Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Afglöp Jóhönnu ekki skárri

Kvenfyrirlitningin er ríkjandi meðal forystu allra flokka. Hver man ekki eftir því þegar femínistinn Steingrímur  sendi karlanefnd til Bretland sem kom skælbrosandi á kajann með einhvern versta samning í mannkynsögunni sem þeir héldu að væri "góður".

Hver man ekki eftir broti Jóhönnu á jafnréttislögum og hefur einhver skoðað ferli mannaráðninga í hennar ráðherratíð, þ.e. frá 2007.

Nú hneykslast menn og konur á því að stjórnmálamanni var líkt við vændiskonu. Ég sé ekkert að því annað en það að það er gróf móðgun við hórur að líkja þeim við spillta stjórnmálamenn. Eða hefur einhver þekkt hóru sem hefur sett heilt samfélag á hausinn með afglöpum og spillingu?

Mér finnst að stjórnmálasamtök sem kenna sig við jöfnuð og femínisma ættu að líta í eigin rann og velja sér skárri leiðtoga ef þær ætla að standa undir nafni. 

Ég kippi mér ekkert upp við það þótt karlpungarnir í LÍÚ kalli Jóhönnu kerlingu. Það er ekki við öðru af þeim að búast. 


mbl.is Skortur á jafnréttishugsun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vilja leyna afglöpum

Ég sá í spjallþætti í stjónvarpinu þingmann sem taldist til vinstri flokka á Íslandi fara allan í flækju þegar minnst var á olíuauðlindir Norðmanna og að þær væru í eigu ríkisins. Nýfrjálshyggjan boðaði einkaframtakið, frjálslega reglur, einkavæðingu fyrirtækja sem stunda samfélagsþjónustu og einkavæðingu auðlinda. Íslensk stjórnmál ganga ekki út á vinstri eða hægri. Þau ganga út á það að féflétta þjóðina og leyna afglöpum. 

Ég stundaði nám í Svíþjóð í lýðheilsu- og félagshagfræði fyrir 25 árum síðan. Í hagfræðinni var skoðað eðli þjónustunnar og út frá því metið hvernig ætti við að veita þjónustuna af hálfu hins opinbera rekstrar eða einkarekstrar. Forkólfar nýfrjálshyggjunnar fundu hins vegar upp á alls konar kerfum til þess að gera almannaþjónustu einkavæðingartæka, t.d. vegatolla eða bjuggu bara til nýjar kenningar sem lítt voru studdar af staðreyndum eða reynslu. Við þessu er svo sem ekkert að segja nema tvennt. Þetta ógnar í mörgum tilfellum almannaöryggi og veldur því að einstaklingar fara að skammta sér úr sjóðum sem ætlaðir eru almenningi. Ágætt dæmi um þetta er Menntaskólinn Hraðbraut sem sett hefur í forgang að fjármagna þarfir eigenda fremur en nemenda.

Einnig er gerður greinarmunur á einkaneyslu og samneyslu. Samneyslan er borguð af ríkinu en einkaneysluna borgum við sjálf. Í tíð sjálfstæðisflokksin þótti fínt að setja þjónustugjöld á allan andskotann en oft voru þó búnar til undantekningar sem gerðu eldri hvítum karlmönnum færi á ókeypis þjónustu. 

Hins vegar merkilegt nokk þá hefur sjálfstæðisflokkurinn hunsað sjálf hin helgu vé nýfrjálshyggjunnar þ.e. atvinnufrelsið. 

Það er merkilegt að flestir þeir sem tala hvað heitast fyrir einstaklingsframtakinu hafa verið á spena hjá ríkisvaldinu alla ævi. 

Aðrir sem tala fyrir einkaframtakinu eru varðir af höftum og kvótum sem halda öllum keppinautum í burtu. 

Enn aðrir sem tala fyrir einkaframtakinu hafa komið sér vel fyrir hjá ríkisvaldinu og reka fyrirtæki í skjóli einokunar.

Á Íslandi er hvorki félagshyggja né nýfrjálshyggja. Bara spilling og skítug og morkin hugmyndafræði stjórnmálamanna.

Nýjasta dæmið um spillingu þeirra flokka sem kalla sig vinstri flokka eru leyndarlögin sem er verið að keyra í gegn um þingið og eiga að tryggja að hægt sé að halda afgjöpum stjórnmála- og embættismanna leyndum í hundrað og tíu ár.


mbl.is Gagnrýnir „íhaldsgrýlu“ vinstrimanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Færir ekki fórnir, nei, nei.

Margir hafa þurft að færa fórnir vegna bankahrunsins. Laun almennings lækkuðu um helming í einu vettvangi við hrun krónunnar og kaupmáttur hefur stöðugt rýrnað. Fjöldi lífeyrissjóða tapaði háum fjárhæðum, eignum lífeyrisþega og launamanna. Lánþegar töpuðu vegna gengis og verðbólgu. Börn eru að tapa vegna niðurskurðar í skólum. Sjúklingar eru að tapa vegna niðurskurðar í heilbrigðiskerfi. Skattgreiðendur sem ekki hafa komið sínu undan til Tortóla eru líka að tapa.

En hverjir mega alls ekki tapa og eiga helst bara að græða? Jú það eru útgerðamenn. Þeir hafa grætt á falli krónunnar, þeir hafa grætt á milljarða afskriftum. Og nú vilja þeir græða meira með því að halda launþegum í gíslingu.

Nei Vilhjállmur Egilsson ætlar sko ekki að taka þátt í hallærinu.


mbl.is Líst illa á samningstilboð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fræðandi umfjöllun um kvótakerfið

Hér er áhugavert myndband um kvótakerfið og nánar skýringar á því hverjir eiga kvótann. Sjötíu einstaklinga eiga 70% kvótans.

Áskorun um þjóðaratkvæðagreiðslu um kvótakerfið er hér


mbl.is Kvóti verði aukinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

...en ekki má hrófla við bröskurum

Jú endilega að láta börn, starfsfólk leikskóla og skóla gjalda fyrir kreppuna. Enda eru þetta bara konur og börn.

Braskarar fá hins vegar að gera borgina sóðalega með því að láta hús grotna niður. Hvers vegna? Jú vegna þess að þeir eiga samúð borgaryfirvalda sem ekki vilja rukka þá um dagsektir í erfiððu árferði.

Þurfum við ekki að spyrja okkur um samfélagsþroska þeirra félaga í hópi Jóns Gnarr og Dags Eggertssonar. 


mbl.is Rétt viðbrögð við þröngum fjárhag og barnasprengju
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Umræður eflast um kvótakerfið

Kröfur um þjóðaratkvæði um kvótakerfið hafa tekið flug. T.d. hér eða hér eða hér.

Það þarf að setja kvótakerfið í þjóðaratkvæði og hafa niðurstöður til hliðsjónar áður en frumvarp um kvótakerfi er samið.

Um er að ræða þrjá meginvalkosti:

1. Kvótakerfið óbreytt

2. Samningaleið

3. Kvótinn innkallaður og jafnræði og atvinnufrelsi tryggt í nýju kerfi.

Fyrsti valkostur felur í sér miðaldakerfi lénsskipulags

Annar valkostur er ólýðræðislegur (Samtök sem ekki hefur umboð almennings og hefur auk þess beitt ofbeldi og þvingunum fær að koma að ákvörðun ríkisvaldsins)

Þriðji valkostur er lýðræðislegur

 

Hér er áskorun um þjóðaratkvæðagreiðslu

Og hér er umfjöllun um kvótakerfið

Og hér er viðtal um kvótakerfið:


mbl.is Fara yfir stöðuna á sáttafundi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kjósum um kvótann

Ólafur Ragnar Grímsson var knúin til þess að vísa Icesave til þjóðarinnar. Hvers vegna? Vegna þess að þjóðin krafðist þess. Stjórnarskráin gerir ráð fyrir þessu og forsetin hlýddi einfaldlega kallinu.

En nú þurfum við að kalla á hann aftur. LÍÚ gengur nú fram með ofbeldi. Hefur tekið launþega í gíslingu til þess að tryggja um 60 aðilum einokun á fiskveiðum.

Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra er lent í starfi sem hún ræður ekki almennilega við segir Friðrik J. Arngrímsson framkvæmdastjóri Landssambands íslenskra útvegsmanna í hádegisfréttum RÚV.

Dónaskapurinn er alger hjá þessu fólki. Friðrik J. Arngrímsson er vanur því að hafa forsætisráðherra þessa lands í vasanum og telur það afglöp hjá forsætisráðherrum að hlýða ekki í blindni fyrirskipunum LÍÚ.

Styðjum landsbyggðina, smábátasjómenn og atvinnulaust fólk en ekki síst efnahag Íslands með því að taka þátt í þessari áskorun.


mbl.is Tekur ekki ákvarðanir út frá vinsældum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kjósum um kvótann

Hér gefst fólki tækifæri til þess að taka þátt í undirskriftasöfnun um þjóðaratkvæðagreiðslu um kvótann.
mbl.is Fáni ESB á varðskipinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Stofnum samfélagsbanka

Ég var að koma af stofnfundi félags um samfélagsbanka. Samfélagsbanki er rekinn með sjálfbærni og samfélagsgildi að leiðarljósi.

Ég veit ekki hvort Steingrímur er búin að fatta það en þetta lið hjá matsfyrirtækjunum virðist hafa lítinn áhuga á sanngirni eða réttmæti.

Ég hef reyndar aldrei heyrt Steingrím nefna það hvernig efnahagskerfið þjónar mannlífinu á Íslandi. 

Enda fengi það slæma einkunn sem slíkt. Fyrir Íslendinga skiptir það mestu máli að efnahagskerfið þjóni þeim vel en ekki að það vaxi.

Fjármálakerfið á að vera fyrir fólkið, fyrir atvinnulífið og stuðla að bættu mannlífi og öryggi.

Í dag njóta bankarnir hvorki virðingar né trausts. 

Þess vegna er mikilvægt að huga að nýjum leiðum sem stuðla að almennri velsæld. 


mbl.is Óréttlátt að lækka lánshæfi nú
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fyrirlítur almenning...

Orðræða Vilhjálms lyktar illa af fyrirlitningu á almenningi og jafnvel almennri skynsemi og dómgreind.

SA hefur óskammfeilið beitt ofbeldi til þess að vinna gegn hagsmunum þjóðarinnar og tryggja hagsmun fámenns hóps. Það vonda við þetta er að þessi hópur kann ekki fótum sínum forráð. þrátt fyrir að hafa haft fyrri ríkisstjórnir í vasanum og stundað einokun og haftastefnu eru fyrirtækin yfirveðsett og á hausnum.

SA berst gegn leiðum sem skapa atvinnu í landinu. Þeir öskra meiri álver og áframhaldandi kvótabrask.

Álverin skapa eingöngu 1% starfa í landinu. Kvótakerfið stuðlar að því að aflinn er fluttur hrár úr landinu og skapar tugi þúsunda starfa erlendis. Og þetta kalla Vilhjálmur atvinnuleiðina. Ég spyr heldur maðurinn að þessi eyja sé byggð tómum hálfvitum.

 80% þjóarinnar er andvíg því kvótakerfi sem er til staðar núna. Því mun aldrei skapast sátt um sjávarútveg nema gerðar verði á því miklar breytingar.

Ríkisstjórnin hefur sýnt allt of mikla linkind í sjávarútvegsmálum. Ofbeldi af hálfu LÍÚ og SA magnast bara. Þetta fólk skilur ekkert nema beinar aðgerðir. Nú þarf að hætta þessu kjaftæði og ríkisstjórnin þarf að fara að sýna hver stjórnar landinu. Kippa inn kvótanum, endurúthluta, breyta regluverkinu á þann hátt að að stuðli að fullvinnslu afurða í landinu, atvinnu á landsbyggðinni og atvinnufresli. Og einnig að rentan af auðlindinni renni til þjóðarinnar en ekki einhverra örfárr aðila sem flatmaga á Spáni.


mbl.is Vilja stríð þegar friður er í boði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband