2011-02-15
Æi, æi, æi...
Mér líður eins og ég sé að reka sömu tána í sama þröskuldinn í fimmta skiptið.
Mér líður eins og að himnarnir hafi opnast og yfir mig rigni grænum froskum.
Mér líður eins og ég hafa vaknað upp í landi fáránleikans og að hópur trúða hafi tekið völdin í borginni.
Mér líður eins og ég hafi vaknað upp í furðuheimum þar sem kóngurinn vill að þegnarnir greiði skatt til óvinakóngsins í nágrannaríkinu.
Mér líður eins og Alþingi hafi gengið af göflunum og vilji flýta sér að koma þjóðarbúinu á vonarvöl.
Mér líður eins og forsætisráðherrann og fjármálaráðherrann hafi vaknað upp alsber á gangi niður Laugaveginn.
![]() |
Icesave á hraðferð |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Það á að vera grundvallarkrafa á Íslandi, í Bretlandi og í Hollandi að Icesave sé rannsakað ofan í kjölinn. Sá sem ekki aðhyllist þá nálgun býr við skert siðferði og hafnar félagslegri framþróun.
Atferli stjórnmálamanna bendir til þess að þeir vilji að sett verði lok á þessa ormagrifju. Að það komi aldrei upp á yfirborðið það ferli fjármagnsstrauma sem hér átti sér stað.
Því miður virðist innsýn manna, í þá staðreynd að Icesave fjármunirnir bárust sennilega að litlu leyti til Íslands og eru ekki í vinnu á Íslandi, vera af skornum skammti.
Eigi að síður er íslenskur almenningur nú að greiða 5,5% vexti af lánum svo að Landsbankinn geti keypt gjaldeyri til þess að standa skil á Icesave, þ.e. hlutnanum sem verðu rukkað af nýja Landsbankanum sem er 280 milljarar.
![]() |
Icesave afgreitt of hratt |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
2011-02-14
Þegar menn skilja ekki réttvísina
Það virðist fara fyrir brjóstið á sumum að þjóðin fái að hafa lýðræðislega aðkomu að ákvörðunum í Icesave deilunni. Jónas Kristjánsson er meðal þeirra sem telur að þjóðin eigi ekki að koma að þessari ákvörðun og uppnefnir fólk sem styður þjóðaratkvæðagreiðslu. Hann lýsir því yfir á Facebook að þeir séu þjóðrembingar.
Í blog sínu vitnar hann máli sínu til stuðning til þess að ráðuneytisstjóri Geirs Haarde lofaði Bretum að borga IceSave upp í topp með rosavöxtum. Síðan þá höfum við verið dæmd til að borga IceSave segir Jónas.
Ég spyr því hafa ráðuneytisstjórnar heimild til þess að skuldbinda ríkissjóð um milljarða. Umræddur ráðuneytisstjóri var síðar rekinn og kærður fyrir innherjasvik.
Umræddur ráðuneytisstjóri hafði ekki umboð þjóðarinnar og yfirlýsingar hans hafa ekkert gildi í alþjóðasamningum. Þetta myndi Jónas vita ef hann hefur lesið stjórnarskrána. Jónas myndi líka vita ef hann hefur lesið EES dírektívin að aðlilum EES samningsins er ekki heimilt að ábyrgjast tryggingakerfi bankanna.
Á grundvelli þessara raka upphefur síðan Jónas hræðsluáróður og spáir dómsdegi ef Íslendingar hafni ekki réttvísinni og beygi sig undir að gerast skattborgarar í Bretland og Hollandi.
Bretar hafa ekki löglegar kröfur á hendur Íslenskum skattborgurum. Þess vegna vilja þeir ekki að málið fari fyrir dómstóla.
Dómstólarinir eru hættulegir þeim sem sópuðu til sín fjármunum úr bönkunum og þeim sem studdu þá í þeim gjörningum.
![]() |
Tillaga um þjóðaratkvæði |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
2011-02-13
Margir á brókinni í hríðaveðri
Hitt er kannski athyglisverðara að sumir hafa valið að vera brókarlausir úti í orrahríðinni. Það á ég við stóriðjusinna, þá sem vilja troða Icesave ofan í kok á þjóðinni og ekki síst hina (oft þeir sömu) sem ekki vilja sjá lýðræðislegar umbætur á Íslandi (hafna brókinni sem að þeim er rétt).
Bloggarinn grænmeti skrifar:
Mér taldist til að á þessu tímabili hafi Rúv tekið 24 viðtöl við fjórtán stuðningsmenn stóriðju en einungis eitt viðtal við einn andstæðing stóriðjuuppbyggingar! Í flestum þessum viðtölum var umhverfisráðherra sakaður um að tefja lagningu suðvesturlínu og bera þannig ábyrgð á atvinnuleysi þúsunda manna á Suðurnesjum.
Áróðursherferðin var svo fullkomnuð þegar fyrirtæki á Suðurnesjum splæstu í lesnar auglýsingar á Rúv þar sem atvinnuleysi á Suðurnesjum var sagt í boði umhverfisráðherra.
Nú er rúmt ár liðið frá því að málið fór af borði umhverfisráðherra og ekkert varð af sameiginlegu mati á umhverfisáhrifum. Hversu margir hafa fengið vinnu við lagningu suðvesturlínu síðan þá? Enginn. Það var öll atvinnusköpunin sem umhverfisráðherra stöðvaði.
![]() |
Læstist úti í óveðri á nærbuxunum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt 14.2.2011 kl. 06:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2011-02-13
Þrælslundin upphefur raust sína
Hver verður fyrstur til þess að setja nafn sitt við þennan lista.
![]() |
Icesave Já Takk opnar síðu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
2011-02-13
Þar sem siðblindan ræður ríkjum
Í aðdraganda kosninga til stjórnlagaþings var stofnaður póstlisti með netföngum allra sem í framboði voru til stjórnlagaþings. Nýlega sendi einn frambjóðenda skilaboð til allra frambjóðenda sem hljóðaði svona:
Nú þarf að hafa hraðar hendur og fljóta fætur.
Icesave III fer hindrunarlaust í gegnum þingið.
Aðeins þjóðin sjálf getur staðið í veginum eins og vanalega.
Dreifið þessu áfram sem víðast.
Í kjölfarið greip um sig mikil móðursýki meðal hluta frambjóðenda sem sökuðu sendanda um dónaskap og ónæði.
Ég vil koma eftir farandi á framfæri við þá sem ekki þola þessi skilaboð:
Sælt veri fólkið
Ég hef fylgst með því undanfarna daga hvernig fólk keppist hvert um annað þvert við að vera "dónalegt" í þessum fjölpóstum/póstlista. Ég ætla nú að slást í hóp með þessum dónum og segja hug minn. Ég verð að játa að upphaflegi pósturinn truflaði mig lítið en árásirnar í kjölfarið hafa hins vegar sært viðkvæma sómakennd mína enda virðast þær af pólitískum toga.
Innihald fyrsta póstsins á fullt erindi til þeirra sem hafa áhuga á lýðræði. Ekki þurfa menn nauðsynlega að vera sammála innihaldinu en ég undrast að fólk sem telur sig bært að takast á við stjórnarskrá Íslands skuli ekki fagna átökum um málefni sem varðar kjarna réttarríkisins. Ég verð að játa að það fer hrollur um mig þegar ég sé ummæli frá stjórnlagaþingsmönnum um þetta málefni.
Að mínu mati stríðir sá gjörningur að færa ábyrgð af einkaviðskiptum yfir á skattgreiðendur gegn frjálsu mannlífi og er alvarleg atlaga gegn réttarríkinu. Deilur af því tagi sem liggja lit grundvallar Icesave eiga heima fyrir dómstólum. Með því að vísa málinu til dómstóla er það sett í rannsóknarferli, ályktanir dregnar og settar fram niðurstöður byggðar á faglegu ferli. Þetta er leið þeirra sem vilja læra og leið þeirra sem taka fagmennsku fram yfir valdaníðslu.
Valdhafar á Íslandi hafa hafnað lærdómi og hafnað réttlætinu. Þeir hafa valið leið leynimakks og blekkinga. Þeir hafa valið að beygja sig undir vilja þeirra sem vinna gegn lýðræði og eru samdauna spillingu. Fyrir komandi kynslóðir mun þessi nálgun stjórnvalda til lausnar Icesavedeilunni verða smánarblettur á stjórnmálasögu landsins næst á eftir sjálfu hruninu og aðdraganda þess. Þeir sem ekki trúa á réttlætið eða réttarríki sem verndar rétt hinna saklausu ættu að íhuga þetta mál vandlega.
Þeir sem vilja Icesave í pólitískan farveg þeir hafna réttarríkinu, aðhyllast að refsing fyrir sök hinna seku sé færð á hina saklausu en styðja að skjaldborg sé slegin um siðblinduna og blekkingarnar.
Bestu kveðju
Jakobína Ingunn
Ps. Ég er búin að setja nafn mitt á þennan undirskriftalista og hvet aðra til að gera hið sama.
![]() |
Undirskriftir nálgast 9.000 |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
2011-02-11
Fjármálakerfi í dauðateigunum
Hið vestræna fjármálakerfi speglar hugmyndafræði um rányrkju og nýlendustefnu. Sýnilegir og ósýnilegir vefir liggja á milli fjármálakerfis, stjórnmála og rányrkju auðlinda.
Ísland hefur fylgt þessari stefnu. Stefnan er eins og foreldrar sem éta börnin sín. Mokað er upp auðlindum og þær nýttar til þess að færa fámennri stétt manna auð og völd. Í kjölfarið fylgir örbyrgð og hnignun lífskjara hinna almennu borgara eða þegna.
Stjórnmálamenn eru fótgönguliðar þeirra sem hafa eignarhald á fjármálastofnunum og stjórna seðlaprentun. Stjórnmálamenn eru drukknir af hugmyndafræði eða trúarbrögðum sem boða að ef fjármálakerfinu líði vel þá líði öllum vel. Þeir taka hundruð milljarða úr velferðakerfi og dæla í fjármálakerfi.
Fjöldanum er haldið í skefjum með lyginni. Þörf fólks fyrir að trúa á styrk stjórnvaldsins er svo rík að það snýr blindum augum að sannleikanum. Fólkið trúir að lausnin sé handan við hornið en stjórnmálamenn halda uppi viðteknum hætti við að moka í fjármálakerfið og þá sem vilja ræna auðlindir.
Stétt sérfræðinga í að túlka heiminn í þágu rányrkjunnar hefur risið upp. Tölfræði og hagtölur eru notaðrar til þess að stýra fólki og temja það til þess að vinna gegn eigin hagsmunum. Það er ekki fyrr en fólk er króað af í eymd sem það fer að véfengja skipulagið.
Á Íslandi hafa þeir hæst sem hafa skapað ástandið sem ríkir. Þeir eru hugmyndasnauðir þegar kemur að lausnum öðrum en þeim sem þjóna þeirra eigin hag.
![]() |
Möguleiki á Sovéthruni vestra |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
2011-02-07
Staðan uggvekjandi
Ísland er gullkista. Landsvæði mikið, mikið af fersku vatni, jarðvarmi, fiskurinn í sjónum og fallvötnin. Samt sem áður hefur þessi þjóð ekki burði til þess að veita öldruðum og öryrkjum mannsæmandi kjör.
Kynslóðinni sem ekki lagði fyrir í lífeyrissjóð eða byrjaði á því seint er gert að lifa á helmingi þess sem neysluviðmið benda á að fólk þurfi til að lifa mannsæmandi lífi.
Það er auðvitað mótsögn í þessum staðreyndum. Ástandið sem hefur skapast í landinu skýrist að miklu vegna þeirra trúarbragða sem boðuð hafa verið og í skjóli villukenninga um hvað séu góðir og skynsamlegir stjórnarhættir hefur forréttindastéttin á Íslandi arðrænt þjóðina.
Sala á afnotarétti jarðvarmans á suðurnesjum er gott dæmi um hvernig stjórnmála- og fjárglæpamenn láta sér ekki nægja að ræna fólk í samtímanum heldur er einnig verið að ræna afkomendur lífsgæðum.
Það eru ekki eingöngu sjávarauðlindirnar sem ríkisvaldið hefur rétt fáum aðilum heldur eru aðrar auðlindir einnig notaðar endurgjaldslaust. Vatn, jarðvarmi og orka til stóriðju skilar þjóðinni sennilega tapi fremur en arðsemi.
Aðilar sem eru að græða á auðlindum landsins koma sér hjá að greiða skatt en nota eigi síður innviðina sem greiddir eru með skatttekjum ríkissjóðs. Ríkissjóður er að miklu leyti fjármagnaður af fólki sem lifir undir neysluviðmiðum.
Sögur fara nú af spám um hækkandi matvælaverð þegar að líða tekur á árið. Jarðverktakar eru atvinnulausir, korn er flutt inn dýrum dómi, hitafar á Íslandi fer hækkandi, nóg er af lítt nýttum jarðsvæðum og vinnuvélar standa ónotaðar. Eigi að síður hefur ríkisstjórninni ekki dottið í hug að stuðla að því að land sé unnið til ræktunar korns. Hvers vegna? Kannski myndu vildarvinir hennar ekki græða nógu mikið á því.
![]() |
Viðmið einstaklings 292 þús |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
2011-02-06
Endurreisn hrunstjórnarinnar
Það virðist nú liggja fyrir hvað samfylkingin hefur átt við þegar hún talar um endurreisn. Afturhvarf til þöggunar, leynimakks í þágu fjármagnseigenda og þægðar þeirra sem þyggja bitlinganna virðist vera hin leynilega stefnuskrá flokksins.
Umræðan bendir til þess að Bjarna Benedikssyni hafi verið lofað ráðherrastól fyrir að svíkja flokk sinn.
Þremur ráðherrum úr hrunstjórn Geir Haarde tóks að hreiðra um sig í kreppustjórninni. Leynt og ljóst hafa þessir ráðherrar með dyggri aðstoð Steingríms Joðs unnið að því að viðhalda óbreyttu ástandi í stjórnmálahefðinni.
Árásir eru viðvarandi á þá þingmenn sem reyna að viðhalda tryggð sinni við kjósendur úr herbúðum ríkisstjórnarinnar.
![]() |
Tilbúinn að mynda nýja ríkisstjórn um atvinnumálin |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
2011-02-06
Þjóðin og forréttindastéttin
Fyrir bankahrun réði þöggun, glórulaust klapp og boðskapur trúarbragða um samkeppni ríkjum í íslensku samfélagi. Tíminn frá hruni hefur einkennst af átökum á milli þeirra sem vilja breytt hugarfar og þeirra sem vilja að við trúum að við þurfum að lúta ríkjandi kerfi.
Hugmyndin um að Íslenskir skattgreiðendur eigi að bera ábyrgð á velferð breskra og hollenskra innstæðueigenda er í raun fjarstæðukennd. Stærð skuldbindinganna í þessu máli er af þeirri gráðu að flestir almennir borgarar geta ekki sett sig inn í afleiðingarnar af slíkum skuldbindingum fyrir litla þjóð.
Bretar og Hollendingar hafa verið í forystusveit þeirra Evrópuþjóða sem lagt sig hafa fram um að arðræna þjóðir þriðja heims. Þeir hafa gengið á auðlindir þriðjaheimsríkja í skjóli spilltra valdhafa sem þegið hafa mútur og skilið við almenning í örbyrgð.
Nýlenduarðrán hefur frá seinni heimstyrjöld farið fram í formi einkavæðingar eins og bent var á í Silfri Egils fyrr í dag. Stjórnendur og eigendur alþjóðafyrirtækja sem hafa byggt arðsemi sína á því að ræna auðlindir fátækra þjóða og nýtt sér barnaþrælkun þar sem eftirlit er lítið komust að því á síðasta áratug að á Íslandi býr þjóð sem er lítið meðvituð um rétt sinn.
Á Íslandi var hægt að gera góða díla um að ræna almenning því stjórnvöld voru á svipuðu plani í almennu siðferði og spilltir valdhafar þriðja heims ríkja. Á Íslandi fengu alþjóðafyrirtækin aðgang að sameiginlegum sjóðum almennings sem notaðir hafa verið til þess að reisa fyrir þau mannvirki til orkunýtingar. Áhættan fellur á almenning og stóriðjunni er tryggður hagnaður hvernig sem árar í heimsmarkaðsverði. Ef illa árar þá eru tekin erlend lán sem skattgreiðendur þurfa að standa skil á í framtíðinni.
Já hugsaði títtnefnt alþjóðasamfélag á Íslandi búa vitleysingar og þar getum við grætt mikið. Við látum skattgreiðendurnir þar blæða fyrir óskynsamlega hegðun breskra og hollenskra fjárfesta. Við getum treyst því að íslenskir stjórnmálamenn lúti vilja okkar því það hefur reynslan sýnt. Þeir munu ekki standa með alþýðu landsins. Þeir munu ekki hætta persónulegri stöðu sinni vegna velferðar framtíðakynslóða.
Þeir sem hafa beygt sig undir kröfur Breta og Hollendinga hafa ekki sett fram haldbær rök fyrir því hvers vegna íslenskir skattgreiðendur eigi að bera ábyrgð á hegðun í einkaviðskiptum í Hollandi og Bretlandi. Það er látið liggja að því að ákvörðunin snerti samvisku stjórnmálamanna. Spurningin hlýtur að vera hvar samviska stjórnmálamanna liggi. Þeir eru tilbúnir til þess að færa áhættu af starfsemi stóriðju yfir á íslenskan almenning. Áhættuna af dómstólaleiðinni eru þeir þó ekki tilbúnir að færa á almenning þótt þeir viðurkenni að ekki liggi fyrir lagaleg rök fyrir því að íslenskir skattgreiðendur taki á sig ábyrgð af Icesave klúðrinu. Áhættan í Icesave samningnum er gríðarleg og þá áhættu eru stjórnmálamenn tilbúnir til þess að færa einhliða yfir á íslenskan almenning.
![]() |
Þjóðin eigi síðasta orðið |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)