Trúir því einhver að núverandi stjórn sé félagshyggjustjórn?

Fyrir kosningar flykktu kjósendur sér um félagshyggjuöflin sem vilja kalla sig svo. Fólk gekk til kosninga og kaus samfylkingu og vinstri græna í þeirri trú að verið væri að kjósa vinstri stjórn. Stjórn sem myndi láta sig varða velferð fólksins mestu.

 

Sjálf hélt ég að ný-frjálshyggjuhegðun samfylkingarinnar mætti skrifa á samstarf þeirra við sjálfstæðisflokkinn í hrunstjórninni. Nú er samfylkingin komin í samvinnu við vinstri græn en lætur í engu af þessari ný-frjálshyggju eða últra-kapitalísku hegðun.

 

Þetta má lesa úr atburðarrás undanfarinna mánuði en úr atburðarrásinni má lesa raunverulega stefnu ríkisstjórnarinnar.

 

Það nægir að spyrja tveggja einfaldra spurninga:

 

Hverju er verið að bjarga? Svar: Bönkunum

 

Hverju er verið að fórna? Svar: Atvinnulífinu og fjölskyldunum

 

Lesist: Það er verið að bjarga erlendum kröfuhöfum en verið að fórna framtíð almennings í landinu.

Það er að gerast á vakt þessarar ríkisstjórnar og með glæpsamlegri hegðun sjálfstæðismanna og framsóknar að það er verið að selja auðlindirnar.....Auðlindirnar eru það eina sem getur bjargað framtíð þjóðarinnar.

Stjórnarskráin og löggjafarvaldið getur að nokkru snúið ofan af skaðanum sem þjóðin hefur orðið fyrir.

Hvað er verið að gera við löggjafarvaldið?   ....jú færa það til Brussel

Það er verið að tortíma þessu þjóðfélagi


mbl.is Trúnaðarbrestur stjórnarandstöðu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skrípaleikurinn á Alþingi

Sjálfstæðisflokkurinn setti Ísland á hausinn, rústaðir réttarríkinu og eyðilagði orðspor landsins. Já og svo tók hann líka við mútum og hefur gert alþingi að stimpilstofnun viðskiptaráðs. Ég get talið upp miklu lengra syndaregister en ég ætla að fara að sofa áður en sólin kemur upp í fyrramálið.

Framsóknarflokkurinn stal öllu steini léttara og er enn að stela öllu steini léttara. Gríðarlegir peningar eru á bak við framsóknarflokkinn sem nú eru notaðir til þess að hvítþvo hann af öllum syndum.

Samfylkingin tók sér sjálfstæðisflokkinn til fyrirmyndar, þáði mútur til þess að komast til valda, blandaðist viðskiptalífinu o.s.frv.

Vinstrí græn starfa nú eftir þeirri öfga-hægri línu sem lagt er upp með í þessari ríkisstjórn...og mér líður bókstaflega eins og fífli þegar ég horfi upp á þetta.

Á Íslandi í dag er enginn félagshyggjuflokkur sem hefur það að markmiði að standa með þjóðinni.

Það sem er furðulegast við þetta er að fólk er að þrasa um hvað sé nothæft af þessu drasli sem er löngu úr sér gengið.

Það er ekkert gagn í því að eiga fjórar bíldruslur ef engin þeirra gengur.


mbl.is Hafna því að hafa rofið trúnað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Við ætlum að ræða leyndó á leynilegum fundi á eftir með leynimeðlimum ríkisstjórnarinnar

Leyniviðbrögð við leyniviðbrögðum á leynifundi leyniaflanna....
mbl.is Ólíkar áherslur nefndarmanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Business-maðurinn Gylfi með háleitar hugsjónir

Gylfi segir:

Persónulega tel ég mig hafa  í störfum mínum staðið vörð um þau grundvallargildi sem bæði ég og sú hreyfing sem ég hef helgað starfskrafta mína síðustu 20 árin standa fyrir en þau eru trúverðugleiki og heilindi gagnvart félagsmönnum og samfélaginu í heild.

Er ekki eitthvað háleitt við að hafa helgað starfskrafta sína varðsetu um grundvallargildi af trúverðugleika og heilindum.......milli þess sem hann var í einhverjum Lúxemborgarævintýrum?


mbl.is Trúverðugleiki og heilindi að leiðarljósi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Guð hjálpi okkur ef embættismenn lenda í fjárhagsvanda

Hrikalegur vandi steðjar nú að embættismönnum sem lækka úr fimm milljónum niður í milljón á mánuði...

Almenn sjónarmið...óheppilegt....lenda í vandræðum...almenn sjónarmið...í þessu tilfelli...

Já það þarf að firra suma vandræðum....


mbl.is Peningar eru ekki allt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Æi Össur getur þú ekki fundið þér eitthvað annað að gera?

...Verulega farið að slá í stjórnmálamanninn sem brokkað hefur með útrásarvíkingum.

Þegar ég horfi á Össur mæla fyrir leynd og tala um markmið sem þjóna erlendum fjárfestum en ekki þjóðinni fór um mig aulahrollur.

Hvað er Össur að meina....það verður að samþykkja þúsund milljarða skuldbindingu svo hann geti haldið áfram fyrirætlunum sínum að koma náttúruauðlindum landsins í eigu erlendra fjárfesta sem hafa á prjónunum að margfalda orkuframleiðslu á Íslandi.


mbl.is Múlbundnir þingmenn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Steingrímur vill hlaupa frá vandamálinu....

....með því að lúffa fyrir Bretum.

Icesave-samningurinn leysir ekkert vandamál fyrir Íslendinga.

Þvert á móti hann skapar gríðarlegt vandamál fyrir Íslendinga.

Steingrímur vill ekki að þetta sér á gráu svæði.

Það er einmitt gráa svæðið sem er von Íslendinga.

Hann virðist sækjast eftir því að gera málið skothellt fyrir Breta og Hollendinga.


mbl.is Það er kominn september
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bretar og Hollendingar hafa í raun hafnað ríkisábyrgðinni

Varla ætlast Bretar og Hollendingar

til þess að Alþingi Íslendinga

fari að gerast senditík fyrir þá

Alþingi Íslendinga samþykkti ríkisábyrgði með fyrirvörum sem nú eru bundnir í landslög. Alþingi Íslendinga er elsta stofnun sinnar tegundar og það er særandi að horfa upp á stjórnmálamenn líta hlutverk hennar léttvægum augum.

Ef Jóhanna Sigurðardóttir og Steingrímur J Sigfússon fara fram á það við Alþingi að það semji lög að fyrirskipun Breta og Hollendinga er það vanhelgun á Alþingi og niðurlæging fyrir þjóðina.

Bretar hafa einfaldlega hafnað ríkisábyrgðinni. Ekki veit ég hvort ráðherrarnir eru tilbúnir til þess að gerast senditíkur Breta og Hollendinga en í guðanna bænum losið þjóðina við þá niðurlægingu að gera Alþingi ómerkilegu apparati þeirra.


mbl.is Ríkisábyrgð tekur ekki gildi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er Ísland lýðveldi eða verður fullveldið svívirt?

Alþingi er búið að kveða upp dóm sinn um fyrirvaranna. Kosnir fulltrúar fólksins gerðu kröfu um þessa fyrirvara.

Ætlar samfylkingin með fulltingi Steingríms að ganga gegn vilja Alþingis Íslendinga fyrir áeggjan Breta og Hollendinga.

Þeim gjörningi fylgir vanhelgun á hinni þúsund ára stofnun, Alþingi Íslendinga.


mbl.is Hugmyndir Breta og Hollendinga kynntar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Starfsmannastefna Seðlabankans

Finnur Ingólfsson var skipaður seðlabankastjóri árið 2000 og til fimm ára.

Már Guðmundsson var aðalhagfræðingur Finns Ingólfssonar og árið 2001 leit dagsins ljós stefna um flotgengi og verðbólgumarkmið sem leiddi starfsemi seðlabankans þar til hann fór í þrot haustið 2008 (tæknilega gjaldþrota var það kallað)

Finnur snéri sér síðan að öðrum hugðarefnum árið 2003 eins og kunnugt er Crying og Már skrapp til Basel í fimm ár en er nú snúinn til baka og sestur í stól Seðlabankastjóra.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband