Erfitt að minnka stjórnarráðið

Ef þeir stjórnmálaflokkar sem ganga til stjórnarmyndunarviðræðna nú eru heilir í sínum tilgangi munu þeir leitast við að fækka ráðherrum. Hámarksfjöldi ráðherra er átta við þessar aðstæður. Allt umfram það eru hrossakaup.

Það kemur líka í ljós núna hvort ráðherrar verða valdir út frá hæfni eða einhverjum öðrum forsendum.

Myndun þessarar ríkisstjórnar eru fyrstu skilaboðin til almennings um það hvort þessir aðilar ætli að standa undir því trausti sem þeim hefur veri sýnt.

 


mbl.is Ekkert liggur á stjórnarsáttmála
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sjálfstæðishugsjónin virkar hjá ríkisendurskoðun

Guðlaugur Þór þáði tveggja milljóna króna kosningastyrk frá FL Group á sama tíma og hann var stjórnarformaður í OR.

FL Group var á þeim tíma einn stærsti hluthafi í Geysi Green Energy sem til stóð að sameina REI sem var í eigu OR.

Ekki tilefni til úttektar er sagt.

En er ekki tilefni til þess að taka stjórnsýsluna í gegn?


mbl.is Ekki tilefni til úttektar á störfum Guðlaugs
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fækka og styrkja

Það hefur svo sannarlega sýnt sig að gagngerrar tiltektar er þörf í stjórnaráðinu. Eftir áralangar klíkuráðningar er mikið um að undirmálsfólk sé í störfum innan stjórnarráðsins.

Ráðuneytin hafa líka verið allt of mörg vegna hrossakaupa stjórnmálamanna í stjórnarmyndunarviðræðum. Stjórnmálamenn hafa í gegnum tíðina beitt ráðuneytunum eins og kosningaskrifstofum og eiginlegt hlutverk þeirra að vera í þjónustu við almenning horfið inn í móðuna.

Nú mun það sýna sig hvort þessi ríkisstjórn ætlar í raun að taka á spillingunni og þjóna almenningi.


mbl.is Ræða breytingar á stjórnarráði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Græðgisvæðing í Borgarahreyfingu

Gott dæmi um mann sem spillist á fyrstu mínútum stjórnmálaferils síns.

Meðan fjölskyldur í landinu eiga ekki fyrir mat ætlar Þráin Bertelsson að vera á launum á tveimur stöðum.

Væri ekki nær að hann hleypti næsta manni upp fyrir sig svo hann gæti unnið fyrir listamannalaununum sem hann þiggur af skattgreiðendum ellegar að afþakka þau og láta þau ganga í ríkissjóð sem er jú á hvínandi kúpunni.

Framganga Þráins sýnir svo ekki verður um villst að hann er enn framsóknarmaður og hefur ekki kynnt sér stefnu borgarahreyfingarinnar.


Það þarf að fara að taka til heima fyrir

í stað þess að liggja yfir málum sem hafa engin áhrif á ástandið á Íslandi næstu árin.

Það þarf lausnir sem byrja að virka strax!


mbl.is Enn ósætti um ESB-málið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vanvirðing við þjóðina ...

... að gera ESB málið að stjórnarmyndunarmáli. Það er alvarleg kreppa á Íslandi og mörg verkefni bíða nýrrar ríkisstjórnar. Það lýsir ótrúlegri vanvirðingu við þjóðina að láta gæluhugmynd samfylkingarinnar um sæti í Brussel ganga fyrir því að takast á við brýn verkefni, s.s. málefni heimilanna og atvinnulífslins.
mbl.is Evrópumálið sett í forgang
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvað kosta aðildaviðræður við ESB?

Mikil gjaldeyriseyðsla fylgir aðildarviðræðum.

Það er ekki til gjaldeyrir á Íslandi.

Það eru börnin okkar sem þurfa að borga fyrir þetta framtak.


mbl.is Engin viðskipti á gjaldeyrismarkaði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Jón Baldvin í túlkunarham

Jón Baldvin heldur því fram að ESB hafi náð meirihluta á þingi í kosningunum. Ég hélt að kosið hefði verið um alls konar málefni í þessum kosningum en ekki um ESB.

Svona þvættingi mun verða troðið ofan í þjóðina næstu mánuði

Jón Baldvin gerði ESB samning sem leiddi til efnahagshruns á Íslandi í haust. Þegar gengið er til samninga við erlenda aðila verður að hafa í huga að göt í samningum geti leitt til þess að misvitrir stjórnmálamenn geta hæglega leitt þjóðina í ógöngur.

Hvers vegna í fjandanum lækkar ríkisstjórnin ekki bara stýrivextina?

Vill Jón Baldvin að ESB svínbeygi þjóðina til þess að gefa eftir auðlindir á móti því að ESB gefi eftir óeðlilegar vaxtakröfur vegna skuldbindinga ríkissjóðs vegna lána sem hann hefur ekki stofnað til og afléttingu kverkataks Alþjóðagjaldeyrissjóðsins á ríkisstjórn Íslands.

Stendur ESB að baki okurstýrivaxtastefnunni á Íslandi?

Er ESB að knýja íslenska ríkisstjórn til aðildarviðræðna með þráðum sem liggja í gegn um Alþjóðagjaldeyrissjóðinn?

Þetta má lesa úr orðum Jóns Baldvins.

Skoðanakannanir sýna að meirihluti þjóðarinnar er á móti ESB.


mbl.is Jóhanna á Bessastöðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

ESB er ekki ríkisstjórnarmál

Það er ólýðræðislegt að gera ESB að stjórnarmyndunarmáli. ESB er mál þjóðarinnar en ekki stjórnmálamanna.

Það kemur í ljós í þessum stjórnarmyndunarviðræðum hvort stjórnmálaflokkar gefi skít í lýðræðið og þjóðina.

Það er heimskulegur málatilbúnaður að halda því fram að það að fara í aðildarviðræður sé eitthvert skref í endurreisn Íslands.

Ef Íslendingar fara í aðildarviðræður á að gera það af gagnsæi en ekki með einhverri þvælu um tilganginn.


mbl.is Umboð til stjórnarmyndunar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fela vanhæfni með ESB umræðu

Samfylkingin stendur ráðþrota frammi fyrir því verkefni að hífa þjóðina upp úr þeim skít sem hún ásamt sjálfstæðisflokki kom þjóðinni í.

Framsóknarflokknum tókst að koma nokkrum mönnum inn á alþingi á lokasprettinum með hræðsluáróðri og glottir nú framan í þjóðina sem hann hefur haft að leiksoppi.

Strákarnir í samfylkingunni hafa flogið inn á þing í pilsfaldi Jóhönnu.

Samfylkingin hefur frá því í haust falið getuleysi sitt í ESB umræðunni sem hún hefur þröngvað upp á þjóðina. Í aðdraganda kosninga sýndi samfylkingin mikla óskammfeilni í málflutningi sem hafði þann tilgang að skálda upp samhengi og afvegaleiða þjóðina í skilningi á kostum ESB.

Þáttur fjölmiðlanna er engu skárri en samfylkingarinnar í þessari forheimskandi umræðu.

Úrræðaleysi stjórnmálamanna við að takast á við hin eiginlegu vandamál sem eru afleiðing svartholshagfræði kapitalismans er falin í lausnatilbúningi sem virkar ekki. Hvorki fyrir atvinnulífið né heimilin.

Sú þeysireið að þessum kosningum sem í raun kom í veg fyrir vitræna umræðu sýnir vel viljaleysi þeirra sem komu þjóðinni á hausinn til þess að bæta ráð sitt.

Og framsóknarmenn glotta áfram.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband