Ábyrgð á þróun samfélags

Á meðan viðskiptaráð fékk því framgengt að 90% af tillögum þeirra fóru í gegn um þingið og voru samþykkt sem lög var lítill áhugi á að styrkja lagaumhverfi sem tekst á við ofbeldi gegn konum.

Frelsi fjármagnsins fékk mikilvægi umfram frelsi einstaklinga og í kjölfarið myndaðist menningarkimi sem er Íslendingum áður ókunnur.

Tuttugu ára valdatíð sjálfstæðisflokksins hefur skilað okkur samfélagi með félagslegum vandamálum sem byggjast á skorti á mannvirðingu og glæpastarfsemi.

Samfélag sem ekki byggir upp varnir gegn ofbeldi og ofríki er ekki gott samfélag.


mbl.is Götuvændi stundað í Reykjavík
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Pínulitla Ísland

Toyota er 10 stærsta fyrirtæki í heimi. Starfsemenn fyrirtækisins eru 320 þúsund sem er svipaður fjöldi og fjöldi manna búsettur á Íslandi.

Velta fyrirtækisins Toyota er 25.000.000.000.000.

Velta Íslands er 1.400.000.000.000.

Skeljungur er skipaður rúmlega 100.000 starfsmönnum eða sem svarar um þriðjungi Íslendinga.

Velta fyrirtækisins er hins vegar 40 sinnum verg landsframleiðsla Íslands eða rúmlega 56.000.000.000.000

Sjá hér

Í grein forsætisráðherra Íslands á The Banker segir:

The population is small, but is also young and innovative, making it easier to overcome the present crisis. We aim to build a more balanced and sustainable basis for the Icelandic economy and maintain our full participation in international activities.

Ég hef ekkert á móti alþjóðlegum samskiptum. Það er gott fyrir þjóðir að deila með sér þekkingu, menntun og læra af menningu hvorra annarra. Samskipti og viðskipti við þjóðir á jafnréttisgrundvelli er jákvæður hlutur í framþróun.

Það er hins vegar litlum þjóðum nauðsynlegt að hafa varnir í landamærum sínum gagnvart stórum alþjóðlegum fyrirtækjum sem eru gengdarlaust gráðug og ómannúðleg í þeirri viðleitni sinni að stækka meira og meira.

Þeir sem fyrst og fremst tapa á alþjóða-auðhringjavæðingunni eru launþegar og neytendur.


mbl.is Saxhóll gjaldþrota
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er WTO í hlutverki kúgarans?

WTO eða World Trade Organization er samtök um milliríkaviðskipti. Sagt er á myndbandinu hér að neðan að WTO hafi völd til þess að beita lönd efnhagsþvingunum.

Fyrirætlanir WTO eru á einn veg og það er að einkavæða, afnema reglur og greiða fyrir aðgangi auðhringja að mörkuðum en neytendur hafa í raun þróast í að verða óvinir WTO vegna þess að þeir þvælast fyrir fyrirætlunum þeirra.

Reglur, velferðakerfi og samkeppni þjóna neytendum. Þegar reglur eru brotnar niður hverfur vernd neytandans, þegar að velferðakerfi eru brotin niður með einkavæðingu bitnar það á lífskilyrðum fólks og þegar að samkeppni þverr minkar kaupmáttur almennings.

 


Hvað er alþjóðasamfélag?

Hér er hluti af því sem ég sagði í Speglinum áðan:

Hér hrundi allt fyrir ári síðan. Það voru ekki bara bankarnir, krónan og fasteignamarkaðurinn sem hrundi heldur líka traust þjóðarinnar á stofnunum, á krónunni, á stjórnmálamönnum og á fjölmiðlum.

Það er gjarnan talað um að afla þurfi trausts alþjóðasamfélagsins. Ég verð að viðurkenna að ég skil ekki málflutning af því tagi. Þetta hugtak alþjóðasamfélagið er notað eins og það sé afmörkuð og hugsandi tilfinningavera. Samt sem áður er hugtakið mjög huglægt og ósnertanlegt. Sennilega er hugtakið meira misnotað en notað í máli manna.

Ég skil hins vegar hugtakið þjóð eða landsmenn mjög vel. Ég veit að ég tilheyri þjóð og telst til landsmanna sem teljast um 330 þúsund einstaklinga sem eru sýnilegir og áþreifanlegir. Margir þeirra eru nú blankir, áhyggjufullir eða óöruggir við framandi aðstæður en allir eiga rétt á mannvirðingu og mannréttindum.

Það telst til mannréttinda að fá óbjagaðar upplýsingar og faglegar umfjöllun um málefni þjóðarinnar.

Það er á ábyrgð fjölmiðla og þeirra sem hafa aðgang að fjölmiðlum að tala af virðingu við þjóðina

Að fara rétt með staðreyndir

Að tala af víðsýni og efla skilning fólks á umhverfi og atburðum

Að vera með athyglina á því sem skiptir máli

Við núverandi aðstæður eru átök og gagnrýni eðlileg. Fyrir þjóðina eru samskipti við umheiminn mikilvæg breyta en það má spyrja hvort eðlilegt sé að tefla alþjóðasamfélaginu fram sem algildu viðmiði.


Er þetta uppgjörið?

það hefur komið fram að hluti kröfuhafa í Íslandsbanka eru áhættufjárfestar sem keyptu kröfur í bankann á uppboði. Einnig hefur komið fram að hluti kröfuhafa eru íslenskir. Hverji eru þeir?

Talað er um uppgjör en það er ekki uppgjör að beigja sig undir nauðungarsamninga í stað þess að Icesave málið fái eðlilegan framgang í gegn um dómskerfi og niðurstöðu sem er mat óháðra aðila.

Með því að gangast undir nauðungarsamninga eru stjórnvöld að koma í veg fyrir eðlilegt uppgjör.

Seinkun rannsóknarskýrslunnar er líka hindrun í framgangi uppgjörs. Ástæður fyrir seinkun þessar skýrslu er að líkindum fyrirsláttur því að er engin náttúruleg endalok á rannsóknarferlinu heldur verður lengi eitthvað sem rannsaka má betur. Eðlileg framvinda í málinu væri að gefa út áfangaskýrslu 1. nóvember og halda svo áfram.


mbl.is Íslandsbanki í erlendar hendur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er heimsvæðingin góð?

Hér er myndasyrpa um heimsvæðinguna. Markmiðið með heimsvæðingunni er að þurrka út landamæri á milli ríkja og skapa þess í stað landamæri á milli ríkra og fátækra í heiminum með það að markmiði að verja hagsmuni hinna ríku.

Þetta er þáttaröð í níu þáttum. Ég hvet fólk til þess að horfa á þættina og dæma hver fyrir sig.


mbl.is Kæra vegna taps á Icesave
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gróska í fjölmiðlaútgáfu...

...Dabbinn_n

Birgir Ragnar Baldursson


mbl.is Hagsmunir Íslands í fyrirrúmi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þversögn í málinu

Hvers vegna ganga Bretar og Hollendingar svo hart eftir því að "endurgreiðsluferillinn" sé tryggður ef fyrir liggur að eignasafn Landsbankans sé 90% upp í kröfuna?

Hvers vegna kallar Steingrímur J Sigfússon þetta "endurgreiðsluferill" eins og um sé að ræða endurgreiðslu á láni sem Íslendingar hafa tekið.

Fattar hann ekki hvað hugtakið endurgreiðsla þýðir eða skammast hann sín fyrir að vera að skrifa undir nauðungasamning sem gerir kröfu til þess að íslensk þjóð greiði Hollendingum og Bretum fjármuni sem þeir hafa aldrei fengið lánaða?

Gleymum því ekki að það voru sjálfstæðismenn sem kölluðu þennan ósóma yfir okkur en það dregur ekki úr meðsekt Steingríms.


mbl.is Berjast til að ná Icesave-sátt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Einbeittur brotavilji

Ábyrgðin sem ríkisstjórnin ætlar að skrifa upp á fyrir hönd þjóðarinnar er um 750 milljarðar. Vaxtagreiðslur af henni fram til 2016 á fjórða hundrað milljarð.

Það er athyglisvert að því sem samtvinnaðri menn eru valdakerfinu sem ríkti í aðdraganda hrunsins því einarðari eru því í vilja sínum til þess að skrifa undir þennan nauðungarsamning.

Takið eftir að órólega deildin sem ekki vill þennan samning er að mestu fólk sem er nýkomið á þing. Sjálfstæðismenn vilja samningin þótt þeir setji á svið sjónarspil enda eiga þeir stóran þátt í tilurð og mótun hans.

Þeir sem stíga fram og mæla með samningnum eru fyrst og fremst fólk sem kemur innan úr valdakerfinu. Fræðimenn, fjölmiðlamenn, stjórnmálamenn og embættismenn. Þjóðin er að stórum hluta á móti samningnum.

Það er líka athyglisvert að þeir sem vilja setja þjóðina undir þennan nauðungarsamning eru rökþrota og gera lítið annað en að fabúlera með stóryrði til þess að hræða þjóðina.

Rök fyrir því að skrifa ekki undir þennan samning fá ekki aðgang í fjölmiðlum.  

Það er í raun fáránlegt að skrifa undir skuldbindingar sem hafa ekki fengið mat óháðra aðila en eru mjög umdeildar.

Dómdagsspár um afleiðingar þess að láta málið fara í málaferli eru úr lausu lofti gripnar. Hér hrundi bankakerfið og málaferli er eru eðlilegt framhald af slíkum atburði. Að málaferli dragi úr trúverðugleika Íslendinga er bara bull. Málaferli eiga sér stað út um allan heim og eru viðurkennd sem leið til þess að komast að niðurstöðu í málum.

Það að fara ekki dómsstólaleiðina mun hinsvegar vera ævarandi smánarblettur á núverandi stjórnvöldum og það mun lifa í sögunni sem merki um sérhagsmunagæslu, hvítþvott og heigulshátt.


mbl.is Vonast brátt eftir Icesave-lausn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Snúa óæðri endanum að þjóðinni

Hart er barist fyrir því hverjir séu eigendur sannleikans. Fræðimenn ganga fram á sjónarsviðið og kynna væntingar sínar sem staðreyndir. Það er verið að hræða þjóðina til þess að samþykkja Icesave. Sú staðreynd að menn komi fram með lítinn rökstuðning annan en væntingar sínar bendir til þess að málið sé veikt og fátæklegt.

Sjálfstæðismenn gáfu Björgólfi Thor og pabba hans Björgólfi Guðmundssyni Landsbankann. Það er ekkert ólíkt sjálfstæðismönnum að gera svona lagað. Um fimmtíu ríkisfyrirtæki hurfu af listanum yfir ríkisfyrirtæki í valdatíð þeirra og í flestum tilvikum hefur hvílt leynd yfir þeim ferlum sem fært hafa þessar ríkiseigur á hendur einstaklinga.

Nú voru Björgólfur og Björgólfur vitaskuld glaðir yfir höfðinglegri gjöf frá félögum sínum í sjálfstæðisflokknum. Þeir notuðu þetta fyrirtæki Landsbankann til þess að eiga viðskipti við einstaklinga innanlands sem utan.

Við skulum ekki gleyma því að viðskiptavinir Björgólfs og Björgólfs greiða sína skatta í heimalöndum sínum rétt eins og Íslendingar greiða skatta í sínu heimalandi og lítið hef ég heyrt um að það sé mismunun svona almennt séð að hver skattborgari fái aðallega þjónustu í því ríki sem hann telst vera skattborgari í.

Sá sem átti viðskipti við Icesave valdi sjálfur að eiga viðskipti við þetta fyrirtæki en það mun eftir því sem fréttir herma að miklu leyti vera fagfjárfestar. Fagfjárfestar hafa þá yfirburði yfir aðra fjárfesta að þeir hafa meiri þekkingu á viðskiptum og geta umfram aðra kynnt sér áhættuna sem fylgja viðkomandi viðskiptum, t.d. bakland bankanna.4c433e664ac014ff

Við skulum ekki heldur gleyma því einfalda atriði að í tilskipun ESB stendur skýrum stöfum að aðildarlöndum sé ekki heimilt að veita tryggingarsjóðum ríkisábyrgð.

Nú síðan má einnig nefna að Bretar og Hollendingar vinna hatrammt gegn því að Íslendingar megi leita réttar síns gagnvart dómstólum. Þeir vilja alls ekki að málið fari fyrir dómstóla? Hvers vegna ekki? Sá málflutningur að málaferli séu Íslendingum hættuleg fellur því um sjálfan sig og vekur sá hræðsluáróður mikla undrun þeirrar sem talar hér.

Hvað hafa þeir að fela sem vilja að skrifað sé undir þennan nauðungarsamning. Hvað óttast þeir að komi fram í réttarhöldum? Ég vil taka það skýrt fram að ef t.d. VG hafnar Icesave þá eru sjálfstæðismenn tilbúnir til þess að greiða samningnum atkvæði.  

Allt tal sjálfstæðismanna um andstöðu við Icesave er sjónarspil ætlað kjósendum. Sjálfstæðismenn voru hönnuðir þessa ófögnuðar og þess klúðurs sem átti sér stað í kjölfar bankahrunsins. Þótt í forystu annarra flokka séu einstaklingar sem ýta á það að Íslendingar beygi sig undir nauðungarsamninginn leikur Sjálfstæðisflokkurinn þar aðalhlutverkið.

Dirty laundry kenningin og sérhagsmunir eru líklegasta skýringin á þessari gleði manna við að snúa óæðri endanum að þjóðinni og setja pennastrikið undir Icesave


mbl.is Rannsaka efnahagsbrot hér
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband