Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Landsvirkjun tapaði hundrað milljörðum í áhættufárfestingum

Já sinnaðir tala mikið um að samþykkja þurfi Icesave til þess að auka traust í alþjóðasamfélaginu. Látið er að því liggja að "alþjóðasamfélagið" þurfi að treysta Landsvirkjun betur og að hver íslensk fjölskylda eigi að borga Bretum og Hollendingum nokkrar milljónir svo að Landsvirkjun geti fengið hagstæðari lán til þess að reisa fleiri virkjanir fyrir álver.

Friðrik Sóphusson og stjórn Landsvirkjunar þ.á.m. Samfylkingarkonan Bryndís Hlöðversdóttir voru fyrir hrun eins og margir pólitíkusar og embættismenn mjög upptekin af því að græða. Landsvirkjun var eins og spilavíti þar sem veðjað var á gengisbreytingar og afleiðingarnar voru tap upp á hundrað milljarða.

Þessu er reint að sópa undir mottuna eins og ýmsu öðru sem gekk á meðal þeirra sem virðast hafa misst bæði rænu og vit fyrir bankahrun. Nú á að redda þessu með því að rukka börnin okkar um þetta.

Jóhannes Björn segir á bloggi sínu:

Við vitum að pólitíska stéttin var á kafi í kúlulánum og rannsóknarskýrslan birti lista yfir þá sem fengu yfir 100 milljónir. Hvers vegna voru ekki nöfn þeirra sem fengu t.d. 20, 30 eða 50 milljónir frá glæpagenginu? Eru það ekki raunverulegir peningar? Sennilega þorði rannsóknarnefndin ekki að birta slíkan lista vegna þess að þá hefði þjóðin séð að svo til allir þingmenn voru „on the take“ eins og sagt er í Ameríku. Stofnunin hefði ekki lifað það af.

 


mbl.is Kannar afstöðu lesenda til Icesave
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sérlega vondir foringjar

Jón Gnarr er einfaldlega aulalegur þegar hann kemur fram. Ekki af því að hann er með Hitler hárgreiðslu eða tafsar heldur vegna þess að hann skortir yfirbragð leiðtogans og hefur greinilega litla þekkingu á málefnum borgarinnar.

Jón Gnarr er ekki borgarstjóri vegna þess að hann sé hæfur til verksins eða hafa sérlegan áhuga á málefnum nærumhverfisins s.s. skóla og skipulagi.

Það sama má segja um forsætisráðherrann það eru ekki hugsjónirnar sem hvetja hana áfram heldur græðgi í völd og þörf til þess að uppfylla eigin þarfir.

Hrunliðið veður um í stjórnmálum og viðskiptum í skjóli valdhafanna á meðan það sem stendur næst íbúunum þ.e. skóli og heilsugæsla er brotin niður.

Jóhannes Björn bendir ágætlega á að:

Við sundurgreiningu upplýsinga gildir sú meginregla að menn nota (þar til annað reynist réttara) einfaldasta svarið sem dekkar flestar staðreyndir. Ein tilgáta sem svarar flestum spurningum í sambandi við Icesave og útskýrir óðagot pólitíkusanna er eftirfarandi: Bresk stjórnvöld voru með persónulegar upplýsingar um leynireikninga kúlulánaliðsins á Alþingi og hótaði að birta þær. Þetta náttúrulega er hrein tilgáta, en það er þó vitað að breska fjármálaeftirlitið og leyniþjónustan fylgjast grannt með öllum peningafærslum til og frá Bretlandi og á aflandseyjum sem tengjast gamla heimsveldinu.

Við vitum að pólitíska stéttin var á kafi í kúlulánum og rannsóknarskýrslan birti lista yfir þá sem fengu yfir 100 milljónir. Hvers vegna voru ekki nöfn þeirra sem fengu t.d. 20, 30 eða 50 milljónir frá glæpagenginu? Eru það ekki raunverulegir peningar? Sennilega þorði rannsóknarnefndin ekki að birta slíkan lista vegna þess að þá hefði þjóðin séð að svo til allir þingmenn voru „on the take“ eins og sagt er í Ameríku. Stofnunin hefði ekki lifað það af.


mbl.is Undirskriftir afhentar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Aumkunarverð

Það er helst það sem mér dettur í hug þegar ég lít á feril Jóhönnu sem ráðherra undanfarin ár. Hún heldur ræður þar sem hún notar spariorð eins og jafnaðarstefna eða norrænt velferðarsamfélag.

Eigi að síður er hún illa haldin af þeim hroka sem hreiðrað hefur um sig í menningarkima íslenskra stjórnmála. Hún trúir því sjálf að hún geti ekki brotið lög og alls ekki jafnréttislög af því að hún sé kona. Jóhanna telur sig einfaldlega æðri lögum og æðri stjórnarskrá.

Hana skortir samhygð með venjulegu fólki og ekki síst konum. Hún er alin upp í menningarkima stjórnmála sem elur á hroka og virðir ekki mannréttindi venjulegs fólks.

Jóhanna hefur kreist vonina úr brjósti búsáhaldabyltingarinnar sem ól með sér von um aukið réttlæti og betra samfélag.


mbl.is Ekkert efni til afsagnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Jóhanna skilur ekki hugtakið mannréttindi

Ég sótti um stöðu skrifstofustjóra í ráðuneyti Jóhönnu í lok 2007 eða byrjun 2008. Þá var Jóhanna ráðherra jafnréttismála.

Umrædd staða hét skrifstofustjóri stjórnsýslu og stefnumótunnar. Ég hef lokið námi í stjórnsýslufræði með áherlsu á felagshagfræði og lýðheilsu við erlendan háskóla sem raðast langt fyrir ofan HÍ í gæðum. Ég hef einnig lokið meistaranámi í stefnumótun og stjórnun við HÍ.

Sá sem ráðin var í stöðuna var karlmaður...lögfræðingur...með fimm ára menntun og enga stjórnunarreynslu.

Ég var með tíu ára menntun...mikla stjórnunarreynslu og menntun sem hæfði betur stöðunni en ég var og er enn kona.

Ég kærði ráðninguna til kærunefndar jafnréttismála sem heyrði undir ráðuneyti Jóhönnu og tapaði málinu.

Það er mjög alvarlegt mannréttindabrot að hafa að engu margra ára menntun og gera hana þar með verðlausa af þeim sem eiga að bera ábyrgð á mannréttindamálum í landinu.

Jóhanna hefur á ferli sínum sem ráðherra marg oft brotið lög sem eiga að tryggja mannréttindi og það er á engan hátt nægilegt að hún setji nefnd í málið.

Hún er einfaldlega vanhæf.

Ég hvet femínistafélagið til þess að gera úttekt á ferli mannaráðninga Jóhönnu frá því að hún varð ráðherra.


mbl.is Tekur niðurstöðuna alvarlega
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Það er annað hvort að berjast eða lúffa

Þessir einstaklingar hafa valið að gefast upp og vilja hræða aðra til liðs við sig í því efni.

Þeir sem segja nei við Icesave vilja standa uppréttir gagnvart umheiminum. Baráttufólk gegn yfirgangi fjármálamanna um alla Evrópu stendur með þeim sem segja nei.

Í þjóðaratkvæðagreiðslu um ríkisábyrgð á einkaskuldum Landsbankans kemur í ljós hvort að landið sé byggt heyglum eða hugrökku fólki.


mbl.is Stuðningsmenn Icesave boða til fundar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Jóhanna treystir ekki konum

Ég hef fylgst með mannaráðningum Jóhönnu síðan hún varð ráðherra. Hún velur í langflestum tilvikum karla í stjórnunarstöður. Þetta vekur auðvitað upp spurningar um sýn hennar á mannkynið, sýn hennar á konur og sýn hennar á samfélagið.

Nú þegar að herðir að í samfélginu hafa stjórnvöld valið þá leið að eyða kvennastörfum en reyna að skapa störf sem karlar sækjast eftir. Mannvirkjagerð helst þeirrar tegundar sem flytir inn erlenda karla til starfa er það sem ríkisstjórnin hefur sett á oddinn.

Störf sem auka gæði þjónustu og velferðar eru undir hnífnum s.s. störf í menntakerfinu og í heilbrigðisgeiranum.

Jóhanna Sigurðardóttir fékk ekki atkvæði þeirra sem kjósa svona samfélag og því ætti hún að hugsa sinn gang.  


mbl.is Jafnréttislög brotin við ráðningu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Tvískinningurinn skammarlegur

Stjórn svæðisfélags á Suðurlandi hafði ekkert við að það athuga að Þráinn Bertelsson gengi í þingflokk VG en hann hefur ekki eitt einasta atkvæði kjósenda vinstri grænna á bak við sig.

Ég legg til að þingflokkur VG sem ekki hefur getað staðið við þá stefnu sem hann lofaði kjósendum sínum víki af þingi.


mbl.is Rétt að Atli víki af þingi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hætt við að kynningarefni verði áróður

Ég tek undir það að það er full ástæða til þess að fulltrúar Samstöðu þjóðar gegn Icesave komi að gerð kynningar efnis vegna kosninganna um lög um ríkisábyrgð.

Björn Birgisson lætur að því liggja á bloggi sínu að öfgamenn eigi ekki að koma að kynningarefni um Icesave. Ég skil hann þannig að hann vilji að Jóhanna og Steingrímur haldi sig fjarri gerð kynningarefnis um Icesave. Enda hafa þau margoft orðið uppvís að því að ljúga hreinlega um þetta málefni.


mbl.is Vilja aðkomu að gerð kynningarefnis
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Svo stækan fnykinn leggur af...

Hákon Jóhannesson setti inn eftirfarandi athugasemd við pistil sem ég skrifaði um Össur Skarphéðinsson:

Já það er alveg hreint stórmerkilegt hvað þessum einbeittu einstaklingum fjórflokks tekst að matreiða bak við tjöldin og bera síðan á kasúldið á borð fyrir almenna borgara - svo að stækan fnykinn leggur um allt. þeim hefur nú tekist að ögra landsmönnum og rannsóknaraðilum (RNA) með því að taka enn einu sinni höndum saman. Nú að styrkja stöðu sína sem „styrkþega“ með umræddum lögum um fjármál flokkanna. Hreyfingin stóð gegn þessu, en það dugði auðvitað ekki til. ég er að vona það að hún nái inn fleiri mönnum á þing í næstu kosningum. ástandið hér er fyrir neðan öll velsæmismörk og er þá vægt til orða tekið.


Að standa með sannfæringunni

Eftir kosningar 2009 velti ég oft fyrir mér hvort ráðherrarnir væru sérlega heimskir. T.d. Steingrímur þegar hann fattaði ekki að verið væri að selja HS orku til Magma fyrir kúlulán og hrunkrónur. Eða þegar Jóhanna áttaði sig ekki á að það samræmist ekki jafnaðarstefnunni að láta húseigendur reisa við bankakerfið.

Ég er auðvitað löngu búin að átta mig á því að Jóhanna og Steingrímur fatta alveg hvað þau eru að gera. Brotaviljinn er einbeittur.

Öðru hvoru blása þau einhverju upp eins og t.d. að þau ætli að taka á kvótakerfinu eða leggja ofurskatta á ofurlaun en síðan gerist ekki meir.

Ferill ráðherranna einkennist af svikum við almenning.

Svikum við jafnaðarstefnu.

Svikum við grænt og náttúru.

Svikum við vinstri hugsjónir sem eiga litla samleið með þýlyndi við AGS og bankakerfið.

Ég furða mig á því hvað almenningur sættir sig við að vera sífellt leiksoppur stjórnmálamanna.

Lilja Mósesdóttir og Atli Gíslason eiga heiður skilinn fyrir að standa á sannfæringu sinni og fjarlægja sig frá stjórnarflokki sem virðist hafa í öllu snúið baki við stefnu flokksins.

 

 


mbl.is Rekin úr nefndum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband