Er eitthvað að fara fram hjá mér hérna eða er fólkið sem stjórnar þessu þjóðarbúi nautheimskt?

Gjaldeyrisvaraforðinn er 413 milljarðar í krónum talið og fjórðungur þessarar fjárhæðar er skuld við Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Þýðir þetta ekki að nettóeignarstaða gjaldeyrisvaraforða er um 300 milljarðar?

Af láni Alþjóðagjaldeyrissjóðsins þarf að greiða rúmlega 4% í vexti sem eru okurvextir í alþjóðlegu samhengi. Af þeirri fjárhæð sem afhent hefur verið eru það um 11 milljónir á dag en sennilega um 5 milljónir á dag nettó.

Hver er tilgangurinn? Jú Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn og íslenskir valdhafar eru þeirrar trúar að erlendir fjárfestar fatti ekki að nettóstaða gjaldeyrisvaraforðans er einungis 300 milljarðar og fer versnandi vegna vaxtabyrðar af erlendum lánum.

Vegna þess að erlendu fjárfestarnir fatta ekki hver raunverulegur gjaldeyrisvaraforði seðlabankans er þá fara þeir að treysta íslensku þjóðarbúi. Gott að þeir eru svona vitlausir þessir erlendu fjárfestar.

Er eitthvað að fara fram hjá mér hérna eða er fólkið sem stjórnar þessu þjóðarbúi nautheimskt?


mbl.is Seðlabankinn í klemmu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

...og brostin kosningaloforð

Ekki byrjar það vel. Orðið trúnaðarmál enn tamt valdhöfunum og borgarahreyfingin lætur það vera eitt af sínum fyrstu verkum að styðja leyndarhyggjuna.

Eftirfarandi orð á gögunni:

Orðið á götunni er að litlar breytingar hafi orðið á leyndarhjúpnum sem stjórnvöld sveipa hin stærri mál lands og þjóðar þrátt fyrir stjórnarskiptin í febrúar og kosningasigur flokka sem sögðust ætla að leggja allt á borðið.

Skýrslur og gögn um bankahrunið, sem talað var um að birta, eru enn læst í skúffum. Mikilvægar skýrslur eru geymdar í læstum herbergjum sem eingöngu innvígðir fá aðgang að.

Þögn lykur einnig um störf rannsóknarnefndar um bankahrunið og sérstaks saksóknara. Ekkert hefur verið upplýst um það hverjir hafa verið yfirheyrðir, hverjir hafa stöðu grunaðra og hvar húsleitir hafa verið framkvæmdar.

Orðið á götunni er að þetta sé ekki nógu gott. Stjórnvöld eigi að upplýsa þjóðina um gang mála eins og lofað var í kosningabaráttunni.


mbl.is Alþingi sett á morgun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fjármálastöðugleika....hvað?

Eftirfarandi spurningar voru settar fram á Silfri Egils:

Hvenær voru íslensku gjaldþrotalögin samnin ......ráðuneytin sömdu lögin með hagsmuni hverra að leiðarljósi??
Hefði ekki verið betra ef nefndir þingsins semdu þess háttar lög?

Getur það verið að vinstri félagshyggjusjórn ætli að vera í “böðulshlutverki” gagnvart heimilum landsins með mjög úrelt og ósanngjörn gjaldþrotalög?

Hverra hagsmunir voru í fyrirrúmi og eru enn?

Ríkissjóður safnaði gjaldeyrisvaraforða með útgáfu ríkisskuldabréfa til jöklabréfaeigenda. Þessum gjaldeyrisvaraforða (520 milljarðar) henti DO síðan inn í Kaupþing rétt fyrir hrun. Björgunaraðgerð fyrir útrásarvíkinganna hverra eiginkonur dvelja í munaði á lúxushótelum.

Nafnlaus segir eftirfarandi:

Ég var í samkvæmi um helgina. Þar var maður sem sagðist eiga nokkur hundruð milljónir í jöklabréfum skráð á félag á Tortóla. Hann sagðist ekki sjá ástæðu til þess að gefa tommu eftir, hann hefði jú fjárfest í góðri trú.


mbl.is Áætlun ef bankar færu í þrot
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Málaliðar annarlegra markmiða!

Hann er ekkert að leyna því þessi ágæti maður að íslenskir "valdhafar" eru einungis strengjabrúður Alþjóðagjaldeyrissjóðsins sem skipuleggur hrun atvinnulífs á Íslandi.

Samkomulag ASG og ISG virðist ganga út á að Alþjóðagjaldreyrissjóðurinn leggi fram áætlun sem miðar að því að rústa atvinnulífi og heimilum en samfylkingin sjái um að nýta sér örvæntingu fólks til þess að koma auðlindunum undir valdið í Brussel.

Franek Rozwadowski, sendifulltrúa Alþjóðagjaldeyrissjóðsins:

Næsta stig í aðlöguninni sé að aukin áhersla er lögð á endurreisn.

Hugsanlega megi þá létta á vaxtastefnu og gjaldeyrishöfum. Hvað varðar vaxtastefnuna segir hann að nú þegar hafi orðið umtalsverð lækkun á stýrivöxtum, en að við núverandi aðstæður megi þó ekki lækka stýrivexti of mikið eða of hratt.

Stýri vextir eru fimmtán sinnum hærri á Íslandi en hjá öðrum þjóðum víða í Evrópu. Aðgerðir á Íslandi er í hrópandi ósamræmi við þau ráð sem gripið hefur verið til annar staðar til mótvægis við fjármálakreppuna. Áætlun AGS er að rústa atvinnufyrirtækjum og skapar hér kjörin tækifæri fyrir þá sem vilja komast á brunaútsölur. Hverjir eru eigendur krónubréfanna og verða að fjárfesta á Íslandi vegna gjaldeyrishaftanna?

Áður en það geti gerst verði að auka traust erlendra fjárfesta á íslenska hagkerfinu. Það verði t.d. gert með því að koma jafnvægi á ríkisfjármálin. Verði vextir lækkaðir mikið eða hratt nú er hætt við að það myndi setja óheppilega mikinn þrýsting á krónunnar til frekari lækkunar.

Hvers vegna er það meginmarkmið að auka traust erlendra fjárfesta á íslenska hagkerfinu. Er íslenska hagkerfið til fyrir fólkið í landinu eða erlenda fjárfesta? Það er skömm að horfa á að valdhafarnir skuli beigja sig undir þessa forgangsröðun AGS og gefa skít í fólkið í landinu.

Þá sé hugsanlegt að nauðsynlegt reynist að viðhalda gjaldeyrishöftum um nokkurn tíma, jafnvel í nokkur ár. Þegar fram líði stundir verði hugsanlega hægt að slaka á höftum, t.d. fyrir flutninga á nýju fjármagni. Við slíkar aðstæður myndu höftin hins vegar vera áfram á því erlenda fjármagni, sem nú þegar er í landinu.

Hvaða nýja fjármagn eru þeir að tala um?


mbl.is Þaulsetin gjaldeyrishöft
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Eru þau að ráðfæra sig við viðskiptaráð?

Nokkuð skortir upp á að trúnaðarsamband á milli valdhafanna og þjóðarinnar sé með ákjósanlegum hætti.

Upphrópanir stjórnmálamanna í vetur um "aukið gegnsæi" eru lítt að skila sér í verkum þeirra.

Og meðan ég man hverjir eiga jöklabréfin?

Hvað hafa þingmenn þegið í styrki frá auðmönnum?

Hverjir fengu afskriftir hjá bönkunum rétt fyrir bankahrun?

Hvernig voru fyrirgreiðslur bankanna til þingmanna?

Hvernig eru sorkuamningar til stóriðjunnar?

Hvað var Össur alltaf að þvælast með útrásarvíkingunum?


mbl.is Sigmundur Davíð: Kom mjög á óvart
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sannleikann og heilindin fram yfir æruna

Ég vek athygli á þessum orðum ágæts manns sem sagði um þöggun....þar væntanlega aðrir þættir sem koma til líka. mannlegir þættir eins og hræðsla við viðbrögð, hagsmunatengls, o.s.frv. sem eru að einhverju leiti afleiðing af andrúmslofti þar sem ráðist er með miklum þunga gengn allri gagnrýni og menn jafnvel sviptir ærunni fyrir að segja sína skoðun.

Ég varð fyrir því óláni við stofnun samfylkingarinnar að ég var innlimuð í hana vegna þess að ég hafði verið félagi í Kvennalistanum.

Í kvennalistanum var þröng valdaklíka sem byggði múr um völd sín með samræðustjórnmálum. Í þessu felst að stað lýðræðis tala konur sig að niðurstöðum. Þöggun og andlegt ofbeldi var ríkjandi og konur sem settu sig upp á móti establishmentinu voru gjarnan sakaðar um að vera með vondan málflutning. "svona málflutningur tíðkast ekki hér" eða eitthvað í þeim dúr. Ekki mátti tala um mistök því þá var verið að rífa niður (mistök eru ekki til þess að draga lærdóm af heldur til þess að gleyma þannig að hægt sé að endurtaka þau).

Kvennalistinn var að lokum seldur fyrir völd örfárra kvenna sem sumar hverjar hafa síðan orðið uppvísar af því að þiggja höfðinglegar gjafir frá þeim sem rænt hafa þjóðina. Ágætar konur sem gerðu þjóðinni gott með framlagi sínu á þingi fyrir kvennalistann yfirgáfu stjórnmálin með rýtinga í bakinu eftir stöllur þeirra sem fóru yfir til samfylkingarinnar.

Því miður hafa þessar konur (samfylkingarkonur) sem falar eru auðvaldinu náð að hafa mikil áhrif og stuðlað að hruni þjóðarbúsins.

Það er einnig sorglegt að horfa upp á hvernig þær hafa náð að menga menningu samfylkingarinnar með þöggun og andlegu ofbeldi. Uppnefningar hafa verið þessum konum tamar og ein af aðferðum þeirra til þess að þagga niður í þeim sem fara með "vondan málflutning" eða vekja athygli á mistökum þeirra sem helst mega ekki komast í umræðuna.

Tveimur mínútum eftir bankahrun steig samfylkingarkona fram og talaði um lýðskrumara. Viðvörun til þeirra sem hugsanlega færu að tala um "mistök."

Ég hef aðallega fengið tvær uppnefningar frá samfylkingunni en þær eru "bitur" og "fórnarlamb." Engum hefur úr þessum ranni þó dottið í hug að væna mig um mútuþægni, þjófnað eða annað sem mætti færa sönnur á. Ekki þar fyrir að hegðun af því tagi virðist vera ásættanleg á þessum vígstöðvum.

Ég bendi á þetta í þeim tilgangi að vekja athygli á þessari aðferðafræði sem er einföld þöggunaraðferð.

Þessar stimplanir eru hannaðir til þöggunar en afhjúpa í raun útþynnta verkfærakistu þessara kvenna í pólitískri umræðu.

Ég vil kvetja fólk til að taka sannleikan og heilindi sín fram yfir æruna sem getur orðið skammlíf í baráttunni fyrir réttlæti.


Leynimakkið sem fyrirbæri

Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, kynnti drög að þingsályktunartillögu um Evrópusambandsaðild fyrir formönnum stjórnarandstöðuflokkanna á fundi sem lauk síðdegis. Trúnaður ríkir um endanlegan texta tillögunnar. Þetta kom fram í kvöldfréttum RÚV.

Það eru auðvitað óþægilegt ef einhver fer að skipta sér af á meðan málið er á viðkvæmu stigi. Leynimakk er eitt helsta verkfæri ráðamanna í uppbyggingu múranna sem verja völd þeirra.

Ekki má sauðsvartur almúgurinn trufla valdhafanna þegar þeir eru að ráðskast með hann.


mbl.is Trúnaður ríkir um þingsályktunartillögu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er verið að fela jöklabréfaeigendur?

Umræða og áleitnar spurningar um jöklabréfaeigendur hafa verið að koma upp á yfirborðið undanfarnar vikur.

Seðlabanki Ísland safnaði skuldum upp á 700 milljarða við jöklabréfaeigendur sem nú halda þjóðarbúinu í gíslingu. Seðlabankinn gaf út ríkisskuldabréf handa jöklabréfaeigendum en fékk gjaldeyri á móti. Þegar bankarnir hrundu henti Davíð Oddson 520 milljörðum í Kaupþing, gjaldeyri sem átti að vera til mótvægis við jöklabréfin sem nú knýja á um að komast úr landi.

Spurt er hvort að jöklabréfaeigendur eru hinir sömu og rændu þjóðarbúið og hvort að ránsfengnum hafi m.a. verið komið fyrir í jöklabréfum.

Nú er spurt hvort að sala Kaupþings hafi áhrif á aðgang að upplýsingum?


mbl.is Vilja kaupa Kaupþing í Lúx
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Menningarkimi Samfylkingarinnar

Ég varð fyrir því óláni við stofnun samfylkingarinnar að ég var innlimuð í hana vegna þess að ég hafði verið félagi í Kvennalistanum.

Í kvennalistanum var þröng valdaklíka sem byggði múr um völd sín með samræðustjórnmálum. Í þessu felst að stað lýðræðis tala konur sig að niðurstöðum. Þöggun og andlegt ofbeldi var ríkjandi og konur sem settu sig upp á móti establishmentinu voru gjarnan sakaðar um að vera með vondan málflutning. "svona málflutningur tíðkast ekki hér" eða eitthvað í þeim dúr. Ekki mátti tala um mistök því þá var verið að rífa niður (mistök eru ekki til þess að draga lærdóm af heldur til þess að gleyma þannig að hægt sé að endurtaka þau).

Kvennalistinn var að lokum seldur fyrir völd örfárra kvenna sem sumar hverjar hafa síðan orðið uppvísar af því að þiggja höfðinglegar gjafir frá þeim sem rænt hafa þjóðina. Ágætar konur sem gerðu þjóðinni gott með framlagi sínu á þingi fyrir kvennalistann yfirgáfu stjórnmálin með rýtinga í bakinu eftir stöllur þeirra sem fóru yfir til samfylkingarinnar.

Því miður hafa þessar konur (samfylkingarkonur) sem falar eru auðvaldinu náð að hafa mikil áhrif og stuðlað að hruni þjóðarbúsins.

Það er einnig sorglegt að horfa upp á hvernig þær hafa náð að menga menningu samfylkingarinnar með þöggun og andlegu ofbeldi. Uppnefningar hafa verið þessum konum tamar og ein af aðferðum þeirra til þess að þagga niður í þeim sem fara með "vondan málflutning" eða vekja athygli á mistökum þeirra sem helst mega ekki komast í umræðuna.

Tveimur mínútum eftir bankahrun steig samfylkingarkona fram og talaði um lýðskrumara. Viðvörun til þeirra sem hugsanlega færu að tala um "mistök."

Ég hef aðallega fengið tvær uppnefningar frá samfylkingunni en þær eru "bitur" og "fórnarlamb." Þetta veldur mér engum áhyggjum en ég bendi á þetta í þeim tilgangi að vekja athygli á þessari aðferðafræði sem er einföld þöggunaraðferð.

Þessar stimplanir eru hannaðar til þess að draga úr trúverðugleika mínum en afhjúpa í raun útþynnta verkfærakistu þessara kvenna í pólitískri umræðu.

Ég vek einnig athygli á þessum orðum ágæts manns....þar væntanlega þættir aðrir sem koma til líka. mannlegir þættir eins og hræðsla við viðbrögð, hagsmunatengls, o.s.frv. sem eru að einhverju leiti afleiðing af andrúmslofti þar sem ráðist er með miklum þunga gengn allri gagnrýni og menn jafnvel sviptir ærunni fyrir að segja sína skoðun.

Ég vil kvetja fólk til að taka sannleikan og heilindi sín fram yfir æruna sem getur orðið skammlíf í baráttunni fyrir réttlæti.


Sérhagsmunir eða velferð almennings?

Ekki verður séð að almenn velmegun í samfélaginu hafi verið meginmarkmið með efnahagsstjórn valdhafanna á undanförnum áratugum. Þeir sem vilja réttlæta afleitt stjórnarfar á Íslandi spyrja gjarnan „já, en nutum við ekki góðærisins“? Við þá vil ég segja „það var ekkert góðæri á Íslandi.“

Raunveruleg efling verðmætasköpunar var ekki til staðar en það skildu valdhafarnir ekki og kölluðu ástandið þess vegna góðæri. Ásýnd velmegunar var sköpuð með skuldasöfnun. Valdhafarnir skildu ekki að raunveruleg auðlegð byggir á bættri eignastöðu en ekki skuldasöfnun. Enn eimir eftir af þessum hugsunarhætti hjá mörgum en þeir telja meiri skuldir styðji endurreisn Íslands.

Sérhagsmunagæsla á kostnað velferðar

Stjórnvöld á Íslandi hafa kappkostað að bæta velmegun tiltekins hóps en ekki gætt að hagsmunum fjöldans. Þau hafa misnotað hagtæki á borð við krónuna og verðtrygginguna til þess að rétta af halla fjármagnseigenda og auðvalds á kostnað launþega og skuldara. Áhættan af slælegri efnahagsstjórn og náttúrulegum áföllum er færð af áhættusæknum fjárfestum og með valdboði á launþega sem oftar en ekki eru launþegar vegna þess að þeir eru ekki áhættusæknir.

Stjórnvöld hafa íþyngt láglauna- og millitekjufólki með hærri skattabyrðum en fjármagnseigendum og auðmönnum/konum. Flækjustig hagstjórnar er of hátt til þess að almenningur átti sig alltaf á þessu fyrirbæri en stjórnvöld hafa ekki gert þetta óvart. Þjónkun valdhafanna hefur verið við hina gjafmildu auk þess sem hagsmunaþræðir hafa legið á milli stjórnarráðs og viðskiptalífs. Krónan og verðtryggingin eru ennþá í fullu starfi fyrir valdhafanna og í þjónustu fjármagnseigenda.

Stjórnarfar á Íslandi og hefur gjarnan verið kennt við kleptocraty og oligarcy. Misnotkun á stjórnarráðinu og stofnunum ríkisins einkennir svona stjórnarfar og leiðir smám saman til fátæktar hins almenna borgara sem ekki hefur aðgang að nægtaborðum oligarkanna og kleptokratanna. Sviksemi valdhafanna við almenning á Íslandi á sér djúpar rætur og liggur meðal annars í lénsherraveldi sem hefur verið við lýði lengi.

Skipting gæðanna

Almenningur hefur ekki haft nægilega innsýn til þess að bregðast við síaukinni ásókn fámenns hóps í verðmætin sem skapast í landinu. Hagfræðilegri rentu af auðlindunum hefur verið sópað í vasa afmarkaðs hóps einstaklinga og erlendra auðhringa en almenningur skilin eftir stórskuldugur.
Einokun og sérstaða fárra hefur þrifist lengi á Íslandi. Dæmi um þetta er hvernig nýliðar í bændastétt hafa þurft að kaupa sig inn í  styrkjakerfi, einokun Íslenskra aðalverktaka á verkefnum fyrir varnarliðið, kvótaframsal, einkavinavæðing og leynimakk í samningagerð við orkusölu til stóriðju. Um fimmtíu ríkisfyrirtæki voru einkavædd síðastliðin tuttugu ár og hefur farið hljótt um flestar einkavæðingarnar. Á síðasta ári var heilbrigðiskerfið komið í brennidepil.

Áhersla á stóriðju dregur úr sköpunarkrafti

Verstu svik valdhafanna við almenning voru þó hvernig þeir eyðilögðu heilbrigt atvinnuumhverfi og fjölbreytni í atvinnusköpun í byggðum landsins. Margbreytni í atvinnusköpun hefur gildi í sjálfu sér og dregur úr áhættu. Ef atvinnulíf er einhæft má lítið út af bregða til þess að allt hrynji. Þrátt fyrir bitra reynslu virðast valdhafar ekki hafa skilið þetta ennþá en hugmyndir þeirra um endurreisn virðast fyrst og síðast felast í byggingu fleiri álvera. Því fleiri álver sem rísa á Íslandi því háðari verður þjóðarbúið alþjóðafyrirtækjum. 

Orkan og fjármagnið var sett í að byggja upp fábreytt atvinnulíf sem skilaði ofurgróða til fámenns hóps og erlendra fjárfesta. Fjármálakerfi, stóriðja og kvótabrask dró allan mátt úr öðru framtaki. Starfsemi sem skilar atvinnu og launum til einstaklinga og tekjum í ríkissjóð en litlum gróða í vasa lénsherranna eða erlendra auðhringja hefur ekki fengið að dafna. Dæmi eru um að frumkvöðlar hafi þurft að flýja land með hugmyndir sínar. Nýsköpun í atvinnulífi hefur verið drepin niður með okurverði aðfanga og einokun milliliða.

Nýtt Ísland nær ekki að rísa úr brunarústunum nema að hagsmunir lénsherra og auðvaldsinna verði undir í baráttunni sem nú geisar um gæðin en almenningur og byggðir landsins njóti réttlætis. Snúa þarf af þeirri leið að leyna almenning hagsmunatengslum sem koma í veg fyrir heilbrigða ákvörðunartöku og samfélagslegan ávinning.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband