Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
2012-02-18
Grunlaus saksóknari
Gunnar Andersen og Bjarni Benediktsson eiga það sameiginlegt að hafa verið yfirheyrðir í Kastljósi vegna athafna þeirra í viðskiptalífinu.
Í áliti Ásbjörns Björnssonar og Ástráðs Haraldssonar segir að þeir séu sammála því mati Andra að ekkert hefur komið fram sem sýnir að Gunnar Þ. Andersen hafi í störfum sínum í þágu Landsbanka Íslands á árunum 2001-2002 gerst sekur um brot sem talist gætu geta leitt til þess að hann yrði látinn sæta refsiábyrgð.
Gunnar Andersen er ekki grunaður um refsivert brot en fær það mat að athafnir hans í upphafi fyrirhrunstímabilsins geri hann óhæfan til þess að gegna ábyrgðarstöðu sem hann hefur sinnt í þrú ár.
Bjarni Benediktsson hefur hins vegar ekki fengið hvítþvott. Ekki liggur fyrir staðfesting á því að hann hafi EKKI gerst sekur um brot sem gætu leitt til þess að hann væri látinn sæta refsiábyrgð. Bjarni að eigin sögn stefnir að því að verða forsætisráðherra Íslands. Bjarni stýrði félögum sem skulda yfir 150 milljarða og hafa fengið 66 milljarða afskrifaða. Bjarni er flæktur í Vafningsmálið og Bjarni og faðir hans seldu hlutabréf í Glitni fyrir u.þ.b. milljarð í febrúar 2008.
Ef ég væri ekki of kurteis þá myndi ég sennilega kalla Bjarna hrokagikk. En ég ætla að sleppa því en benda á að þegar stjórnmálamenn mæta í Kastljósið og eru hrokafullir við þáttastjórnandann þá eru þeir einnig að sýna kjósendum þennan hroka. Tilfinning mín eftir að hafa hlustað á mál Bjarna í Kastljósi var fyrst og fremst sú að greind minni væri stórlega misboðið. Nú er ég ekki fullkomin og alls ekki laus við að hafa skoðanir á heiðarleika forystu sjálfstæðisflokksins. En mér fannst málflutningur Bjarna barnalegur og held að hann misreikni sig á gáfnafari þjóðarinnar. Hlustendur RÚV eru ekki utangátta og hnýpnir skuldaþræðar, jú skuldaþrælar en ekki utangátta og hnýpnir.
Bjarni Benediktsson fullyrti í Kastljósi að hann væri ekki grunaður. Það liggja fyrir staðreyndir um þáttöku hans í ferli sem miðaði að því að fara á svig við útlánareglur Glitnis. Dæmi upp á tíu milljarða. Í sama mánuði selur Bjarni lífeyrissjóði hlutabréf sín í Glitni sem að mati innherja hafa verið orðin verðlaus á þeim tíma. Hann fær eigi að síður 120 milljónir úr sjóðum launamanna fyrir þessi bréf. Hver er það sem hefur lögboðið vald í samfélaginu (réttarríkinu) til þess að gruna menn? Jú það er saksóknari. Ef saksóknari grunar ekki Bjarna þá vekur það eitt upp hjá mér grunsemdir um að ekki sé allt með feldu hjá saksóknara. Saksóknari er ekki grandalaus heldur fagmaður á sviði grunsemda.
Gat ekki um félög á Guernsey | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
2012-02-18
Stærstu málin órannsökuð
Atburðir sem ekki fer á milli mála að áttu langmestan þátt í að setja þjóðarbúið á hausinn hafa ekki verið rannsakaðir. Þetta er einkavæðing Bankanna og framferði stjórnenda lífeyrissjóðanna. Vissulega hafa lífeyrissjóðirnir rannsakað sjálfan sig. Ýmislegt er látið liggja á milli hluta í rannsóknarskýrslu lífeyrissjóðanna.
Á fyrirhrunstímabilinu var sparnaður launþega notaður til þess að halda uppi háu gengi krónunnar með afleiðusamningum. Í þessu skjóli tæmdu eigendur banka og stórfyrirtækja gjaldeyrisvarasjóðinn og færðu fjármagn á aflandseyjar. Oftar en ekki var þetta gert með fjármagni sem lífeyrissjóðirnir lánuðu og töpuðu. Lífeyrissjóðirnir héldu hinsvegar að sér höndum í erlendum fjárfestingum og spyrja má hvort að tilgangurinn hafi verið að skapa svigrúm fyrir þá sem lífeyrissjóðirnir fjármögnuðu á þessum tíma og stjórnendur þáðu af veglegar gjafir.
Menn með innherjaþekkingu, oft menn úr æðstu valdaembættum landsins, seldu hlutabréf sín í bönkunum eftir að ljóst var í hvað stefndi með bankanna. Kaupendur voru lífeyrissjóðir launamanna. Innherjaviðskipti af þessu tagi ganga út á að svíkja fé út úr kaupandanum. Um er að ræða hundruð milljóna og jafnvel milljarða.
Hví er þetta ekki rannsakað?
Í sama mánuði og Bjarni Ben, formaður sjálfstæðisFlokksins, skrifaði upp á pappíra sem þjónuðu þeim tilgangi að sniðganga reglur um útlán í Glitni og varð þannig þátttakandi í gjörningi sem stuðlaði að því að setja bankann á hausinn seldi hann hlutabréf sín í Glitni. Faðir Bjarna seldi einnig sín hlutabréf uppá 800 milljónir.
Vilhjálmur Birgisson greinir frá því á pressunni að Bjarni seldi lífeyrissjóðunum bréf sín. Þegar Helgi Seljan spurði Bjarna hvað hann hefði gert við andvirði hlutabréfanna svaraði Bjarni því til að hann hefði byggt hús fyrir fjölskylduna.
Hafi Bjarni haft innherjaupplýsingar á þessum tíma, t.d. vegna aðkomu hans af málefnum sem tengdust bankanum þá þýðir það að Bjarni hafi svikið fé út úr lífeyrissjóðunum. Það fer samt ekki á milli mála að Bjarni byggði hús sitt fyrir sparifé launamanna.
Bjarni ber því við að hann sé saklaus uns sekt hans sé sönnuð og bregst ókvæða við þegar Helgi Seljan spyr hann hvort hann telji að ekki þurfa að rannsaka þessi viðskipti. Segist ekki vera grunaður. Ég verð þó að játa að það þarf sérlega einfalda sál til þess að gruna Bjarna ekki um neitt miðað við þær staðreyndir sem liggja fyrir og Bjarni hefur viðurkennt.
Mun andmæla kröftuglega | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Mér er algjörlega fyrirmunað að taka afstöðu til þess hvort að brottrekstur Gunnars Andersen eru góð eða vond tíðindi. Það vakna þó ýmsar spurningar um hæfni ráðherra við að skipa embættismenn í stjórnsýslunna. Sé Gunnar vanhæfur nú þá hefur hann einnig verið það fyrir þremur árum þegar hann var ráðinn í embættið.
Sumir hafa bent á að það sé dularfullt að hann skuli vera rekinn nokkrum klukkustundum eftir að fyrsti dómur í innherjasvikum er kveðinn upp í hæstarétti og gera má ráð fyrir frekari rannsóknum um innherjaviðskipti stjórnmálamanna og annarra í aðdraganda hrunsins. Tvennt getur í raun ráðið för. Í fyrsta lagi að FME hefur þrátt fyrir að hafa sent fjölda mála til Sérstaks Saksóknara ekki hróflað við mönnum sem koma úr ákveðnum kima samfélagsins. Hinu hefur þó líka verið gert skóna að forstjórninn hafi verið of skilvirkur við að senda Sérstökum saksóknara mál.
Sú staðreynd liggur þó fyrir að stjórnmálamenn, núverandi og fyrrverandi, hafa sloppið undan athugulum augum forstjóra FME.
Bjarni Benediktsson og nánir ættingjar hans seldu hlutabréf fyrir milljaða í aðdraganda hrunsins.
Þorgerður Katrín og maður hennar færðu hlutabréf fyrir á annan milljarð af sinni persónulegu kennitölu.
Þetta eru þau mál sem mest hafa verið áberandi en trúlega eru fleiri mál sem þarf að skoða.
Forstjóra FME sagt upp | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
2012-02-17
Misjöfn örlög manna
Eldri karlar eru meirihluti þeirra sem mótaði samfélag sem einkennist af mismunum og misnotkun á völdum. Í nýlegri frétt af könnun um fátækt í Evrópu kemur fram að mun stærri hópur barna á Íslandi býr í fjölskyldum sem lifa undir fátæktarmörkum en í þeim löndum sem við viljum bera okkur saman við.
Í upphafi fólst spillingin aðalega í því að tryggja stjórnmálamönnum og fjölskyldum þeirra einokunarstöðu í viðskiptalífinu. Síðan komust menn upp með að setja lög sem færðu alla áhættuna af lánaviðskiptum yfir á lánþega. Rétturinn til þess að veiða fiskinn í sjónum var færður í fárra hendur. Æði rann á menn og þeir gáfu vinum sínum ríkisbankanna. Hrokinn og hybrisminn var orðinn botnlaus. Þeir máttu allt. Lagaumhverfi var hannað til þess að standa vörð um arðránið.
Flestir þeirra sem frömdu alvarlegustu glæpina á fyrirhrunstímabilinu virðast þó ætla að sleppa. Baldur er þó undanskilinn ásamt fleirum.
Vandinn er meðal annars að sjálfstæðisFlokkurinn hefur um langa hríð lögleitt alls konar glæpastarfsemi með aðstoð þeirra flokka sem setið hafa með þeim í stjórn. Ég birti eftirfarandi pistil á feisbókinni um RÉTTARRÍKIÐ.
Réttarríkið
Í valdatíð sjálfstæðisFlokksins var réttarríkið hannað utan um arðránsmafíuna. Réttarríkið fer mjúkum höndum um stjórnmálamenn sem þyggja mútur. Það kallar ekki á ábyrgð stjórnenda sem skuldsetja fyrirtæki um hundruð milljarða og standa ekki við endurgreiðslur. Það kallar ekki á ábyrgð stjórnenda lífeyrissjóðanna sem héldu uppi háu gengi krónunnar með framvirkum samningum og studdu með því að arðrán var framið í skjóli nætur þegar gjaldeyrisvarasjóðurinn var tæmdur.
Réttarríkið er sniðið að þörfum forréttindastéttar sem hefur einokunarrétt á rentunni af sjávarauðlindinni. Réttarríkið hunsar mannréttindi, hefur skert atvinnufrelsi og hefur haft að engu frumbyggjarétt í byggðum landsins. Í skjóli reglna réttarríkisins eru aðalega menn og stundum konur valin til embætta í krafti klíkutengsla. Réttarríkið lætur sig litlu varða um öryggi neytenda og styður það að innihald eiturefna í neysluvöru sé haldið leyndu fyrir neytendum.
Okurlánastarfsemi á íbúðamarkaði er lögleidd á Íslandi. Réttarkerfið hefur ekki ráðið við að draga menn til ábyrgðar fyrir samráð á olíumarkaði. En gríðarlegur kostnaður hefur hlotist af samráði á fákeppnismarkaði fyrir minni og meðalstór fyritæki og fjölskyldurnar í landinu. Stórar verslunarkeðjur beita birgja þvingunum í krafti stærðar sinnar. Klíkuráðningar í hæstarétt þykja ekki tiltökumál og dómar á Íslandi bera það með sér að dómskerfið dregur taum valdsins og mannréttindi eru hunsuð.
Ráðherrar sjálfstæðisFlokksins hafa gengið erinda aðila með þrönga hagsmuni og hafa komið hagsmunamálum þeirra í gegnum þingið og þau hlotið gildi sem lög.
Flokkarnir
Núverandi ríkisstjórn tók við rústum þess sem kalla má eðlilegt réttarríki. Margir bundu vonir við að menn myndu bretta upp ermarnar í kjölfar kosninga árið 2009 og reisa við hér það sem kalla mætti norrænt velferðarsamfélag. En ríkisstjórn Jóhönnu brást í þeim efnum. Inngróin ölmusuhyggjan og þjónkun við fjármagnið hefur ekki leyft miklar breytingar.
Ég velti því stundum fyrir mér hvort að stefnumál stjórnmálaflokkanna séu blekking ein. Stjórnmálaflokkarnir virðast vera stofnanir sem veita sérhagsmunahópum farveg til valda. Í prófkjörum mæta hópar sem eru forsvarsmenn þröngra hagsmuna inn í alla flokkanna og hefja blekkingaleikinn. Stefna flokksins skiptir þá litlu máli en þeir berjast um að komast inn og síðan fyrir að koma þröngum sérhagsmunum í gegnum þingið. Þessu er stjórnað annars vegar með því að senda rétta fólkið og hins vegar með veglegum gjöfum til kandídata. Þetta getur skýrt þá óværð sem ríkir jafnan innan flokkanna. Dæmi um svona hópa eru LÍÚ, Engeyjarættin og vinir Björgólfs Thors.
Þöggun
Bankahrunið hafði eitt gott í för með sér fyrir íslenska þjóð. Í áratugi hefur valdastéttin innrætt þöggun. Með ofbeldi, uppeldi, hótunum og áróðurfrösum eins og samsæriskenningar hefur fólki verið kennt að þegja. Eftir bankahrunið losnaði almenningur að einhverju leyti úr viðjum þöggunar þótt vissulega megi segja að umræðan megi þroskast og beinast meir að málefnum en liðshyggju. Gríðarlegir hagsmunir eru í húfi fyrir forréttindastéttina. Enda geysist hún nú fram á völlinn og gefur álit í pistlum og spjallþáttum.
Málfrelsi er þessum aðilum ógnun enda þarf hátt stig meðvitundarleysis þjóðarinnar til þess að hægt sé að arðræna hana eins og raun ber vitni. Vopn valdhafanna hafa verið leynimakk, blekkingar og þöggun. Til þess að stemma stigum við umræðunni sem ógnar forréttindastéttinni er tjón forréttindastéttarinnar gert að tjóni almennings en í skrifum Helga Jóhannessonar lögfræðings segir hann um umræðuna að: risið hafa upp draugar sem eru að valda þjóðfélagi okkar meira tjóni en hrunið sjálft gerði. Þjóðfélagið okkar í máli Helga er þó ekki þjóðfélagið mitt enda telst ég til almúgans sem er óvarinn af réttarríkinu. Þjóðfélagið okkar sem Helgi vitnar í er hinn myrki kimi þjóðarsálarinnar sem hann talar fyrir.
Valdastéttinni ógnað
Skrif Helga bergmála helstu nöldursstef formanns sjálfstæðisFlokkins um þessar mundir. Eitt helsta áhyggjuefni Helga er að vegið sé að rótum réttarríkisins. Vissulega er umræðan að draga fram helstu drætti af þeirri ómynd sem Helgi vill kalla réttarríki. Helgi gerir að umtalsefni áhyggjur sínar af því að hinir 300 sem bera réttarstöðu grunaðra hjá sérstökum saksóknara fái ekki atvinnu og gagnrýnir að menn séu settir í þessa stöðu. Guðbjörn Guðbjörnsson bendir hinsvegar á á bloggi sínu, réttilega, að 10 til 15 þúsund manns hafa misst atvinnu frá hruni eða flúið land án þess að hafa nokkuð til saka unnið. Helgi virðist hafa litlar áhyggjur af þessum hópi enda kannski um að ræða fólk sem réttarríki Helga er ekki ætlað að vernda.
Grein Helga er þó afhjúpandi. Dregnir eru saman hagsmunir manna sem grunaðir eru um glæpi, hagsmunir núverandi formanns sjálfstæðisFlokksins og hagsmunir fyrrverandi forsætisráðherra stjálfstæðisFlokksins og bökuð úr því ein kaka. Greinin er eins og játning innan úr hinum helgu véum Valhallar að þar eigi arðránsmafían uppruna sinn.
Dómur yfir Baldri staðfestur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (36)
2012-02-10
Er íslenski skólinn vondur?
Það er þarft að spyrja hvers vegna ungmenni flosna úr námi.
Þegar grunnskóla lýkur hafa unglingar/ nemendur setið tíu ár á skólabekk. Um fimmtungur þessara nemenda getur vart lesið sér til skilnings.
Þegar í framhaldsskólann er komið taka við námskeið sem sum hver krefjast mikils lestur og ef nemendur skilja ekki textan grípa þeir til utanbókarlærdóms sem ekki veitir neinn grunn til þess að byggja á í framhaldinu.
Bækur í framhaldsskólum eru misjafnar að gæðum og sumar úreltar. Trúlega eru margir hinna brottföllnu skynsamir einstaklingar sem hafa hreinlega gefist upp á að láta troða í sig skoðunum sem eru kynntar sem staðreyndir.
Hátt brottfall úr skólum á Íslandi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 08:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
2012-01-22
Next time you fart
Hatrið er verst | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Frá hruni hefur verið uppi hávær krafa kjósenda um uppgjör við fortíðina. Samtrygging fjórflokksins og mútuþægni og samsekt stjórnmálamanna hefur valdið því að ekki má hrófla við ónýtu kerfi eða leita eftir því að þeir sem fóru með völdin standi skil á afglöpum sínum.
Afleiðingarnar láta ekki standa á sér. Um 90% þjóðarinnar treystir ekki þinginu. Um 50% kjósenda treysta sér ekki til að yfirlýsa stuðningi við fjórflokkinn.
Stjórnmálamenn kvarta gjarnan yfir glötuðu trausti en virðast ekki gera sér almennilega grein fyrir því hvaðan traustið sprettur. Það er hlutur stjórnmálamanna að ávinna sér traust en þeim virðist þó ekki fara það höndullega.
Til þess að bæta sér upp glatað traust hafa stjórnmálaflokkarnir gripið til þess að misnota aðstöðu sína á þinginu og hanna kerfi og tryggja stjórnmálaflokkunum greiðslur úr ríkissjóði til þess að gefa þeim forskot á ný framboð.
Ég spái því þó að í næstu kosningunum muni fjórflokkurinn gjalda alvarleg afhroð.
Rangt að ákæra Geir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Fyrir rúmu ári síðan gerði ég útekt þar sem ég kannaði skilning Íslendinga á hugtökunum vinstri og hægri. Niðurstaðan var sú að lítil fylgni var á milli þess hvort fólk skipaði sér til vinstri eða hægri og almennra skoðana þess hvað sé mikilvægt til þess að byggja upp gott samfélag. Þetta bendir til þess að kjósendur hafi haft lítinn skilning á merkingu þessara orðtaka og hafi verið lítt meðvitaðir um hvaða stefnu flokkarnir standi í raun fyrir.
Í könnun sem Jón Gunnar Bernburg og Sigrún Ólafsdóttir gerðu á viðhorfi Íslendinga til jöfnuðar var niðurstaðan að um 90% Íslendinga vilja búa í samfélagi þar sem jöfnuður ríkir og samfélagsgerðin bíður upp á velferð fyrir fjöldann. Á tuttugu ára valdaferli Davíðs Oddsonar var byggt upp samfélag spillingar sem útdeilir miklum auði til fárra og gerir ungt fólk að öreigum. Þetta samfélag varð til með stuðningi kjósenda þrátt fyrir að kjósendur vilji ekki slíkt samfélag.
Sé litið til skoðanakanna sem gerðar hafa verið undanfarið um fylgi flokkanna (fjórflokksins) eru íslenskir kjósendur að átta sig á ábyrgð sinni þegar þeir gefa atkvæði sitt í kosningum en 50% kjósenda treysta sér ekki til þess að halda tryggð við fjórflokkinn.
Núverandi ríkisstjórn hefur staðið sig illa við að afla þinginu trausts almennings. Gamlir þingmenn virðast vera fastir í flækju fordóma og trú á mútuvaldið. Forkólfum spillingarinnar er hampað við mannaráðningar í stjórnsýsluna og vantrú á hæfni kvenna hefur verið áberandi.
Erlendir auðhringir valsa um landið og hirða rentuna af auðlindunum. Spákaupmenn hafa fengið íslenska skuldara gefins og hagnast nú um milljarða á verðtryggingunni sem Steingrímur lofaði að afnema í aðdraganda kosninga. En íslenskir kjósendur eru að læra. Þeir eru að átta sig á að hugtökin vinstri og hægri eru merkingarlaus í pólitískum kima fjórflokksins. Þeir eru að átta sig á því að viðskiptaráð sem hafði mikil áhrif á lögjöf í aðdraganda hrunsins hefur lítinn áhuga á heilbrigði samfélagsins.
Um 50% kjósenda eru ekki tilbúnir til þess að leggja traust sitt á stjórnmál sem hafa snúið baki við verðleikum og jöfnuði. Andverðleikarnir sem fléttaðir hafa verið inn í hina rótgrónu pólitík birtist í andúð stjórnmálamanna á ábyrgð, skaðlegri hegðun fólks sem kallar sig fagfólk og biðröðum við velgerðarstofnanir.
Skýrsla um störf og stefnu stjórnarinnar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:09 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Geir heldur því statt og stöðugt fram að hann sé saklaus. Vælið í karlinum er að ganga fram að mörgum en það minnir á þunglyndisraus áfengissjúklings sem skýrir allt í sinni hegðun með breyskleika annarra.
Geir hefur frá hruni bankanna sýnt eindreginn hroka og hafnað allri ábyrgð. Menn sem ekki skilja að valdi fylgir ábyrgð eiga ekki að veljast til stjórnunarstarfa. Geir hefur ásamt öðrum valdhöfum og forréttindastétt í landinu skapað norm ábyrgðarleysis. Hið viðtekna er vangeta og skortur á atgervi og skeytingarleysi um velferð almennings. Vissulega er Geir sekur.
Ekkert annað en hneisa | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
2011-06-06
Dauðir karlar stjórna landinu
Stjórnmálamenn völdu kerfi sem kallar fram lénskipulag í anda miðalda fyrir tugum árum síðan. Styrkja og kvótakerfi í landbúnaði er fyrirmyndin sem hefur verið færð yfir á aðrar atvinnugreinar í landinu. Atvinnufrelsi er takmarkað og aðgangurinn að náttúruauðlindunum tryggður fáum.
Karlarnir sem áttu frumkvæði að því að móta þetta samfélg eru flestir dauðir en þeir stjórna enn. Lögin tryggja enn körlum völd og tryggja þeim einnig ábyrgðarleysi. Hugtök eins og ábyrgð atvinnufrelsi og kvenfrelsi eru litin hornaugum á þinginu.
Verkamönnum konum og börnum er úthýst úr heimi tækifæranna í kerfinu sem dauðir menn hafa skapað. Í kerfinu sem alþingi stendur vörð um.Stóra málið ekki afgreitt á vorþingi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)