AGS ræður ekki lengur við ástandið í heiminum

Frétt á Mbl:

Upphæð aukafjárveitingar til Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, til hjálpar illa stöddum þjóðum, er talið verða eitt helsta ágreiningsefnið.

Það má kannski minna landsmenn á að skilyrði fyrir áframhaldandi fjárveitingum AGS til Íslands er að fjárlög 2010 verði hallalaus.

Til þess að hægt sé að ná fram hallalausum fjárlögum þarf að skera niður um hundruð milljarða hjá ríkinu.

Hvers vegna tala stóru flokkarnir ekki um þetta í aðdraganda kosninga?

Hvers vegna útskýra flokkarnir ekki fyrir okkur hvað varð um 15.000 milljarða sem nú eru skuldir þjóðarbúsins?

Hvers vegna útskýrir ríkisvaldið ekki fyrir fólki hvernig á að takast á við 2.300 milljarða í vaxtaberandi skuldir ríkissins?

Hvers vegna gengur enginn flokkur fram og segir nú ætlum við að taka á þessum vandamálum og við ætlum að gera það svona?

Eru menn ráðþrota?


mbl.is Fundað í skugga mótmæla
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Það er nú ekkert nýtt...

... að fréttaflutningur fjölmiðla sé óáreiðanlegur

Fréttir síðasta hálfa árið hafa verið eins og 1. apríl fréttir

Málflutningur ýmissa stjórnmálaafla er líka eins og aprílgabb


mbl.is Einkennilegar fréttir í dag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Eru þeir klámhundar?

Fétt á Smugunni:

Vændisfrumvarpið, sem bannar kaup á vændi, var afgreitt út úr allsherjarnefnd á Alþingi í dag, gegn atkvæðum Sjálfstæðismanna, sem leggjast því og vilja frekari rannsóknir og gögn. Málið hefur verið rannsakað árum saman, en alltaf endað fast inni í nefnd.

Hvers vegna sat málið alltaf fast í nefnd?

Það er augljóst að stefna sjálfstæðismanna hefur ekki breyst.

Kvenfyrirlitning.


Fengu þeir ekki fyrirgreiðslu frá gömlu ríkisstjórninni?

....
mbl.is Ætlum okkur að lifa af
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ætlar Óskar að halda áfram að bjóða framsóknarmönnum í veislur

Það verður að láta velferð barnanna ganga fyrir. Sjálfstæðismönnum og framsóknarmönnum er ekki treystandi fyrir fjármunum almennings. Reynslan hefur kennt okkur það.
mbl.is Verktakar fram fyrir skólabörn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Björgum Íslandi

Hugmyndir að atvinnusköpun sem eykur getu þjóðarinnar til þess að komast af í kreppunni og dregur úr fólksflótta:

-Pakki til ilræktar, aukinnar framleiðslu grænmetis og ávaxta

-Frjálsar handfæraveiðar

-Aukin kornrækt til skepnufóðurs og manneldis

-Markaðssetning ferðaþjónustu

-Fullvinnsla afurða úr sjávarútvegi og landbúnaði

Ef stefnt er Því að skapa grundvöll fyrir ofangreindar frumatvinnugreindar munu þjónustugreinar við þessa atvinnuvegi blómgast.

Líf á Íslandi mun fara að vaxa og dafna á ný


Draumórar um alheims fjármálamiðstöð á Íslandi rústuðu atvinnuvegunum

Dagdraumar Hannesar Hólmsteins og drengjanna sem setið hafa við fótskör hans hafa slegið grundvöllinn undan atvinnuvegum á Íslandi. Var þetta ekki líka draumur framsóknar?

Bankakerfið sem komið var fyrir í höndum einstaklinga sem höfðu ekki siðferði til þess að takast á við þá ábyrgð hefur eyðilagt traust og orðspor Íslensks atvinnulífs um heim allan.

Aðilar sem vildu verða ríkir buðu sig fram til stjórmála á fölskum forsendum og sköpuðu ásýnd lögmætis um það að fiskarnir sem synda í sjónum getir verið eign tiltekinna aðila.

Nú er verið að skapa ásýnd lögmætis um það að vinnuframlag barna okkar og barnabarna geti verið eign einhverra í framtíðinni.

Með gríðarlegri lántöku í erlendri mynt er verið að taka veð í vinnuframlagi barna okkar um ókomna framtíð.

Þessu þarf að breyta


mbl.is Landsvirkjun segir fjárhagsstöðuna trausta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Stjórnmálamenn með hauspoka

Sífellt berast fréttir af því að ástandið sé í raun mun verra en áætlað hefur verið. Orðræða undangenginna mánuða hefur hafnað alvöru þess ástands sem ríkir í landinu. Sífellt er gefið í skyn að einhverjar reddingar séu handan við hornið en enn hafa þessar reddingar ekki tekið á sig skýra mynd. Yfirvöld eru í raun ráðþrota.

Frétt í Mbl:

Atvinnuhorfur í landinu eru nú nokkru verri en áætlað var samkvæmt efnahagsáætlun íslenskra stjórnvalda og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (IMF). Samkvæmt henni var því spáð að atvinnuleysi yrði mest um tíu prósent, eftir að fólk úr skólum kæmi út á vinnumarkaðinn að loknum skóla. Samkvæmt tölum Vinnumálastofnunar er atvinnuleysi nú rúmlega tíu prósent en þar af eru um 20 prósent í hlutastarfi á móti bótagreiðslu. Ljóst er því að staðan eftir að nemar koma út á vinnumarkaðinn úr skólunum verður verri en reiknað hafði verið með.


mbl.is Horfurnar verri en áætlað hafði verið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sjálfstæðismenn vilja viðhalda kúgun

Vinnubrögð sjálfstæðisflokks í þinginu í gær afhjúpar vel sýn hans á hagsmuni og frelsi þjóðarinnar. Fyrir þeim skipta hagsmunir þjóðarinnar engu máli og fyrir þeim er frelsi þjóðarinnar og áhrif hennar á stjórnarfar bara til trafala.
mbl.is Geta setið fram að kosningum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þarf þá Óskar Bergson að hætta að skemmta vinum sínum?

Vondar fréttir fyrir framsókn
mbl.is Endurskoðuð fjárhagsáætlun samþykkt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband