Ég velti því satt að segja fyrir mér hvort íslenskir kjósendur séu einstaklega heimskir. Afleiðingar af 20 ára ferli stjórnvisku sjálfstæðisflokksins birtist nú í rústuðu atvinnulífi, fyrirlitningu annarra þjóða, faraldri erlendra hrægamma í viðskiptalífinu og sundrung meðal þjóðarinnar.
En heimskir kjósendur vilja greinilega fá þennan leppflokk glæpamafíunnar á Íslandi við stjórnvölinn aftur. Ég segi bara verði þeim að góðu.
![]() |
Dregur úr bjartsýni í einkageira |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Græðgin sem heltók eigendur bankanna er eitthvað það undarlegasta sem birst hefur íslenskri þjóðarvitund. Athafnir Davíðs Oddsonar, Halldórs Ásgrímssonar, Valgerðar Sverrisdóttur ofl. eru óskiljanlegar.
Velti þetta fólk aldrei fyrir sér hvað hugtakið ábyrgð felur í sér. Hver og einn þessara aðila greiddi sér ofurlaun í ýmsu formi. Laun, bónusar og eftirlaun sem þingmenn skömmtuðu sjálfum sér í trássi við stjórnarskrána. Ekki vantaði viljan til þess að taka þátt í sóðaskapnum. Því miður hefur hugarfarið lítið breyst. Græðgin er enn sterkur hvati hjá mörgum.
![]() |
Hrunskýrslu beðið |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Wikileaks var að leka upplýsingum um kröfuhafa Kaupþings. Stærsti kröfuhafinn er Robert Tchenguiz sat um tíma í stjórn Existu. Fyrirtæki Tchenquiz er statsett á TORTOLA. Aðrir athyglisverðir kröfuhafar eru Kjalar fyrirtæki Ólafs ólafssonar.
Eru þetta framtíðareigendur Arion Banka?
![]() |
Sterkari skilningur en áður |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
2010-03-13
Græðgin hreiðrar um sig meðal presta
Biskupi Íslands fannst ekki mikið um kreppuna í október 2008 og kallaði hana velferðarkreppu. Er það ekki nokkuð lítilmótlegt af manni sem hefur 999.495 í mánaðarlaun. Mánaðarlaun biskups eru nema um 70% af því sem atvinnulausir hafa til framfærslu á ári en þeir munu nú vera um 10% af vinnufærum einstaklingum í landinu ef frá eru dregnir þeir sem hafa valið að fara í nám.
Prestar telja laun bískup Íslands, séra Karls Sigurbjörnssonar, vera óeðlilega lág samkvæmt fundargerð Prestafélags Íslands frá 18. febrúar síðastliðnum.
Mánaðartekjur séra Karls Sigurbjörnssonar á árinu 2008 voru 999.495. Þá hafa prestar áhyggjur af hækkun á húsaleigu prestssetra þeirra.
Persónulega er mér alveg sama hvað biskupinn hefur í laun en tel að hann eigi ekki að vera á framfæri hins opinbera nema að hann þurfi að þyggja atvinnuleysisbætur. Það eru engin þjóðhagsleg rök fyrir að vera með biskupinn á þjóðarframfæri sem slíkan.
![]() |
Ný stofnun kostar milljarða |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Hann birtir þessa grein á vald.org
Ágætu alþingismenn:
Ágreiningur Kristrúnar Heimisdóttur og Indriða H. Þorlákssonar um staðreyndir Icesave-málsins gefur tilefni til athugunar á gögnum málsins varðandi forfjármögnun" Breta á endurgreiðslum til eigenda Icesave innstæðureikninga.
Var þar um að ræða einhliða ákvörðun brezkra stjórnvalda án samráðs við íslenzk stjórnvöld, eða lántöku íslenzkra stjórnvalda með ótilgreindum skilmálum?
Það er vandséð að hér sé um neitt álitamál að ræða þar sem Alistair Darling lýsti því yfir í viðtali á BBC þann 8. október 2008 að íslenzka ríkisstjórnin, þótt ótrúlegt sé, hefur sagt okkur, þeir sögðu mér í gær að þeir ætla ekki að heiðra [Icesave-] skuldbindingar sínar.
You know the problems weve had with Icesave which is owned by an Icelandic bank which has gone down and the Icelandic government, believe it or not, have told us, they told me yesterday that they have no intention of honouring their obligations here.
Af yfirlýsingu Alistair Darling má ráða að sú ákvörðun brezku ríkisstjórnarinnar 8. október 2008 að tryggja Icesave innstæður var hugsuð sem nauðvörn gegn meintri ákvörðun ríkisstjórnar Íslands að heiðra ekki skuldbindingar sínar.
Þegar í ljós kom að Darling hafði farið með rangt mál var úr vöndu að ráða fyrir brezk stjórnvöld. Afturköllun á ákvörðuninni hefði afhjúpað fljótfærnisleg og óvönduð vinnubrögð þeirra í Icesave-málinu á kostnað brezkra skattborgara. Því var ákveðið að knýja íslenzka skattborgara til að axla þær byrðar sem glapræði þeirra félaga Gordon Brown og Alistair Darling hafði búið þeim brezku.
Í drögum að lánasamningi sem Bretar og Hollendingar sendu stjórnvöldum þann 4. desember 2008 er því réttu máli hallað varðandi þetta lykilatriði, en þar segir að óskað hefði verið eftir því að Bretland og Holland aðstoðuðu TIF, íslenska innstæðutryggingasjóðinn, við fjármögnun.
Starfsmenn utanríkisráðuneytisins virðast hafa haft forsögu málsins á hreinu, sbr. tillögu þeirra um breytt orðalag þar sem tilvísun til Bretlands er felld niður:
aðilar málsins hafa samþykkt að Holland skuli veita Tryggingarsjóðnum lán til að forfjármagna greiðslu á kröfunum
[ the parties have agreed that the Netherlands shall make a loan available to the Guarantee Fund to prefinance and settle the claims .]
Af erindisbréfi samninganefndar íslenzkra embættismanna, sem fjármálaráðherra Steingrímur J. Sigfússon undirritaði 24. febrúar 2009, og umsögn Indriða í þá veru að ákvörðun Breta 8. október 2008 hafi verið tekin að beiðni íslenskra stjórnvalda virðist mega ráða að samningsdrög Breta og Hollendinga hafi villt þeim sýn varðandi forsögu málsins.
Íslenzkir embættismenn kunna því að hafa gengið til samninga við Breta og Hollendinga í góðri trú á falskar forsendur.
Virðingarfyllst,
Gunnar Tómasson, hagfræðingur
![]() |
Ræddi við þingnefnd um ESB-umsókn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Birti eftirfarandi grein á Smugunni í dag:
Mér varð það á orði þegar framsóknarflokkurinn lofaði 90% lánum til íbúðarkaupa fyrir kosningar árið 2003 að nú tækist þeim loksins ásamt sjálfstæðisflokknum að setja þjóðarbúið á hausinn. Vond spá sem rættist því miður.
Um svipað leyti vor bankarnir færðir í hendur fjárglæframanna sem höfðu stjórnmálamenn þessara flokka ásamt nokkrum stjórnmálamönnum í Samfylkingu í hendi sinni. Þeir höfðu ásamt viðskiptaráði og LÍÚ einnig löggjafarvaldið í hendi sinni. Allir þekkja nú sögur af mútugreiðslum til stjórnmálamanna sem uppnefndir hafa verið styrkir svona rétt eins og siðmenntað fólk hefur verið uppnefnt skríll.
Kerfið sem hannað hefur verið um skuldaránauð er í meginatriðum svona og þetta fyrirkomulag er bundið í lög sem mun vera einsdæmi í heimsbyggðinni:
Lán til húsnæðiskaupa eru jafngreiðslulán en eru þar að auki bundin við vísutölu, þ.e. verðtryggð. Þegar greitt er af lánum er verðtryggingarþættinum bætt við höfuðstólinn og fer þar af leiðandi að bera vexti. Við þetta myndast vaxtavextir eða það sem á erlendum málum er nefnt compounding effect og þekkist hvergi nema í okurlánastarfsemi.
Verðtryggingarhlutinn er í raun hluti nafnvaxta. Raunvextir samkvæmt fræðunum eiga að endurspegla almenna áhættu og tíma og verðtryggingarhluti vaxtanna á að endurspegla verðbólguáhættu. Í því kerfi sem hannað hefur verið til eignarupptöku hjá almenningi er hluti nafnvaxta lagður við höfuðstól til þess að skapa okurvaxtatekjur fyrir fjármálafyrirtæki.
Í kjölfar einkavæðingar bankanna var lögleitt fyrirkomulag sem heimilaði bönkum að innleiða mánaðarlegar afboganir. Bankarnir keyrðu mikinn áróður til þess að fá fólk til þess að breyta lánum á þann veg að það borgaði mánaðrlega af lánum sínum. Hvers vegna?
Fyrirkomulag með mánaðargreiðslum eykur okurvaxtagróða fjármálafyrirtækja. Í stað þess að verðbólguþátturinn leggist við höfuðstól einu sinni á ári og verði þar með vaxta og verðbólguberandi gerist þetta 12 sinnum á ári og áhrifin magnast. Í kjölfar bankahrunsins hefur ekki verið reynt að greina afkomu bankanna ef eingöngu er miðað við starfsemi þeirra innanlands, þ.e. ef glæpastarfsemin er undanskilin. Mikil eingaupptaka hefur átt sér stað á undanförnum árum. Fjármagnið streymdi frá Íslenskum fjölskyldum og til bankanna. Fjárglæframenn höfðu orðið sér út um gullnámu sem þeir notuðu til þess að færa glæpastarfsemi sína yfir í "alþjóðasamfélgið" og slógust í för með glæpamönnum á alþjóðavísu.
Framsóknarflokkur og sjálfstæðisflokkur brutu einnig stjórnarskránna þegar þeir fiktuðu við skattana með því að uppfæra fasteignamat til þess að auka lánshæfi íbúða auk þess sem áhrifin voru líka að fasteignargjöld hækkuðu og vaxta- og barnabætur þurrkuðust út hjá mörgum. Samfylking og Vinstri græn hafa því miður fylgt í kjölfarið hvað þetta varðar og hækka fasteignamat á eignum þrátt fyrir að markaðvirði þeirra sé að lækka.
Hvaða lærdóm eigum við að draga af þessu. Ég fyrir mitt leyti tel að varast beri að taka mark á kosningaloforðum flokkanna og líta frekar til athafna þeirra.
Jakobína Ingunn Ólafsdóttir
Stjórnsýslufræðingur
Sjálfstæðisflokkurinn og framsókn drógu þjóðina inn í skuldaklafa sem húseigindur sitja nú í. Þetta gerðu þeir með því að koma á kerfi sem hækkar jafnhraðan skuldir og þær eru greiddar niður:
The Icelandic government has designed a mortgage system that in affect brings ordinary people into dept-slavery.
Loans to homeowners are built into a system that is a mix of index regulated annuity loan.
Every month people pay amortisation and interest on the principal but a sum bonded with the consumer price index is also added every month to the principal. This creates a compounding affect, which causes the principal to ascend every month despite people paying their mortgage and interest. The interest rate is generally 4% to 6% but the index-regulated sum is often 6% on the principal.
The law imposes this system on homeowners so people do not have other options if they want to buy a home. This system has also made the Icelandic banks a goldmine for gold diggers. People start out lending maybe 60% of the marked price but end up paying back 200% to 300% of the marked price depending on the length of the period they are borrowing.
![]() |
Til í sæti á réttum forsendum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (13)
Island fühlt sich ausgeplündert
![]() |
Atvinnuleysi mælist 9,3% |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Sænskir bankar eiga mikilla hagsmuna að gæta í austantjaldslöndum. Það er mikið hagsmunamál fyrir fjármálakerfið í Svíþjóð að skuldir þjóða séu viðurkenndar. Fjármálakreppa í Sviþjóð á síðasta áratug varð þess valdandi að verlferðakerfinu í Svíþjóð hnignaði. Bankakerfið í Svíþjóð hefur greinilega mikil ítök í stjórnmálum þjóðarinnar.
Græðgi bankanna hefur ráðist að mannlegri reisn. Þvinganir, hræðsluáróður, þöggun og samráð alþjóðastofnana um að ryðja út forheimskandi áróðri er orðið hið viðtekna í hinu svokallaða alþjóðasamfélagi.
Norðurlöndin stíga nú fram hvert af öðru til þess að láta vita af því að forysta í stjórnmálaum þessara landa er á mála hjá fjármálakerfinu. Í gær steig Finnland fram og í dag gerir Svíþjóð hið sama.
Alþjóðastofnanir virðast allar hafa tekið að sér það hlutverk að vera varðhundar alþjóðafyrirtækja, alþjóðafjármálakerfis og stóriðju. Unnið er að því kerfisbundið að koma verðmætasköpun og yfirráðum yfir auðlindum úr höndum almennra borgara og í hendur þessara 5% sem þegar hafa umráð yfir helming af auðlindum jarðar.
![]() |
Sænsk lán háð Icesave |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
2010-03-07
Áróðursmaskína alþjóðasamfélagsins (ESB)
Áróðursmaskína alþjóðasamfélagsins
Það er undarlegt að horfa upp á röksemdarfærslur þeirra sem vilja að Íslendingar gangist undir nauðung Breta og Hollendinga.
- Því er haldið fram að Íslendingar þurfi að greiða háa vexti af lánum vegna lélegs lánhæfismats ef þeir samþykki ekki Icesave. Til umhugsunar: Hvað kostar það Íslendinga að taka lán ef kostnaðurinn við að samþykkja Icesave er tekinn með í reikninginn?
- Því er haldið fram að Íslendingar verði að samþykkja veru alþjóðagjaldeyrissjóðsins á Íslandi vegna þess að Íslendingar þurfi á lánum að halda til uppbyggingar. Til umhugsunar: Hvað er Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn búin að skaða uppbygginguna mikið með því að hefta ríkisstjórnina í aðgerðum sem stuðla að uppbyggingu, þ.e. aðrar aðgerðir en að taka lán?
- Því er haldið fram að það verði að byggja álver til þess að koma af stað hjólum atvinnulífsins. Til umhugsunar: Einungis örlítið brot af íslensku vinnuafli starfar við stóriðju. Gjaldeyristekjur af stóriðju eru nánast engar.
![]() |
Vorum nálægt samkomulagi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |