Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
2011-04-01
Stjórnar Vilhjálmur Egilsson Íslandi?
Ráðherrum er annt um að halda sætum sínum og þingmönnum er annt um að verma stóla sína. En spurningin er er það eingöngu launatékkinn sem laðar eða vilja þeir völd líka.
Ríkisstjórnin virðist láta auðveldlega kúgast af aðilum vinnumarkaðsins sem vilja hefta atvinnufrelsi og gera Ísland að landi leiguliðanna.
Ástandið í íslensku samfélagi minnir á svartar miðaldir þegar að handrukkarar furstanna riðu um héruð og tóku búpening og uppskeru af bændum.
Nú er verslað með launþega. Það er verslað með þá fyrir kvóta og skattgreiðslur þeirra eru orðnar af verslunarvöru í milliríkjasamskiptum við Breta og Hollendinga.
Í raun er verið að semja um að fækka þeim sem hafa aðgang að auðlindunum í hlutfalli við þá sem þyggja laun fyrir vinnu sína. Vinnuveitendur vilja öll völd. Völd yfir auðlindunum. Völd yfir fjármagninu og völd til þess að ráða örlögum landsmanna.
Þeir hafa sýnt að þeir fara illa með þessi völd. Það er fremur ömurlegt að horfa upp á ríkisstjórnina selja þessum aðilum völdin sem hún hefur þegið í gegnum umboð þjóðarinnar.
Ég sendi þingmönnum þennan texta og spurði þá hvort Vilhjálmur Egilsson stjórnaði Íslandi.
Ég hef fengið eftirfarandi svör:
Sjálfstæðisflokkur:
Þingmaður 1 Nei er það
Þingmaður 2 Já ég get svarað þessari spurningu. Svarið er nei.
Þingmaður 3 Ríkisstjórnin fer með framkvæmdarvaldið og getur ekki framselt það. 'Eg hef setið á Alþingi í Íslendinga í umboði þeirra sem hafa kosið mig og sinni verkefnum mínum af heiðarleika en verður annarra að meta störf mín þegar þar að kemur.
Hreyfing
Þingmaður 1 Ég er bara hjartanlega sammála þér Jakobína, þetta er ömurlegt. Takk fyrir endalaust baráttuþrek
Þingmaður 2 Áttu við hvort VE stjórni Íslandi eða hvort það sé launatékkinn eða völd sem haldi þingmönnum í sætum sínum?
SA og önnur hagsmunasamtök stjórna allt of miklu en þó mun minna en ég held að þau hafi gert á valdatíð Sjálfstæðismanna. Hvort það séu völd eða laun sem haldi þingmönnum í stólum sínum get ég bara svarað fyrir mig; hvorugt. Ég hafði betur upp úr mér fyrir mun minni vinnu sem sjálfstætt starfandi bókmenntafræðingur og upplifi ekki að ég hafi nein völd. Fyrir mér er þingmennskan þegnskylduvinna.
Samfylking
Þingmaður 1 Nei, hann gerir það ekki. En menn eins og hann, sem berjast fyri sérhagsmunum og ekki almannahagsmunum, hafa alltof mikil völd.
Þingmaður 2 Það er ekki útséð um það hversu miklu SAA munu fá framgengt í sinni kröfugerð en víst er að þeir tala eins og sá sem valdið hefur, og telja sig augljóslega vera þess umkomna að segja stjórnvöldum fyrir verkum. Ég held að ástæðan fyrir því hversu augljóst þetta er nú um stundir sé sú, að í stjórnartíð sjálfstæðisflokksins þurftu þeir aldrei að byrsta sig. Þér réðu einfaldlega því sem þeir vildu ráða. Sá er munurinn.
Þingmaður 3 Nei, það má náttúrlega alls ekki vera þannig að Vilhjálmur Egilsson eða SA stjórni Íslandi. Ég verð að játa að mér finnst bíræfni þeirra og frekjugangur oft fram úr hófi. En við verðum að standa gegn þeim það ætla ég minnsta kosti að gera.
VG
Þingmaður 1 Sá ekkert spurningamerki en get tekið undir hugleiðingar þínar. Ég sendi þessum þingmanni ábendingu um að spurningin væri í fyrirsögninni og fékk þá þetta svar: Fór of hratt yfir. Já, hann er sannarlega einn af þeim tiltölulega fámenna hópi.
Þingmaður 2 Nei, ég er alveg á gati og skil ekki einu sinni spurninguna.
Framsókn
Þingmaður 1 Ég átti svolítið erfitt með að greina spurningu í annars athyglisverðum hugleiðingum. Nema þó þá, hvort eingöngu sé það launatékkinn sem laði ráðherra og þingmenn að störfum sínum eða hvort völd geri það líka. Hér verður auðvitað hver að svara fyrir sig, en í mínu tilviki er það nú líklega einna helst löngun til þess að verða að liði og gera gagn sem laðar mig að þessu starfi. Ef ég geri ekki gagn, á ég ekkert erindi í þetta.
![]() |
Viðræður halda áfram í dag |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
2011-03-31
Hvar var Sigurður Kári í hruninu?
Jú hann var að rífast um áfengissölu í verslunum.
Smásalar hafa lengi barist við að ná áfengissölunni af ríkinu og átt sína málsvara meðal stuttbuxnaliðs sjálfstæðisflokksins. ´
Ekki tel ég að Jóhanna sé mikill stjórnmálaskörungur en orð verða máttlaus við að berast af vörum Sigurðar Kára.
![]() |
Það er alls ekki stjórnleysi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Það er augljóst að stjórnvöld hafa ætlað að afgreiða málefni Landsbankans með því að reisa skjaldborg um Björgólf Thor en láta skattgreiðendur borga Bretum og Hollendingum bætur vegna athæfis hans í Bretlandi og Hollandi.
Notuð eru öll rök hruntímabilsins til þess að hvítþvo strákinn. Hann notaði kennitölu gamla Landsbankans og kennitölu fyrirtækja sinna og þess vegna er hann ekki ábyrgur gjörða sinna vilja gáfumenn áframhópsins halda fram.
Þegar hann mútaði samfylkingunni notaði hann kennitölur fyrirtækja sinna til þess að koma fjármunum í vasa stjórnmálamanna.
Hann hreinsaði fjármuni út úr Landsbankanum til þess að fjármagna fyrirtækin sem fármögnuðu flokkana bæði sjálfstæðisflokk og samfylkingu.
Nei hópurinn um Icesave hefur ekki birt blaðaauglýsingar. Hvers vegna? Það er vegna þess að sá hópur fær ekki styrki frá fjármagnseigendum. Nei hópurinn er hópur alþýðunnar sem neitar að borga skaðann af fjárglæfrum einkaaðila í útlöndum.
![]() |
SFO rannsakar Landsbankann |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
2011-03-27
Stöðurveitingar valdatæki flokkanna
Búsáhaldabyltingin blés von í brjóst þjóðar sem haldin var langvarandi deyfð gagnvart viðvarandi spillingu. Spillingin var svo inngróin í stjórnmálin að einstaklingar hafa mátt sín lítils gegn valdinu. Í tíð sjálfstæðisflokksins efldist í landinu mikið karlaveldi sem ríkti í stjórnsýslunni í fjölmiðlum hjá dómsvaldinu og í stjórnmálum. Dómstólar hafa ekki dæmt konum í vil vegna ráðninga í aðrar stöður en hjá Háskóla Íslands. Það hefur verið þegandi samkomulag um það meðal valdhafanna að stjórnmálastéttin ætti stjórnsýsluna og að stöðuveitingar væru valdatæki flokkanna.
Þetta er hluti af íslenskri stjórnmálamenningu.
Flokkarnir skipta með sér embættum og láta sig mannréttindi litlu varða. Jóhanna Sigurðardóttir er engin undantekning hvað þetta varðar. Frá því að Jóhanna tók við ráðherraembætti árið 2006 hafa 6 af hverjum 7 sem hún ræður í embætti verið karlmenn. Í karlasamfélaginu eru það karlar sem plotta og í þessu samfélagi er ekki pláss fyrir konur. Því miður er feministafélagið hluti af þessum valdastrúktúr. Þar plotta konurnar í forystunni um að koma sínum konum að og láta sig almenn málefni kvenna litlu varða.
Dómsvaldið gerði jafnréttislögin að bitlaus með því fordæmisgefandi dómum sem sýknuðu stjórnmálamenn af brotum á jafnréttislögum við skipun í embætti.
Jóhanna Sigurðardóttir ber pólitíkska ábyrgð á ráðningum í forsætisráðuneytinu. Faglegir ráðgjafarar eru eingöngu ráðgjafar og ekki ábyrgir fyrir stjórnvaldsákvörðunum. Það er því fremur ómerkilegt að vísa á mannauðsráðgjafa og reyna með því að fyrra sig ábyrgð.
Varla getur forsætisráðherrann borið því við að hún þekki ekki lögin sem hún samdi sjálf.
Mat kærunefndar á broti Jóhönnu er bara enn eitt dæmið um firringuna sem ríkir í menningarkima stjórnmálanna á Íslandi.
![]() |
Á móti stjórnarráðsfrumvarpinu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meðal þess sem heyrst hefur um lánamál Björgólfs hjá Landsbankanum er að félag hans Novator Pharma fékk 43 milljarða að láni hjá útibúi Landsbankans í London á fyrri hluta ársins 2007."
Yfirtaka Björgólfs Thors á Aktavís kostaði sex milljarða EVRA. Landsbankinn og Kaupþing lánuðu hundrað milljónir evra hvort í tengslum við yfirtökuna. Skuldbindingar félaga sem tengjast Björgólfi Thor gagnvart Landsbankanum koma ekki fram í ársreikningum bankans. Björgólfur Thor Björgólfsson ber ábyrgð á um fjórðungi af erlendum brúttóskuldum íslenska þjóðarbúsins Fjöldi stofnana hafa tapað stórfé á fjárfestingum sem tengjast Björgólfsfeðgum. Svo virðist sem Björgólfarnir hafi fært skuldirnar á föðurinn en eignirnar á soninn.
Já til fjandans með Ísland og framtíð barna okkar bara ef okkur tekst að fela spillinguna sem grasserar í stjórnmálum og viðskiptum.
Eða eins og Jóhannes Björn orðar það:
Við vitum að pólitíska stéttin var á kafi í kúlulánum og rannsóknarskýrslan birti lista yfir þá sem fengu yfir 100 milljónir. Hvers vegna voru ekki nöfn þeirra sem fengu t.d. 20, 30 eða 50 milljónir frá glæpagenginu? Eru það ekki raunverulegir peningar? Sennilega þorði rannsóknarnefndin ekki að birta slíkan lista vegna þess að þá hefði þjóðin séð að svo til allir þingmenn voru on the take eins og sagt er í Ameríku. Stofnunin hefði ekki lifað það af.
Bjöggi er búin að múta svo mörgum að hann á bara alls ekki skilið að verða rannsakaður. Hann hefur veitt hundruðum milljóna út úr fyrirtækjum sínum til þess að tryggja velvild og þöggun og svo lendir hann í þessu.
![]() |
Björgólfur Thor furðar sig á frétt Telegraph |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 19:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
2011-03-27
Hví ekki að borga skuldir Björgólfs Thors?
Gáfumenn Áframhópsins eru nú í óða önn að svara þessari spurningu.
Hvers vegna ekki að fækka kennslustundum í grunnskólum...reka starfslið leikskóla og hætta að sinna veikindum fólks á landsbyggðinni til þess að Björgólfur Thor geti áhyggjulaus farið í siglingu á snekkjunni sinni með fjölskylduna?
Já það þarf miklar gáfur til þess að finna góðar ástæður til þess að senda Ísland til fjandans svo að Björgólfur Thor geti gengið reistur í útlöndum og sagt að hann hafi látið ríkisstjórn Íslands redda þessu.
Þegar fyrri Icesave samningur lá fyrir spáðu málpípur ríkisstjórnarinnar því að Ísland myndi verða Kúba norðursins ef þjóðin hafnaði Icesave.
Nú ganga Já menn sem kalla sig Áfram hópinn og segjast vera gáfaðri en Nei hópurinn.
Niðurstaða þeirra er því að þjóðin á að taka að sér að greiða skuldir banka sem ríkisstjórn Davíðs Oddssonar gaf Björgólfi Thor & co sem skröpuðu allt fé innan úr honum vegna þess að það sé gáfulegt.
Gáfumennirnir í Áframhópnum virðast ekki skilja innihald samningsins þrátt fyrir miklar gáfur. Því er gjarnan haldið fram af gáfumannadeild áframhópsins að nú sé Ísland ekki ábyrgt fyrir höfuðstólnum vegna þess að Ísland sé bara ábyrgt fyrir því sem verður afgangs af höfuðstólnum eftir endurheimtur árið 2016. Ég spyr hver er munurinn?
Áframdeildin hefur valið Bjarna Ben og Tryggva Þór Herbertsson sem lukkudýr fyrir hreyfingu sína. Þessi lukkudýr eru helstu talsmenn ójöfnuðar og báðir mjög flæktir í útrásina með vafasömum hætti.
Innistæður opinberra stofnana, tryggingafélaga og fjárfestingarfélaga á Icesave-reikningum Landsbankans í Bretlandi og Hollandi nema hundruð milljarða íslenskra króna. Íslensk stjórnvöld nýttu ekki heimild í EES-samningunum til að undanþiggja þennan hluta innlánanna ábyrgð sjóðsins þrátt fyrir að vænn hópur hafi þegið nefndargreiðslur í tvö ár fyrir að sjá um innleiðingu þessarar heimildar í ráðuneyti Björgvins G Sigurðssonar.
![]() |
Icesave-hópar stækka ört |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 19:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (14)
2011-03-25
Valdnýðsla...humm
Þegar Sjálfstæðisflokkur og Samfylking settu bankanna...seðlabankann og þjóðarbúið á hausinn dugði það ekki til þess að vantrauststillaga fengist samþykkt á Alþingi.
Þegar Steingrímur kynnti fyrir þjóðinni samning við Breta og Hollendinga sem hefði gert landið efnahagslega óbyggilegt og reyndi að fá hann samþykktan með því að leyna þingmenn innihaldinu þá sagði hann ekki af sér.
Þegar forsætisráðherran brýtur jafnréttislög kennir hún öðrum um og kann ekki að skammast sín.
Konur úr röðum femínista styðja Jóhönnu við þessi athæfi hennar. Sumir virðast halda að af því að Björn Bjarnason sé verri þá sé þetta bara allt í lagi rétt eins og vond stjórnsýsla sé í lagi í dag bara af því að það er ekki Davíð Oddsson sem stjórnar henni.
Vanþroski íslenskra stjórnmála er ótrúlegur.
![]() |
Ríkisstjórn Kanada fallin |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
2011-03-25
Jáið byggir á litlu hyggjuviti
Auknar erlendar skuldir munu hafa neikvæð áhrif á gengi krónunnar og draga úr almennum kaupmætti. Þetta skiptir litu máli fyrir stjórnmálamenn og bankastjórna því þeir hækka bara launin sín þegar vöruverð hækkar.
Skuldastaða Íslands er grafalvarleg og mun versna ef ríkissjóður samþykkir Icesave.
Erlendar skuldir þjóðarbúsins eru yfir 300% af vergri landsframleiðslu. Þetta þýðir að Ísland er áhættupappír. Það vita það allir sem hafa eitthvað vit á fjármálafræði að aukin áhætta hækkar vaxtaprósentu -þ.e. að vaxtaprósenta speglar áhættu.
Þetta vissu fjárfestarnir sem lögðu fjármuni inn a hávaxtareikninga Icesave. Þeir hirtu í mörg ár gróðann af háum vöxtum en vilja núna færa tapið á íslenska skattgreiðendur sem ekki tóku þátt í þessum viðskiptum.
Með því að samþykkja ríkisábyrgð á Icesave er verið að taka miklar skuldbindingar á ríkið sem hefur engar skuldbindingar gagnvart Icesave eins og staðan er í dag.
Það eru eingöngu þeir sem ekki þekkja til Icesave og stjórnmálamenn og málpípur þeirra sem láta sér detta í hug að Jáið sé kostur.
Hvers vegna vila stjórnmálamenn já við Icesave. Jú Jóhannes Björn telur skýringuna vera:
Við vitum að pólitíska stéttin var á kafi í kúlulánum og rannsóknarskýrslan birti lista yfir þá sem fengu yfir 100 milljónir. Hvers vegna voru ekki nöfn þeirra sem fengu t.d. 20, 30 eða 50 milljónir frá glæpagenginu? Eru það ekki raunverulegir peningar? Sennilega þorði rannsóknarnefndin ekki að birta slíkan lista vegna þess að þá hefði þjóðin séð að svo til allir þingmenn voru on the take eins og sagt er í Ameríku. Stofnunin hefði ekki lifað það af.
Nei við Icesave.
![]() |
56% segja ætla að styðja lögin |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 19:05 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
2011-03-25
Bygg óhæft til manneldis ræktað óvarið
Ég birti þennan pistil fyrir nokkru þegar umræðan um það að leyfa útiræktun á byggi sem búið er að gera ófhæft til manneldis var í umræðunni:
Í Kastljósi í fyrradag var rætt við Eirík Steingrímsson um útiræktun erfðabreytts byggs til lyfjaiðnaðar.
Það liggur fyrir að það er hætta á því að byggið dreifist og getur mengað aðrar plöntur. Það liggur líka fyrir að skaðsemi byggsins fyrir menn og skepnur er lítt rannsökuð.
Hann fullyrðir að góðir vísindamenn komist að því að erfðabreytta byggið sé óskaðlegt en vondir vísindamenn komist að því að byggið sé skaðlegt.
Eiríkur segir: jú hvað gerist við erfðabreytingu, við setjum ákveðna erfðabreytingu, við hönnum ákveðna erfðabreytingu, við ætlum að setja ákveðin gen inn í byggið í þessu tilfelli og það sem gerist er að þessi erfðabreyting hún fer inn á litning byggsins og þar er hún stöðug. Hún fylgir litningi byggsins. Hún er til staðar í öllum frumum byggsins. Hún fer yfir í næstu kynslóð byggsins og svo framvegis.
Það er tvennt sem er athyglisvert við þennan málflutning Eiríks. Í fyrsta lagi málið er honum skylt. Hann talar um "við gerum" sem bendir til þess að hann telur sig til þess hóps sem hafa hagsmuni af þessu framtaki. Í öðru lagi kemur skýrt fram að breytingin er varanleg og óafturkræf.
Ekki þarf nema eitt sæmilegt íslenskt rok til þess að fræ með varanlegum breytingum fjúki um allar jarðir og smiti heilbrigt bygg með genabreytingum sem gera það óhæft til fóðurs eða manneldis. Slíkar breytingar eru óafturkræfar. Ef akur smitast er ekkert annað hægt að gera en að eyða honum. Jafnvel jarðvegurinn er líka ónýtur vegna þess fræin leynast í moldinni.
Það hefur verið í heimsfréttunum að matvælaskortur sé framundan í heiminum. Verð á korni fer hækkandi. Á Íslandi er mikið af ónýttu landssvæði sem hægt er að nýta undir kornrækt. Jarðvinnuverktakar eru atvinnulausir og nægur mannauður til þess að gera landið verðmætt. Loftslag fer hlýnandi þannig að skilyrði til kornræktunar fer batnandi. Eins og sakir standa er mikið af korni flutt inn bæði fyrir skepnur og til manneldis.
Það er talað um þörf á atvinnusköpun en möguleikarnir til atvinnusköpunar eru vannýttir og menn einblína á alþjóðafyrirtæki í lyfjaiðnaði og stóriðju sem skilja eftir sig mengað land og nota sáralítinn mannafla auk þess sem þeir hirða allan arðinn af starfseminni og koma sér hjá að greiða skatta.
Eiríkur sakar höfunda greinagerðar frumvarpsins um hjávísindi. Hvort sem Eiríki er það ljóst eða ekki þá stundar hann sjálfur hjávísindi þegar hann setur fram fullyrðingar um skaðleysi ræktunar erfðabreytts byggs undir beru lofti í landinu. Með því að leyfa þetta er verið að stíga skref sem ekki verður tekið til baka. Þetta er mál sem þarf að skoða með félagsvísindalegri nálgun auk þess sem ganga þarf úr skugga með óyggjandi hætti um skaðsemi ræktunarinnar.
Ef það fréttist að hér sé möguleiki á slysi varðandi matvælaframleiðslu getur það skaðað almennan matvælaútflutning og latt ferðamenn til þess að leggja leið sína til landsins. Málið er í heild sinni í raun skelfilegt og þröngur metnaður virðist keyra menn áfram í markmiðsdrifinni hugsun sem hafnar öðrum afleiðingum en menn telja að þjóni þeirra hagsmunum.
![]() |
Fá að rækta erfðabreytt bygg |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (22)
2011-03-25
Svar til Jóhönnu Sigurðardóttir
![]() |
Launamunur kynjanna minnkar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)