2009-08-14
Sennilega skiptir menntun máli
Það þykir kannski menntahroki að benda á það að heppilegra væri að forsætisráðherrann sem þarf að takast á við þann glundroða og þá óreiðu sem ríkir í ríkisfjármálum hafi fastari grunn að standa á hvað menntun varðar. Ég hef ekki kvartað mikið yfir menntunarskorti forsætisráðherrans heldur frekar yfir dómgreindarleysi hans sem kannski mætti þó bæta eitthvað úr með menntun.
Persónulega hefur mér fundist bera heldur mikið á lágkúru í forsætisráðuneytinu. Sem dæmi má nefna tilvik þar sem aðstoðarmaður forsætisráðherra gerði óviðeigandi athugasemdir við grein Evu Joly í erlendum fjölmiðlum en forsætisráðherrann lét þessa framgöngu aðstoðarmannsins óátalda sem túlka má sem samþykki hans við þessari smekkleysu.
Ég var að lesa grein forsætisráðherrans á Financial times og fór að velta því fyrir mér hvort að enginn starfsmaður í forsætisráðuneytinu væri almennilega menntaður eða alla vega nægilega vel menntaður til þess að aðstoða forsætisráðherrann við að koma frá sér skammlausum texta.
Fyrsta setningin ber það með sér að kastað er til höndum við textasmíðina.
En hún er svona:
Few governments of developed market economies are grappling with as many simultaneous challenges as Iceland.
og á íslensku
Fáar ríkisstjórnir þróaðra markaðshagkerfa eru að takast samhliða á við eins margar áskoranir og Ísland.
Við getum einfaldað setninguna og þá segir: fáar ríkisstjórnir eru að gera eins og Ísland.
Er ekki líklegra að: fáar ríkisstjórnir séu að gera eins og ríkisstjórn Íslands?
Nú finnst kannski einhverjum að þetta sé smámunasemi en ég vil þá benda á að þetta er fyrsta setningin í grein í FINANCIAL TIMES og en greininni lýkur með orðunum The writer is prime minister of Iceland.
Viðvaningsháttur í textagerð kemur fram á fleiri stöðum í greininni og það er með ólíkindum að forsætisráðherrann skuli eingöngu hafa viðvaninga sér til aðstoðar við slíka smíð. Sennilega má rekja þetta til áratuga spillingar og klíkuráðninga sem leiðir síðan til getuleysis í stjórnarráðinu.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 07:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
2009-08-14
Davíð Oddson mótmælir Icesave
Var sett skilyrði fyrir umboði ríkisstjórnarinnar til að semja um Icesave um Brusselviðmiðin?
![]() |
Sátt að nást um Icesave |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt 14.8.2009 kl. 00:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
2009-08-13
Spilltir stjórnmálamenn
Það er merkilegt að horfa á deilur þessar stjórnmálamanna sem voru samherjar í aðdraganda bankahrunsins.
Minni á Austurvöll í dag
Mætum klukkan fimm og sýnum samstöðu með höfnun ríkisábyrgðar á Icesave samningnum í núverandi mynd
Sækjum ábyrgðina á Icesave til þeirra sem ollu tjóninu
![]() |
Klappstýra hrunsins |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
2009-08-13
Hvaða sjónarmið eiga rétt á sér
Mánuðum saman hefur Icesave-málinu verið troðið inn í kerfi pólitískrar hugsunar.
Vísað hefur verið í álit ónafngreindra aðila sem eignaðir eru kostir sem engin rök eru færð fyrir.
Bjartsýnisspár hafa þann ágalla að þær tak fyrir varúð. Orðið bjartsýni hefur jákvæðan hljóm vegna þess að þeir sem eru bjartsýnir eru jákvæðir og hugaðir. Hinir svartsýnu eru sakaðir um úrtölur. Í hagfræðilegu tilliti leiðir of mikil bjartsýni til glannaskapar og taps en of mikil svartsýni til aðgerðaleysis. Einhversstaðar í þessu dæmi ætti að vera pláss fyrir raunhæf sjónarmið sem leiða til hæfilegrar varfærni.
Staðan sem komin er upp, í efnahagskerfi og stjórnarfari landsins, er óvenjuleg og á sér enga samsvörun í Íslandssögunni og varla margar í sögu annarra landa.
Ástandinu í efnahag landsins má helst líka við ástand þar sem spilltir einræðisherrar hafa ríkt um langa hríð. Allir sjóðir hafa verið tæmdir og landið stórskuldugt.
Íslendingar eru í dag hræddir og áhyggjufullir. Það sem vekur mestar áhyggjur landsmanna er að þeir sem hafa farið um rænandi og ruplandi í skjóli viðskipta, stjórnmálavalds og embætta berjast nú hart fyrir því að halda áfram á sömu braut.
Gríðarlegar lántökur og friðþæging við alþjóðlegt fjármálakerfi þjóna fyrst og fremst þeim sem vilja halda áfram þar sem frá var horfið haustið 2008.
Íslenskur almenningur mun ekki njóta góðs af þessum lántökum heldur mun honum gert að greiða lánin og vexti af þeim á meðan aðrir munu nýta sér kosti þessarar lántöku. Fátækir Íslendingar munu tryggja fámennum hóp gott líf í London eða á Manhattan.
Sjónarmið um réttlæti og félagslega aðstöðu hafa fengið lita athygli í deilum um Icesave og fengið lítið vægi í þeim áróðri sem beint hefur verið að þjóðinni. Gjarnan er einblínt á einn þátt í einu og heildarmyndin hunsuð.
Orðfæri eins og umbætur í efnahag landsins eru gjarnan notuð en lítið gert til þess að skilgreina nánar í hverju þessar umbætur felist eða hverjum þeim þjóni.
Sú stefna í ríkisfjármálum sem er haldið uppi núna er stefna ný-frjálshyggjunnar sem beinist að því að bjarga auðmönnum og fjármálakerfi á kostnað almennings.
Skjaldborg samfylkingarinnar er komin til London.
![]() |
Nefnd vinnur að breytingum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2009-08-13
Verri en alræmdir einræðisherrar
Ég las ágrip greinar eftir Buchheit o.fl. og tel að inngangur þess sé nokkuð áhugaverður með tilliti til Icesave-stöðunnar.
Þessi grein hefst svona:
Public international law requires that states and governments inherit ("succeed to") the debts incurred by their predecessors, however ill-advised those borrowings may have been. There are situations in which applying this rule of law strictly can lead to a morally reprehensible result. Example: forcing future generations of citizens to repay money borrowed in the state's name by, and then stolen by, a former dictator.
Buchheit og fleiri byrja á að benda á það að alþjóðalög krefjist þess að ríkisstjórnir erfi skuldir forvera sinna hversu illráðnar sem þær hafa verið.
EN..segja þeir...við vissar aðstæður leiði það til siðferðislega ógeðfelldrar niðurstöðu að fylgja þessum lögum.
DÆMI:
Þegar framtíðarkynslóðir borgara eru neyddar til þess að endurgreiða fjármuni sem eru teknir að láni af ríkinu en síðan stolið af einræðisherrum.
Kjarninn í þessum skrifum fræðimannana er að það sé siðferðislega óverjanlegt að kynslóðir greiði skuldir vegna fjármuna sem ekki hafa verið notaðir í þágu ríkisins.
Íslenska dæmið er í raun mun verra heldur en það sem fræðimennirnir taka fyrir í þessari grein.
Ríkisstjórnin ætlar að neyða komandi kynslóðir á Íslandi til þess að greiða skuldir vegna fjármuna sem ekki voru notaðar í þágu ríkisins án þess að skuldbindingin sé til staðar.
Ríkisstjórn vinstri manna hyggst sjálfviljug koma því á almenning að greiða skuldir vegna fjármuna sem var stolið í tíð spilltar ríkisstjórnar án þess að fyrir liggi að ríkið hafi teki á sig þá skuldbindingu á þeim tíma.
Þetta er stærsti glæpur Íslandssögunnar ef þetta viðgengst
![]() |
Enginn hafnaði láni Rússa |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 04:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
2009-08-13
Virðum rétt barnanna
Ég fyllist vanþóknun þegar að eldra fólk sem hefur komið sér vel fyrir, á skuldlaus hús og marga einkabíla stígur fram og segir að börnin okkar verði að taka á sig byrðar gallaðrar hugmyndafræði og formgerðar Evrópusambandsins.
Í mínum huga er það alveg skýrt að umhverfi fjármálakerfisins í Evrópu er mótað með löggjöf og stefnu Evrópusambandsins. Bankahrun og kreppa er sköpunarverk auðmanna og valdhafa.
Ég fyllist vandlætingu þegar stjórnmála- og fræðimenn koma fram í fjölmiðlum og halda lestur um sekt Íslendinga. Ég vil ekki að þessir menn segi við börnin mín að það sé þeim að kenna að Björgólfur Thor opnaði útibú í Bretlandi.
Mér verður flökurt þegar ég hugsa til þess að Björgólfur Thor lúrir á sínum hundruðum milljarða í borg Gordons Brown á sama tíma og íslensk börn eru hundelt fyrir hryðjuverkin.
Það er einkar ógeðfellt að horfa upp á íslenska stjórnmálamenn róa að því lífróðri að spyrða börnin við regluverk á þann hátt að það geri þau sek vegna hryðjuverka sem framin eru handan Atlandshafsins í boði þeirrar hugmyndafræði sem mótuð er af valdhöfum í Brussel.
Buchheit er sérfræðingur í alþjóðalögum og hefur í samstarfi við aðra fræðimenn fjallað töluvert um þjóðarskuldir og sérstaklega um ábyrgð ríkisstjórna á skammarlegum skuldum fyrri valdhafa (odious debt), einræðisstjórna eða spillingarstjórna.
Bucheit hefur ráðið ríkisstjórn/frjálaganefnd frá því að samþykkja ríkisábyrgð við Icesave samninginn óbreyttan.
![]() |
Fundi fjárlaganefndar lokið |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 04:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
2009-08-12
Samstaða á Austuvelli á morgun
Margir halda því fram að Íslendingar berjist nú fyrir sjálfstæði sínu.
Ágætur þingmaður sagði við mig:
Við stöndum nú í alvarlegri fullveldis og sjálfstæðibaráttu.
Icesave-samningurinn er liður í því að svipta þjóðina sjálfstæði og fullveldi.
Mætum á morgun kl. 17.00 á Austurvöll og til þess að lýsa samstöðu okkar um andstöðu við samþykkt Icesave-samningsins í núverandi mynd.
Fundurinn er þverpólitískur og til stuðnings þeim þingmönnum í öllum stjórnmálaflokkum sem vilja verja atkvæði sínu gegn ríkisábyrgð á Icesave-samningnum eins og hann er núna
Fjöldi virtra sérfræðinga bæði íslenskir sem erlendir hafa varað við samþykkt ríkisábyrgðar á samningnum eins og hann er úr garði gerður. Síðast í dag kom yfirlýsing um álit sérfræðings í skuldaskilum (talinn vera einn sá fremsti í heimi á því sviði) um að ekki ætti að samþykkja þennan samning í núverandi mynd.
Samningurinn er einfaldlega of hættulegur og gríðarleg óvissa ríkjandi um forsendur þess að hann verði uppfylltur.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Heldur eru rök Björns Bjarnasonar útþynnt og trúverðugleiki hans skertur.
![]() |
Staða Ísland gerbreytt |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
2009-08-12
Hafna Icesave og grípa til frumlegra lausna
Er þessi ríkisstjórn að starfa fyrir Breta og Hollendinga eða er hún að starfa fyrir þjóðina?
Steingrímur hefur oft vitnað í ónafngreinda álitsgjafa máli sínu til stuðnings þegar hann reynir að sannfæra þjóðina um að hún eigi að fórna framtíð barna sinna.
Nú hefur nafngreindur og viðurkenndur sérfræðingur í skuldaskilum komið fram og ráðlagt Steingrími að hafna Icesave-samningnum í núverandi mynd.
Steingrímur ætlar hins vegar að hunsa ráðgjöf sérfræðingsins og telur nauðsynlegt að samþykkja ríkisábyrgð á Icesave.
Hvers vegna?
Er Steingrímur svona vondur maður?
Er honum alveg sama þótt hann dæmi íslensku þjóðina til fátæktar?
Ég held að Steingrímur sé haldinn skammsýni andskotans og ég held að Steingrímur sé upptekin af því að lenda ekki í vandræðum ákkúrat núna.
Ríkissjóður er bágstaddur og Steingrímur og Jóhanna halda að þeirra eina ábyrgð sé að fleyta ríkisapparatinu inn í næsta ár.
Þau halda að þau hljóti þakkir fyrir að flytja vandamálin yfir á börnin okkar í stað þess að taka skellinn núna.
Ég myndi ráðleggja þessu annars ágæta fólki að hafna Icesave í núverandi mynd, lýsa yfir neyðarástandi og grípa til frumlegra lausna.
Ef þeim skortir kjark til þess þá eiga þau að segja af sér og afhenda fólki forystuna sem hefur dug og kjark til þess að takast á við ástandið og hlífa börnum okkar við að takast á við viðskilnað sjálfstæðisflokks, framsóknar og samfylkingar.
![]() |
Leið Buchheits ekki fær |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt 13.8.2009 kl. 03:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)