Nú reyna þeir hver um annan þveran að sverja af sér glæpina. Bossinn á Björgólfi er eins og á hvítvoðungi og ekki kannast Karl Wernerson við misgjörðir. Einar Sveinson snaraði peningum til Noregs, og það gerðu einnig Bjarni Ármanns og Lárus Welding en þeir fóru mikinn eftir hrunið. Stóð ekki á þeim að snara peningum úr landi og skilja þjóðina eftir í skítnum. Stórfelldir fjármagnsflutningar á einkaþotum fjárglæframanna eftir því sem sögur herma.
Hvers vegna var hylmt yfir þessum glæpamönnum í haust. Hvers vegna tafði ríkisstjórn Ingibjargar Sólrúnar og Geir Haarde rannsókn málsins.
Ég þekki fólk sem sér líf sitt í molum eftir gjörðir þessara manna.
Börn og barnabörn flúin úr landi.
Atvinnuleysi að þvinga einstaklinga úr landi sem þurfa að skilja heilsuveila foreldra eftir ráðalitla og eina.
Þetta fólk vaknar með kvíðahnút í maganum á morgnana
En Bjarni Ármanns hefur engar áhyggjur og heldur að hann sé velkomin til Íslands.
Þetta er óþjóðalýður sem á ekkert skilið nema fyrirlitningu þjóðarinnar og það sama má segja um þá sem vildu hylma yfir með þeim.
Rændi þessri af blogginu hjá Rakel. Góður útrásarfílingur í henni.
![]() |
Millifærðu hundruð milljóna milli landa |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Össur getur svo sem fagnað sínum diplómatískum sigrum en hann ætti að skammast sín fyrir framlag sitt sem stjórnmálamaður við lausn þeirra vandamála sem blasa við almenningi.
Bara svo ég persónugeri vandann
![]() |
Össur: Diplómatískur sigur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
2009-07-27
Hvað þýðir frumjöfnuður
Frumjöfnuður er skilgreindur sem jöfnuður tekna og gjalda að fjármagnstekjum og -gjöldum undanskildum.
Frumjöfnuður segir því lítið um stöðu skuldsettrar þjóðarinnar.
Erlent fjármagn er HÆTTULEGT
Skuldsett þjóð með jákvæðan frumjöfnuð getur verið í miklum vanda
Ísland er í alvarlegum vanda, þrátt fyrir að jákvæðum frumjöfnuði sé náð, ef farið verður eftri ráðleggingum alþjóðagjaldeyrissjóðsins
Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn beitir grimmt þeirri aðferðafræði að tala um þætti efnahagsins, sem hafa takmarkaða þýðingu séu þeir slitnir úr samhengi við stöðu þjóðarbúsins að öðru leyti, sem mikilvægan þátt í uppbyggingu
Blekkingarleikur
![]() |
Ísland á dagskrá stjórnar AGS |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 18:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2009-07-27
Látum ekki KÚGA okkur
Það blasir við að ESB, Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn og erlendir fjárglæframenn (fjármálafyrirtæki) hafa stillt sér saman um að berja niður Íslendinga. Samfylkingin, Steingrímur Joð og Árni Þór eru heitir stuðningsmenn þessara valdastofnanna.
Almenningur í ESB varar við inngöngu í ESB. Einn þeirra segir: það er nokkuð ljóst að þeir ráðamenn sem mest tala fyrir Evrópusambandinu hjá ykkur fá greitt fyrir það, þannig gerist þetta allstaðar í heiminum. Mútur eru bornar á þá sem hafa völdin.
Gunnar Skúli segir: Hagsmunir Samfylkingarinnar fara saman við hagsmuni eigenda alþjóðlegs fjármagns og ég segi: þess vegna er samfylkingin hættuleg. Aðilar innan ríkisstjórnarinnar hafa uppi efasemdir. Sjá hér, hér og hér
Samfylkingin er skíthrædd. Samfylkingin trúir ekki á þjóðina og sér þá eina útgönguleið að beygja sig undir ofríki fjármálavaldsins.
Það er alveg á hreinu að erlendar valdastofnanir hafa makkað sig saman um þvinga Íslendinga.
Hollendingar segja ef Icesave samningurinn verður ekki samþykktur muni þeir sína ESB aðild mótstöðu.
Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn segir að ekki verði lánað nema norrænu lánin séu afgreidd.
Norrænu þjóðirnar segjast ekki afgreiða lánin nema Icesave málinu sé lokið.
Eina leiðin til þess að koma þjóðinni út úr þessu öngþveiti er að hafna aðkomu þessara valdastofnana að uppbyggingu Íslands.
Þessar valdastofnanir hafa umbætur á Íslandi ekki að leiðarljósi og öll skilyrði þeirra vega að velferð þjóðarinnar.
Og ég spyr hvaða skilning leggur samfylkingin í orðið TRAUST. Erlendir aðilar vilja geta TREYST íslenskum yfirvöldum til þess að SVÍKJA íslenskan almenning í þágu auðvaldsins.
Ég gef því lítið fyrir þetta TRAUST.
![]() |
Ísland fær enga sérmeðferð |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Vogunarsjóðir, sem veðjuðu gegn krónunni og græddu á því gífurlegar fjárhæðir á kostnað íslenskra skattgreiðenda og skuldara, skunduðu til Íslands til þess að halda upp á sigurinn. Arnór Sighvatson aðstoðarseðlabankastjóri var heiðursgestur veislunnar.
Veisluhöld áhættufjárfesta hér á landi vöktu athygli erlendis eins og sjá má af þessum pistli sem Nóbelsverðlaunahafinn Paul Krugmann skrifaði í apríl 2008.
Vinstri ríkisstjórnin skipaði í nefnd sem átti að meta hæfni umsækjanda um seðlabankastjórastöður. Í formennsku nefndarinnar var fyrir valinu ellilífeyrisþeginn Jónas Haralz (92 ára ef ég man rétt).
Nefndin mat það svo að taglhnýtingar ný-frjálshyggjunnar og aðdáendur spilafíkla "góðærisins" væru hæfastir. Kannski hefur Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn komið að ráðgjöf við skilgreiningu á mannkostum.
Ásgeir Jónsson segir frá veisluhöldum vogunarsjóða í nýútkominni bók sinni um hrunið. Í apríl 2006 var 50% af vergri þjóðarframleiðslu varið í gengisvarnir að því er segir á forsíðu Fréttablaðsins í dag.
Í stað þess að beina athyglinni að þætti erlendra aðila, t.d. Breta í að setja bankanna á hausinn og íslenskra aðila, t.d. Björgólfs Thors við að koma þjóðarbúinu á hausinn hefur samfylkingin valið þá leið að taka þátt í spillingunni sem er hönnuð í Bretlandi og Bandaríkjunum. Taka þátt í að ná fjármunum af almenningi sem ekki tók þátt í þessum leik.
Ögmundur Jónasson fjallar á heimasíðu sinni um ofríki Breta og Hollendinga sem beita fyrir sig Alþjóðagjaldeyrissjóðnum til þess að kúga Íslendinga.
Ég vil vekja sérstaka athygli á þessum orðum Ögmundar sem snertir kjarna þeirrar baráttu sem við stöndum í :
Látum ekki stjórnast af hótunum
Látum hótanir þvert á móti verða til þess að herða okkur í ásetningi um að komast út úr vandræðum okkar af eigin rammleik
Um hjálpina að utan hef ég einnig miklar og vaxandi efasemdir í efnahagslegu samhengi
Ég tek undir það sem Ögmundur kemur að hér. Valdastofnanir ESB, AGS ásamt Bretum og Hollendingum hafa bættan efnahag á Íslandi EKKI að leiðarljósi. Þvert á móti þeir ásælast grunnstoðir þessa samfélags og munu skilja þjóðina eftir slippa og snauða ef ekki verður snúið af þessari vegferð
![]() |
ESB-umsókninni vísað áfram |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:06 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)