Reynt að þrýsta lánum að íslendingum til þess að beila út fjármagnseigendur

Það er fyndið að heyra sjálfstæðismenn koma með tilllögur sem þeir segja fela í sér að ekki þurfi að hækka skatta og stela hugmynd Ragnar Þórs að skattleggja innstreymi í lífeyrissjóðina.

Sjálfstæðismenn settu jú þjóðfélagið á hausinn og hressilegur niðurskurður í lífskjörum almennings skrifast á þeirra reikning.

Í stað þess að verja þjóðina meðan þeir voru við völd mokuðu þeir til sín fjármunum og létu græðgina ráða för. Nú á að rétta almenningi reikninginn.

Gríðarleg öfl í samfélaginu sem þrýsta hart á það að tapinu af hegðum stjórnmálamanna, embættismanna og bankamanna verði komið á almenning.

Risalánin þjóna því fyrst og fremst að bjarga fjármagnseigendum en ansi er ég hrædd um að það verði einmitt skattgreiðendur sem finna fyrir því þegar greiða þarf vexti af þeim og endurgreiða þau.


mbl.is Verið að endurmeta lánaþörf Íslands
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Verður HVÍTBÓKIN yfirklór sjálfstæðismanna?

Páll Hreinsson góðvinur Björns Bjarnasonar hefur tekið af sér að afhjúpa skítverkin sem stjórnmálamenn og þá aðalega sjálfstæðismenn tóku að sér fyrir glæpamennina í bönkunum.

Skýrslunni sem Þorgerður Katrín hefur kallað HVÍTBÓK var lofað fyrsta nóvember en nú dregur Páll Hreinsson lappirnar. Trúlega er hann að drukkna í skít en hann tók eigi að síður að sér þetta verkefni og það er skylda hans að skila skýrslu um þessi mánaðramót.

Hvers vegna var ekki stefnt að því  að skila að minnsta kosti áfangaskýrslu?

Maðurinn hlýtur að vera byrjaður á verkinu?

Er verið að henda miklum fjármunum í eitthvað yfirklór sjálfstæðismanna?

Á að bíða með að birta skýrsluna þangað til búið er að sópa sem mestu af skítnum undir teppið og koma tapinu af hegðun glæpamanna og skítseiðum þeirra í stjórnmálum yfir á almenning.


mbl.is Rannsóknarskýrslu seinkar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þetta er eins og á Íslandi...

....nema hér eru menn fastir í nýfrjálshyggjunni og eru að reyna að endurreysa 2007.
mbl.is Hugsa enn eins og í kalda stríðinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Versta bullið á kreppuárinu

Það er þrír bankar í landinu auk sparisjóða og fjárfestingabanka. Þó er alveg nauðsynlegt að bjarga þessum banka sem kenndur hefur verið við peningaþvætti og spillingu af ýmsu tagi.

...í Speglinum...og neyðarlögin gengu einmitt út á það að reyna að bjarga innlánum...(um málsókn)....og að það leyddi til skerðingar á innlendum innlánum sem væri það allra versta sem gæti gerst...þá gæti það numið svona 30 til 40 til 50 milljörðum ...sem að innlend innlán gætu skerst um ef að dómstólaleiðin yrði farin....

Eru menn að tapa sér segi ég. Það er ljóst að ríkissjóður og innlendir skuldarar eiga að fjármagna "eignasafn" Landsbankans í gegnum nýja Landsbankann til þess að greiða Icesave skuld. Víxillinn er 750 milljarðar og vextir af honum yfir 300 milljarðar.

Ég ætla að fara á morgun og segja upp öllum viðskiptum mínum við Landsbankann og vona að flestir geri hið sama sem skipta við þetta glæpafyrirtæki.

 


Hverjir áttu peninga á innlánsreikningum Landsbankans?

Þeir sem áttu peninga á bankareinkningum Landsbankans berjast nú með kjafti og klóm fyrir því að samningaleiðin verði farin í Icesave.

Ef samningaleiðin er ekki farin þá getur málið lent fyrir dómstólum og dæmt þannig í málinu að fjármunir skiptist á milli innlánseigenda sem þýðir að íslenskir innlánseigendur geta tapað 50 milljörðum. Allar innistæður eru tryggðar upp að þremur til fjórum milljónum. Þeir sem áttu mikla fjármuni á innlánsreikningum gætu hins vegar tapað.

Til þess að bjarga 50 milljörðum fyrir Íslenska innlánseigendur eru stjórnvöld að skrifa upp á 750 milljarða víxil sem ber yfir 300 milljarða vexti næstu 7 ár.

Og ekki voru gleðitíðindin skárri í dag. Jú jú miklar innheimtur í eignasafn Landsbankans segir skilanefndin. En hvaðan kemur sú innheimta? Jú úr ríkissjóði okkar landsmanna og af vaxta og verðtryggingagreiðslum íslenskra skuldara.

Eða eins og segir í fréttinni:

Samkomulagið gerir ráð fyrir að NBI gefi út skuldabréf til gamla bankans að fjárhæð 260 milljarðar króna til 10 ára. Skuldabréfið er gengistryggt og tryggir Landsbankanum þannig erlenda fjármögnun. Þá er gert ráð fyrir að gefin verði út hlutabréf til gamla bankans að fjárhæð 28 milljarðar króna sem svarar til um 20% heildarhlutafjár NBI.


mbl.is Beðið eftir Icesave
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Steingrímur segðu þeim bara að eta það sem út frís

Við þurfum ekki lán frá AGS. Gjaldeyrisforðinn er fínn. 490 milljarðar hefur aldrei í sögunni verið eins hár.

Hættið að setja lífeyrissjóðina í steypu og látið þá frekar í að bjarga raunverulegum verðmætum.

Þessi atburðarrás er farin að vera nóg staldrið nú við og hugsið hvort ekki sé til betri leið.


mbl.is Málin að komast á lokastig
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hrikalegur áróður

Getur þú sagt mér hvert söluverðmæti hússins þíns verður eftir 7 ár. Svarið er að öllum líkindum NEI. Mikil óvissa ríkir um þróun markaða, þróun fasteignaverðs og lengd og dýpt kreppunnar.

Víst reyna menn að kjafta sig upp úr kreppunni. Þeir sem halda því fram að endurheimtur verði 90% af kröfunni hafa ekki tjáð eftir því sem ég best veit hvort að það ákvæði Icesave samningsins að eingöngu 50% endurheimtna renni til Íslendinga til þess að standa undir því sem gert er ráð fyrir að Íslendingar séu ábyrgir samkvæmt samningnum.

Þeir hafa ekki gefið upp hvert raunvirði þessarar eigna er í dag.

Þetta hlutfall 90% er viðmið sem notað er við yfirfærslu milli gamla og nýja bankans og hefur lítið gildi sem spádómur um það hvað mun síðan raunverulega innheimtast.

Það er ljótt af stjórnmálamönnum að villa um fyrir almenningi og nota þetta í áróðursskyni.


mbl.is Geta kannski selt eignir Landsbankans fyrr en ella
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kostnaðurinn 1.200 milljarðar

Í skýrslu sem  Center for Economic policy research (bls 43-44) birtir í október 2009 segir að kostnaður við endurreisn bankanna sé 83% af vergri landsframleiðslu en það eru 1.100 til 1.200 milljarðar.

Í sömu skýrslu segir að markmið AGS sé að skera niður fjárlagahallan þannig að hann verði að mestu á núlli eftir 2010. Þetta þýðir að skera þarf niður um 87 milljarða fyrir 2011.

Hvað þýðir það fyrir velferð á Íslandi. Þýðir að margir munu deyja ótímabærum dauða vegna skertrar þjónustu og skólum verður lokað? Eða þýðir það að fjármunir hafi að mestu farið í óþarfa hjá hinu opinbera fram að þess? Fólk mun flýja land í miklum mæli og skatttekjur minnka og enn skorið niður og enn munu félagsleg vandamál og ótímabær dauði aukast.

Það var skorið niður um 9 milljarða á Landsspítalanum fyrir næsta ár. Hvað verður þegar skornir verða 9 milljarðar í viðbót?


mbl.is Gylfi: Ánægja með lausn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skilanefnd vinnur fyrir Breta og Hollendinga

Hlutverk skilanefndar er að gæta hagsmuna kröfuhafa en ekki hagsmuna ríkisins eða almennings.

Skilanefndin segir að "gera megi ráð fyrir" en ég spyr á hvaða forsendum...að 90% fáist upp í "forgangskröfur" og hverjar eru þær.

Hvernig er farið með það ákvæði í Icesavesamningsins að 50% innheimtna skuli renna beint til Breta og Hollendinga?

Er það innan eða utan þessara útreikninga?

Skiptir það engu máli? Samkvæmt þessum fullyrðingum munar það 300 milljörðum auk vaxtagreiðslna.

Ef til eru svon miklar eignir í Landsbankanum hvers vegna ganga Bretar og Hollendingar þá svona hart eftir því að gera Íslenska ríkið ábyrgt fyrir 750 milljörðum?


mbl.is 90% upp í forgangskröfur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vilja slátra lífeyrissjóðum

Viðskiptaráð er gríðarlega flækt í alla þá atburðarrás sem leiddi til hruns. Ef við skoðum nöfn þeirra sem skipa stjórn viðskiptaráðs þá kemur eftirfarandi í ljós:

Erlendur Hjaltason
Ingólfur Helgason
Halla Tómasdóttir
Katrín Pétursdóttir
Kristin Jóhannesdóttir
Halldór J. Kristjánsson (Landsbankastjóri)
Knútur Hauksson
Þór Sigfússon (bróðir Árna Sigfússonar og stjórnandi Sjóvár sem var styrkt úr ríkissjóði um 16 milljarða)
Lárus Welding
Hildur Árnadóttir
Róbert Wessman
Þórður Magnússon
Ari Edwald
Jón Sigurðsson
Hreggviður Jónsson
Margrét Pála Ólafsdóttir
Guðmundur Kristjánsson

Í varastjórn situr Friðrik Sophusson sem hlóð fimm milljarða skuld á Landsvirkjun á nokkrum árum en þessi skuld er meðal þess að setur núverandi ríkisstjórn í sérlegan vanda við úrlausn mála. Mér hefur verið tjáð að skuldir Landsvirkjunar séu skammtímalán....sem þarf að endurnýja....Hver er svo vitlaus að taka skammtímalán til þess að fjármagna mannvirki sem skila á tekjum á áratugum eð jafnvel öld?

Þessir útrásarvíkingar telja nú að eðlilegt sé að launþegar greiði skuldir sem þeir söfnuðu að fyrirtækjum í "góðærinu" t.d. skuldir Icesave.

Viðskiptaráð hefur hreykt sér að því að hafa ráðið yfir löggjafanum árið 2006. Segjast hafa fengið 90% óska sinna um lagabreytingar árið 2006.


mbl.is Viðskiptaráð: Lífeyrissjóðir láni fyrir Icesave
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband