Gjafakvóti og skuldaþrælkun

Það sem hefur einkennt stjórnmálasögu Íslands á síðari tímum er að þegar menn og konur komast til valda styðja þau arðránsaðgerðir fámenns hóps og kalla það stjórnmálastefnu. Spillt hegðun er helguð með því að heimila hana í lögun og búin eru til hugtök eins og t.d. kjölfestufjárfestar eða útrásarvíkingar til þess að friðþægja þjóðina.282605_3576631088478_703391565_n.jpg

Snillingar settu fram kenningar um Íslendinga sem vildu grilla á kvöldin á meðan leiðtogarnir réðu sínum ráðum og aðstoðuðu fáeinar íslenskar fjölskyldur við að flytja auðlindarentuna á Tortolaeyjar. Ekki eingöngu þá auðlindarentu sem var að skapast í samtímanum heldur einnig þá auðlindarentu sem komandi kynslóðir munu skapa. Þeir sem ekki eru reiðir skilja einfaldlega ekki alvöruna.

Með Jöklabréfafléttunni var gegnið hýft upp þannig að réttindahafar auðlindarinnar gátu keypt marga dollara fyrir fáar krónur. Gengisáhættan af erlendum lánum bankanna var færð yfir á launþega með framvirkum gengissamningum við lífeyrissjóðina annars vegar og með því að veita heimilum ólögleg myntkörfulán hinsvegar.

Í kjölfar hrunsins þótti ekki tiltökumál að láta lífeyrissjóði beila út hluta skulda vegna Jöklabréfa. Þau eru breið bök launamanna sem sífellt taka við skuldum kjölfestufjárfesta og útrásarvíkinga. Vel mútaðir stjórnendur lífeyrissjóðanna sitja enn við völd og auðmenn stýra enn lífeyrissjóðunum, þ.e. valsa um með sparifé launþega.k2525616.jpg

Það þarf ekki miklar vitsmunabrekkur til þess að átta sig á því að ferlið sem átti sér stað fyrir hrun var skipulagt arðrán. Stjórnmál á Íslandi voru í raun skipulögð glæpastarfsemi og afleiðingarnar ógna frelsi barna okkar því þjóðarbúið var skuldsett um þúsundir milljarða í þessari fléttu.

Eignirnar sem réttindahafar gjafakvótans fluttu úr landi voru byggðar á froðu og skuld myndaðist í þjóðarbúinu á móti fjármagninu sem þeir komu fyrir á Tortólaeyjum. Skuldin ógnar nú velferð og frelsi barna okkar.

 


mbl.is Bjartsýn á samkomulag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þóra Arnórsdóttir: múruð inn í virki ríkisvaldsins

Ég var að lesa í Mogganum um helstu áherslur í ræðu Þóru Arnórsdóttur við opnun kosningaskrifstofu hennar. Vill Þóra vera forseti sem múrar sig inn í virki ríkisvaldsins og dansar eftir nótum valdhafanna? Þekkingin að baki framboði Þóru virðist fyrst og fremst vera þekking sem nýtist við að setja upp flottar flugeldasýningar en það er átakanlegt hversu lítið fer fyrir þekkingu sem myndi nýtast í forsetaembættinu. Holur hljómur er í notkun hugtaka en helstu kosningaloforðin ganga út á að sitja kaffisamsæti með ríkisstjórnum.

Óheiðarlegur málflutningur

Þóra heldur því fram að valið standi á milli tveggja frambjóðenda sem rímar við þá ímynd sem fjölmiðlar í eigu útrásarvíkinga og annarra sem tengjast pólitískri spillingu hafa útvarpað. Hún er samstíga þeim sem reyna fela þá staðreynd að forsetaframbjóðendurnir eru sjö og aðeins einn þeirra hefur áður setið í embætti. Málflutningur hennar er því beinlínis óheiðarlegur þegar hún segir: „Valkostirnir eru tveir. Sú sem hér stendur og að veita núverandi forseta áframhaldandi umboð til þess að sitja í 20 ár“. Ég tengi svona málflutning skoðanakúgun og hræðsluáróði. Þeir sem eru ekki sammála mér skilja ekki rétt fólks til þess að fá hlutdeild í heiðarlegri umræðu í 190x190xtimthumb_php_qsrc_hsmugan_is_wp-content_uploads_2012_05_2turnar2_jpg_ah_190_aw_190_azc_1_pagespeed_ic_e1rek_1155349.jpgaðdraganda forsetakosninga. Aðrir frambjóðendur en Þóra eru góður valkostur fyrir þá sem vilja ferska vinda á Bessastaði. Meðal þeirra frambjóðenda sem Þóra reynir að gera ósýnilega með málflutningi sínum eru tvær glæsilegar konur, þær Herdís Þorgeirsdóttir sem hefur mikla burði og þekkingu til þess að gegna embættinu, mikla reynslu af alþjóðastarfi og er þekkt og nýtur virðingar fyrir fræðistörf sín í þágu mannréttinda á alþjóðavettvangi eða Andrea Ólafs sem er sterk kona sem tekur stöðu með almenningi. Tal Þóru um tvo valkosti er verkfæri þöggunar og vanvirðing við önnur framboð.

Ég tel það vera grundvallaratriði að forsetaframbjóðendur ræði við þjóðina af virðingu fyrir vitsmunum hennar. Umræðan í fjölmiðlum um forsetakosningar hafa einkennst af litlum skilningi á hlutverki forsetans og litlum skilningi á á þeim ramma sem stjórnarskráin setur honum.

Skilur ekki hlutverk forsetans

Þóra segir um forsetann „Forseti sem rekur eigin stjórnmálastefnu í samkeppni við þjóðkjörið þing. Hann getur ekki fullkomlega ræktað sitt meginhlutverk sem er að vera sameiningarafl inn á við.“

Þessar tvær setningar eru athyglisverðar fyrir margar sakir. Fyrst og fremst speglast í fyrri setningunni skilningsleysi á eðli forsetaembættisins eins og það er rammað inn af stjórnarskrá. Ég ætla ekki að fullyrða um það hvort að Þóra skilji ekki hlutverk forseta eða hvort hún er vísvitandi að blekkja þjóðina. Enginn forseti hefur stjórnmálastefnu. Þegar Ólafur Ragnar vísaði Icesave til þjóðarinnar þá var hann ekki að fylgja stjórnmálastefnu heldur hlýddi hann kalli þjóðarinnar og virkjaði vald hennar. Hver forseti þarf að hafa skýra sýn á embætti sitt og mikilvæga stöðu forsetans sem farveg fyrir vilja þjóðarinnar að valdastofnunum hennar.

Síðari setningin er eins og sú fyrri eiginlega bara bull. Það sem hefur öðru fremur valdið sundrungu meðal þjóðarinnar er að þarfir þjóðarinnar hafa verið hunsaðar við gerð laga og forsetar hafa verið eins og mjúkur leir í höndum flokkræðis og auðræðis. Íslensk lög vinna að þessum sökum gegn velferð almennings. Þóra virðist líta svo á að ef forsetinn er alltaf sammála ríkisstjórninni þá sé hann sameiningarafl inn á við. Notkun Þóru á hugtakinu „sameiningarafl“ ber því vott um að hún annað hvort skilji ekki hugtakið eða sé vísvitandi að misnota það.

Forseti sem er sameiningarafl er forseti sem hlustar á þjóðina og hlýðir kalli hennar. Forseti sem er sameiningarafl er ekki forsetinn sem drekkur kaffi reglulega með forsætisráðherranum heldur forsetinn sem skapar traust meðal þjóðarinnar. Yfir 90% þjóðarinnar treystir ekki þinginu og aðrar stofnanir ríkisvaldsins njóta ekki mikils trausts. Því er forsetinn síðasta virki almennings í þeirri firringu sem ríkir meðal stjórnmálamanna sem eru strengjabrúður auðvaldsins.

Í kaffisamsæti með ríkisvaldinu

Þóra stefnir á að hlusta á öll sjónarmið stjórnmálaleiðtoga landsins. Ég vil hins vegar forseta sem er forseti fólksins og hlustar á raddir samfélagsins og þau sjónarmið sem þar birtast. Í málflutningi Þóru má lesa að hún vilji múra sig inn í virki ríkisvaldsins og dansa eftir þeirra nótum.

Þóra segir að núverandi forseti „mistúlki embætti sitt“ og að „Þegar Ísland fékk sjálfstæði frá Dönum árið 1944 var alveg skýrt að í hinu lýðveldi (sic) yrði þingræði með forseta, ekki forsetaræði.“ k7953556_1155347.jpg

Málsskottsrétturinn felur ekki í sér forsetaræði heldur lýðræði. Forsetinn getur ekki breytt lögum og hann getur ekki ákveðið hver verði niðurstaða þjóðaratkvæðagreiðslu ef hann vísar lögum til þjóðarinnar. Ef Þóra skilur þetta ekki þá dreg ég þá ályktun að hún hafi ekki þekkingu eða dómgreind til þess að gegna embætti forseta. Málsskotsrétturinn var settur í stjóraskrána af ærinni ástæðu árið 1944 til þess að tryggja lýðræðislega aðkomu þjóðarinnar og farveg fyrir þjóðina til þess að verja rétt sinn gegn valdinu. Ríkisvaldið hefur hins vegar ávallt reynt að lama þessa grein stjórnarskrárinnar og tryggt sér þægð forseta.

Loforð Þóru í ræðu hennar eru loforð til ríkisvaldsins en ekki samtal við þjóðina.

Málsskotsrétturinn

Notkun á málsskotsréttinum er vandmeðfarin en skýringar Þóru á því hvenær réttmætt er að beita honum er þróttlitlar. Hún segir að honum skuli ekki beitt nema í ýtrustu nauð. Hvað er ýtrasta nauð, hvernig verður hún til og hver ákveður hvenær hún er til staðar. Eins telur hún það lögum til lasts ef þeim eru þröngvað í gegn af minnsta mögulega meirihluta. Ýmis lög hafa verið samþykkt með atkvæðum nánast alls þingsins, lög sem styrkja stöðu valdhafa og auðmanna en veikja stöðu þjóðarinnar.

Ég myndi vilja sjá forseta við völd sem stendur vörð um lýðræði og mannréttindi og beitir málskotsréttinum þegar hann telur að hagsmunir þjóðarinnar séu í húfi og hefur dómgreind og þekkingu til þess að greina áhrif þessara þátta í lögum.

Fréttin af ræðu Þóru Arnórsdóttur í Mogganum: 

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, stjórnsýslufræðingur


mbl.is Mæting Þóru var staðfest
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Forseti ríkisvaldsins

Vill Þóra vera forseti sem múrar sig inn í virki ríkisvaldsins og dansar eftir nótum valdhafanna?

Þekkingin að baki framboði Þóru virðist fyrst og fremst vera þekking sem nýtist við að setja upp flottar flugeldasýningar en það er átakanlegt hversu lítið fer fyrir þekkingu sem myndi nýtast í forsetaembættinu.

Holur hljómur er í notkun hugtaka en helstu kosningaloforðin ganga út á að sitja kaffisamsæti með ríkisstjórnum.

Notkun á málsskotsréttinum er vandmeðfarin en skýringar Þóru á því hvenær réttmætt er að beita honum er þróttlitlar. Hún segir að honum skuli ekki beitt nema í ýtrustu nauð. Hvað er ýtrasta nauð, hvernig verður hún til og hver ákveður hvenær hún er til staðar. Eins telur hún það lögum til lasts ef þeim eru þröngvað í gegn af minnsta mögulega meirihluta. Ýmis lög hafa verið samþykkt með atkvæðum nánast alls þingsins, lög sem styrkja stöðu valdhafa og auðmanna en veikja stöðu þjóðarinnar.

Ég myndi vilja sjá forseta við völd sem stendur vörð um lýðræði og mannréttindi og beitir málskotsréttinum þegar hann telur að hagsmunir þjóðarinnar séu í húfi og hefur dómgreind og þekkingu til þess að greina áhrif þessara þátta í lögum.

Þórarinn Einarson kemur með ágæta hugmynd til þess að snúa á áróðurherferðina fyrir kjöri tveggja frambjóðenda:

Hvernig væri að við sameinuðumst sem flest um það að velja einungis á milli Andreu, Ara Trausta og Herdísar og frestuðum hugsanlegri tveggja turna taktík a.m.k. fram að kjördegi? Væri ekki besta niðurstaðan ef hvorki Þóra né Ólafur yrðu kjörin? Er ekki séns að við getum farið í ‘Hvorki-Þóra-né-Ólafur-herferð’?

mbl.is Sé ekki í samkeppni við þingið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fordómar og niðurlæging kynjaðar orðræðugreiningar

Á bloggsíðu Egils Helgasonar heldur Hrafnhildur Ragnarsdóttir formaður Kvennahreyfingar Samfylkingarinnar því fram að Rósa Erlingsdóttir sem einnig situr í Kvennahreyfingu Samfylkingarinnar sé að skrifa fræðigrein um pólitík og að greina orðræðu í kosningabaráttu Ólafs Ragnars Grímssonar í grein sem birtist á visir.is undir fyrirsögninni Orð forsetans um „skrautdúkku“.

Grein Rósu Erlingsdóttur er uppfull af fordómum og niðurlæging fyrir kynjaða orðræðugreiningu ef það er sú staða sem á að gefa þessari grein. Ég vil fyrst nefna að þótt að orðið skrautdúkka sé stelpulegt orð þá geta karlar verið skrautdúkkur ekki síður en konur. Vissulega geta hugtök verið karlæg eða kvenlæg en það þýðir ekki að merkingin verði eingöngu yfirfærð á annað kynið. Orðið klappstýra er líka kvænlægt hugtak sem hefur verið notað í gildishlöðnum tilgangi um forsetaframbjóðanda en Rósa sér ekki ástæðu til þess að rýna í áhrif þess.

Lítið fer fyrir eiginlegri orðræðugreiningu í greininni og ekki sýnt fram á réttmæti ályktanna sem í henni eru dregnar með rökum eða gögnum. Fullyrðingin „Hér dylst engum að átt er við Þóru Arnórsdóttur sem samkvæmt skoðanakönnunum er helsti áskorandi Ólafs Ragnars“ virðist vera helsta niðurstaða greinarinnar. Orðalag að þessu tagi þykir almennt ekki vera til sóma í fræðaheiminum en hvað það er sem engum dylst er að öllum jöfnu ekki aðgegnilegt fræðimönnum.

Rósa leitar í búðir Styrmis Gunnarssonar þegar hún velur að draga upp mynd af þjóðinni sem er stjórnmálamönnum og fjölmiðlum hugleikinn. En það er þjóð sem klofinn er í herðar niður. Þessi lýsing á íslensku þjóðinni tilheyrir orðræðu auðræðis og valdhafa sem fara fram með tvíhyggjuna að vopni þegar mikið liggur á að hræða þjóðina til fylgis við málefni. Blæbrigðum mannlegs skilnings er fórnað á altari einhæfninnar. Vissulega eru til málefni sem hafa valdið deilum og ófriði en yfirleitt er þetta ekki svart/hvítt heldur hafa málefnin á sér margar hliðar s.s. félagslegar, lögfræðilegar, efnahagslegar og síðast en ekki síst margþætta hagsmuni. Ófriðurinn stafar þó fyrst og fremst af því að sífellt er gegnið á rétt þjóðar og einstaklinga fyrir sérhagsmuni valdhafa og auðræðis.

Rósa segir um Vigdísi Finnbogadóttur og EES-samninginn: „Í dag nýtur samningurinn og nauðsyn aðildar Íslands að EES almenns samþykkis. Ekki heyrast lengur þær raddir að Vigdís hafi gert mistök með undirritun sinni“. Embættisafglöp Vigdísar Finnbogadóttur eru tabú á Íslandi. Vigdís fylgdi valdhöfum af þægð og sneri baki við þjóðinni en Rósa víkur að þessu þegar hún segir: „hart var tekist á um samþykki EES samningsins árið 1993. Þá var þrýstingur gríðarlegur á Vigdísi Finnbogadóttur að skrifa ekki undir lög um samninginn sem heimilaði afsal á fullveldi þjóðarinnar“.

EES-samningurinn er frumforsenda hrunsins og það voru að mínu mati alvarleg stjórnarfarsmistök að bera samninginn ekki undir þjóðina. Í ofangreindum málflutningi Rósu má einnig lesa að friður geti skapast um það að stjórnvöld fari fram með ofbeldi gagnvart þjóðinni. Það að „ekki heyrist lengur þær raddir“ lítur hún á staðfestingu um almenna ánægju en spyr ekki hvort það stafi af þöggun. Frjálst flæði fjármagns er baráttumál auðræðisins sem ræður fjölmiðlum í landinu. Þöggunin um hlut EES-samningsins í hruni efnahagskerfisins er gott dæmi um þá skoðanakúgun sem ástunduð er af fjölmiðlum og stjórnmálamönnum.

Rósa lætur sig ekki muna um að taka forræði yfir því sem „ljóst er“ þegar hún segir „Ljóst er að töluvert hefur áunnist í jafnréttismálum þau rúmu 30 ár sem liðin eru frá kjöri Vigdísar Finnbogadóttur“. Ég veit ekki á hvern hátt þessi setning varpar einhverju ljósi á kynjaða orðræðu forsetans. Í þessari setningu speglast þó sú snobbaða sýn að ef einhverjar konur komist á toppinn þá hlýtur öllum konum að líða betur jafnvel þótt dritað sé yfir þær á vinnustöðum, lífsviðurværi þeirra og frelsi ógnað með láglaunastefnu kvennastétta og að þeim sé almennt haldið í skefjum í þjóðmálaumræðunni.

Vissulega óska ég eftir því að fá sterka konu í forsetaembættið. Ég vil sjá konu í embættinu sem að heilindum berst fyrir mannréttindum, kvenfrelsi og lýðræði. Ég vil ekki sjá konu í embætti forseta Íslands sem er teflt fram af körlum sem hyggja á að nýta sér kynjaða vitund kvenna til þess að koma annarri konu í forsetaembættið sem hlýðir kalli valdhafanna.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, stjórnsýslufræðingur

Grein Rósu Erlingsdóttur: http://visir.is/ord-forsetans-um--skrautdukku-/article/2012705269995


mbl.is „Svona sending er ný reynsla“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Forseti þjóðar eða forseti auðræðis?

Það þótti ekki tiltökumál þegar að Viðskiptaráð hreykti sér af því fyrir hrun að stjórnvöld hefðu innleitt 90% af tilmælum ráðsins, til löggjafarvaldsins, í lög. Stærstu fyrirtækin í landinu, eignarhaldsfélög og auðmenn fara með völdin í Viðskiptaráði og ætla má að hagsmunir Viðskiptaráðs séu hagsmunir auðræðisins. Það þykir ekkert tiltökumál að prófkjörslagur þingmanna og kosningaslagur stjórnmálaflokka sé kostaður af sérhagsmunaaðilum. Ég hef kosið að kalla þetta mútur en aðrir kjósa að draga hulu þöggunar yfir þessi tengsl löggjafarþings og viðskiptalífs.bilde_pen_1154253.jpg

Átök um íslenska stjórnskipan hafa verið áberandi frá falli bankanna haustið 2008. Þessi átök hafa speglast í rannsóknarskýrslu Alþingis, landsdómi Geirs Haarde og umfjöllun í fjölmiðlum og netheimum. Lögmæti hegðunar er túlkuð og endurtúlkuð í ljósi réttarríkis og stjórnarskrár.

Spilling í stjórnmálum

Þegar þingið starfar ekki af heilindum við kjósendur þá kallast það spilling. Stofnanavædd spilling er eigi að síður spilling. Hún er spilling jafnvel þótt hún sé innleidd í lög af spilltum stjórnmálamönnum.

Spillt hegðun stjórnmálamanna er þeim oft óljós. Eitt af því sem markar menningarkima stjórnmálanna er hljótt samkomulag um ríkjandi viðmið. Ríkjandi viðmið eru oft lítið meðvituð, lítið dregin í efa en ráða miklu um hegðun manna. Hegðun margra stjórnmálamanna hefur mótast af áratuga setu á þingi eða þátttöku í stjórnmálum.

Fræðimenn hafa skilgreint spillingu í stjórnmálum sem hegðun embættis- og stjórnmálamanna sem víkur frá meginskyldum embættis eða stöðu. Í þessu felst móttaka á mútum (greiðslum eða greiðum), skyldleikatengsl (tengsl eru tekin fram yfir verðleika) og misnotkun á stöðu (t.d. með sjálftöku). Ákvarðanir og atferli í stjórnmálum sem stríðir gegn velferð almennings er pólitísk spilling. Á Íslandi hafa stjórnmálamenn innleitt spillt atferli í lög og má þar nefna greiðslur til stjórnmálaflokka úr ríkissjóði og heimild stjórnmálaflokka til þess að taka við greiðslum frá hagsmunaaðilum. Andverðleikasamfélagið er afsprengi ríkisstjórna sem hafa notað stofnanir sem kostaðar eru af skattgreiðendum til þess að byggja undir eigin völd, gert þær að varðhundum valdakerfisins.arni_og_bjorgulfur_2_1154254.jpg

Pólitísk spilling og misbeiting valds í íslenskum stjórnmálum blasir við hverjum þeim sem vilja láta sig málið varða. Meiri hluti alþingis hefur verið leppur fámenns hóps sem tryggt hefur sér forréttindi í gegn um löggjöf, löggjöf sem vinnur ekki eingöngu gegn mannréttindum, atvinnufrelsi og jafnræði heldur hefur einnig brotið niður helstu stoðir samfélagsins og skilið við efnahag landsins í rjúkandi rústum.

Réttur almennings

Það skýtur því nokkuð skökku við þegar menn reka upp ramakvein yfir því að forsetinn fjalli um hvort heppilegt sé að þjóðin fái að hafa aðkomu að tilteknum málum sem til meðferðar eru á þinginu. Ég hef hvergi, þrátt fyrir mikla leit, rekist á það í fræðigreinum um pólitíska spillingu að það að þingmenn séu minntir á tilvist kjósenda geti talist til pólitískrar spillingar eða truflað störf stjórnmálamanna. Það lýsir vel hinni pólitísku firringu og siðferðislegri hrörnun þegar álitsgjafar telja að ef forsetinn minni á kjósendur, þegar frumvörp eru í smíðum, þá þýði það að ráðherrar eða þingið þurfi að fara að semja við forsetann. Menn telja það gefið og eðlilegt að viðbrögðin við því að þjóðin fái stjórnarskrárbundinn rétt sinn virtan að þing og stjórnarráð vanvirði aðgreiningu valdastofnanna. Að það sé augljóst og eðlilegt að hægt sé að semja við forsetann um að snúa baki við þjóðinni og taka þátt í valdamakki ríkisstjórna og stjórnmálaflokka.

Þögull forseti virðist vera óskabarn stjórnvalda. Forseti sem tekur að sér að vera táknmynd þægðarinnar er ekki forseti þjóðarinnar heldur forseti þingsins og forseti auðræðisins. Það er ekki bara myndlist, leiklist eða bókmenntir sem marka íslenska menningu heldur er pólitík sterkt áhrifaafl menningar og ætti hver forseti að láta sig varða þennan mikilvæga áhrifavald íslensks þjóðlifs.

Skyldur og hæfni forseta

Allt samfélagið á að vera forsetanum viðkomandi enda gerir stjórnarskráin ráð fyrir því að hann geti veitt þjóðinni aðkomu að mikilvægum málum sem fara í gegn um þingið.

Nokkur málefni valda þjóðinni miklu hugarangri og ófriður mun ríkja í samfélaginu á meðan þjóðin fær ekki beina aðkomu að þessum málum. Kvótakerfið er eitt slíkt mál enda hefur kvótakerfið tekið frumbyggjaréttin af fólki sem um aldir hefur sótt lífsbjörg á sjávarmiðin. Slíkur réttur er heilagur í siðmenntuðum samfélögum. Kvótakerfið úthlutar fáeinum fjölskyldum einokunarrétt á sjávarauðlindinni sem þær nota til þess að kúga almenning í landinu og hafa af honum lífsgæðin. Verðtrygging á útlánum og ítök vinnuveitenda í sparnaði launafólks eru að sama skapi málefni þjóðarinnar og birtingarmynd ríkjandi auðræðis. Réttlæti, jafnræði og siðmenningu er hafnað með ríkjandi fyrirkomulagi og lögum. EES samningurinn, ESB aðild, Schengen samstarfið og stjórnarskráin eru málefni sem varða samfélagsgerð og því ætti að bera lögin undir kjósendur.

Ákvarðanir fyrri forseta hafa verið hápólitískar. Það er jafn pólitísk ákvörðun að beita ekki málsskotsréttinum og að beita honum í ljósi ákvæða í núgildandi stjórnarskrá. Enginn forseti getur verið ópólitískur heldur verður ávallt að skoða athafnir hans eða athafnaleysi í ljósi þess hlutverks forseta sem kveðið er á um í stjórnskipunarlögum.

Þegar Vigdís Finnbogadóttir ákvað að nýta ekki málsskotsréttinn og vísar EES samningnum ekki til þjóðarinnar þá var það hápólitísk ákvörðun. Í fyrri þjóðaratkvæðagreiðslu um Icesave höfnuðu yfir 90% þátttakanda samningnum. Það má því vera nokkuð ljóst að sterk eining var um andstöðu við samninginn meðal þjóðarinnar. Forsetinn hlýddi kalli þjóðarinnar í máli sem eining ríkti um meðal þjóðarinnar.

Innleiðing EES samningsins var hroðvirknisleg. Samningurinn er frumforsenda hrunsins vegna þess að hann innleiddi frjálst flæði fjármagns án þess að nokkrar varnir væru settar upp með löggjöf og stefnu um takmarkanir sem byggðu upp varnir fyrir þjóðina gegn aðilum sem hugðu á gróða á kostnað þjóðarinnar. Arðurinn af auðlindunum lenti í höndum fárra sem forðuðu honum úr landi. Á skömmum tíma voru innviðir þjóðarbúsins brotnir niður og viðskilnaðurinn þúsund milljarða ríkisskuldir sem vofa yfir velferð og lífskjörum í landinu. EES samningurinn sem átti að auka frelsi hefur á kaldhæðinn hátt vegið að frelsi almennings með gjaldeyrishöftum og samfélagslegri stöðnun.lyfjagras.jpg

Hættur vofa yfir íslensku samfélagi vegna hrunsins. Þúsund milljarða erlendar skuldir og þrýstingur frá sérhagsmunaaðilum um að fella þessa skuldir á skattgreiðendur kallar á sterka varnarrödd. Vegna hrunsins og vegna djúpstæðrar óánægju í samfélaginu með þægð stjórnvalda við fjármálaöflin er þörf fyrir forseta sem þorir að standa gegn auðræðinu og taka sér stöðu með almenningi. Forsetinn þarf að hafa styrk sem felst í djúpri og mikilli þekkingu. Hann þarf að hafa ást á náttúrinni og skilja mikilvægi þess að við verjum landið gegn ágengni þeirra sem vilja ræna arðinum af auðlindunum. Forsetinn þarf að hafa framtíðarsýn og skilning á því að við þurfum að skila góðu samfélagi til afkomenda okkar. Í ljósi framangreindra atriða þarf forsetinn að vera tilbúinn að beita málsskotsréttinum og ljá þjóðinni rödd í mikilvægum málefnum.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, stjórnsýslufræðingur.
Höfundur er félagi í SAMSTÖÐU, flokks lýðræðis og velferðar.
mbl.is Ólafur mælist með mest fylgi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vill kalla harðindi yfir þjóðina

Árni Páll segir: „Það var aldrei tekin yfirveguð ákvörðun um höftin og aldrei ljós „strategían“ út úr þeim,“

Annað hvort er Árni Páll sérlega utan við sig

eða þá er hann vísvitandi að blekkja.

 

Gjaldeyrishöftin voru sett til þess að koma í veg fyrir að stórhrun krónunnar. Gjaldeyrisvaraforðinn tæmdist í hruninu eftir að hinir svokölluðu útrásarvíkingar og sægreifar höfðu fært hundruð milljarða yfir á aflandssreikninga.

Þeir sem þurfa að koma fjármagni úr landi og málpípur þeirra á þingi færa nú harðan áróður fyrir því að taka upp erlenda mynt og afnema gjaldeyrishöftin. Ef þetta er gert fellur þúsund milljarða skuld á skattgreiðendur. Erlend lán sem tekin hafa verið til þess að halda upp gjaldeyrisvarasjóði. 

Vaxtakostnaðurinn af þessum lánum veldur því að ekki næst viðskiptajöfnuður. Ef skattgreiðendur þurfa að fara að greiða niður höfuðstólinn af þessum lánum þýðir það að velferðarkerfið verður minning ein.


mbl.is Aðhalds er þörf til að afnema höft
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Forheimskunarherferð sægreifanna

Í aldir hafa Suðurnesjamenn sótt bjargir á miðin.

Frumbyggjaéttur þeirra til þess að nýta sjávarauðlindina var tekin af þeim þegar einokunarréttur var afhentur fámennum hóp manna, sægreifum.

Auglýsingar LÍÚ eru talandi dæmu um aðför fjármagnsins gegn lýðræðinu. Hreinræktuð forheimskunarherferð. Útgerðin hefur ekki bara dregið til sín fjármagn heldur veðsettu líka sægreifarnir sjávarauðlindina og notuðu stofnanir almennings til þess að belgja upp gengið á meðan þeir voru að forða fjármunum úr landi. Með hruninu var gengisskuldin færð á almenning.

Því miður er mjög erfitt að tala fyrir frumvarpi ríkisstjórnarinnar því það er mengað af sérhagsmunum sægreifanna. Það hallar á smábátaútgerð og herðir enn á rétti sægreifanna umfram aðra. Ekki er tekið vandamálum þeirra sem þurftu að kaupa aðgang af sægreifum að þjóðareigninni.

Firring stjórnvalda fullkomnaðist þegar ríkisstjórnin framseldi heimild til skattheimtu til sægreifanna sem er miðaldafyrirkomulag.

Gunnar Másson segir um ástandið á Suðurnesjum:

Á Suðurnesjum býr vafalaust þróttmikið og áræðið fólk og harðir sjósóknarar aftur í aldir. Ógæfa þessa fólks eru menn eins og Árni Sigfússon,sem hefur selt allar eignir samfélagsins til þess að fixa bæjarbókhaldið, Sjálfstæðisflokkurinn og afleiðingar gamla hermangsins.


mbl.is Störfin sem ekki urðu til
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Valdhafar fjármagnsins leika sér með sparnað launamanna

Ríkjandi elíta hefur náð yfirráðum yfir sparnaði launamanna.

Ég fjalla um þett í pistli sem var birtur á visir.is í gær

 

Hindra gjaldeyrishöft að næsta kynslóð sé étinn út á gaddinn?

Vísir Aðsendar greinar 10. maí 2012 17:01
Hindra gjaldeyrishöft að næsta kynslóð sé étinn út á gaddinn?
Jakobína Ingunn Ólafsdóttir skrifar:
Það er kannski tímabært að rifja upp hvers vegna gjaldeyrishöftin voru sett á Íslandi. Síðastliðin tuttugu ár hefur eigendum stærstu fyrirtækjanna í landinu tekist að ná yfirráðum yfir langflestum fjármálastofnunum og eru lífeyrissjóðir launþega ekki undanskildir. Á Íslandi er því ríkjandi fámenn elíta sem kalla má valdhafa fjármagnsins. Þetta er ekki fullyrðing gripin úr lausu lofti heldur styður rannsóknarritgerð um tengslanet íslenskra fyrirtækja sem Dr. Herdís Baldvinsdóttir er höfundur að þessa fullyrðingu.

Valdhafar fjármagnsins hafa ítök í öllum stærri stjórnmálaflokkum landsins og bera fé á stjórnmálamenn í gegn um fyrirtækin. Undanfarna áratugi hafa aðgerðir stjórnvalda og löggjöf miðað að því að auka farsæld valdhafa fjármagnsins á kostnað almennra borgara. Þeir sem tilheyra þessum kima eru svokallaðir sægreifar, stórbyggingaverktakar og stóriðja auk eigenda bankanna. Þeir eiga sér hagsmunasamtök, t.d. LÍÚ, SA og Viðskiptaráð sem hefur hreykt sér af því að hafa nánast stjórnað löggjöfinni fyrir hrun.

Góðir við fjármálafyrirtæki og verktaka

Fasteignabólan á Íslandi var hönnuð af stjórnmálamönnum. Áður en bankarnir voru einkavæddir var fasteignamat eigna hækkað, ólöglega, og þannig var búin til forsenda fyrir eignabólu. Hlutfall lána í fasteignakaupum var einnig hækkað og þjónaði sama málstað. En þessar aðgerðir hafa áhrif á verðbólgu til hækkunar. Aðgerðirnar þjónuðu fjármagninu og var stýrt af stjórnmálamönnum sem eru kostaðir af eigendum og valdhöfum fjármagnsins.

Með löggjöf hefur fámennum hóp verið tryggð valdastaða sem beinir frjámagni í þröngan farveg og í vasa fárra. Lög um verðtryggð lán taka alla áhættu af valdhöfum fjármagnsins og leggja alla áhættuna á lánþega. Þetta byggir undir ábyrgðalausa hegðun þeirra sem veita lán. Hinir margrómuðu kjölfestufjárfestar komu til sögunnar í byrjun aldarinnar og yfirtóku ríkisbankanna sem þeir keyrðu í þrot á sex árum. Kjölfestufjárfestarnir beindu fjármagni úr bönkunum og til fjárfestinga erlendis. Viðskilnaðurinn var galtómir bankar og argandi kröfuhafar sem réðust á íslenska þjóð með hryðjuverkalögum og hótunum. Ófriðurinn var hafinn.

Góðir við sægreifa

Kvótakerfið veitir sægreifum forréttindi sem þeir misnota. Í krafti valds sem stjórnmálamenn hafa framselt til þeirra hafa þeir skilið við heilu byggðalögin í örbyrgð og hafa í hótunum við ríkisvaldið sé valdi þeirra ógnað. Í nýjum lögum er tryggt tvöfalt kerfi eitt fyrir sægreifanna sem tryggður er nýtingaréttur til fjörtíu ára og annað fyrir smábátaeigendur sem búa við óvissu um rétt sinn til nýtingar sjávarauðlindarinnar. Það virðist ríkja pólitísk sátt um það að lítil og meðalstór útgerðarfyrirtæki sem keyptu kvóta (þjóðareign) af sægreifum verði sett í þrot.

Góðir við stóriðju

Stóriðjan á Íslandi skilar litlu til þjóðarbúsins. Að baki stóriðju er fjármálaformgerð sem þjóðarbúið tapar á. Þegar virkjanir og álver eru byggð eru tekin erlend lán til þess að standa undir mjög fjármagnsfrekum mannvirkjum. Við þetta aukast skuldir þjóðarbúsins en það hefur áhrif á lánshæfismat. Mikið fjármagn streymir úr landi vegna fjármagnskostnaðar við erlenda aðila og þetta dregur úr gildi krónunnar. Atvinnusköpun er sáralítil af rekstri virkjana og launakostnaður lítill. Virðisauki er reiknaður sem summa hagnaðar fyrir vaxtagreiðslur og launa. Af hagnaði landsvirkjunar fer 82% í vaxtakostnað til erlendra aðila. Þetta þýðir að virðisaukinn vegna stóriðju er hverfandi og skattheimtur litlar.

Umræðan um málefni kvótakerfis, stóriðju og lánamarkaðar er á villigötum vegna þess að hagsmunaaðilar hafa tryggt sér eignarhald á fjölmiðlum á Íslandi. Stofnanir sem eiga að starfa af heilindum s.s. Seðlabanki Íslands og Háskóli Íslands eru oft handbendi valdhafa fjármagnsins í umræðunni.

Hið mikla arðrán fyrirhrunstímans kostað af launafólki og skattgreiðendum

Á fyrirhrunstímanum var gengi krónunar stýrt með því að stofnanir í eigu almennings og launþega, (t.d. lífeyrissjóðir og Landsvirkjun), gerðu framvirka gengissamninga og sköpuðu með því ásýnd eftirspurnar eftir íslenskri krónu. Þessar stofnanir tóku síðan á sig mikið gengistap þegar gengi krónunnar hrundi. Hluti af gengisáhættu var færð yfir á kaupendur fasteigna með því að veita þeim ólögleg myntkörfulán. Eigendur bankanna notuðu síðan hagstætt gengisumhverfi til þess að flytja fjármagn úr landi, fjárfesta í erlendri starfsemi og koma fjármagni fyrir í aflandsfélögum. Á sama tíma og eigendur og vinir eigenda bankanna fjárfestu í erlendum félögum héldu lífeyrissjóðirnir að sér höndum. Hannað var lagaumhverfi sem studdi þetta. En hönnuðir lagaumhverfisins eru þeir sömu og eru fjármagnaðir af valdhöfum fjármagnsins. Þessi flétta sýnir gríðarleg völd valdhafa fjármagnsins. Þeir náðu að beita fyrir sig löggjafarvaldinu og stjórnarmönnum stofnanna í erlendri fjárfestingaráráttu sinni og arðráni á launþegum landsins.

Mikið fjármagn vill úr landi. Gera má ráð fyrir því að þetta fé sé að miklu leiti afrakstur arðránssamfélagsins en sífellt er talað um erlenda eigendur þótt hvergi hafi verðið færð rök fyrir uppruna þessara aðila. Þetta fjármagn er af ýmsu tagi eins og t.d. arður til vogunarsjóða sem fengu bankanna út á skuldir sem þeir höfðu keypt fyrir ca 5% af nafnvirði, skuldabréf með kröfu á ríkissjóð sem tengjast viðskiptum með jöklabréf og innstæður á sparifjárreikningum sem var komið undan hruninu.

Staðan í dag er þessi: gengi krónunnar er haldið uppi með gjaldeyrishöftum og lánsfjármagni sem kostar ríkissjóð 30 til 50 milljarða á ári. Þetta er kostnaðurinn sem þjóðin ber af hegðun stjórnmálamanna, fjárfesta og embættismanna fyrir hrun. Krónan er í raun ónýt við óbreytt kerfi. Ríkisstjórnin hafnar aðgerðum og kerfisbreytingum sem myndu leysa þennan vanda og má ætla að það sé vegna þrýstings frá valdhöfum fjármagnsins.

Staðan getur versnað: verði látið undan þrýstingi þeirra sem vilja komast með fé úr landi þýðir það tvennt. Krónan hrynur eða/og allt að 1000 milljarða skuld fellur á skattgreiðendur. Landið verður í kjölfarið efnahagslega óbyggilegt fyrir komandi kynslóðir.

Ekki verður séð að stjórnmálamenn ætli að draga neinn lærdóm af hegðun sem hafði í för með sér algjört kerfishrun. Aðilar atvinnulífsins leika sér enn að sparnaði launamanna (Lífeyrissjóðunum), enn er heimilað í lögum að múta stjórnmálamönnum, fjölmiðlar eru í eigu þeirra sem mesta ábyrgð bera á því að hér varð algjört kerfishrun, enn er stefnt á meiri virkjanir og stóriðju sem skaða landið og stöðu þjóðarbúsins, verðtryggingin sem markvisst færir eignir frá fjölskyldum til fjármálafyrirtækja eru enn við lýði, sjávarauðlindin er enn einokuð af fáum aðilum og árásir á fjárhag fjölskyldna í gegn um fjármálakerfið eru viðvarandi.

Óttablandin virðing núverandi ráðamanna fyrir alþjóðafjármálakerfinu og ráðgjöfum þess hefur í för með sér að þeir þora ekki að grípa til róttækra aðgerða eða breyta kerfinu á þann hátt sem þjónar almenningi. Nýfrjálshyggjan og uppskrift ESB er hið ríkjandi viðmið. Hugmynd SAMSTÖÐU um upptöku nýkrónu býður upp á tækifæri til þess að losa um gjaldeyrishöftin án þess að það ógni afkomu næstu kynslóða.

Í stað þess að skoða heildaráhrifin af spillingunni sem er bein afleiðing af ítökum fjársterkra aðila í löggjöf landsins reyna menn sífellt að finna aðferðir til þess að fela orsakir hrunsins. Í umfjöllun er oft tekist á um aukaatriði, athyglinni er beint frá gerendum og svo er auðvitað sterkasta vopnið að etja þjóðinni saman.

Landsbyggðinni gegn höfuðborgarsvæðinu. Vinstri gegn hægri. Skuldurum gegn lífeyrisþegum (oft er það sama fólkið). Tvíhyggja á borð við þessa gefur til kynna tvö stríðand öfl og dregur ekki eingöngu úr samstöðu fólks í mikilvægum málefnum heldur dregur hún einnig úr gagnrýninni hugsun og skapar hindrun í skilningi fólks á samfélaginu. Í þægð við pólunarhugtök dreifist athyglin frá mikilvægum málefnum líðandi stundar. Hinir raunverulegir óvinir eru þó valdhafar fjármagnsins sem vilja ekki skila samfélagslegum arði til þjóðarinnar og stjórnmálamenn og fjölmiðlar sem ganga erinda þeirra.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, stjórnsýslufræðingur.
mbl.is Hóta ætti lífeyrissjóðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Stjórnvöld skuldvæða þjóðina

Öll höfum við rétt á því að hafa skoðanir á því hvernig samfélag okkar þróast inn í framtíðina. Trú okkar flestra á því að skoðanir okkar og framtíðarsýn byggi á réttmætum grunni er oftast sterk. Upplýsingarnar og úrvinnslan úr þeim er þó oft háð tengslum okkar inn í samfélagið og hverra hagsmunir eru okkur hjartfólgnir.

Nokkur umræða spannst upp á Feisbókinni vegna stóriðu og ferðaiðnaðar vegna færslu sem Marinó Njálssonar sem bar saman tekjur af ferðaiðnaði (133 milljarðar) og virðisauka af stóriðju (90 milljarðar). Sumum þótti þessi samanburður vitlaus eins eða eins og að bera saman epli og appelsínur. En þessi samanburður er alls ekki vitlaus.

Virðisauki atvinnugreinar er summan af EBIDA hagnaði (hagnaði áður en vaxtakostnaður er reiknaður) og launa í greininni.

Tekjur í ferðaiðnaði skila sér að mestu sem virðisauki inn í þjóðarbúið þó vissulega sé rekstrarkostnaður til staðar. Laun eru stór þáttur í virðisauka vegna ferðamennsku en þessi þáttur skilar sér óskiptur i þjóðarbúið.

Rekstur Landsvirkjunar er ekki mannfrekur og því er framlag til virðisauka í formi launa lítið. Af hagnaði Landsvirkjunar fara 82% í að greiða vexti af erlendum lánum. Langstærsti hluti virðisauka vegna starfsemi virkjana hverfur því úr landi. Fjármagnskostnaður er dregin frá tekjum fyrir skattlagningu. Því hefur stór hluti virðisauka af virkjunum ekki í för með sér skatttekjur fyrir ríkið og á þetta bæði við um skatta af launum starfsmanna sem eru ekki margir miðað við annan iðnað og skatta af hagnaði sem er lítill eftir að búið er að reikna frá fjármagnskostnað. Stór hluti virðisauka af stóriðju hverfur úr landi og skilar sér þar með ekki í vinnu fyrir samfélagið.

Margir hafa því bent á að ferðaiðnaðurinn er mun verðmætari fyrir þjóðarbúið en orkufrekur iðnaður. Rökin fyrir þessu er m.a. að það tekur virkjanir áratugi þar til þær fara að skila hagnaði í þjóðarbúið. Virðisaukinn í ferðaþjónustu skilar sér inn í þjóðarbúið og í vinnu fyrir samfélagið til hagsbóta fyrir alla landsmenn. Uppbygging og áhersla á ferðaiðnað skilar sér því mjög fljótt í minna atvinnuleysi, auknum tekjum ríkissjóðs og býður auk þess upp á fjölbreytt störf. Bæði hálaunastörf og láglaunastörf. Störfin eru að öllu jöfnu áhugaverð í ferðamennsku og bjóða upp á mikil félagsleg samskipti.  Erfitt er að sjá að störf í stóriðju beri með sér svipaða kosti.

Framtíðarsýn þeirra sem vilja verja landið gegn ásælni auðhringa í ódýra orku virðist fara fyrir brjóstið á mörgum virkjanasinnum. Virkjanasinnar hatast jafnan út í náttúru- og umhverfisverndarsinna og saka þá um að vilja drepa niður atvinnulíf. Þeir setja dæmið jafnan þannig fram að valkostirnir séu aðeins tveir; að selja orku til stóriðju eða engin atvinnuuppbygging. Þessi sýn á sér auðvitað enga samsvörun í raunveruleikanum því valkostirnir eru fjölmargir.

Vinsælu ferðamannasvæði og náttúruperlum á að fórna undir jarðvarmavirkjanir þannig að að Reykjanesskaginn verði eitt samfellt virkjanasvæði. Nú þegar hefur fallegum svæðum verið fórnað undir stóriðju bæði í Hvalfirði og Straumsvík. Ferðamenn sem sækja Ísland eru að sækjast eftir að komast í ósnortna náttúru sem er ein af auðlindum landsins. Auðlind sem standa þarf vörð um fyrir komandi kynslóðir.

Eins og nefnt hefur verið hefur orkufrekur iðnaður yfirleitt þau einkenni að vera ekki mannfrekur miðað við aðra atvinnuvegi. Uppbygging orkuiðnaðar skilar fáum störfum til frambúðar miðað við aðrar atvinnugreinar. Hann skilar því litlum tekjum í ríkissjóð vegna skatta af launum. Það vekur því furðu mína þegar að stjórnmálamenn vekja máls á því að laða orkukaupendur til landsins með ódýrustu orku í Evrópu og veita þeim skattaívilnanir. Valkostir sem eru miklu hagstæðari eru jafnframt talaðir niður.

Gildi fullvinnslu fiskafurða, ilrækt til útflutnings og ferðaiðnaður eru jafnan þögguð niður. Stóriðjan er jafnan í umræðunni kölluð næststærsta útflutningsgrein Íslands þótt að ljóst megi vera af hagtölum að ferðaiðnaðurinn er mun verðmætari þjóðarbúinu en stóriðjan. Marinó Njálsson hefur spurt hvers vegna ekki er unnið skipulega að því að byggja upp ferðaþjónustu en viðbrögðin hafa verið hanaslagur um forræði stóriðjunnar.

Hvers vegna er ekki skoðað hvað eitt starf í ferðaþjónustu kostar miðað við eitt starf í stóriðju. Hvers vegna eru aðrir þættir ekki skoðaðir skoðaður, t.d. starfsánægja í stóriðju og starfsánægja í ferðaþjónustu. Yfirvöld vega sífellt að atvinnufrelsi í landinu og virðast kræklingabændur ekki fara varhluta af því. Eitthvað hefur depurð færst yfir íslensku þjóðina frá hruni og eflaust vilja margir endurheimta hamingjuna.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, stjórnsýslufræðingur

Höfundur er félagi í Samstöðu, flokks lýðræðis og velferðar


mbl.is Ragnhildur Kolka: Stofnanavæðing stjórnarinnar er helstefna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Höfuðverkur landsmanna

Hið Íslenska fasteignaböl

Ekki verður betur séð en að þeir aðilar sem veita fasteignalán hafi samráð um að ráðskast með fasteignamarkaðinn og viðhaldi á þann hátt verðbólgu. Þetta veldur því að höfuðstóll lána er mun hærri en við eðlilega samkeppni og markaðsaðstæður. Fjármálafyrirtækin í landinu eiga þúsundir íbúða. Við eðlilegar aðstæður myndu fjármálafyrirtækin vera í samkeppni um að selja íbúðir eða leigja þessar fasteignir sem myndi leiða til lækkunar á húsaleigu og söluverði fasteigna og draga þar með úr verðbólgu.

Húsaleiga og fasteignaverð eru meðal þeirra þátta sem hafa mikil áhrif á verðbólguþróun og þar með höfuðstól fasteingnalána.  Markaðsmisnotkun íbúðarlánasjóðs, lífeyrissjóða og bankanna er því mjög alvarlegt mál og bein árás á lánþega fasteignalána.

Fjármálastofnanirnar hafa beinan ávinning af því að halda íbúðum af markaði og halda uppi söluverði fasteigna. Þetta birtist í hagstæðari efnahagsreikningi banka, lífeyrisjóða og íbúðarlánasjóðs. Með því að halda uppi falskri verðbólgu geta þessar stofnanir eignfært verðbólgugróða og eignasafn þeirra vegna fasteigna er hærra metið. Þetta hefur margvíslegar afleiðingar fyrir skattgreiðendur. Fasteignamatið er hækkað og þar með fasteignagjöld. Hátt fasteignamat hefur áhrif hjá mörgum til lækkunar á vaxta- og barnabótum.

Nú segja kannski margir en hvað þá með íbúðareigendur. Tapar fólk ekki á því að fasteignir þeirra falla í verði. Fasteignamarkaðurinn er aldrei hagstæður fyrir alla. Hann er annað hvort seljendamarkaður, þ.e. það er hagstætt að selja eða þá kaupendamarkaður og þá er hagstætt að kaupa. Þeir sem bera mesta byrði vegna húsnæðis eru leigjendur, láglaunafólk og ungar barnafjölskyldur. Þessir aðilar þurfa að láta hlutfallslega mest af launum sínum í húsnæði. Í mörgum tilvikum er staða þessara einstaklinga óbærileg og þetta er sá hópur sem er fórnarlamb markaðsmisnotkunnar fjármálafyrirtækja.

Í heildina myndu fjölskyldurnar í landinu hafa hag að eðlilegri samkeppni á fasteignamarkaði. Þeir aðilar sem myndu tapa á eðlilegu markaðsumhverfi væru þeir sem vilja losa sig við fasteign án þess að kaupa aðra á móti, þ.e. þeir sem vilja komast út úr kerfinu. Lyklafrumvarp sem Lilja Mósesdóttir hefur mælt fyrir myndi leysa vanda þeirra vanda þeirra sem eru í neikvæðri eiginfjárstöðu.

Kostnaður við að hafa þak yfir höfuðið er böl á mörgum fjölskyldum. Margir kenna hruninu um en aðgerðir stjórnvalda hafa markvisst aukið þennan vanda. Fyrsta árásin á fjölskyldur í landinu var gerð áður en bankarnir voru einkavæddir. Þá undir stjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks var fasteignamat á íbúðum hækkað umfram það sem lög leyfðu og veðhæfni fasteigna hækkað. Þessi aðgerð varð grundvöllur að fasteignabólunni og hafði áhrif á verðbólgu til hækkunar.

Þessi aðgerð var ólögleg vegna þess að ekki var lagaheimild fyrir henni en þess er krafist vegna þess að fasteignamatið er álagningagrunnur fyrir fasteignagjöld, fasteignaskatta og vaxta- og barnabætur. Vaxtabætur þurrkuðust við þessa aðgerð og fasteignagjöld hækkuðu. Áætlanir fóru verulega úr skorðum hjá mörgum sem höfðu nýlega keypt húsnæði.

Það er því ekkert nýtt að verðbólgunni á Íslandi sé stjórnað af yfirvöldum.  Það hefur verið gert í þágu byggingaverktaka og fjármálastofnana en fjölskyldurnar í landinu eru viðstöðulaust fórnarlömb árása ríkisvaldsins á fjárhag þeirra. Eflaust brýtur þetta í bága við eignarréttarákvæði stjórnarskrárinnar.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, stjórnsýslufræðingur

Höfundur er félagi í SAMSTÖÐU, flokks líðræðis og velferðar


mbl.is Allt fullt hjá Bauhaus
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband