Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
2011-04-16
ESB umsóknarferlið veldur stöðnun
Ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur hefur sýnt litla burði til þess að ná þjóðarbúinu upp úr því ástandi sem sjálfstæðisflokknum tókst að koma því í.
Hluti af vandanum er bankarnir sem draga til sín fjármagn bæði frá fjölskyldum og atvinnulífi.
Þjóðin er gleymd á meðan valdhafarnir beina allri sinni athygli að umsóknarferlinu í ESB.
Linkind ríkisstjórnarinnar við LÍÚ er alvarlegt vandamál. Fiskurinn í sjónum er að mestu í eigu 66 aðila. Þessir aðilar sjá hag í því að flytja mest allan fiskinn úr landi og skapa tugi þúsunda starfa erlendis.
Stefna sjálfstæðisflokksins um að gera Ísland að landi stóriðju og fjármálamiðstöðvar hefur skapað mikið atvinnuleysi í landinu.
Einungis um 1% vinnuaflans vinnur við Álver. Starfa er því ekki að leita þar.
Orkuna þarf að nýta í starfsemi sem skapar störf til frambúðar.
Heimsmarkaðsverð á matvælum hefur hækkað um 35%.
Tækifærin liggja í matvælaframleiðslu og fullvinnslu fiskafurða.
Hvers vegna koma stjórnmálamenn ekki auga á þetta?
Atvinnulífinu verði ekki haldið í gíslingu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
2011-04-16
Íslandsmafían afhjúpuð
Vinnubrögð SA eru dæmigerð vinnubrögð skipulagðrar glæpastarfsemi. Kúgun og gíslataka.
Óskammfeilnin opinberar siðleysi LÍÚ og virðingarleysi þeirra fyrir mannréttindum og réttarfari.
Með furðulegri vinnubrögðum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
2011-04-16
Speki formannsins
Bjarni virðist deila þeim draumi með Vilhjálmi Egilssyni að Samtök Atvinnulífsins og LÍÚ fái að stjórna landinu.
Virkjanir í neðri hluta Þjórsár eru á lista aðila vinnumarkaðarins yfir fjárfestingar á næstu misserum og árum. Sjálfsagt er líka til einhver listi hjá LÍÚ yfir ýmislegt sem útgerðarmenn vilja græða á.
Kannski er líka til listi hjá saumaklúbbnum glaðar konur yfir verkefni sem þær langar til þess að ríkisstjórnin styðji. Þær hafa t.d. áreiðanlega orðið glaðar þegar vændi var loksins bannað þegar að VG komst í ríkisstjórn mörgum sjálfstæðismönnum til mikillar armæðu.
Ein af helstu meinsemdum sjálfstæðisflokksins er að í innstahring hans hafa komið sér fyrir alls konar klámkarlar, braskarar og mútuþegar. Bjarni heyrir sjálfur undir hópinn braskarar enda Vafningsævintýri hans vel þekkt.
Ég hef þó verið að velta því fyrir mér hvort þeir engeyjarpeijar séu ekki afspyrnu lélegir businessmenn. Þeir eru búnir að hafa ítök í tugi ára í stjórnmálum og nýtt sér það ótæpilega, t.d. með því að skammta sér ríkisfyrirtæki, búnir að stunda verðsamráð og gerast brotlegir við lög í þeim efnum en eru samt á hausnum. Hvað þarf eiginlega til að þetta fólk geti staðið sig?
Hætta stuðningi verði farið í virkjanir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
2011-04-15
Lítil reisn yfir Ástu Ragnheiði
Valdnýðsla forseta Alþingis var athyglisverð í þinginu í dag. Forseti Alþingis niðurlægið þingið með athöfnum sínum.
Tilefnið: Henni virtist ekki vera að skapi að Ólína Þorvarðardóttir bæri af sér sakir eins af leppum LÍÚ á þinginu.
Þetta vekur óneitanlega spurningar um það hvort Ástu Ragnheiði sé hlýtt til LÍÚ svona rétt eins og Vilhjálmi Egilssyni.
Hluti kvótans í byggða- og leigupotta | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt 16.4.2011 kl. 12:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
2011-04-15
Villi heldur launþegum í gíslingu fyrir LÍÚ
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
2011-04-15
LÍÚ á sér ólíklegustu bandamenn inni á þingi
Hvað er að gerast hér? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
2011-04-14
Nær væri að hinir segðu af sér...
...sem svikið hafa stefnu VG í nánast öllum atriðum.
Kjósendur VG er fólk sem er á móti ESB, fólk sem er á móti Icesave og fólk sem er á móti Alþjóðagjaldeyrissjóðnum.
Steingrímur Joð hefur lagst flatur fyrir öllum þessum öflum og einnig hrakið þingmenn úr flokknum með yfirgangi og hroka.
Spurningin er hver á að segja af sér?
Annar segir Max Keiser að forsætisráðherran sé MORAN...eftir viðbrögð hennar við þjóðaratkvæðagreiðsluna um Icesave.
Ásmundur Einar segi af sér | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 19:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
2011-04-13
Leðjuslagur á Alþingi
Þegar ég hlusta á sjálfstæðismenn fæ ég á tilfinninguna að þeir hafi legið í dvala á meðan Flokkurinn keyrði þjóðarbúið í þrot með spillingu, mútum og klíkuskap.
Samfylkingarþingmenn virðast hafa gleymt að þeirra flokkur var virkur stuðningsaðili sjálfstæðisflokksins við að setja landið á hausinn.
Valdagræðgi og almennt skeitingarleysi við almenning er leiðarljós fjórflokksins.
Framsókn og sjálfstæðisflokki dreymir um að komast í kjötkatlanna og endurnýja umboð bóluhagkerfisins.
Þingið er skrílssamkoma sem vinnur gegn því að tekið verði á spillingu því fjórflokkurinn nærist á ofurtrú á mútum, ríkisstyrkjum og misnotkun stjórnsýslunnar sem valdatæki flokkanna.
Umræður um vantraust | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
2011-04-12
Hell NEI
Myndband frá Taiwan um Icesave
Er nokkru við þetta að bæta?
Ný leið mörkuð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
2011-04-12
Eins og reitt hæna...
...sagði einn hollenskur þingmaður um Ísland þegar hann vildi lýsta vanþóknun sinni á glundroðanum á Íslandi. Það er ekki furða þótt Jóhanna hafi verið skíthrædd þegar hún vildi frekar stefna þjóðinni í áratuga þrældóm heldur en að þurfa að hlusta á svona uppnefningar.
Nú er mikið fárviðri meðal valdhafanna í Evrópu sem ekki mega hugsa til þess að lýðræðið geti valdið þeim slíkum búsifjum.
Fyrir mér er heimurinn þó ekki sérlega ruglingslegur. Við vitum hvar við höfum Evrópuvaldið. Það vill ekki lýðræði. Við vitum hvar við höfum Jóhönnu hún er skíthrædd við uppnefningar.
En...
Hvar í andskotanum höfum við Bjarna Ben?
Dreymir hann um að koma sér á flug á enn einni loftbólunni?
---------------------------------------------------------------------------
Úr DV:
Viðskiptablaðið greindi frá því á fimmtudaginn að um 85 prósent af bótasjóði Sjóvár hefði runnið til Milestone og ættingja Bjarna í Vafningsfléttunni. Upplýsingarnar eru fengnar upp úr ársreikningi Sjóvár fyrir 2009 og hafa lánin, samtals um 19,3 milljarðar króna, verið afskrifuð í bókum tryggingafélagsins. Eftir stendur sú mynd að Bjarni og félagar hafi tæmt bótastjóðinn til að bjarga eigin skinni.
Talað er fyrir því á feisbókinni að lýsa vantrausti á.....
B(J)arna Ben
Þorgerði Katrínu
Tryggva Þór
og Guðlaug Þór
Loksins, loksins | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)