2010-08-31
Draumur um aukið lífsrými?
Árni Sigfússon er kænn draumóramaður. Ég hlustaði á viðtalið við þennan sólbrúna, ljóshærða og bláeygða stjórnmálamann Sjálfstæðisflokks og boðbera nýfrjálshyggjunnar í Kastljósi gærdagsins.
Stjórnkænska Árna felst í því að framkvæma fyrst en spyrja svo. Atferli sem hefur leitt margan manninn í ógöngur. Árni hefur hent 1.3 milljarði í framkvæmdir í Helguvíkurhöfn án þess að fyrir liggji hvort álver verði reyst við höfnina. Jú einhver sagði honum að þetta væri besta hafnaraðstaða á Íslandi.

Árni hefur í stjórnartíð sinni selt flestar eignir bæjarfélagsins að því er sögur herma bæði leikskóla og grunnskóla en bæjarfélagið leigir síðan eignirnar til baka með samningum sem gerðir hafa verið til þrjátíu ára. Þetta þýðir að bæjarfélagið hefur skuldbundið sig í áratugi og getur ekki brugðist við breyttum aðstæðum.
Dæmi sem nefnt hefur verið um svona leigusamning er að bæjarfélagið greiðir 700.000 þúsund á mánuði í búningsklefa fyrir íþróttakappa. Þegar Árni fær spurningar um fjármálakænsku sína þá beinir hann athyglinni að öðru.
Hann fer þá að tala um menningu, listir og íþróttir. En menning, listir og íþróttir þrífast víða á þess að menn hagi sér eins og apar í fjármálum.
![]() |
Óvissa um eignina |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 09:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
2010-08-23
Áródurssnepill andskotans
Hver veit hvers virdi eignir Landsbankans eru eda yfirleytt eignir nokkurs banka. Fréttamennska á bord vid ruglid sem borid er á bord fyrir landsmenn stendur ekki undir nafni og svona skrif eru módgun vid dómgreind thjódarinnar.
Björgólfur Thor er kominn í heiftarlegan áródursham med Ragnhildi á mála og nú ad tví virdist einnig moggan og skilanefnd Landsbankans.
Ef eignir Landsbankans staedu undir vaentingum thá vaeru Hollendingar og Bretar ekki ad gera adsúg ad íslenskum skattgreidendum.
Afsakid thetta er skrifad á saenskt lyklabord.
2010-08-14
Gott að Gylfi var ekki að gefa fuglunum
Ef Gylfi hefði gerst svo ósvífinn að gefa fuglunum hefði hann kannski þurft að standa skil á gjörðum sínum.
Að mati Gylfa eru víst margir þræðir í þessu máli og þá ætlar hann að fara yfir alla saman. Að því loknu mun hann ef dæma má af reynslunni segja okkur frá gula þræðinum en sleppa því að tala um hnökranna á svarta, rauða og gráa þræðinum.
Á meðan Gylfi fæst við flækjunna sem skapast hefur af því að hann hefur af vanefnum tekið að sér að leika pólitíkus finnur maður hvernig deifðin hríslast um útlimina.
Saman sitja þau á fundi Jóhanna, Steingrímur og Gylfi. Ég velti því fyrir mér hvort þau hafi leitað til Elíasar um ráðgjöf um það hvernig þau eigi að prjóna við þetta mál.
Röndótt er það svo mikið er víst.
![]() |
Gylfi áfram ráðherra |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)