Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
2011-04-23
Athyglisvert...
Selja All Saints á næstu dögum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
2011-04-22
Já, á dauðalista
það er ævintýralegt að fylgjast með umræðunni um prófgráður Sigmundar Davíðs. Sigmundur Davíð er eftir því sem næst verður komist með eina prófgráðu, BA próf frá Háskóla Íslands. Það er svo sem ekkert við það að athuga annað en að hann hafi við einhver tækifæri titlað sig sem sérfræðing á einhverjum sviðum sem hann vart geti talist sérfræðingur vegna þess að hann hefur ekki lokið þeim verkefnum sem sýna fram á að hann hafi höndlað viðkomandi faggrein.
Ýmsir hlaupa upp til varnar Sigmundi Davíð. Birgitta Jónsdóttir sem sjálf hefur eingöngu lokið gangfræðaprófi þykir heppilegur álitsgjafi hjá DV um menntun og þekkingu annars fólks.
Ögmundur Jónasson hefur áhyggjur af þessu liði sem sprangar um á Íslandi með prófgráður en hann segir: Það er dapurlegt hve margir með ágætar prófgráður upp á vasann koma aldrei neinu á framfæri við sína samtíð - ná aldrei að nýta það sem þeir hafa lært - og kannski lærðu þeir aldrei neitt sérstaklega mikið þrátt fyrir gráðurnar.
Vissulega getur fátækt ráðið för þannig að fólk nái ekki að ljúka námi en varla getur það átt við í tilviki Sigmundar Davíðs sem efnaðist vel á sölu Kögunar sem faðir hans stýrði. Það hafa enda ekki allir námsmenn efni á því að flakka á milli erlendra háskóla án þess að ljúka prófgráðu.
Ögmundi virðist finnast óviðeigandi að Fréttatíminn fjalli um það að Sigmundur Davíð telur sig ekki þurfa að gera hreint fyrir sínum dyrum.
Engar kröfur eru gerðar til menntunar þingmanna og tel ég persónulega að heppilegt sé að gott þversnið af þjóðinni sitji þingið en ekki eingöngu fólk með æðri prófgráður. En umræðan um menntun og þekkingu er að rata á miklar villigötur á Íslandi. Vissulega er til vont fólk með prófgráður og gott fólk með engar prófgráður. Það dregur þó ekki úr gildi þess að vera með prófgráður og gerir ekki minni þýðingu þess að spyrja hvers vegna fólk lýkur ekki námi með tilheyrandi prófgráðum.
Margir þeirra sem ljúka ekki námi heykjast á lokaverkefnum sem er skapandi hluti námsins. Lokaverkefni krefjast sjálfstæðra vinnubragða, úthalds og nákvæmni.
Það er kostur að þingmenn komi úr sem flestum kimum samfélagsins og hafi mismunandi bakgrunn hvað varðar menntun og reynslu. Ég myndi þó telja að heppilegt að þingmenn hafi almenna góða þekkingu og vissulega telst það Sigmundi Davíð til tekna að hafa dvalist erlendis.
Það er þó áhyggjuefni hversu margir þingmanna virðast hafa gefist upp í námi. Í þessum hóp er að finna bæði ráðherra, forseta Alþingis og fjölmarga þingmenn.
Stjórnmál og samfélag | Breytt 10.6.2011 kl. 19:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (28)
2011-04-21
Hvaða fjandans brimskafl er þetta?
Þeir félagar virðast hafa fengið snert af sjóriðu þarna úti í Ameríku. Steingrímur talar eins og hann hafi nánast með handafli beygt Moodys til þess að lækka ekki matið. Staðreyndin er einfaldlega sú að Moodys hefði aldrei verið stætt á því að lækka matið vegna þess að einkaskuldir voru ekki færðar yfir í ríkissjóð. Slíkt hefði rústað endanlega trúverðugleika fyrirtækisins.
Árni Páll Árnason talar eins og að hann sé sveittur og skítugur við að spyrna við óróa og segir tíðindin vekja vonir um að takast muni koma í veg fyrir mikinn óróa í framhaldi af þjóðaratkvæðagreiðslunni um Icesave.
Ég get alveg séð þessa peyja fyrir mér þarna í Ameríku með húfuna milli handanna eins og gamlir sveitamenn og biðja sér vægðar fyrir ímyndaðir vá.
Varnarsigur fyrir Ísland | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 02:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
2011-04-20
Hafa karlar tekið borgina kverkataki?
Jón Gnarr ræðst venjulega á konur með því að segja að þær séu reiðar. Kannski hefur Jón Gnarr átt erfiða æsku og verið hræddur við stelpur. Kannski hefur honum verið strítt eða kannski hræðist hann bara skuggan af sterkum konum.
Í borgarkosningunum skruppu þeir strákarnir saman á kaffihús en stelpunum var ekki boðið með. Kannski voru þær of REIÐAR.
Nú virðist borgarstjórnin vera undirlögð körlum sem hafa það helst að markmiði að koma sem flestum konum úr stjórnunarstöðum hjá borginni. Á meðan raðar Jón Gnarr körlum á jötuna hjá orkuveitunni.
Það er fullt af körlum í stjórnsýslu borgarinnar sem eru búnir að vera þar á beit í áratugi. En Gnarr og Dagur hafa augastað á konum í hreinsunarverkunum. Ekki má ganga að körlum í erfiðu árferði eins og einhver orðaði það hjá borginni.
Við þökkum þeim fyrir þeirra framlag | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
2011-04-20
Hversu margir karlar verða reknir?
Það vekur athygli að þau svör koma frá borginni að hún vilji ekki beita braskara dagsektum fyrir sóðaskap vegna erfiðs árferðis.
Nú verður áhugavert að sja hvernig uppsagnir hjá borginni verða kynjaðar í tengslum við þessar sameiningar.
Skildi erfitt árferði eingöngu mega bitna á konum?
Spurningin er líka hvort að Sóley eigi nú eftir að mótmæla kröftuglega fyrirætlunum ríkisstjórnarinnar um að umbreyta þjónustu í steinsteypu.
Á sama tíma og verið er að skera niður þjónustu um allt land gælir ríkisstjórnin við steypuframkvæmdir.
Hættir sem forseti borgarstjórnar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
2011-04-20
Versnar skólinn eitthvað við þetta?
Nú ryðjast menn fram á völlinn og tala um nýðingsverk. En nýðingsverk hafa verið daglegt brauð á Íslandi. Það var nýðingsverk þegar að sjálfstæðisflokkurinn setti þjóðarbúið á hausinn. það var nýðingsverk þegar að sjálfstæðisflokkurinn hélt grunnskólum í svelti fram að því að hann var fluttur til sveitarfélaganna.
Íslenski barnaskólinn var mótaður að fyrirmynd kirkjunnar um aldamótin 1900. Kennarinn var presturinn, börnin voru söfnuðurinn og kennslubókin var biblían. Verkefni barnanna var linnulaus utanbókarlærdómur. Það var svo sem ekkert að því á þeim tíma. En það var hinsvegar ámælisvert að skólinn skildi enn vera rekinn í því formi fram til loka aldarinnar.
Hvers vegna eru íslenskir grunnskólar slíkt miðaldafyrirbæri. Það er ekki vegna þess að þeir hafa verið sameinaðir svona mikið. Nei það er vegna þess að skólunum var markvisst haldið niðri af stjórnmálamönnum. Litlar kröfur hafa verið gerðar til kennara og þeir illa launaðir. Um það hefur ríkt þegjandi samkomulag.
Og hvar hafa foreldrarnir verið? Ekki voru þeir að hrópa nýðingsverk. Ekki voru þeir að gera kröfur um bætta menntun til handa börnum sínum. Nei foreldrarnir skutluðu bara börnunum sínum í skólann og snéru sér svo að öðru.
Ég segi við kennara og foreldra. Kennarar ef þið viljið betri skóla gerið þá foreldra þátttakendur í skólastarfinu. Foreldrar hættið að líta á skólana sem geymsluhúsnæði og gerist virk í skólastarfi barna ykkar.
Og ef þið viljið tala um nýðingsverk talið þá um nýðingsverk sjálfstæðisflokksins sem tæmdi sjóði landsins og skuldsetti það upp í rjáfur.
Stjórnsýslulegt níðingsverk | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 01:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Vill að borgarstjóri víki | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
2011-04-19
Þori ekki að nota A orðið
Velti fyrir mér heilsufari Uffe Elleman Jense. Þið vitið þetta sem var einu sinni íjað að að ætti við um þingmanninn sem hoppaði úr Hreyfingunni yfir í VG. Það byrjar líka á E...þið vitið elli...ær...En það er eitthvað svoleiðis að hjá karlgreyinu eða þá að hann hefur bara alltaf verið takmarkaður.
Uffe Elleman Jensen virðist hafa hina mestu óbeit á lýðræði. Hann talar eins og margir stjórnmálamenn sem eru úr tengslum við veruleika venjulegs fólks. Hann er t.d. á þeirri skoðun að almenningur sé ekki fær um að taka ákvarðanir. það er augljóst að valdið er hjá þjóðinni og þegar að ráðamenn kunna ekki að fara með valdið sem þeim er falið er það bara sjálfsagður hlutur að þjóðin taki það til sín.
Hann talar af mikilli fyrirlitningu um íslenska stjórnskipan sem hann virðist þó lítið hafa lagt sig eftir að kynna sér. Hann horfir t.d. alveg fram hjá þeirri staðreynd að íslenska stjórnarskráin heimilar ekki að legðir séu á eftiráskattar. Þetta þýðir að Icesave samningurinn hefði aldrei orðið löglegur.
Nú ekki skilur hann hlutverk forseta sem fest er í stjórnarskrá. Forsetanum ber að flytja málið til þjóðarinnar þegar þjóðin kallar eftir því.
Málfutningur þeirra félaga á TV2 var lágkúrulegur og hrokafullur.
Undrandi á forseta Íslands | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Íslenskt menntakerfi er að standa sig illa við að skapa almenna góða fagþekkingu og menntun. Sennilega er óvíða jafn mikill ójöfnuður í menntun á Íslandi.
Mikill þorri einstaklinga er eingöngu með grunnskólapróf. Eins og súluritið sýnir þá hafa yfir 32% þjóðarinnar eingöngu grunnskólapróf árið 1999. Í Svíþjóð er þetta hlutfall á sama tíma rösklega 16%.
Í Danmörku er þetta hlutfall um 23%.
Þessi meirihluti er óhæfur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
2011-04-19
Illa menntaðir Íslendingar
Meðan aðrar þjóðir mennta fólkið sitt eru Íslendingar bara að gera eitthvað annað.
Svona lítur súluritið út sem sýnir menntun Íslendinga:
Hæsta súlan er fjöldi þeirra sem eingöngu hafa lokið grunnskólamenntun.
Þetta er tekið úr rannsókn sem framkvæmd var af Háskóla Íslands árið 1999 (World value survey, 1999).
Lítum síðan á hvernig menntun er í Svíþjóð:
Hæsta súlan í sænska súluritinu er fjöldi einstaklinga með háskólanám eða það sem er í rannsókninni kallað lower-level tertiary certificate (World valur survey, 1999)
Hvernig verður menntunarstig þjóðarinnar eftir 5 til 10 ár ef áfram á að þrengja að menntastofnunum.
Súlurnar sýna fjölda einstaklinga sem hafa hvert stig sem hæstu prófgráðu. Þessi stig eru talin upp hér að neðan:
- 1 Inadequately completed elementary education
- 2 Completed (compulsory) elementary education
- 3 Incomplete secondary school: technical/vocational type/(Compulsory) elementary education and basic vocational qualification
- 4 Complete secondary school: technical/vocational type/Secondary, intermediate vocational qualification
- 5 Incomplete secondary: university-preparatory type/Secondary, intermediate general qualification
- 6 Complete secondary: university-preparatory type/Full secondary, maturity level certificate
- 7 Some university without degree/Higher education - lower-level tertiary certificate
- 8 University with degree/Higher education - upper-level tertiary certificate
Skynsamleg og nauðsynleg leið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)