2009-06-13
Hallærislegur pistill
Málssvari útrásarliðsins þeysir fram á vettvanginn eins og riddari á hvítum hesti og ver það gegn gyðju réttlætisins.
Sigurður G. Guðjónsson kallar Evu Joly gyðju réttlætisins virðist því fylgja nokkuð háð. Í þessu birtist kannski hugsunarháttur útrásartímabilsins þar sem réttlæti var talið hallærislegt. Aðilar sem lögðu undir sig löggjafarvaldið, framkvæmdavaldið og dómsvaldið með skuggalegum aðferðum hæðast að réttlætinu.
Sigurður Guðjónsson ætti kannski að reyna að setja sig í spor þeirra sem þessar valdastofnanir sem voru misnotaðar áttu að vernda.
Sigurður Guðjónsson sér fyrir sér eitthvað sem hann kallar fréttahönnuði og spunameistara Evu Joly og segir þá starfa að einhverju leiti í skjóli hennar. Ekki kemur fram hjá Sigurði við hvað þessir meistarar og hönnuðir starfa í skjóli Joly en væntanlega hefur honum þótt smart að setja þetta svona fram.
Sigurður heldur því fram að lögfræðingar sem leyfa sér að andmæla vinnulagi sérstaks saksóknara séu afgreiddir af Joly sem vinnuþý afbrotamanna. Hvers vegna eru lögfræðingar að andmæla vinnulagi sérstaks saksóknara? Á hverra vegum eru þeir lögfræðingar? Neytendastofu, Amnesty International eða kannski manna sem vilja ekki sjá of mikla skilvirkni í starfsemi sérstaks saksóknara?
Sigurður Guðjónsson lætur sig ekki muna um að hóta dómsmálaráðherra í lok greinarinnar en þá segir hann: Vill dómsmálaráðherra axla ábyrgð á gerðum og verkum Joly þegar sá hefndarhugur sem hún og fylgismenn hennar hér á landi ala nú á er af þjóðinni runnin.
Margt er við þessa setingu að athuga.
Í fyrsta lagi þá held ég að aðrar tilfinningar sé fólki ofar en hefndarhugur. Fólki er misboðið, fólk er hrætt, fólk er í afneitun, fólk er reitt, fólk er dapurt, fólk er örvinglað, fólk er kvíðið fyrir framtíðinni, fólk er dofið og síðast en ekki síst vill fólk losna við gaspur útrásarliðsins og vinnuþýs þess. Glæpurinn sem framinn var á Íslandi er svo stór að fólk er ekki enn búið að átta sig á honum.
Í öðru lagi og þess vegna á fólk eftir að verða reiðara en það er í dag þegar það fer að átta sig betur á afleiðingum af athöfnum glæpamafíunnar.
Í þriðja lagi er orðið hefndarhugur óviðeigandi þegar hugur þjóðarinnar til glæpamanna er til umfjöllunar. Það er einföld krafa að glæpamönnum sé refsað. Á því byggir réttarríkið og ekki á að veita undantekningar þótt um skipulagða glæpastarfsemi sé að ræða og þótt að glæpamennirnir hafa rænt gjaldeyrisvaraforða þjóðarinnar.
Í fjórðalagi treysti ég því að dómsmálaráðherra starfi af heilindum og að hennar ákvarðarnir litist hvorki af hótunum "vinnuþýs afbrotamanna" né heldur af meintum hefndarhug þjóðarinnar.
Stjórnmál og samfélag | Breytt 14.6.2009 kl. 01:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (16)
2009-06-13
Góð rök gegn samningnum:
Alþjóðadómstóllinn í Haag gæti dæmt á ýmsa vegu:
a) Ísland gæti unnið og borgað 16 milljarða sem eru í Trygginarsjóði Innistæðueigenda
b) Ísland gæti tapað, en þó yrði niðurstaðan betri en sá IceSave samningur sem Svavar Gestsson skrifaði undir. Ástæðan fyrir því er sú að tekið yrði tillit til neyðarréttar. Neyðarréttur er til í alþjóðalögum. Ef að öll innlán þjóðar tapast á einni nóttu, þá stöðvast hjól atvinnulífsins. Ekki er hægt að greiða laun né reikninga. Það fellur klárlega undir neyðarrétt að koma í veg fyrir slíkt ástand.
Þá er öruggt að Bretar yrðu dæmdir til að bera hluta af kostnaðinum m.a. vegna hryðjuverkalaganna, en þau hafa rýrt gildi eigna útibús Landsbankans í Bretlandi.
Þá er mikilvægt í þessu samhengi að átta sig á því að Alþjóðadómstóllinn í Haag getur ekki dæmt land til að greiða skaðabætur sem að þýða að viðkomandi land verður gjaldþrota og missir fullveldið. Í ljósi þess að IceSave eins og það lítur núna út felur í sér gríðarlega áhættu, sem öll er borin af Íslendingum s.s. áhættu með að eignir útibús Landsbankans megi ekki nota til að greiða IceSave og að öll upphæðin lendi á íslenska ríkinu eða að virði lánasafnsins reynist lítið því að um er að ræða lán fyrir skuldsettum yfirtökum á fyrirtækjum sem að eru í erfiðum reksti í þessu árferði. Það er spáð að næstu ár, líka næstu 7 ár verði erfið. Sala minnkar og kostnaður eykst. Það er ekki bjóðandi áhætta að íslenska ríkið eigi allt sitt undir því að slík fyrirtæki spjari sig."
þessi rök færir aðili sem kallar sig skattmann í kommentakerfi.
Önnur góð rök í málinu eru:
"Íslenskum stjórnvöldum ber að standa með íslensku þjóðinni, íslenskum almenningi og verja hagsmuni þjóðarinnar hvar sem er og hvenær sem á þarf að halda. Skyldur ríkisstjórnar Íslands er við Íslendinga en ekki regluverk Evrópusambandsins."
![]() |
Sjálfstæðismenn til bjargar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 19:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
2009-06-13
Bankastjórar í sífelldu klúðri
Merkilegt hvernig lán til bankastjóra klúðrast í sífellu en margir muna Birnu. Er það ekki tölfræðilega með ólíkindum að tugir prósenta þeirra lendi í klúðri með lánin sín?
Í fréttinni segir að Sigurjón hafi tekið lán úr eigin lífeyrissjóði. Ég spyr hvað er mikið í þeim Lífeyrissjóði og hvernig varð hann til.
Ég er nefnilega að hugsa um að stofna lífeyrissjóð utan um sparifé mitt og get þá frestað skattlagningu af hluta tekna minna en eftir sem áður notað þessar tekjur strax með því að láta minn "einka" lífeyrissjóð lána mér vaxtalaust til 20 ára.
Þegar Sigurjón ofurlaunamaður undanskilur tekjur sínar skatti með þessum hætti er hann að láta okkur hin um að kosta innviði samfélagsins sem hann síðan notar eins og aðrir.
Svona afætur vil ég ekki hafa í samfélaginu.
![]() |
Sigurjón lánaði sjálfum sér fé |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmálaelítan á Íslandi þráir að vera í náðinni hjá stjórnmálaelítum í Evrópu. Þeim langar að fá að vera með í klúbbi fína fólksins í Evrópu og hugsar með skelfingu til þess að verða útskúfað frá nægtarborðum þeirra sem arðræna alþýðu landa.
Með Icesave samningnum vilja þau friðþægja "fína fólkið" sem er í raun hinir verstu ruddar sem leyfa það að gamalmenni farist úr vosbúð yfir vetrartímann í þeirra eigin heimalöndum.
Með Icesave samningnum vill stjórnmálaelítan tryggja sér klúbbaðild en margar kynslóðir afkomenda okkar eiga að borga klúbbaðild þeirra með því að lifa í sárri fátækt og örbyrgð. Tækifæri þeirra til menntunar og velmegunar verða ekki þau sömu og við höfum fengið að kynnast vegna vanhæfni og græðgi einstaklinga sem sitja við völd í skjóli valdamúra sem þeir hafa reist um embætti sín.
Liggjum ekki dofin heima hjá og okkur og leyfum þessu að gerast
Förum á Austurvöll og verjum afkomendur okkar.
![]() |
Mótmæli vegna Icesave |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Undanfarin ár hefur þróast á Íslandi stjórnarfar sem líkja má við oligarkíu Rússanna. Vald glæpamafíunnar var orðið algjört. Stjórnmálamenn spilltu dómsvaldinu og embættismannakerfinu með því að raða þangað aðilum tengdum sjálfum sér og glæpamafíunni. Með þessum hætti þróaðist stjórnafar á Íslandi í glæpamafíu sem lék sér að auðlindum og velferð þjóðarinnar.
Spillingin var svo ríkuleg að "viðskiptamenn" og "kjölfestufjárfestar" voru farnir að móta löggjöf landsins vegna vinfengis við stjórnmálamenn. Þeir stærðu sig að því að ná í gegn nánast öllum óskum um lagabreytingar. Stjórmálamenn þáðu tugi milljóna af "viðskiptamönnum" og "kjölfestufjárfestum". Fjölmiðlar á Íslandi eru í eigu olígarkanna.
Ríkissaksóknari og lögregla hefur varið kröftum sínum í að eltast við smábófa en létu stórglæpamennina óáreitta við sína iðju.
Dómskerfið tekur hart á glæpónum sem stela sjampói í Hagkaup eða ætla má að hafi einbeittan brotavilja. Farið er hins vegar mjúkum höndum um mál stórglæpamannanna þá sjaldan sem þeim er ekki vísað frá.
![]() |
Valtýr vill ráða Evu Joly |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
2009-06-12
1 verkefni: hjálpa útrásarvíkingunum
Fyrst á lista ríkisstjórnarinnar er:
Samið um Icesave við Breta og Hollendinga til að greiða fyrir alþjóðlegu samstarfi og endurreisn efnahagslífsins.
Alþjóðafyrirtæki ráða yfir rúmlega 50% af hagkerfum. Í heimskreppunnibirtist barátta alþjóðafyrirtækja fyrir umráðum yfir auðlindum jarðar. Ríkisstjórnir aðstoða auðvaldið við að komast yfir eignir almennings með því að styrkja fjármálafyrirtæki í einkaeigu með fjármunum úr ríkissjóði sem teknir eru úr vasa skattgreiðenda.
Vinstristjórnir friðþægja almenning með ölmusuhyggju. Almenningur er skattpíndur og honum steypt í skuldir en síðan ganga þessar svokölluðu vinstristjórnir fram og bjóða "sértækar aðgerðir" það er að segja ölmusu til hluta þeirra sem þær hafa komið á vonarvöl.
Lítum þá á fyrsta verkefni Ríkisstjórnarinnar: greiða fyrir alþjóðlegu samstarfi og endurreisn efnahagslífsins. Hvað þýðir "endurreisn efnahagslífsins" Er skuldbinding upp á 650 milljarða gagnvart Bretum og Hollendingum liður í þeirri endurreisn?
Viðskiptajöfnuður þarf að standa undir afborgunum og vaxtagreiðslum af erlendum lánum. Viðskiptajöfnuðurinn var jákvæður um 15 milljarða á fyrsta ársfjórðungi þessa árs sem gerir um 60 milljarða á ársgrundvelli.
Markmið ríkisstjórnarinnar með Icesavesamningnum er ekki að bæta hag almennings. Icesavesamningurinn greiðir einungis leið fjármálakerfisins og alþjóðafyrirtækja. Ríkisstjórnin leitar leiða til þess að komast í náðinna hjá Evrópuklúbbnum. Hvað má það kosta?
Flýtur almenningur sofandi að feigðarósi í þeirri trú að ölmusuríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur muni bæta upp þá skuldahýt sem hún er að koma samfélaginu í?
Viljum við þetta?
![]() |
Segir 21 verkefni af 48 afgreidd |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:05 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
2009-06-12
Óþverri á heimsmælikvarða
Ísland er að verða ruslakista fyrir sóðastarfsem sem ekki er leyfð annarsstaðar í löndum sem eru með þróaða löggjöf.
Alþjóðafyrirtæki hafa mengað náttúrulegan gróður víða í þriðja heims löndum með ræktun erfðabreyttra planta jafnvel að því marki að nátturulegar plöntur eru í útrýmingarhættu.
Skammsýni og gróðahyggja virðist einatt ráða för meðal þeirra sem við höfum treyst til þess að móta reglur og löggjöf um þessi málefni hér á landi.
![]() |
Íslensk líftækni seld til Bandaríkjanna |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
2009-06-12
Svíkja um vaxtabætur
Fasteignamat er skattstofn og hefur áhrif bæði á vaxtabætur og fasteignagjöld. Með því að hækka fasteignamatið kemst ríkisstjórnin hjá því að standa við gefin loforð um hækkun vaxtabóta.
Hækkun fasteingnamats leiðir til svokallaðra jaðaráhrifa í skattheimtu og leiðir m.a. til skattpíninga á lágtekjufólki.
Hækkun fasteignamats getur hæglega þurrkað út vaxtabætur hjá láglaunafjölskyldu.
Fasteignagjöld miðast líka við fasteignamat og bitnar þessi aðgerð sérlega á þeim sem eru með stórar eignir en neikvæða eiginfjárstöðu, þ.e. þeim hópi sem verst stendur núna.
Þessi aðgerð er í beinni mótsögn við loforð ríkisstjórnarinnar.
![]() |
Fasteignamat íbúða hækkar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:09 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
2009-06-11
11 fyrrur um Icesave
2009-06-11
Nota leyndarhyggjunna óspart í valdnýðslunni
Vinir Björns Bjarnasonar reyna að losna við Sigríði Benediktsdóttur úr rannsóknarnefnd Alþingis. það hvarflar ekki að nokkrum manni að halda því fram að glæfralegt gáleysi hafi ekki verið árhrifaþáttur í aðdraganda bankahruns.
Að halda því fram er eingöngu að halda fram viðtekinni alþýðuvitneskju og er enginn trúnaðarbrestur. Að vísa til almenningsálitsins dregur ekki úr hæfni viðkomandi til þess að starfa faglega.
Tengsl Páls Hreinssonar við Björn Bjarnason sem er tengdafaðir náins samstarfsmanns Björgólfs Thors vekja hins vegar alvarlegar spurningar um hæfni Páls Hreinssonar í hlutverk formanns rannsóknarnefndarinnar.
Vanhæfni virðist vera orð sem íslenskir stjórnmálamenn og embættismenn misnota til þess að styðja glæpamennina til þess að komast upp með glæpi sína.
Það er alltént alvarlegt mál ef forstjóri fjármálaeftirlitsins sem ber verulega ábyrgð á ástandi íslensks þjóðarbús skuli ætla að hafa áhrif á skipan þessarar nefndar með því að misnota orðið "vanhæfi" og umturna merkingu þess.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:05 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)