2009-09-10
Forræðishyggja SJÁLFSTÆÐISMANNA
Nú ráða verslanirnar hvað við étum og troða í okkur alls konar óþverra. Samþjöppun í verslunarrekstri og matvælavinnslu á undanförnum áratug undir forræði sjálfstæðismanna veldur því að almenningur hefur lítið val um það hvað hann lætur ofan í sig.
Gróðahyggja aðila sem búa nánast við einokunaraðstöðu gerir þeim kleift að bjóða almenningi upp á alls konar óþverra sem þeir kalla mat.
Samþjöppun á öllum sviðum íslensks atvinnulífs takmarkar valkosti almennings sem býr þar af leiðandi við skert frelsi.
Hugmynd sjálfstæðismann um frelsi virðist vera frelsi fáeinna aðila til þess að leggja undir sig markaði með óeðlilegum viðskiptaháttum og einkavinavæðingu sem skilur allan þorra almennings eftir með gallaða vöru og verðlagningu sem jaðrar við kúgun.
Þetta er samfélagið sem sjálfstæðismenn vilja móta fyrir komandi kynslóðir.
![]() |
Hrein og ómenguð nautasteik |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:08 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
....vegna þess að lánalínur eru lokaðar verða Íslendingar að teysta á erlent áhættufjármagn....
....að virkja ekki hverja sprænu á Íslandi er skortur á framtíðarsýn...
....að selja ekki orkuna á gjafverði til erlendrar stóriðju er skortur á framtíðarsýn....
Þannig hljómar áróðurinn sem borinn er uppi af málaliðum "erlendra fjárfesta"
Bankarnir eru fullir af peningum bæði íslenskum og útlenskum en stefna yfirvalda veldur því að íslenskir aðilar geta ekki fjármagnað atvinnuuppbyggingu.
....orkusala til íslenskra aðila er margfalt dýrari en orka til erlendra aðila.
Er það góð framtíðarsýn að koma allri arðsemi af auðlindunum úr landi í stað þess að nýta þessa arðsemi til þess að styrkja inniviði samfélagsins og auka farsæld Íslendinga. Almennings í landinu.
Ætti ekki að stuðla að því að auðlindirnar séu nýttar á þann veg að það auki farsæld fólksins sem greiðir hér skatta og heldur uppi þeim innviðum sem eru til staðar.
Þessi sníkjudýramenning sem innleidd var undir forystu sjálfstæðisflokksins og heldur áfram á forræði vinstristjórnar er bein atlaga að íslenskri menningu og íslensku samfélagi.
Það hefur aldrei sést nein almennileg úttekt á því hverju stóriðjan skilar í raun til samfélagsins. Hverju er verið að leyna þar.
![]() |
Hefja á sókn í orkumálum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
2009-09-10
Vandamál bankanna taka á sig nýja mynd
Niðurstaða þessa máls hefur gríðalega þýðingu fyrir framtíð Íslands.
Niðurstaðan hefur einnig mikla þýðingu fyrir þróun menningar á Íslandi og sjálfsmynd þjóðarinnar.
Spurningin er: Er það lögmætt afferli að beita fyrir sig stofnunum til þess að hafa fé af fólki? Aðstöðumunur stofnanna sem höfðu á sínu valdi upplýsingar og áhrif á gengisþróun til þess að gera tap óumflýjanlegt fyrir viðskiptavinina sem uggðu ekki að sér. Upplýsingaskortur og áhrifaleysi viðskiptavinanna varð þeim að falli.
Bankarnir gerðu þennan aðstöðumun að tekjulind sem nú hefur haft í för með sér eignatilfærslur í áður óþekkri mynd.
Ef Björn Þorri vinnur þetta mál hefur það mikla þýðingu fyrir framtíð fjármálakerfis á Íslandi.
Skuldugir Íslendingar sem í raun hafa ekki fengið í hendur nema hluta þeirra fjármuna í hendurnar sem þeir skulda eru gullnáma fyrir erlenda fjárfesta sem vilja eignast bankanna.
Snillingarnir í bönkunum og ríkisstjórnin sem innleiddi möglunarlaus lög sem hönnuð voru af viðskiptaráði sköpuðu kjöraðstæður fyrir eignatilfærslur í þágu fjármálakerfisins
![]() |
Kaupþing kært fyrir stórfelld fjársvik |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
2009-09-10
Hverra verður hið nýja Ísland?
Þegar stjórnmálamenn fara að tala um eftirfarandi hugtök og gefa í skyn að merking þeirra sé marktæk fyrir velferð þjóðarinnar skulu þið vera á varðbergi:
Endurreisn efnahagskerfis
Hagvöxtur
Aukin verg landsframleiðsla
Aðkoma erlendra fjárfesta
Þessi hugtök sem ég nefni hér að ofan eru gefa í raun engar upplýsingar um afdrif almennings í landinu.
Þeir sem andæfa mest yfirvöldum eru oft þeir sem sjá í gegnum orðaskrúð þeirra sem ætlað er að villa um fyrir almenningi.
Við skulum athuga hvað er að gerast á vakt núverandi ríkisstjórnar og fyrir tilstilli sjálfstæðis- og framsóknarmanna sem enn fara með mikil völd í bæjarfélögum landsins.
Það sem einkennir atburði undanfarna mánuði er sú hætta sem þeir eru að setja komandi kynslóðir í.
Sala auðlinda: Flytur arðinn af auðlindunum úr landi og skapar hættu á að komandi kynslóðir þurfi að greiða okurverð fyrir rafmagn, húshitun eða vatn.
Afhending bankanna til erlendra fjárfesta: Gerir íslenska skuldara að gullnámu þeirra sem eiga bankanna og gefur jafnframt erlendum fjárfestum ítök í íslensku atvinnulífi.
Skuldsetning þjóðarbúsins með veði í Íslandi: Alvarlegustu mistök þessarar ríkisstjórnar sem er að stefna sjálfstæði landsins í mikla hættu með mikilli og illa ígrundaðri skuldsetningu og fórnar velferð komandi kynslóða fyrir skammtímareddingar.
Þau atriði sem ég tel upp hér að ofan koma í kjölfar gríðarlegra mistaka og spillingar sjálfstæðisflokks sem höfðu meðkokka úr framsóknarflokki og samfylkingu.
Kvótaframsal
Einkavinavæðing ríkisstofnana
Einkavinavæðing bankanna
Spilling og leynimakk í orkusölu
Sala á auðlindum til útlendinga (Snæfellsnes og Hafnafjörður)
Ofangrein hegðun stjórnmála-, embættismanna og viðskiptalífs er að gera komandi kynslóðir að leiguliðum og vinnuþýi "erlendra fjárfesta."
Samfélagið stefnir á hraðbyr inn í það að verða kjörlendi fyrir "erlenda fjárfesta".
Hvað vilja "erlendir fjárfestar"?
Láglaunasvæði
Ítök í fjármálakerfi
Þegnar sem vegna skuldaánauðar eru í veikri samningsstöðu
Þæga stjórnmálamenn
Ódýra orku
Lélegt velferðarkerfi sem dregur úr orku almennings til þess að standa upp í hárinu á "erlendum fjárfestum"
Fátækan almenning sem hefur lítil áhrif á mótun samfélagsins
Þegar áhrif Alþjóðagjaldeyrissjóðsins á Íslandi eru skoðuð má sjá að hann stuðlar að því að koma á ofangreindu ástandi á Íslandi. Hann hefur þæga stjórnmálamenn sem lúta vilja hans og vinna að markmiðum hans.
"Erlendir fjárfestar" hafa setið um Ísland um langa hríð og kerfi á Íslandi hafa þegar verið löguð að vilja þeirra að nokkru leyti, t.d. skattkerfi og mútukerfi af hálfu orkuiðjunnar.
Hegðun valdamikilla stjórnmálamanna í dag getur aðeins þýtt tvennt:
Þeir hafa tekið sér stöðu með "erlendum fjárfestum" til að tryggja eigin hag....
....eða þeir skilja ekki samhengið í "eigin" aðgerðum og áhrif þeirra á komandi kynslóðir.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:05 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
2009-09-10
Kreppuvæddir lifnaðarhættir
Ég fór í berjamó og týndi kynstrin öll af krækiberjum. Þegar ég vara að alast upp var búin til saft úr krækiberjum enda maukast þau ekki við suðu. En nú í heimilistækjavæðingunni er hægt að búa til krækiberjasultu. Ég síð bara berin með sykri (1/3 á móti berjunum í þyngd) í dálitla stund, kæli og set síðan í mixara til þess að mauka berin. Set síðan aftur í pottinn og síð í dálitla stund. Kæli örlítið og set þetta í krukkur og lokin á.
Flest stig þessa framleiðsluferlis eru skemmtileg að undanskildu því að hreinsa mosa og lyng úr berjunum þegar heim er komið úr berjamó.
Krækiberjasulta er bragðsterk en ljúffeng með heimabökuðu kreppu-hafrakexi eða ofan á hjónabandssælu. Einnig er hún ágæt með kjöti, t.d. gúllasi.
2009-09-09
Ísland að breytast í glæpanýlendu?
Smákrimmarnir eru undir árvöklu eftirliti yfirvalda.
Hvað með þá sem eru að ræna auðlindunum. Þarf ekki líka að líta eftir þeim?
...eða stjórnmálamenn sem ljúga úr ræðustól á alþingi?
...eða ráðherra sem brjóta stjórnsýslulög?
....eða alþingi sem brýtur ákvæði stjórnarskrá?
![]() |
Lögregluaðgerðir gegn þjófahópum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 18:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
2009-09-09
Gleymdu sér í sóðaskapnum
...og eru sennilega enn týndir í sóðaskapnum. Ekki hefur vantað upp á sjálfsálitið hjá stráklingunum sem gerðu bankanna að eigin sparibaukum. Þeir tóku bankanna sem voru fjármagnaðir af almenningi, notuðu sjóði þeirra og skuldsettu þá til þess að fjármagna eigin ævintýri.
Bjarni Árnanns fékk 800 milljónir hjá Glitni sem hann endurgreiðir ekki.
Lánið var tekið í ársbyrjun 2008 til að fjármagna hlutabréfakaup. Fjárfestingin er sögð vera sorgarsaga, sem lítur út fyrir að endi vel fyrir Bjarna.
Almenningur horfir með skelfingu á vöruverð hækka og það sem skilar sér í launaumslaginu minnka en Bjarni rífur allt út úr nýja einbýlishúsinu sínu og innréttar það upp á nýtt. Ekki fer mikið fyrir því að bankamennirnir kunni að skammast sín.
Siðferðisboðskapurinn ber með sér fnyk tvískinnungsháttar. Bjarni segir að það væri óábyrg meðferð á fé af hans hálfu, að borga skuld sem hann þarf ekki að borga skrifar Jón Trausti Reynisson.Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra færir þjóðinni hins vegar annan boðskap. Hann útskýrði síðast á mbl.is 1. september hvers vegna fólk hefði siðferðislega skyldu til að borga áfram af húsnæðislánum. Það hlýtur að vera grundvallarspurning hvort almenningur beri meiri ábyrgð á sjálfum sér og skyldum gagnvart t.d. börnum sínum heldur en skuldum Bjarna Ármannssonar og reglubræðra hans.
Kúlulánaþegarnir sem komu bönkunum í þrot böðuðu sig gjarnan í hetjuljóma og kynntu sjálfa sig sem snillinga í fjármálum.
Markmið þeirra hafa þó alltaf verið skýr. Nota fjármuni annarra til þess að fjármagna fáránlegan lífstíl og efnishyggju. Hér er dæmi um samskipti Bjarna Ármanns við þá sem vilja að hann geri málum sínum skil.
Bogi Nilsson vekur sérstaka athygli á krosstengslum banka og viðskiptaaðila
Þegar alvarlegar afleiðingar hegðunar manna á borð við Bjarna Ármannsson og krosstengsla stjórnmála og viðskipta er ljós er það undarlegt að landinu skuli enn stjórnað á sömu forsendum.
Enn er verið að einkavina- og einkavæða. Enn er samkeppniseftirlit notað sem verkfæri til þess að stuðla að hlutum sem í raun fela ekki í sér nokkra réttlætingu út frá samkeppnislegu sjónarmiði.
Enn er verið að ræna almenning og enn eru sömu aðilarnir á leið að kjötkötlunum. Þeir kunna ekki að skammast sín og muni sprikla eins og fiskur á öngli þar til þeir komast aftur í vasa annarra.
Hagfræðiþekking stjórnmálamanna, seðlabankastjóra og ýmissa fræðimanna er þekking sem ekki byggir á stoðum rannsókna eða vísindalegrar aðferðafræði og þjónar þeim sem sækjast eftir því að græða á því að rústa því sem aðrir hafa byggt upp.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:08 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
2009-09-09
Þarf að taka til í samkeppniseftirlitinu
Einn eigandi en aðskildar stjórnir dótturfélaga.
Breytir aðskilnaður stjórna einhverju um hagsmunatengsl?
Munu stjórnir ganga gegn hagsmunum eigenda?
![]() |
Samruni Geysis Green og HS Orku samþykktur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Einar Karl Haraldsson var aðstoðarmaður Össurar Skarphéðinssonar í hrunstjórninni. Af fréttinni að dæma fór Einar í annað "tímabundið" starf en ekki varð úr starfi hjá Landsspítala. Þýðir þetta að annað starf var búið til fyrir hann í ráðuneyti?
Var þá enginn ráðinn sem upplýsingafulltrúi hjá Landspítalanum? Varð starfið óþarft þegar ekki þurfti lengur að koma fyrrvernandi aðstoðarmanni Össurar á jötuna?
Er ekkert athugavert að þegar stórfelldir niðurskurðir í heilbrigðiskerfinu standa fyrir dyrum að þá skuli Landspítalinn vera notaður sem fóðrunarstöð fyrir stjórnmálamenn eða uppi fyrirætlanir um það?
Er ekki kominn tími á Össur Skarphéðinsson?
Kunna forystumenn samfylkingar ekki landslög eða hafa þeir
einlægan brotavilja.
![]() |
Áréttar auglýsingaskyldu stjórnvalda |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fólk hefur trúað á skilvirkni hins frjálsa markaðar og að hann bæti kjör almennings.
Því er tekið gagnrýnislaust þegar stjórnmálamaður heldur því fram að von sé á betri tímum vegna þess að verg landsframleiðsla aukist. Það er hins vegar svo að verg landsframleiðsla getur aukist en kjör almennings versnað á sama tíma.
Kenningar um skilvirkni einkavæðingar standast alls ekki. Heilbrigðiskerfið í Bandaríkjunum er glöggt dæmi um það en það er bæði það dýrasta í heimi og mun óskilvirkara en heilbrigðiskerfi sem eru rekin með minni tilkostnaði.
Þeir sem hafa talað fyrir einkavæðingu bera gjarna við skilvirkni eins og Stiglitz segir en í raun eru gróðasjónarmið einstaklinga og stofnana sem ráða ferð. Hagfræðikenningar sem draga athyglina að því að tiltekin þjónusta er skilvirkari út frá þjóðhagslegu sjónarmiði ef hún er í höndum samfélagsins er stungið niður í skúffu vegna þess að þær stríða gegn hagsmunum tiltekinna einstaklinga og hópa.
Einkavæðing Hitaveitu Suðurnesja er skýrt dæmi um atferli sem er óhagstætt samfélaginu en þjónar hagsmunum tiltekinna einstaklinga.
Í umræðu um samskipti opinberra aðila við Magma Energy koma öll hugtök ný-frjálshyggjunnar upp á yfirborðið. Skúffufyrirtæki, leynisamningar, kúlulán, kennitöluveð og gjafverð á opinberum eignum.
Afleiðingin af því að einkavæða Hitaveitu Suðurnesja getur orðið ískyggileg. Stóriðjan getur t.d. hæglega í framtíðinni komist yfir eignarhlutinn og ákveðið að selja bara sjálfum sér. Skrúfað fyrir heita vatnið til Suðurnesjamanna. Þetta virðist fjarlægt en gæti orðið staðreind fyrir komandi kynslóð. Það er alla vega staðreynd að alþjóðafyrirtæki láta ekki samfélagsleg sjónarmið stjórna gjörðum sínum.
Það er þekkt sem staðreynd að kvótabraskarar eru með leppa í stjórnmálum sem verja hagsmuni þeirra. Umræðan um endurheimtingu kvótans er sífellt sett í flækju. Talað um að það stefni útgerðinni í hættu en í raun er slík aðgerð eingöngu óhagstæð kvótabröskurum. Mönnum verður ekki bannað að veiða.
Viðskiptaráð hefur einnig haft sína leppa í stjórnarráðinu og yfirlýsingar þess um að 90% þeirra lagabreytinga sem það hefur farið fram á hafa náð í gegn um þingið eru gott dæmi um birtingarmynd þess. Hver vill búa í samfélagi þar sem viðskiptaráð setur lögin?
Hvað er það sem segir að álverin og "orkueinkafyrirtækin" geti ekki líka náð með sína leppa inn í stjórnmálin? Eða séu ekki með þá þar nú þegar.
Samskipti sjálfstæðismanna og framsóknarmanna í stjórnum orkuveitna og borgarinnar bera vott um það að þessir aðilar séu annað hvort sérlega heimskir eða að þeim hafi verið spillt með einhverju móti.
![]() |
Þeir eyðilögðu kapítalismann |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)