeppni þverr minkar kaupmáttur almennings.
2009-10-15
Hvað er alþjóðasamfélag?
Hér er hluti af því sem ég sagði í Speglinum áðan:
Hér hrundi allt fyrir ári síðan. Það voru ekki bara bankarnir, krónan og fasteignamarkaðurinn sem hrundi heldur líka traust þjóðarinnar á stofnunum, á krónunni, á stjórnmálamönnum og á fjölmiðlum.
Það er gjarnan talað um að afla þurfi trausts alþjóðasamfélagsins. Ég verð að viðurkenna að ég skil ekki málflutning af því tagi. Þetta hugtak alþjóðasamfélagið er notað eins og það sé afmörkuð og hugsandi tilfinningavera. Samt sem áður er hugtakið mjög huglægt og ósnertanlegt. Sennilega er hugtakið meira misnotað en notað í máli manna.
Ég skil hins vegar hugtakið þjóð eða landsmenn mjög vel. Ég veit að ég tilheyri þjóð og telst til landsmanna sem teljast um 330 þúsund einstaklinga sem eru sýnilegir og áþreifanlegir. Margir þeirra eru nú blankir, áhyggjufullir eða óöruggir við framandi aðstæður en allir eiga rétt á mannvirðingu og mannréttindum.
Það telst til mannréttinda að fá óbjagaðar upplýsingar og faglegar umfjöllun um málefni þjóðarinnar.
Það er á ábyrgð fjölmiðla og þeirra sem hafa aðgang að fjölmiðlum að tala af virðingu við þjóðina
Að fara rétt með staðreyndir
Að tala af víðsýni og efla skilning fólks á umhverfi og atburðum
Að vera með athyglina á því sem skiptir máli
Við núverandi aðstæður eru átök og gagnrýni eðlileg. Fyrir þjóðina eru samskipti við umheiminn mikilvæg breyta en það má spyrja hvort eðlilegt sé að tefla alþjóðasamfélaginu fram sem algildu viðmiði.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 18:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
2009-10-15
Er þetta uppgjörið?
það hefur komið fram að hluti kröfuhafa í Íslandsbanka eru áhættufjárfestar sem keyptu kröfur í bankann á uppboði. Einnig hefur komið fram að hluti kröfuhafa eru íslenskir. Hverji eru þeir?
Talað er um uppgjör en það er ekki uppgjör að beigja sig undir nauðungarsamninga í stað þess að Icesave málið fái eðlilegan framgang í gegn um dómskerfi og niðurstöðu sem er mat óháðra aðila.
Með því að gangast undir nauðungarsamninga eru stjórnvöld að koma í veg fyrir eðlilegt uppgjör.
Seinkun rannsóknarskýrslunnar er líka hindrun í framgangi uppgjörs. Ástæður fyrir seinkun þessar skýrslu er að líkindum fyrirsláttur því að er engin náttúruleg endalok á rannsóknarferlinu heldur verður lengi eitthvað sem rannsaka má betur. Eðlileg framvinda í málinu væri að gefa út áfangaskýrslu 1. nóvember og halda svo áfram.
![]() |
Íslandsbanki í erlendar hendur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
2009-10-15
Er heimsvæðingin góð?
Hér er myndasyrpa um heimsvæðinguna. Markmiðið með heimsvæðingunni er að þurrka út landamæri á milli ríkja og skapa þess í stað landamæri á milli ríkra og fátækra í heiminum með það að markmiði að verja hagsmuni hinna ríku.
Þetta er þáttaröð í níu þáttum. Ég hvet fólk til þess að horfa á þættina og dæma hver fyrir sig.
![]() |
Kæra vegna taps á Icesave |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
2009-10-15
Gróska í fjölmiðlaútgáfu...
Stjórnmál og samfélag | Breytt 16.10.2009 kl. 01:05 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
2009-10-15
Þversögn í málinu
Hvers vegna ganga Bretar og Hollendingar svo hart eftir því að "endurgreiðsluferillinn" sé tryggður ef fyrir liggur að eignasafn Landsbankans sé 90% upp í kröfuna?
Hvers vegna kallar Steingrímur J Sigfússon þetta "endurgreiðsluferill" eins og um sé að ræða endurgreiðslu á láni sem Íslendingar hafa tekið.
Fattar hann ekki hvað hugtakið endurgreiðsla þýðir eða skammast hann sín fyrir að vera að skrifa undir nauðungasamning sem gerir kröfu til þess að íslensk þjóð greiði Hollendingum og Bretum fjármuni sem þeir hafa aldrei fengið lánaða?
Gleymum því ekki að það voru sjálfstæðismenn sem kölluðu þennan ósóma yfir okkur en það dregur ekki úr meðsekt Steingríms.
![]() |
Berjast til að ná Icesave-sátt |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |