Stóriðjan ásælist lífeyrissjóðina

...og hefur gert lengi.

það er sérlega áhugavert að skoða það sem segir í máli Ögmundar að: Síðan gerist það að fulltrúar Hæfis senda lífeyrissjóðunum plagg til undirritunar, „Secrecy agreement,“ eða samkomulag um trúnað en er ekkert athugavert við það að fjárfestingarhópur um Reyðarál hafi viljað véla með sparnað landsmanna í leynd?

Viðskiptaráð með lúkurnar í lífeyrissparnaði landsmanna

Brot úr pistli eftir Ögmund Jónasson frá árinu 2001:

Í byrjun júnímánaðar var stjórnarmönnum og starfsmönnum stærstu lífeyrissjóðanna boðið til fundar að hlýða á fulltrúa frá fjárfestingarhópnum um Reyðarál, Hæfi ehf., Þjóðhagsstofnun og Landsvirkjun. Allir framsögumenn drógu upp bjarta mynd af þeim fjárfestingarkosti sem lífeyrissjóðunum kæmi til með að standa til boða. En tíminn væri naumur, var fundarmönnum tjáð, og væri mikilvægt að viljayfirlýsingar kæmu frá lífeyrissjóðunum helst fyrir júlílok. Slíkar yfirlýsingar mættu vera óformlegar á þessu stigi en „loforðin yrðu innheimt“ upp úr áramótum. Síðan gerist það að fulltrúar Hæfis senda lífeyrissjóðunum plagg til undirritunar, „Secrecy agreement,“ eða samkomulag um trúnað. Opinberlega var því að sjálfsögðu alltaf haldið fram að ekkert annað stæði til en að kanna málin, engar ákvarðanir væru í sjónmáli. Engu að síður var farið að nefna upphæðir sem kæmu nú frá lífeyrissjóðunum, átta til tíu milljarðar.

Frá sjónarhóli lífeyrissjóðanna hljóta þetta að teljast óvenjuleg vinnubrögð. Fram til þessa hafa þeir ekki komið að viðræðum um fjárfestingarkosti fyrr en þeir eru fyrir hendi. Hér er hins vegar um það að ræða að taka þátt í að skapa fjárfestingarkost. Það er ljóst að aðkoma lífeyrissjóðanna hefur ekki aðeins fjárhagslega þýðingu heldur einnig félagslega. Yfrirlýsing frá stærstu lífeyrirssjóðum landsins er talin geta haft áhrif á erlenda aðila auk þess sem slík ákvörðun myndi án nokkurs vafa styrkja stóriðjuáform stjórnvalda hér innan lands. Ég hefi bent á að með þessu móti væru lífeyrissjóðirnir komnir í pólitískt hlutverk og við skyldum þá ræða það opinskátt hvort okkur þætti það æskilegt. Fyrir þessa afstöðu hef ég uppskorið þá gagnrýni að ég hljóti að teljast pólitískur. Það er hins vegar ég sem er að benda á þann þrýsting sem er á að nota lífeyrissjóðina í pólitískum tilgangi og ég hef haft uppi varnaðarorð. Sjálfur hef ég vissulega verið talsmaður þess að skoða fjárfestingar lífeyrissjóðanna í félagslegu ljósi, til dæmis verið því fylgjandi að nýta þá til uppbyggingar í húsnæðiskerfinu. En forsenda þessa - og þetta er grundvallaratriði - er að um sé að ræða fullkomlega traustan fjárfestingarkost. Lífeyrissjóðirnir eru myndaðir til þess að varðveita lífeyrissparnað landsmanna og ekki rétt að tefla fjárfestingum þeirra í neina tvísýnu.  

Allt ferlið skrípaleikur

Málið á rætur sínar í stefnu sjálfstæðisflokks og framsóknar sem fylgdu eftirfarandi stefnu í valdatíð sinni:

Afhenda bankanna glæpamönnum

Færa arðsemi af orkuframleiðslu úr landinu til erlendra auðhringja.

Einokun og samþjöppun í verslun á kostnað neytenda

Skattpína láglaunafólk en búa til skattaívilnanir fyrir hátekjufólk

Þiggja mútur og vinna að hag þeirra sem múta þeim

Skapa efnahagsumhverfi sem felur í sér mesta mismunun á lífskjörum sem þekkjast í vestrænu ríki

Eyðileggja sjávarútvegsgreinina og arðsemi af henni fyrir þjóðarhag til þess að hygla að hagsmunum LÍÚ, þ.e.a.s. fámenns hóps manna sem hafa spilað með arðinn af auðlindinni og fært hann úr landi.

Sjálfstæðisflokkurinn staðfesti eftir hrun að þessi stefna væri óaðfinnanleg.

Í kjölfar bankahrunsins skrifaði sjálfstæðisflokkurinn (embættismennirnir Áslaug Árnadóttir og Baldur Guðlaugsson) upp á að skuldir Landsbankans (sem sjálfstæðisflokkurinn þáði mútur af og skaffaði ofurlaunastörf fyrir vini og vandmenn) skyldu gerðar að skuldum alþýðu Íslands.

Síðan hófst áróðurinn og skammirnar gagnvart íslenskum almenning sem sakaður var um glæpinn sem stjórnmálamenn, embættismenn og glæpanautar þeirra í bönkum höfðu framið.

Fáránleikinn heldur áfram í núverandi ríkisstjórn sem einnig vinnur að því af öllum afli að gera skuldir glæpamanna að skuldum almennings.


mbl.is Stjórnvöld á undanhaldi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nathan Lewis um AGS og Ísland

Nathan Lewis skrifar:

Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn starfar fyrst og fremst sem verkfæri fjármálakerfisins. Lewis segir um Alþjóðagjaldeyrissjóðinn að hann ginni, freisti, rugli og hóti forsvarsmönnum ríkisstjórna til þess að fjármagna misheppnuð veðmál bankabaróna með fjármagni skattgreiðenda í löndum þeirra. Þetta hefur verið svona lengi eða síðan í byrjun níunda áratugarins.

Lewis segist þess vegna ekki vera undrandi á því sem er að gerast á Íslandi og í Lettlandi. Hann vitnar í Michel Hudson.

Á liðnum áratug hefur Ísland verið nokkurskonar stýrð tilraun, öfgafullt prófdæmi ný-frjálshyggju hugmyndafræði. ...Eru takmörk, lína sem ríkisstjórnin dregur gegn ábyrgð almennings á einkaskuldum umfram sanngjarna getu til greiðslu án þess að það leiði til harkalegs niðurskurðar í menntun, heilbrigðiskerfi og annarra grunnþjónustu?...

ESB og ASG hefur mælt svo fyrir við ríkisstjórnir þessara landa að bæta einkaskuldir með álagi á almenning og greiða með hækkuðum sköttum, niðurskurði og skylda almenning til þess að eyða sparnaði sínum. Gremja almennings vex ekki eingöngu gagnvart þeim sem söfnuðu skuldunum -Kaupþing og Landsbankinn með Icesave og stórskuldugt eignafólk og einkavæðingasinnar í Austur og Mið Evrópu - heldur einnig gagnvart ný-frjálshyggjusmituðum ráðgjöfum og lánadrottnum sem þrengdu ríkisstjórnir til þess að selja banka og samfélagsinnviði til einkavina. 

Þetta er galdurinn: að þurrka út skuldir einkaaðila með því að yfirfæra þær á skattgreiðendur. Fjöldi fólks lánaði fjármagn til banka og fyrirtækja á Íslandi og standa nú frammi fyrir gríðarlegu tapi.

Það sem ætti að gerast hér er: þeir taka tapinu. Það var engin ríkisábyrgð. Hvers vegna ættu aðilar sem höfðu engin tengsl við þessi viðskipti að þurfa að taka á sig tapið bara vegna þess að þeir búa óvart á Íslandi.

Það er möguleiki að ríkissjóður Íslands hafi alls ekki getu til þess að greiða þetta. Þá þarf ríkissjóður að taka á sig skuldir. Þegar AGS leggur til "björgunarpakka" til ríkisstjórnar, koma þeir fjármunir sem honum fylgja ekki við á Íslandi eða Lettlandi. Heldur fara fjármunirnir beint í vasa erlendra lánadrottna á stöðum eins og New York eða London.

En skuldin er enn til staðar og íslenskum skattgreiðendum er ætlað að greiða hana. Skattar hækka, sem gerir laka stöðu efnahagsmála verri. Verðmæt og nauðsynleg þjónusta er skorin niður -einmitt þegar þjóðin þarf mest á henni að halda. Við þessar aðstæður stígur AGS inn og fer að gera miklar kröfur.

Dæmigert er að þeir krefjist þess að ríkisstjórnir selji innviði samfélagsins og eignir gjaldþrota banka (sem eru verðmætar) til þess að greiða lán sem voru notuð til þess að bjarga bönkum í New York og London. Hverjir kaupa innviði samfélagsins?

Það eru dæmigert þeir hinir sömu, bankarnir í New York og London. Venjulega fyrir hrakverð.

Í kreppu er verð á eignum venjulega lágt. En ríkisstjórn sem hægt er að þvinga til þess að bjarga bönkunum er venjulega líka hægt að þvinga til þess að selja eignir á verði sem einkaaðilar myndu aldrei sætta sig við. Hudson kallar þetta "ný-frjálshyggju frjáls markaðar hugmyndafræði." Auðvitað hefur þetta ekkert að gera með lögmál kapitalismans. Þetta má kalla fasistíska heimsvaldastefnu.

Það er erfitt að freista og ginna og rugla leiðtoga ef að þú notar óaðlaðandi hugtak eins og fasistíska heimsvaldastefnu. Þess vegna eru tilboðin dulin með merkingum eins og ný-frjálshyggju frjáls-markaðar reglur.

Þetta snýst ekki um íhaldssamt og frjálshyggju. Þetta fjallar um okkur gegn banka heimsvaldasinnum og Lewis segir að lokum að leggja ætti niður AGS.

Vilja færa kreppuna og fátæktina yfir á börnin okkar

ASÍ berst fyrir því að gripið verði til skammtímareddinga.

Álverin sem nú eru í landinu skila ekki neinum arði til þjóðarinnar.

1.6% af atvinnu í landinu er í álverum. Eingöngu o.43% af skatttekjum eru frá stóriðjunni. Landsvirkjun er á hausnum vegna þess að arður af Kárahnjúkum er nánast enginn. Það er stóriðjan sem hirðir allan arðinn af orkuframleiðslunni og skilar honum til erlendra auðhringja.

Hvers vegna vill þá ASÍ nota lífeyrissparnað landsmanna í að virkja til þess að erlendir auðhringir geti grætt á öllu saman?

Jú það styður prógramm AGS. Ef farið er út í stórframkvæmdir þá hysjast krónan upp tímabundið en pompar svo aftur niður þegar framkvæmdum er lokið en þjóðin situr uppi með meiri skuldir og erlendir auðhringir græða.

Skuldirnar eiga börnin okkar síðan að borga.


mbl.is Botni náð í byrjun næsta árs
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sjálfstæðismönnum klæjar

langar þá að kjötkötlunum sjálfstæðismennina. Hvernig væri að Bjarni Ben rifjaði svona upp í leiðinni meðan hann rífst um Icesave að Sjálfstæðismenn þáðu 60 milljónir í mútur árið 2006 af bankaliðinu. Hann mætti líka rifja upp að það voru sjálfstæðismenn sem færðu bankanna í hendur glæpamanna.

Það er ömurlegt að horfa upp á að á þingi sitji 63 þingmenn og teljandi eru á annari hendi einstaklingar sem hægt er að treysta að hafi velferð almenning í huga.

Flestir þingmenn sem hafa komist til valda hafa gerst föðurlandssvikarar og mokað í eigin vasa og nákominna með einum eða öðrum hætti.

Það er hrópandi dæmi um virðingarleysi fyrir kjósendum og skattgreiðendum að embættismenn í ráðuneytum skrifa lögin. Fólk sem almenningur hefur aldrei séð framan í hvað þá heldur kosið til þeirra verka.

Þingmenn virðast helst hafa það hlutverk að kasta skít hver í annan og ljúga að almenningi. Ráðherrarnir hafa hlaupið um ringlaðir og ekki fundið sér annað hlutverk en að moka í eigin vasa. Skipuleggja plott til að komast yfir ríkisstofnanir, banka, hirða sjávarauðlindir, moka undir eigin flokk og þyggja mútur af erlendum auðhringjum.


mbl.is Þung orð falla um Icesave
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Razwadowski plataði

Ég fór ásamt tveim ágætum vinum mínum og tók viðtal við Rozwadowski en ég var að kanna völd Alþjóðagjaldeyrissjóðsins á Íslandi.

Ég spurði Rozwadowski ýmissa spurninga og var stundum vör við að hann plataði. Hann fullyrti að AGS mætti ekki ganga erinda Breta og Hollendinga sem er í sjálfu sér satt en hann vildi ekki viðurkenna að sjóðurinn gerði það samt sem áður.

Svo spurði ég hann hvort að til staðar væri leynisamningur milli AGS og Íslands og hann neitaði því (en ég held að slíkur sé ekki til staðar) en svo spurði ég hann hvort að til væri eitthvað plagg sem héti "Memorandum of Understanding" nei sagði Rozwadowski það er ekkert slíkt skjal.

Plaggið er undirritað af Baldri Guðlaugssyni sem einhendir sér í það fyrir hönd sjálfstæðisflokksins að beygja sig undir alla skilmála Hollendinga í október 2008.

Memorandum of understanding

 


Michael Hudson um Iceland


mbl.is Ísland skuldlaust við SÞ
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 22. október 2009

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband