2009-10-22
Nathan Lewis um AGS og Ísland
Nathan Lewis skrifar:
Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn starfar fyrst og fremst sem verkfæri fjármálakerfisins. Lewis segir um Alþjóðagjaldeyrissjóðinn að hann ginni, freisti, rugli og hóti forsvarsmönnum ríkisstjórna til þess að fjármagna misheppnuð veðmál bankabaróna með fjármagni skattgreiðenda í löndum þeirra. Þetta hefur verið svona lengi eða síðan í byrjun níunda áratugarins.
Lewis segist þess vegna ekki vera undrandi á því sem er að gerast á Íslandi og í Lettlandi. Hann vitnar í Michel Hudson.
Á liðnum áratug hefur Ísland verið nokkurskonar stýrð tilraun, öfgafullt prófdæmi ný-frjálshyggju hugmyndafræði. ...Eru takmörk, lína sem ríkisstjórnin dregur gegn ábyrgð almennings á einkaskuldum umfram sanngjarna getu til greiðslu án þess að það leiði til harkalegs niðurskurðar í menntun, heilbrigðiskerfi og annarra grunnþjónustu?...
ESB og ASG hefur mælt svo fyrir við ríkisstjórnir þessara landa að bæta einkaskuldir með álagi á almenning og greiða með hækkuðum sköttum, niðurskurði og skylda almenning til þess að eyða sparnaði sínum. Gremja almennings vex ekki eingöngu gagnvart þeim sem söfnuðu skuldunum -Kaupþing og Landsbankinn með Icesave og stórskuldugt eignafólk og einkavæðingasinnar í Austur og Mið Evrópu - heldur einnig gagnvart ný-frjálshyggjusmituðum ráðgjöfum og lánadrottnum sem þrengdu ríkisstjórnir til þess að selja banka og samfélagsinnviði til einkavina.
Þetta er galdurinn: að þurrka út skuldir einkaaðila með því að yfirfæra þær á skattgreiðendur. Fjöldi fólks lánaði fjármagn til banka og fyrirtækja á Íslandi og standa nú frammi fyrir gríðarlegu tapi.
Það sem ætti að gerast hér er: þeir taka tapinu. Það var engin ríkisábyrgð. Hvers vegna ættu aðilar sem höfðu engin tengsl við þessi viðskipti að þurfa að taka á sig tapið bara vegna þess að þeir búa óvart á Íslandi.
Það er möguleiki að ríkissjóður Íslands hafi alls ekki getu til þess að greiða þetta. Þá þarf ríkissjóður að taka á sig skuldir. Þegar AGS leggur til "björgunarpakka" til ríkisstjórnar, koma þeir fjármunir sem honum fylgja ekki við á Íslandi eða Lettlandi. Heldur fara fjármunirnir beint í vasa erlendra lánadrottna á stöðum eins og New York eða London.
En skuldin er enn til staðar og íslenskum skattgreiðendum er ætlað að greiða hana. Skattar hækka, sem gerir laka stöðu efnahagsmála verri. Verðmæt og nauðsynleg þjónusta er skorin niður -einmitt þegar þjóðin þarf mest á henni að halda. Við þessar aðstæður stígur AGS inn og fer að gera miklar kröfur.
Dæmigert er að þeir krefjist þess að ríkisstjórnir selji innviði samfélagsins og eignir gjaldþrota banka (sem eru verðmætar) til þess að greiða lán sem voru notuð til þess að bjarga bönkum í New York og London. Hverjir kaupa innviði samfélagsins?
Það eru dæmigert þeir hinir sömu, bankarnir í New York og London. Venjulega fyrir hrakverð.
Í kreppu er verð á eignum venjulega lágt. En ríkisstjórn sem hægt er að þvinga til þess að bjarga bönkunum er venjulega líka hægt að þvinga til þess að selja eignir á verði sem einkaaðilar myndu aldrei sætta sig við. Hudson kallar þetta "ný-frjálshyggju frjáls markaðar hugmyndafræði." Auðvitað hefur þetta ekkert að gera með lögmál kapitalismans. Þetta má kalla fasistíska heimsvaldastefnu.
Það er erfitt að freista og ginna og rugla leiðtoga ef að þú notar óaðlaðandi hugtak eins og fasistíska heimsvaldastefnu. Þess vegna eru tilboðin dulin með merkingum eins og ný-frjálshyggju frjáls-markaðar reglur.
Þetta snýst ekki um íhaldssamt og frjálshyggju. Þetta fjallar um okkur gegn banka heimsvaldasinnum og Lewis segir að lokum að leggja ætti niður AGS.ASÍ berst fyrir því að gripið verði til skammtímareddinga.
Álverin sem nú eru í landinu skila ekki neinum arði til þjóðarinnar.
1.6% af atvinnu í landinu er í álverum. Eingöngu o.43% af skatttekjum eru frá stóriðjunni. Landsvirkjun er á hausnum vegna þess að arður af Kárahnjúkum er nánast enginn. Það er stóriðjan sem hirðir allan arðinn af orkuframleiðslunni og skilar honum til erlendra auðhringja.
Hvers vegna vill þá ASÍ nota lífeyrissparnað landsmanna í að virkja til þess að erlendir auðhringir geti grætt á öllu saman?
Jú það styður prógramm AGS. Ef farið er út í stórframkvæmdir þá hysjast krónan upp tímabundið en pompar svo aftur niður þegar framkvæmdum er lokið en þjóðin situr uppi með meiri skuldir og erlendir auðhringir græða.
Skuldirnar eiga börnin okkar síðan að borga.
![]() |
Botni náð í byrjun næsta árs |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2009-10-22
Sjálfstæðismönnum klæjar
Nú langar þá að kjötkötlunum sjálfstæðismennina. Hvernig væri að Bjarni Ben rifjaði svona upp í leiðinni meðan hann rífst um Icesave að Sjálfstæðismenn þáðu 60 milljónir í mútur árið 2006 af bankaliðinu. Hann mætti líka rifja upp að það voru sjálfstæðismenn sem færðu bankanna í hendur glæpamanna.
Það er ömurlegt að horfa upp á að á þingi sitji 63 þingmenn og teljandi eru á annari hendi einstaklingar sem hægt er að treysta að hafi velferð almenning í huga.
Flestir þingmenn sem hafa komist til valda hafa gerst föðurlandssvikarar og mokað í eigin vasa og nákominna með einum eða öðrum hætti.
Það er hrópandi dæmi um virðingarleysi fyrir kjósendum og skattgreiðendum að embættismenn í ráðuneytum skrifa lögin. Fólk sem almenningur hefur aldrei séð framan í hvað þá heldur kosið til þeirra verka.
Þingmenn virðast helst hafa það hlutverk að kasta skít hver í annan og ljúga að almenningi. Ráðherrarnir hafa hlaupið um ringlaðir og ekki fundið sér annað hlutverk en að moka í eigin vasa. Skipuleggja plott til að komast yfir ríkisstofnanir, banka, hirða sjávarauðlindir, moka undir eigin flokk og þyggja mútur af erlendum auðhringjum.
![]() |
Þung orð falla um Icesave |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 18:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
2009-10-22
Razwadowski plataði
Ég fór ásamt tveim ágætum vinum mínum og tók viðtal við Rozwadowski en ég var að kanna völd Alþjóðagjaldeyrissjóðsins á Íslandi.
Ég spurði Rozwadowski ýmissa spurninga og var stundum vör við að hann plataði. Hann fullyrti að AGS mætti ekki ganga erinda Breta og Hollendinga sem er í sjálfu sér satt en hann vildi ekki viðurkenna að sjóðurinn gerði það samt sem áður.
Svo spurði ég hann hvort að til staðar væri leynisamningur milli AGS og Íslands og hann neitaði því (en ég held að slíkur sé ekki til staðar) en svo spurði ég hann hvort að til væri eitthvað plagg sem héti "Memorandum of Understanding" nei sagði Rozwadowski það er ekkert slíkt skjal.
Plaggið er undirritað af Baldri Guðlaugssyni sem einhendir sér í það fyrir hönd sjálfstæðisflokksins að beygja sig undir alla skilmála Hollendinga í október 2008.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 01:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
2009-10-22
Michael Hudson um Iceland
2009-10-21
Drepur Kreppan? Eykur AGS dánartíðni?
Þessari spurningu var velt upp í Kastljósi kvöldsins.
Í inngangi að grein eftir David Stucler of fleiri segir m.a.:
A new study reveals a surprising cost of rising unemployment: during a recession, murder and suicide rates increase. The solution? Support groups. Here to tell us more is study co-author David Stuckler, a sociologist fellow at Oxford University. Stuckler is joined by American Chet Kaminski, currently an accountant who this past spring was compelled to join a social unemployment network after eight months without a job.
Og í inngangi að annari grein segir:
According to leading economic theorists, creating capitalism out of communism requires rapid privatization. In this article we empirically test the welfare implications of privatization policies in Post-Soviet countries by using cross-national panel mortality data as an indicator of social costs. We find that rapid privatization - whether measured by a novel measure of mass privatization program implementation or Enterprise Bank for Reconstruction and Development privatization outcome scores - is a critical determinant of life expectancy losses, and that when privatization policies are reversed, life expectancy improves. Using selection models, we show that endogeneity understates the social costs of rapid privatization.
Rannsóknin sýnir fram á að einkavæðing eykur dánartíðni meðal borgaranna.
Rannsóknir Stuckler sýnir einnig fram á að af löndum sem lenda í miklum vandræðum eykst dánartíðni í löndum sem þyggja hjálp AGS umfram það sem hún gerir í löndum sem þyggja ekki hjálp sjóðsins.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
2009-10-21
Það má bara leyfa pínulitlar mútur núna.
Svo skulum við ekki gleyma að stjálfstæðismenn skömmtuðu flokknum 100 milljónir úr ríkissjóði.
Greinilegt að þeir vilja halda áfram að selja náttúruauðlindir og hygla að réttum aðilum í verktakabransanum enda að skipuleggja að byggja 30 þúsund íbúðir...
![]() |
1,5 milljóna þak á framboðskostnað |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Á myndbandi sem ég birti í fyrri færslu spyr einn þeirra sem þar sitja fulltrúa Alþjóðagjaldeyrissjóðsins hversu mögum mannslífum sé réttmætt að fórna og hverjir séu réttmæt fórn.
Það er nefnilega ávallt markmið sjóðsins að "bjarga" þeim sem hafa rænt þjóðir en á kostnað fólks sem ekki lifir meðferðina af.
Mannlífið í landinu er merkingarlaust í prógrammi sjóðsins og núverandi ríkisstjórn sem er sérhagsmunastjórn og hrossakaupsstjórn rétt eins og fyrri ríkisstjórnir gengur blákalt fram og kallar sig félagshyggjustjórn þótt hún gangi fram og selji velferð fjölskyldna og launþega til þess að þóknast lánadrottnum.
![]() |
Lán AGS tilbúið í lok október |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Ég tek undir það með Ögmundi að ekki á að setja lífeyrissjóðina í verkefni sem eru ekki þjóðhagslega hagkvæm.
Sum þeirra verkefna sem yfirvöld og stjórn ASÍ og Vilhjálmur Egilsson vilja setja lífeyrissparnaðinn okkar í eru verkefni sem eru svo stór að það þarf að bjóða þau út á Evrópska efnahagssvæðinu.
Vilt þú að lífeyrissparnaðurinn þinn verði notaður til þess að skaffa atvinnu fyrir erlenda verkamenn sem yfirgefa svo landið að loknu verki en við stöndum uppi með mannvirki sem skila engum arði til þjóðarinnar og í sumum tilvikum engri atvinnu.
Samkvæmt skoðanakönnun hér á blogginu treysta innana við 10% lesanda þessum aðilum fyrir lífeyrissjóðum sínum.
![]() |
Lífeyrissjóðir láni í velferð |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
2009-10-21
Vilhjálmur Egilsson man lítið
Vilhjálmur Egilsson virðist vera í litlum tengslum við blákaldann veruleika launamanna og atburðarrásina sem leiddi til þess að stór hluti þjóðarinnar gengur nú atvinnulaus.
Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn sagði í skýrslu sinni um aðdraganda bankahrunsins í haust að bygging Kárahnjúkakirkjunnar væri aðalsökudólgurinn í aðdragandanum.
Samningarnir við stóriðjuna eru þannig að hún hirðir allan arð af orkuframleiðslu í landinu auk þess sem hún skilar nánast engu í ríkissjóð.
Skatttekjur af álveri eru 0,1 af vergri landsframleiðslu. Sem sagt verðmætin renna úr landi og til auðhringja. Þetta er verk sjálfstæðis- og framsóknarflokks.
Hinn svokallaði stöðugleikasáttmáli er fyrst og fremst samningur um að lækka laun launafólk og eyða sparnaði þess (lífeyrissjóðum) í framkvæmdir sem hafa nánast engin áhrif á atvinnustig og lífskjör þjóðarinnar til lengri tíma litið.
Barátta Vilhjálms er fyrst og fremst að skaffa verkefni fyrir stóra verktaka.
![]() |
Ísland á dagskrá eftir viku |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)