það er ekki hægt að googla þennan pistil

Þennan hér.

Búin að margreyna en tekst ekki að fá upp beinan link á hann á Google.

Kannski linka þeir ekki á hallærislega pistla


Spádómsgáfa valdhafanna

Fjárlög sem samin voru í lok 2008 undir forystu samfylkingar gerðu ráð fyrir 150 milljarða ríkishalla. Fjárlögin voru í dæmigerðum afneitunarstíl og horfði framhjá augljósum staðreyndum í efnahagslífi þjóðarbúsins.

Ekki var gert ráð fyrir tekjufalli sem mátti vera ljóst þegar tekið er mið af því hvernig áætlun AGS hefur miðað að því að drepa niður verðmætasköpun og atvinnulíf í landinu með háum stýrivöxtum. (vek athygli á að mér (einfaldri almúgakonu) skeikaði um -3,5% en fjárlaganefnd (með alla sína sérfræðinga) um +22%).

Ríkisstjórnin vinnur eftir leiðum sem stefnir þjóðarbúinu í algjört hrun en virðist ekki "fatta" afleiðingarnar sem eru t.d. tekjufall til ríkissjóðs. Unnið er að því að tæma sjóði almennings t.d. með því að setja fjármuni lífeyrissjóðanna í byggingaframkvæmdir sem gera ekkert til þess að auka verðmætasköpun í landinu.

 Nú stendur Ríkisstjórnin frammi fyrir því sem var fyrirséð í janúar þ.e. að fjárlagahallinn stefni í 193 milljarða í stað 153 milljarða. Feiluðu sig um 40 milljarða vegna þess að þeir hafa ekki yfirsýn yfir virkni kerfisins og orsakasamhengi í því.

Þessir sömu spekingar hafa nú talið sig til þess bæra að spá ríkistekjum fimm ár fram í tímann. Fjárhagskreppan á eftir að harðna um heim allan. Þrátt fyrir það telja spekingar fjárlaganefndar að tekjur ríkissjóðs muni aukast um 180 milljarða næstu fjögur ár.

Þessu spá þeir þrátt fyrir það að Ríkisstjórnin er að gera nákvæmlega EKKI NEITT til þess að auka verðmætasköpun, auka sjálfbærni og draga úr fjármagnskostnaði.

Þessi tafla er í nýju frumvarpi sem verið er að kynna:

.

 200820092010201120122013
Heildartekjur 472,8 397,7 433,6 481,7 532,0 571,8
Heildargjöld 483,2 575,3 545,1 534,1 537,1 521,6
Tekjujöfnuður-10,4 -177,6 -111,5 -52,5 -5,1 50,1
       
Fjármagnstekjur 40,2 22,6 20,4 17,3 16,0 17,0
Fjármagnsgjöld 39,4 83,5 90,0 97,3 104,8 90,1
Fjármagnsjöfnuður0,8 -60,9 -69,6 -80,0 -88,8 -73,1
       
Frumtekjur 432,5 375,2 413,2 464,3 515,9 554,8
Frumgjöld 443,8 491,8 455,1 436,8 432,3 431,5
Frumjöfnuður-11,3 -116,7 -41,9 27,5 83,7 123,3

 Ég hef orðið verulega vantrú á því að menn í æðstu embættum kunni að reikna. Það má t.d. benda á að vöruskiptajöfnuður fyrstu þrjá mánuði ársins er 15 milljarðar. Kostnaður vegna vaxta af erlendum lánum er sennilega hátt í 200 milljarðar fyrir þjóðarbúið en upp í það eru eingöngu til 60 milljarðar í erlendum gjaldeyri.

Ef eitthvað vit væri í þessari Ríkisstjórn myndi hún einfaldlega segja, "við getum ekki tekið meiri lán vegna þess að við erum ekki borgunarmenn fyrir þeim" Þeir myndu segja við verðum að fara að auka verðmætasköpun og afla gjaldeyris til þess að greiða skuldir okkar.

Þannig ávinnur Ísland sér trausts og virðingar en ekki með því að stefna þjóðarbúinu í þrot.


mbl.is Hallinn stefndi í 193 milljarða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Niðurskurður og skattheimta

Svona lítur áætlun Ríkisstjórnarinnar út:

Aðgerðaáætlun í ríkisfjármálum 2009–2013, markmið og aðgerðir


 20092010
Þörf fyrir styrkingu á afkomu 20.00056.000
Aukin tekjuöflun, allt að13.00028.000
   
Rekstur1.80014.250
Almennt aðhald (10% stjórnsýsla, 7% menntam., 5% velferðarþjón.) 1.800 14.250
Þ.m.t. sameiningar stofnana og skipulagsbreytingar   
   
Tilfærslur3.13511.113
Sjúkratryggingar 440 2.600
Barnabætur 0 1.000
Fæðingarorlof 70 350
Elli- og örorkulífeyrir 1.830 3.650
Önnur sértæk tilfærsluframlög 435 1.825
Almennt aðhald í tilfærslustyrkjum ráðuneyta 360 1.688
   
Viðhald og stofnkostnaður4.42510.000
Vegaframkvæmdir 3.500 8.250
Aðrar framkvæmdir 925 1.750
   
Samtals9.36035.363
   
Bætt afkoma22.36063.363


Ekki leyfilegt að gera aðildarríkin ábyrg skv tilskipun ESB

Það sem stendur í tilskipun ESB um innlánstryggingar er sá grunnur sem íslensk stjórnvöld fóru eftir.  Og í þessari tilskipun segir skýrt í 24 lið samkvæmt stjórnartíðindum ESB sem skylt er að þýða á íslensku.
Tilskipun þessi getur ekki gert aðildarríkin eða lögbær yfir-völd þeirra ábyrg gagnvart innstæðueigendum ef þau hafa séð til þess að koma á einu eða fleiri kerfum viðurkenndum af stjórnvöldum sem ábyrgjast innlán eða lánastofnanirnar sjálfar og tryggja að innstæðueigendur fái bætur og tryggingu í samræmi við skilmálana í þessari tilskipun.

Hver ræður hver situr hvar í kirkjum?

Eru það bara "eðal" Íslendingar sem fá að sitja í kirkjuskipinu á þjóðhátíðardegi Íslendinga?

Þess er gætt að sauðsvartur og skattpíndur almúgurinn skilji stöðu sína og sé ekki að trana sér innan um fyrirfólk.


Aðstoðarmaður Steingríms í áróðrinum?

...
mbl.is Líklega með Icesave en er á móti ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fórna kvennastörfum fyrir karlastörf

Grimmt er verið að draga úr kostnaði vegna heilbrigðis- og menntakerfis en þar eru störf að miklum hluta kvennastörf?

Þess í stað er valið að redda stórverktökum um verkefni og fjölga karlastörfum í byggingariðnaði.

Þetta bitnar á þjónustu við börn, ungmenni, sjúka og aldraða en steypukumbaldar og önnur mannvirki rísa áfram þótt þau geri lítið gagn.


mbl.is Allt að 2500 störf hafa skapast
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er þessi maður með doktorsgráðu?

Hvernig kemst hann að þeirri niðurstöðu að "þjóðfélagið" hafi allt of oft sætt sig við að fyrirtæki hafi starfað á gráu svæði.

Á síðustu árum hafa fyrirtæki í eigu útrásarvíkinga hagað sér svínslega gegn almenningi sem hefur þurft að standa ráðþrota gegn þeim vegna skorts á laga- og stofnanaúrræðum.

Það hefur ekki þýtt að kæra einfaldlega vegna þess að staða var tekin með útrásarvíkingum og spilltum stjórnmálamönnum gegn almenningi sem átti bara að vera þægur.

Þaggað var niður í skíthræddum almenningi og það voru valdhafarnir og fjölmiðlarnir sem gerðu það enda gengu þeir erinda fjárglæframannana.

ÞAÐ ERU VALDHAFARNIR EN EKKI ALMENNINGUR SEM ÁKVEÐUR Á HVAÐA SVÆÐI ER STARFAÐ OG ÞAÐ VORU ÞEIR SEM VÖLDU HIÐ GRÁA


mbl.is „Við létum þetta yfir okkur ganga“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fullyrðingagleði Jóhönnu orðin hlægileg...

...en er á sama tíma stórhættuleg því hún afhjúpar hversu grunnt hún hyggur að staðreyndum mála.

Ekki góður eiginleiki hjá persónu sem á að vera málsvari þjóðarinnar.


mbl.is Gjaldþol ríkisins ekki í hættu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Í anda ölmusukapítalismans

Stórverktakar virðast hafa mikil áhrif í bæjar- og borgarstjórnum. Þeim gengur vel að snapa sér verkefni í kreppunni á kosnað velferð barna og annarra sem heyra undir þjónustu bæjarfélaga.
mbl.is 1,5-2 milljarða framkvæmd
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband