Við horfum upp á hrikalegar afleiðingar óstjórnar ráðamanna í áraraðir. Mats Jósefsson var svo ofboðið að hann var farinn að pakka niður og sjá fyrir sér í draumsýn fagmennskuna í Svíþjóð.
Mats Josefsson var spurður af því hvernig svo illa gæti verið komið fyrir fjármálakerfum og hann svaraði: að til þyrfi óskhyggju, vanrækslu og skammsýni.
Ég held að það sé nokkuð ljóst að þeir sem setið hafa við völd á Íslandi hafi einmitt gerst sekir um óskhyggju, vanrækslu og skammsýni. Hluti þess vanda sem hefur skapast má rekja til þess að íslenskir valdhafar vanræktu hlutverk sitt sem gæslumenn íslenska ríkisins og fóru í stað þess að spila "business" með fjárglæframönnum. Græðgin varð allsráðandi í gjörðum þeirra.
Þeir seldu velferð þjóðarinnar fyrir störf fyrir börn sín og tengdabörn, fyrir lán og fyrirgreiðslur í bönkum og fóra að nýta sér völd sín til þess að mata krók sinn í skjóli nætur (sem hefur reyndar verið viðvarandi um áratugi á Íslandi en fór úr böndunum síðustu ár vegna ofurgræðgi).
Er það eðlilegt að forseti Íslands og utanríkis/iðnaðarráðherra skrifi undir samninga við emírinn í Katar um samstarf í bankamálum? Fjölskylda emírsins hefur sætt rannsókn vegna peningaþvættis og tengist mútum.
Er það eðlilegt að forseti Íslands og ráðherrar ferðist um á puttanum með fjárglæframönnum og séu með þessa sömu putta í viðskiptasamningum á vegum fjárglæframanna?
Er það eðlilegt að forseti Íslands og ráðherra séu í leynimakki með fjárglæframönnum í fjarlægum löndum um auðlindir þjóðarinnar?
Er þetta fólkið sem við treystum?
2009-05-26
Drápsklifjar
Ég er eiginlega alveg orðin ringluð á ruglinu í stjórnmálum og viðskiptum. Ekki vil ég sjálfstæðisflokk og framsókn við völd en samfylkingin hefur margsannað að henni er ekki treystandi fyrir velferð almennings.
Mats Josefsson segir að Íslendingar geri sér enga grein fyrir því hvað það kostar að fjármagna bankanna. Íslendingar gera sér satt að segja ekki grein fyrir nokkrum sköpuðum hlut miðað við ró þeirra.
Hann segir að það kosti 1250 milljarða að endurfjármagna bankakerfið. Þá spyr ég hvað þýðir það?
Fyrir fólkið í landinu þýðir það 4.000.000 á hvert mannsbarn. Skatttekjur ríkissjóðs eru um 400 milljarðar í venjulegu árferði. Spáð er að vaxtagreiðslur ríkissjóðs verði um 130 milljarðar á komandi árum. Ef ríkið á að greiða 130 milljarða í vaxtatekjur og guð má vita hvað í uppbyggingu bankanna hvað verður þá um almenning.
Ríkistjórnin er ekki á réttri braut. Þetta er ekkert annað en hryllingur og svo berst þetta lið við að bjarga sjálfum sér og fámennri hagsmunaklíku.
Ég fæ ekki betur séð en að rotturnar hafi yfirgefið skipið í bankahruninu.
![]() |
Umskiptingar á þingi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 18:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
2009-05-26
Taka ekki sönsum
Það sér það hver sem tilbúin er að beita dómgreindinni að athafnir þriggja síðustu ríkisstjórna eru að keyra landið í þrot.
Hvað segja þeir sem bera ábyrgð á þessum óskapnaði?
Jú, þeir segja að það séu vonbrigði að gengi krónunnar hjá Seðlabankanum sé ekki farið að hjarna við að neinu marki eftir hrunið í fyrrahaust.
Menn sem hafa hvorki dómgreind né þekkingu til þess að taka á vanda í kjölfar bankahrunsins lýsa yfir vonbrigðum! Eru það viðbrögðin við klúðrinu? Hvernig væri að endurskoða stefnuna?
Nei það ætla þeir ekki að gera. Sennilega halda þeir bara áfram að lýsa yfir vonbrigðum og telja þá væntan lega að þessi vonbrigði þeirra séu til einhvers gagns.
![]() |
Krónan veldur vonbrigðum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
2009-05-26
Það vanta ábyrga aðila í stjórnmálin
Það harðnar sífellt á dalnum hjá íbúum þessa lands. Ungar millistéttarfjölskyldur eru trúlega helstu fórnarlömb bankahrunsins en einnig heyrist af öldruðum sem hafa vart fyrir salti í grautinn en þannig hefur það verið lengi hjá þeim.
Ég og fleiri erum marg búin að vara við óráðum AGS og á ýmsar leiðir til þess að bæta ástandið hér. Þessi ríkisstjórn rétt eins og tvær fyrri virðist hins vegar vera blind á ráð sem í raun myndu bæta ástandið hér og flýta þjóðinni upp úr kreppunni. Samfylkingin hefur tekið aðildarumsókn um ESB eins og hausboka sem hún hefur skelllt yfir hausinn á sér. Ráfar nú stefnulaus um völlinn og kemur ekki auga á aðrar lausnir en að slátra velferðinni í landinu.
![]() |
Kastað til höndunum við gerð ESB-tillögu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |