Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Pistillinn sem Fréttablaðið vildi ekki birta

Ég vaknaði í morgun

 ...og frétti að sex milljarðar hefðu horfið á Sauðakróki. Jón Sigurðson nefndi eitthvað við Björgvin Sigurðson og Davíð Oddsson spjallaði við vin sinn Geir Haare í kjafasögustíl um aðstoð sem var boðin fram af breska seðlabankastjórnaum fyrir hrun. Fundargerðir og þess háttar er ekkert sem sem þarf að velta fyrir sér í máli á milli vina og seðlabanki Breta var hunsaður. Við vinirnir getum alveg gert svoleiðis, segjum bara brandara og fáum okkur svo kaffi. Menn veitast að Þór Saari vegna þess að hann glamrar á takkaborðið en gefa rangfærslum Jóns Sigurðsonar minni gaum. Það vakti athygli mína þegar Helgi Seljan færði fram röksemdir í Kastljóinu um "fyrir og eftir hrun". Það mátti skilja á orðum hans að atburðir hefðu mismunandi merkingu eftir því hvort rekja mætti þá til hrunsins eða ekki. En menn tala oft eins og hér hafi allt verið í fínu lagi og svo kom allt í einu hrun. Og svo kom eftir hrun og Steingrímur fór að bjarga efnahagslífinu. En hver fór að bjarga fólkinu?fightthepova.jpg

Ég sé hrunið öðruvísi en Helgi Seljan túlkaði það í Kastljósi í viðtali við Þór Saari þegar hann tók sem dæmi svindlarann sem rústaði húsinu sínu. Hann sagði að þessi maður hefði hvort sem er verið orðinn gjaldþrota fyrir hrun en skiptir það máli? Hrunið hlekkur í  langri atburðarrás sem hefur haldið áfram eftir hrun. Sagan heldur áfram og litast af því að ráðherrar úr hrunstjórninni tóku við og hafa beitt kapitalískri nálgun við sín viðfangsefni. Össur reddar vinum sínum í úr hrunstjórninni djobb í útlöndum því ekki má þetta fólk skorta en heimilin skulu blæða eins og Jóhanna fullyrti í Financial Times. Jú þeir eru reiðir en þeir skulu sko fá að borga sagði konan. Það er enginn vinstri flokkur inni á þingi nema að kalla mætti Þór Saari og Lilju Móses Vinstri flokk. Göldrótt forréttindastéttin veður upp í landinu og lætur milljarða hverfa hér og þar. Þessi staðreynd er í skarpri andstöu við vinstrisýn á samfélagsgerð. Merkilega þá sýna kannanir 90% íslendinga kalla á félagslegan jöfnuð. Kosningakerfið, lög sem heimila mútur, sjálftaka þeirra sem hafa völdin, klíkuráðningar í hæstarétt og stjórnsýsluna allt eru þetta árásir á viðleitni til þess að halda uppi félagslegum jöfnuði.

Ég rakst nýlega á áhugaverða nálgun á skilgreiningunni vinstri/hægri í pólitík. Þessi skilgreining kemur úr búðum Lipset et al. (1954) en hans skýring er svona (lauslega þýtt úr ensku): „Með vinstri skulum við meina, að tala fyrir félagslegum breytingum í átt að auknum jöfnuði, pólitískum, efnahagslegum og félagslegum: með hægri skulum við meina at styðja hefðina, sem er meira og minna stigveldi í skipulagi og standa gegn breytingum um aukinn jöfnuð“. Hefðin í þessari merkingu er er hið gamla skipulag þar sem almúginn og vinnuþýið bugtar og beygir fyrir prestinum, hreppstjóranum og kónginum. Enda hefur Davíð oft verið kallaður kóngur.

Hannes Hólmsteinn kom með ágæta skilgreiningu á þeim sem kjósa Sjáfstæðisflokkin en nú má finna skýringar hans á YouTube. En þar segir hann að sjálfstæðismenn séu menn sem fylgja leiðtoganum en vinstri menn séu menn sem hugsi um pólitík og mæti á fundi. Ég á ekkert erfitt með að túlka þessi orð þannig að kjósendur Sjálfstæðisflokksins séu heimskir og þrælslundaðir Íslendingar sem fatta ekki að foringinn sinnir bara hagsmunum 10% þjóðarinnar og gefur skít í hina hvort sem þeir hafa kosið flokkinn eða ekki. En Sjálfstæðisflokkurinn vinnur að sérhagsmunum en ekki hagsmunum almennings og þetta gerir hann leynt og ljóst. Hitt er orðið nokkuð ljóst að auk Framsóknarflokksin þá hefur Samfylkingin og Vinstri græn einnig valið hunsa vilja almennings um félagslegan jöfnuð. Vinstrimennirnir þessir sem ekki hafa orðið þrælslundinni að bráð og búa yfir sjálfstæðri hugsun flýja nú þessa flokka í umvörpun. Miðað við fylgi flokkanna eins og það er í dag þá eru allir þeir sem sitja heima eða skila auðu að veita Bjarna Ben atkvæði sitt. Ég hvet fólk til þess að beita lýðræðislegum réttindum sínum í næstu kosningum og nota atkvæði sitt til þess að koma fjórflokknum í stjórnarandstöðu. Leggja atkvæði sitt á félagslegan jöfnuð.

Það er í anda nýfrjálshyggjunnar að rétta ölmusu (sem nú eru kallaðar sértækar aðgerðir eða matargjafir) en það er í anda félagshyggjunar beita kerfisbundið jöfnuði sem er almennur og miðar ekki að sérvöldum einstaklingum. Þeir sem voru við völd síðustu áratugi settu á allskonar kerfi sem stuðluðu að ójöfnuði. Þar má nefna kvótakerfið og verðtryggingarlíkanið sem færir kerfisbundið eigið fé heimilanna yfir á fjármagnseigendur. Stóriðjunni er leyft að hirða rentuna af vatnsfallsauðlindinni. Stóri glæpurinn er þó einkavæðing bankanna. Hvernig gengur að rannsaka það, Jóhanna? Eða er réttarríkið nú þannig statt að ekki má rannsaka menn fyrr en sekt þeirra er sönnuð eins og Bjarni Ben vill halda fram. Hrunið var eingöngu einn liður í skelfilegri atburðarrás sem yfir hundrað fyrrverandi og núverandi þingmenn bera ábyrgð á.

Stærsti glæpur þingmanna er hvernig þeir hafa kerfisbundið tekið lýðræðisréttinn af almenningi og spyrnt við fótum við að færa samfélagið í lýðræðishorf. Þei reyna að halda nýju fólki úti með kosningalöggjöf sem veitir hinu ríkjandi valdi forréttindi í kosningum. Einn núverandi ráðherra virkar oft á mig eins og Björgólfur Thor sitji einhversstaðar á bak við hann og kippi í spotta. Núverandi ríkisstjórn hefur innleitt nýja mútulöggjöf sem heimilar þingmönnum að taka við mútum. Það er dálítið merkileg árás á glæpina því í stað þess að uppræta þá hafa íslensk stjórnvöld lögleitt þá. Töluverður hluti þeirra þingmanna sem nú sitja á þingi eru keyptir rétt eins og hluti fræðamanna í háskólum og sumir fjölmiðlamenn eru keyptir.

Það vakti furðu mína þegar ég sá hvernig Eimskipasjóðnum var stjórnað en hann var gjöf til fátækra nemenda sem vildu stunda nám í Háskóla Íslands frá Vestur-Íslendingum. Hvers vegna sitja ekki eingögnu fátækir nemar í stjórn þessa sjóð? Geta prófessorar sýnt fram á að þeir eigi löglega aðkomu að stjórnun þessa sjóðs frekar en Björgólfur Guðmundsson eða Björgólfur Thors sem voru mærðir fyrir að sleppa þessum sjóð úr gíslingu Eimskipafélagsins?

En hvað um það valdastéttin á íslandi beitir almenning ofbeldi og spjöllum hvar sem hún getur komið því við. Flokkarnir hafa skipt á milli sín fjölmiðlunum en nú virðist valdið hrætt. Það beitir fyrir sig bæði Silfri Egils og Kastljósi til þess að sækja að nýjum stjórnmálaöflum.  Maður finnur fyrir titringi fólks sem alla ævi hefur nærst á ríkisspenanum.


mbl.is Svartsýni eykst meðal landsmanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

"Vinstri flokkarnir" tóku við rústum samfélags

Í tíð sjálfstæðisflokksins notað hann skattakerfið til þess að auka mismunun í ráðstöfunartekjum fólks.

Á árunum 1996 til 2004 jókst launamismunun um 16,1% fyrir skatt en um 39,4 eftir skatt. Róðurinn þyngdist verulega hjá venjulegu fólki á þessu tímabili en hinir betur settu höfðu það sífellt betra. Í íslensku samfélgi er ekki margt sem minnir á hið noræna velferðarmódel. Það er sjálfstæðisflokkurinn með sína ölmusu og aumingjahyggju sem á ber full ábyrgð á því. 

Mælikvarðarnir sem notaðir eru á stjórnkænsku stjórnmálamanna eru ónýtir til þess arna. Hagvöxtur segir lítið um það hvernig fólkinu í landinu líður, hversu öflugt velferðarkerfið eða hversu sanngjarnt skattkerfið er. 

Landframleiðsa á Íslandi mælir að stórum hluta hráefni sem er influtt unnið og flutt út aftur og arðsemin líka í formi vaxtagreiðslna til móðurfyrirtækja.

Sjálfstæðirflokkurinn er höfundurinn að þessu samfélagi og ef vinstri flokkarnir hafa brugðist á einhvern hátt þá er það að snúa niður af því sem sjálfstæðirflokkurinn gerði í sinni valdatíð. 

 


mbl.is Hægt að skapa gott og gjöfult líf
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Enn verið að moka út skítnum

c_documents_and_settings_administrator_desktop_my_pictures_dabbi.jpg

Vissulega er það ósanngjarnt að hinn dagsfarsprúði Geir Haarde skuli vera dreginn fyrir Landsdóm fyrir að þrífa upp skítinn eftir fyrirrennara sína. Þótt að í málinu felist ósanngirni er þetta nú samt fullkomlega réttmætt.

Geir tók að sér vitandi vits við þessu búi, hann var einnig flæktur í það sem á undan kom, þ.e.a.s. einkavæðingu bankanna sem þarf vissulega að rannsaka.

En Geir tók að sér að þrífa upp skítinn og nú situr hann uppi með skítuga tuskuna í fanginu. Valið hefur staðið á milli þess að láta honum eftir tuskuna eða að fleygja henni skítugri framan í almenning. 


mbl.is Neyðarlögin urðu til bjargar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvítvoðungar í ánauð

Steingrímur stærir sig af því að hafa bjargað Íslandi. Björgunaraðgerðin felst í því að dæma komandi kynslóðir til þess að greiða skuldir forfeðranna. 

Ríkisstjórnin hefur gengið berserksgang í því að taka lán í erlendri mynt.

Það var ekki staldrað við og spurt hvernig getum við forðað komandi kynslóðum frá því að taka við hroðanum sem núverandi kynslóð er að skilja eftir sig.

Hvar eru rannsóknir á útstreymi gjaldeyris á árunum fyrir hrun?

Hvers vegna er verið að afskrifa hundruðir milljarða hjá sömu mönnunum og sitja á stórum sjóðum erlendis sem þeir rændu frá þjóðinni?

Landsvirkjun og lífeyrissjóðirnir gerðu framvirka gengissamninga sem héldu uppi háu gengi krónunnar á meðan eigendur bankanna  og vinir eigenda bankanna keyptu gjaldeyri fyrir krónur og forðuðu fjármununum á aflandseyjar og fjárfestu í erlendum fyrirtækjum.

Hvers vegna er ekki búið að reka mútuþæga stjórnendur lífeyrissjóðanna?

 


mbl.is Steingrímur: Hagkerfið á uppleið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Stjórnsýslan gengin af göflunum

Þetta mál hefur frá upphafi verið stórundarlegt.

Uppsögnin fer fram í beinni útsendingu. Öllum þráðum málsins er lekið í fjölmiðla.

Venjulega læðast menn með veggjum þegar svona mál eru í gangi.

Ómögulegt er að finna þessum hildarleik stað í lögum hvort sem stjórnsýslulögum, lögum um réttindi og skyldur embættismanna eða þá lögum um persónuvernd

Málið er allt hið ruglingslegasta en eitt held ég að megi vera öllum ljóst að stórir hagsmunir eru í húfi.

Embættismenn á Íslandi hafa komist upp með allan fjandann. Það þarf enginn að segja mér að raunveruleg ástæða þessa skrípaleiks sé eitthvað bréf sem var skrifað fyrir tíu árum síðan.

Ég ber þó alla vega nokkra virðingu fyrir Gunnari Andersen því hann hefur hvorki borið fyrir sig heimsku né gleymsku.  


mbl.is Gunnar fær frest
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hatrammur áróður á erlendri grund

Þessi pistill birtist á fréttaveitu Bloomberg:

 http://www.bloomberg.com/news/2012-02-20/icelandic-anger-brings-record-debt-relief-in-best-crisis-recovery-story.html

Undir yfirskriftinni:  

Icelandic Anger Brings Debt Forgiveness

Ég sá mig knúna til þess að svara þessum áróðri sem ég geri ráð fyrir að sé að undirlagi ríkisstjórnarinnar og vina björgólfs Thors

Mynd1

Á myndinni eru Björgólfur Thor, Lars Kristjansen og Helgi Hjörvar.

 

 

 

This is a letter from one of the persons who stood at the front of the so called pots and pans revolution in 2008/2009. In January 2009 I gave a speech to ten thousand people at Austurvöllur. We were protesting the disgraceful behaviour of the politicians and bankers. 

 

In the article Icelandic Anger Brings Debt Forgiveness it says: The island’s households were helped by an agreement between the government and the banks, which are still partly controlled by the state, to forgive debt exceeding 110 percent of home values. 

 

This statement is a bit confusing. Two of the three banks were given to international speculators who had purchased their debts for about 5% of their nominal value. The speculators are now making huge profits of Icelandic households. 

 

Now I want to explain a little bit about Icelandic banking activities. 

 

In 2001 laws came to effect, that stipulated that loans to households payed out in Icelandic krona and indexed to foreign currency were forbidden. In the committee that drafted this law was both the director of the Central bank and one of the bank directors for the banks now owned by the foreign speculators. 

 

After the privatisation of the banks in 2003/2004, blatantly disregarding the laws, the bankers started lending currency indexed loans in kronas to the households. The bankers were removing the risk of loans the bank was borrowing in foreign currency and lending foreign currency loans to the bank owners and friends of bank owners.  The Banksters used these currency loans for offshore investments. This can easily be confirmed by looking at the size of the foreign currency reserves in Iceland at the time. 

 

When the banks crashed the principal of these loans to households doubled or tripled over night. Peoples equity in their properties were eaten up over a night and many were left destitute and in deep debt. This group of people recently won their case before the High Court. The government worked against the people every step of the way having both the institution for bank surveillance and the Central Bank writing reports justifying the households taking on the damage for these transactions. Many have lost their properties during this process and their personal lives been harmed. 

 

This is though only half the story. The other kind of loans offered to the households and that are more common are the indexed property loans. These are not the usual indexed loans but build on a model that can only be described as a sort of bullet loan bastard. The payments of these loans (annuity loans) are every moth or every three months. At every payday a part of the nominal interest is added to the principal and start bearing interests. The principal inflates and eats off the household properties. 

 

The Icelandic constitution guards the right of ownership. This model for household loans contradicts therefore the constitutional rights of the people.

 

Now pertaining to the claim of debt forgiveness. Lot of people in Iceland are getting debt forgiveness but those are companies owned by politicians and formal bankers. The companies which the head of the Independent Party chaired in what I would like to call the crazy era in Iceland has gotten 66 billion ISK in debt forgiveness. 

 

The households, however, have not been getting much of a debt relief and they certainly do not need any sort of forgiveness. What they need is justice and the constitutional right to their properties. The households are fighting for correction but the government is standing on the brake

 

 

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

PHD student 

M.Sc. in management and strategy

as well as public administration

 

Bendi á þessa frásögn:   http://blogg.smugan.is/hedinn/2011/09/08/fundur-minn-med-bjorgolfi/

og þessa:  http://postdoc.blog.is/blog/postdoc/entry/1001148/?t=1262731711

 

Lars Christiansen er einn þeirra sem hvatt hefur íslendinga til meinlætalifnaðar svipað og verið er að gera í Grikklandi.

Sjá: http://www.mbl.is/vidskipti/frettir/2011/04/12/laerid_ad_lifa_med_atvinnuleysi/

og:  http://www.visir.is/haettid-ad-rifast-innbyrdis,-horfid-fram-a-veginn-og-verid-glod/article/2011110419664

Hann vill eins og ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttir að sauðsvartur almúginn taki þegjandi á sig birðarnar. 

 


mbl.is Leiðrétta þarf öll lán
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

3 á móti 2 jafnt hlutfall

Jú það er erfitt að gera mönnum til hæfis þegar um er að ræða fimm manna nefnd. Kannski mætti skipa tvo karla og tvær konur og svo einn kynskipting. Kynskiptingar hafa það fram yfir marga að búa yfir bæði reynsuheimi karla og kvenna.

Annars sé ég að þarna er fulltrúi Engeyjarættarinnar og því hvet ég fólk til þess að nálgast þetta fyrirtæki með varúð.


mbl.is Jafnt kynjahlutfall í stjórn Nýherja
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Boðorðið fyrir næstu kosningar : Fjórflokkinn í stjórnarandstöðu

Ég vil hvetja fólk, sérstaklega þá sem hafa kosið sjálfstæðisflokkinn, til þess að kjósa eitt af þeim nýju stjórnmálaöflum sem eru að bjóða fram fyrir næstu kosningar.

Boðorðið fyrir næstu kosningar ætti að vera: Fjórflokkinn í stjórnarandstöðu.

Eingöngu þannig getum við fengið samfélag sem við þurfum ekki að skammast okkar fyrir.


mbl.is Biðlisti á líknardeild hefur lengst
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ný þúsdöld Íslands: nýðst á skuldurum

Verðtryggðu lánin eru ekki eingöngu verðtryggð lán heldur er reiknilíkanið sem liggur því til grundvallar einnig kúlulánabastarður sem belgir út höfuðstól íbúðarlána. Hluti nafnvaxta eru lagðir við höfuðstól og bera síðan vexti. Þetta er ekki gert á ársgrundvelli heldur þriggja mánaða og mánaðar grundvelli. Hvergi annar staðar í heiminum eru eignir reiknaðar af fólki með þessum hætti. Þessi lán eru ekki valkvæð heldur lögboðin. Fólk er þvingað til þess að taka lán sem kerfisbundið étur af eigið fé þeirra í fasteigninni.

Fram til ársins 2000 var ástandið þó þolanlegt vegna þess að vaxtabætur bættu heimilunum upp þetta tap að nokkru. Um þetta leyti eða í aðdraganda einkavæðingar bankanna virðist hafa runnið æði á valdhafa sem fundu krókaleiðir til þess að hafa vaxtabæturnar af fólki. Án þess að fyrir lægi lagaheimild til skattahækkunnar var fasteignamatið sem er álagningargrunnur vaxtabóta hækkað. Fram til þessa hafði fasteignamatið einungis verið hækkað í samræmi við vísitölu. En nú skyldi fara bakdyramegin til þess að hafa fé af almenningi og með handafli var fasteignamatið hækkað langt umfram vísitölu. Hækkun á fasteignamati virðist þó hafa verið handahófskennd og hækkaði mismikið hjá fólki. Fasteignamatið hækkaði um allt að 30% og vaxtabæturnar þurrkuðust út hjá mörgum og það óháð tekjum.

Óvænt aukaverkun af þessum leikfimisæfingum fjármálaráðherrans var að borgin naut góðs af. Fasteignamatið er einnig álagningargrunnur fasteignagjalda og því ruku þau upp og þar með tekjur borgarinnar. En fjármálin hjá fjölskyldum fóru úr skorðum þegar bæturnar þurkuðust út en valdhafarnir ypptu bara öxlum.

Þar sem ekki lá fyrir heimild í lögum fyrir þessum leikfimisæfingum eiga sennilega flestir íbúðareigendur inni vaxtabætur frá ríkinu frá þessum árum. Jafnvel líka ofgreidd fasteignagjöld. Það er að segja þeir sem urðu fyrir skerðingum/hækkunum af þessum völdum.

Verðtryggðu lánin eru nú til skoðunnar hjá ESA en ég veit ekki hvaða þýðingu það hefur því ríkisvaldið hefur haft tilhneigingu til þess að hunsa tilmæli sem koma erlendis frá. Álit alþjóðasamfélagsins virðist skipta valdhafa litlu þegar þeir eru að brjóta mannréttindi á almenningi.

mbl.is Illugi Gunnarsson: Skuldir heimilanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Lögboðnir okurvextir á heimilin

Ríkisvaldið tekur á sig áhættuna fyrir erlenda stóriðju á Íslandi með því að tengja orkuverð við hráefnisverð á heimsmarkaði. Lítil umræða hefur verið um það hvers vegna íslenskir skattgreiðendur eigi að taka á sig tap stóriðjunnar þegar illa árar.

Ríkisvaldið virðist ekki bera eins mikla kærleika til heimilanna og fjölskyldna í landinu en áhættan af útlánum til þeirra er algjörlega sett á herðar skuldara og gott betur.

Þetta er ekki bara baggi á skuldurum heldur skekkir þetta viðmið í útlánum. Neysluvísitalan sem lögð er til grunvallar eyðir varfærni í útlánum. Ef verðtryggingin tengis beint því sem lánað er til (vísitala fasteignaverðs) myndu lánastofnanir haga sér öðruvísi og halda að sér höndum þegar fasteignabólur fara að belgjast út en það myndi síðan leiða til aukins jafnvægi á fasteignamarkaði. 

 


mbl.is Verðtryggð lán verði lækkuð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband