Að brjótast úr viðjum heimskunnar

Þekking okkar á atvikum og skilningur okkar á framgangi atburðarrásar gerir okkur hæfari til þess að rata rétt í samfélaginu.

Það vekur mér trega þegar ég uppgötva að ég hafi lagt traust mitt á aðila sem ekki verðskuldar slíkt traust.

Það er líka óvænt gleði þegar ég uppgötva bandamann sem mér var ekki ljóst að fyrirfannst.

Frá því að forsetinn vísaði lögunum um fyrirvara ríkisábyrgðar til þjóðarinnar hef ég hitt fjölda manns sem ég skynja að líður eins og þeir hafi losnað við þungar byrðar.

Þetta skil ég sérlega vel því í kjölfar þess að Ólafur vísaði lögunum til þjóðarinnar hófst upplýst umræða í fjölmiðlum um heim allan. Heimurinn sem virtist vera cirkus sem hafnaði öllum eðlilegum rökum fór að færast í eðlilegt horf þar sem menn fóru að tala eins og þeir hefðu endurheimt vitið. Við það léttir fólki.

Eftir að hryðjuverkalögin voru sett í haust gáfu íslenskir ráðamenn Bretum og Hollendingum forræði á skilgreiningu veruleikans. Bretar og Hollendingar fengu að ákveða hvað skipti máli í atburðarrásinni og  Bretar og Hollendingar fengu að túlka athafnir og atburðarás.

Heimskan varð allsráðandi.

Ef kveðinn verður upp dómur um að Íslendingar eigi að borga Icesave þá sætti ég mig við það.

Ef Bretar og Hollendingar senda hingað herlið og miða á mig byssum þá sætti ég mig við að borga Icesave frekar en að láta skjóta mig.

En ég samþykki ALDREI að Icesave verði borgað af einskærri heimsku.


mbl.is Vona að skýrslan verði tilbúin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skilaboð á youtube


Á ég að reyna að vera kurteis?

Ágæti fjármálaráðherra ég trúi því ekki að þér sé alvara þegar þú gefur í skyn að það hafi fram hjá einhverjum Íslendingi að Bretar og Hollendingar sitja hinum megin við borðið.

Ég var búin að ákveða að heyja nú mjög kurteisa baráttu fyrir því að Íslendingar standi saman um að hafna Icesave. Vera málefnaleg og halda mér við rökin í málinu en þá stígur fjármálaráðherrann fram og talar um Íslendinga eins og þeir búi enn í moldarkofum og hafi ekki fengið sér útvarp.

Ég þekki eina konu sem á ekki sjónvarp (fyrirgefðu H) en ég þekki engan sem á ekki útvarp. 

Nú svo segir fjármálaráðherrann (það er kurteisi að nafngreina hann ekki en ég er að reyna að láta eins og ég kunni mannasiði) "varasamt að ætla að gefa hugmyndum um nýja samninga undir fótinn."

Hvers vegna segir fjármálaráðherrann NÝJA SAMNINGA? Þetta plagg sem liggur fyrir er ekki afrakstur samninga heldur nauðungar.

Nú er ekki rétti tíminn til þess að láta undan ofríki og kúgunarhneigð nýlenduþjóðanna. Ég hef veitt því athygli að heimspressan er að snúast á sveif með Íslendingum og ágætt væri ef fjármálaráðherrann færi nú að taka eftir því líka og snúa sér að því að standa með þjóðinni í stað þess að halda fram málstað herraþjóðanna. 


mbl.is „Ekki einhliða innanríkismál“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Íslenskur prófessor fer með fleipur í erlendum fjölmiðlum

Það er merkilegt hversu óvandaður Þórólfur Matthíasson er í málflutningi sínum um málefni Icesave og fer einatt rangt með staðreyndir. Það er bókstaflega skelfilegt að lesa málflutning Þórólfs sem virðist ganga það eitt til að vinna gegn íslenskri velferð í Aftonbladed

Í Aftonbladed er lögð fyrir Þórólf eftirfarandi spurning:

Har den Islandske staten garantert for Engelske og Nederlandske innskot.? Var dei Islandske bankane med i noko form for sikringsfond ?.Dersom svaret er nei. Kvifor skal Island haldast avsvarlig.

Og hann svarar á eftirfarandi hátt: 

Island hadde og har en garantifond. Garantifondet skulle garantere de förste 20.887 euros på bankkonto (ikke pengemarkedsfond eller andre "spekulative" plasseringer) i filialer til Islandske banker. Denne garantien gjelder for hele EES. DVS det spiller ingen rolle om kontoen er i filial i Raufarhöfn, Reykjavik, Röst eller London. Icesave avtalen forholder seg til hvordan Island oppfyller denne forpliktelsen. I henhold til innskytere i filialer i Island så er saken den at innskyterne der har ikke tapt en krone. På sett og vis betyr Icesave avtalen at regjeringene i Holland og i England godtar at den islandske regjering forskjellsbehandler folk i EES på grunn av de ekstraordinære omstendigheter Island befandt seg i i oktober 2008.

Þórólfur er spurður hvort að bankarnir hafi ekki verið með tryggingasjóð en svarar því til að Ísland hafi verið með tryggingasjóð.

Hann virðist vera að reyna að telja norskum almenningi í trú um að ríkið hafi borið skyldur gagnvart tryggingarsjóðnum sem er sjálfseignarstofnun og ekki í eigu ríkisins. Ríkið ber hér engar skyldur eins og Þórólfur heldur fram og reyndar er ríkinu ekki leyfilegt að ábyrgjast sjóðinn samkvæmt tilskipunum ESB sem íslendingar hafa innleitt.

Alvarlegasta misfærslan í málflutningi Þórólfs tilvísun í að ríkið hafi mismunað fólki vegna Icesave reikninganna en það er alveg á hreinu að ALLIR sem áttu fé í bönkunum á Íslandi sitja við sama borð þegar kemur að tryggingu innistæðna. Það hefur alltaf legið fyrir og það veit Þórólfur mætavel. 

Þótt að Íslenska ríkið hafi tryggt innistæður í íslenskum bönkum gagnvart öllum þeim sem áttu innistæður í hér á landi er það ekki á nokkurn hátt mismunun þar sem ríkið bar enga ábyrgð á þessum einkabönkum og miðuðu aðgerðir ríkisins að því að bjarga íslenska efnahagskerfinu með fjármunum Íslenskra skattgreiðenda. 

Tryggingarsjóði innistæðueigenda bar hins vegar að bæta öllum skaðann hvort sem um er að ræða í útibúum á Íslandi eða erlendis.

Íslenska ríkið ber hins vegar ekki samsvarandi skyldur. 

Sem prófessor við Háskóla Íslands ætti Þórólfur að skynja þennan mismun. 


mbl.is ESB og Icesave aðskilin mál
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bretar í frosti

People of Britain:
Surrender and we will take our freezing weather back.
Best regards, Iceland.

 

aaa.jpg

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 British citizen in downtown London said "We froze their assets... now they freeze our asses!"


mbl.is Lög um þjóðaratkvæði samþykkt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Forsetinn læs á málflutning breskra stjórnmálamanna en Steingrímur hefur sagt þjóðinni stríð á hendur

Ég hlustaði á málflutning Steingríms í Kastljósi í gær en hann segir þar að hann þurfi að ráðfæra sig í sínum herbúðum. Menn í herbúðum eru í stríði. Hverjir eru meðlimir í herbúðum Steingríms. Eru það Indriði og Svavar Gestsson? Eru það Jóhanna og Össur Skarphéðinsson? Hvar á Björgólfur Thor skuldhafi Icesave heima í herbúðum Steingríms?

Ólafur Ragnar tók afstöðu með lýðræðinu við litla hrifningu Steingríms sem hefur tekið þá afstöðu í Icesave deilunni að gera beri skuldir Björgólfs Thors að vandamáli barna okkar til þess að fría núverandi ríkisstjórn vandamálum í samtíðinni. 

Hrædd ríkisstjórn er ríkisstjórn sem almenningur getur ekki treyst.

Hugaður forseti bætir stöðuna verulega.

Nú er spurningin hverja ætlar her Steingríms að herja á. Mun Steingrímur hlaða fallbyssur sínar með börnum okkar til þess að skjóta niður sjálfsstæðisflokkinn?

Grein í Indipendent vekur athygli á óréttmæti krafna á hendur Íslendingum vegna Icesave:

Leading article: Iceland should not be bullied

The British Government has behaved like a bully in its treatment of Iceland. First, when the country's banking crisis broke, it froze Icelandic assets in Britain using legislation that had been introduced to target the funds of terrorist groups. And then, when the Icelandic President ratified legislation last summer that would have seen the country compensate Britain for its losses, the Government effectively vetoed the plan, insisting it could not accept the various caveats that applied to Iceland's plans.

Since then, Britain has used every avenue possible to pressure Iceland. It is clear the government has used its influence within the European Union and at the International Monetary Fund to block aid packages that hold the key to Iceland escaping its ongoing economic crisis. Good old fashioned blackmail, one might call it.  
mbl.is Meiri skilningur í gær og dag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Financial Times hneykslað á ESB

Framganga í Icesave málinu hneykslar fréttamenn Financial Times sem fara hörðum orðum um framgöngu Evrópusambandsins og stóru alþjóðlegu bankanna. Ófullkomnar reglur voru smíðaðar svo að stórir erlendir bankar myndu græða sem mest. Þegar allt springur vegna þessa á Íslenska þjóðin að taka skellinn.

Hér er greinin í FT:

Olafur Ragnar Grimsson, Iceland's president, this week rejected a law settling his country's dispute with the UK and the Netherlands over the sorry Icesave affair. In truth he had little choice: a quarter of this fiercely independent electorate signed a petition against it, a show of defiance no leader can ignore.

The law will now go to a referendum, likely to vote it down. This may teach Dutch and British leaders the limits of what can be achieved with duress, but too late to do anyone much good.

Landsbanki offered the Icesave accounts under European "passporting" rules, which let banks open branches abroad if they satisfy the home country's regulators and take part in its deposit guarantee scheme.

But as its October 2008 collapse showed, Landsbanki was exposed far beyond what Iceland's deposit guarantee fund could pay.

 In June, the UK and the Netherlands agreed a 15-year loan to the guarantee fund to reimburse their Icesave depositors, but demanded an Icelandic government guarantee for the loan, which would leave taxpayers on the hook for more than one-third of Iceland's yearly output. (The amount actually paid would be less, depending on what can be recovered from Landsbanki assets). Icelandic legislators passed it only after limiting the guarantee to a share of economic growth over the life of the loan. When British and Dutch authorities balked at the guarantee possibly expiring with the debt still unpaid, changes were passed that were acceptable to the creditors - but not to Mr Grimsson or to most Icelanders.

It is hard to fathom the need to make an example of Iceland. For the creditors, the loans are trivial: they sum to €3.9bn, one-hundredth of what the UK alone will borrow this year and next. Neighbourly generosity would cost Amsterdam and London next to nothing.

They are also not innocent victims. British and Dutch banks benefited greatly from the rules. Had they failed on the same scale, it is delusional to think their governments would take on hundreds of billions in debt to rescue foreign savers, and odious to force a weak neighbour to do the equivalent.

From the start, Iceland has been under the gun. Loans from Poland, Nordic neighbours and the IMF depend on successful IMF reviews that in turn hinge on an Icesave solution. A lifeline-grasping application for EU membership is hostage to British and Dutch goodwill.

Landsbanki showed that Europe must reform its rules to achieve stronger commonstandards. This will not be done by putting Iceland in a debtors' prison.  

 


mbl.is Árni Þór: Staðan þung
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Brostnar vonir íslensku þjóðarinnar

Í janúar fyrir ári síðan voru mótmælin gríðarlega þung. Krafa var uppi um lýðræðisumbætur og lát á leynimakki og svikum af hálfu stjórnvalda. Steingrímur og Jóhanna tóku síðan við valdastólum og hafa unnið gagngert gegn umbótum en eins og vanþroskaðir pólitíkusar hafa þau dregið upp sín gæluverkefni en hunsað þjóðina.

Ég fékk senda grein áðan sem birtist í Dagens Nýheter um það leiti sem við vorum að hrekja burt hrunstjórnina:

Isländska protester trots löfte om nyval

 

Publicerat 2009-01-24

 

REYKJAVIK Val i maj duger inte. Regeringen bör avgå omedelbart, krävde flera tusen demonstranter i Reykjavik på lördagen. Gräsrötter samlar nu styrkorna för att bilda en lista som bryter Självständighetspartiets långa dominans på Island.

 

Trots att statsminister Geir Haarde på fredagen utlyste nyval den 9 maj fortsätter protesterna på krisdrabbade Island. Flera tusen samlades för att demonstrera på lördagen. De kräver att regeringen med Självständighetspartiet i spetsen omedelbart lämnar ifrån sig makten.

 

- Vi tillåter inte mer skit, regeringen ska bort. Vi har fått nog av hur de kontrollerar allt, bara ser om sitt eget hus och inte bryr sig ett dugg om folket, sade Jakobina Olafsdóttir i talarstolen och fick allmänt jubel till svar.

 

Hon och många andra på Island vill se ett nytt samhälle, utan den vänskapskorruption de anser råder och utan det på Island sedan länge så mäktiga Självständighetspartiet.

 

Sedan finanskrisen slog ned som en bomb på Island och grävde djupa hål i islänningarnas plånböcker har olika proteströrelser vuxit upp som svampar i jorden. Med Facebooks hjälp samlar de snabbt tusentals anhängare och kan lätt kalla till möten. Nu pågår samtal mellan de olika rörelserna om att bilda ett gemensamt manifest för ett nytt samhälle.

 

- I dag finns helt onormala band mellan den politiska och finansiella makten. Vi försöker ena olika motståndsgrupper i en falang. Vi vill att regeringen avgår omedelbart, att en nödregering tillsätts, att experter tillfälligt tar hand om makten fram till maj, när val hålls, säger Sigurlaug Ragnarsdóttir, en av initiativtagarna till proteströrelsen Nya tider. 

 


mbl.is Steingrímur fundar á Norðurlöndunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hræddur forsætisráðherra

Ríkisstjórnin hefur þegar hafið áróður sinn sem sprottin er af hræðslu þeirra við útlenska ráðamenn og merkimiða. Því miður hefur þessi ríkisstjórn ekki dug í sér til þess að taka áróðursslaginn við Gordon Brown og Balkenende heldur hyggst hún stefna að því að smita þjóðina af ódug sínum og færa skuldir Björgólfs Thors sem ekki var yfirheyrður af rannsóknarnefnd Alþingis yfir á börn okkar og komandi kynslóðir. 

Ekki vantar heldur flokkunar- og skotgrafaáráttu samfylkingarinnar sem er búin að hengja merkimiða óvinarins á forsetann sem valdi að virða lýðræðið og standa með þjóð sinni.

Fjölmiðlarnir (lesist sérlega ríkisútvarpið sem var að senda mér 17.000 króna reikning fyrir ársáskrift að sefjun og áróðri) munu nú sýna sitt andlit berlega. Ég velti því fyrir mér hvort Capasent Gallup hafi hringt út félagalista samfylkingarinnar í skoðanakönnun sinni. 

Það er merkilegt að ekkert hefur verið birt um glæpastarfsemi í landsbankanum en ef lýðurinn samþykkir ekki Icesave munu Bretar yfirtaka landsbankann og fá aðgang af öllum gögnum þar.


mbl.is Jóhanna ræddi við Brown
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Takk Ólafur Ragnar

Ólafur Ragnar hefur brotið blað í sögu Íslands. Hver ríkisstjórnin á færur annarri hefur fótum troðið lýðræði og unnið gegn velferð almennings og það gengið svo langt að tilvist íslensk samfélags hefur verið teflt í tvísýnu.

Ég hvet fólk til þess að lesa þetta bréf sem Íslendingum barst frá James Galbraith og William Black:

James K. Galbraith holds the Lloyd M. Bentsen, jr. Chair in Government/Business Relations at the Lyndon B. Johnson School of Public Affairs, The University of Texas at Austin.  William K. Black is Associate Professor in Economics and Law at the University of Missouri-Kansas City.

 

To our friends in Iceland.

 

We have reviewed the IMF staff report dated October 2009 and other materials concerning the question of sustainability of Iceland's gross external debt, estimated to be over three hundred percent of GDP as of now, and liable to rise sharply if the present exchange rate cannot be maintained.

 

We believe that these documents raise a number of grave questions.

 

The IMF report argues that a substantial part of the gross debt can be reduced by restructuring and by deleveraging Icelandic multinational

corporations: in effect reducing their asset holdings and presumably their operations. This assumption depends on the capacity to liquidate external assets at or near their recorded value.  Nothing in the report assesses whether this is, indeed, plausible.. Therefore the optimistic assessment with respect to net debt (~15 percent of GDP) appears to us questionable.

 

The IMF macroeconomic projections for Iceland expect a deep recession, but followed by a sharp recovery of the growth rate of real GDP - despite very large tax increases and exceptionally large reductions in public spending.

 

There is no basis in domestic demand for this forecast. The assumption rests on a very large increase in net exports, for which neither historical foundation nor actual industries and markets appear to have been established. If a very large currency depreciation were pursued under these conditions, that would immediately raise the external debt burden in relation to GDP.  It is also difficult to see how a business sector afflicted by a large decline in investment can simultaneously expand exports. Clearly the assumed surge in net exports can be had only by a large, sustained reduction of imports, affecting both investment and consumption, and therefore living standards.

 

The IMF report fails to consider the potential effect of large tax increases, cuts in public services, decline in domestic income, possible currency depreciation, and catastrophic unemployment on the incentive to emigrate for working people in Iceland.  It seems to us self-evident that the vast burden now being placed on a minute work force will induce emigration. And as the country's liability becomes increasingly concentrated on those who remain, it will become more difficult for those who would like to remain, to do so.(áherslur eru mínar)

 

Iceland is a very small country, with a very small working population. The question facing the Althing is whether the burdens now being dictated to Iceland can reasonably be accepted by the Icelandic people. We are not in a position to answer this question: we merely pose it.  If the answer is in the negative, much more than the economy may prove to be at stake but indeed the survival of the country as a going concern.

 


mbl.is Endurreisnaráætlun í uppnám
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband