2009-08-12
Samstaða á Austuvelli á morgun
Margir halda því fram að Íslendingar berjist nú fyrir sjálfstæði sínu.
Ágætur þingmaður sagði við mig:
Við stöndum nú í alvarlegri fullveldis og sjálfstæðibaráttu.
Icesave-samningurinn er liður í því að svipta þjóðina sjálfstæði og fullveldi.
Mætum á morgun kl. 17.00 á Austurvöll og til þess að lýsa samstöðu okkar um andstöðu við samþykkt Icesave-samningsins í núverandi mynd.
Fundurinn er þverpólitískur og til stuðnings þeim þingmönnum í öllum stjórnmálaflokkum sem vilja verja atkvæði sínu gegn ríkisábyrgð á Icesave-samningnum eins og hann er núna
Fjöldi virtra sérfræðinga bæði íslenskir sem erlendir hafa varað við samþykkt ríkisábyrgðar á samningnum eins og hann er úr garði gerður. Síðast í dag kom yfirlýsing um álit sérfræðings í skuldaskilum (talinn vera einn sá fremsti í heimi á því sviði) um að ekki ætti að samþykkja þennan samning í núverandi mynd.
Samningurinn er einfaldlega of hættulegur og gríðarleg óvissa ríkjandi um forsendur þess að hann verði uppfylltur.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Heldur eru rök Björns Bjarnasonar útþynnt og trúverðugleiki hans skertur.
![]() |
Staða Ísland gerbreytt |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
2009-08-12
Hafna Icesave og grípa til frumlegra lausna
Er þessi ríkisstjórn að starfa fyrir Breta og Hollendinga eða er hún að starfa fyrir þjóðina?
Steingrímur hefur oft vitnað í ónafngreinda álitsgjafa máli sínu til stuðnings þegar hann reynir að sannfæra þjóðina um að hún eigi að fórna framtíð barna sinna.
Nú hefur nafngreindur og viðurkenndur sérfræðingur í skuldaskilum komið fram og ráðlagt Steingrími að hafna Icesave-samningnum í núverandi mynd.
Steingrímur ætlar hins vegar að hunsa ráðgjöf sérfræðingsins og telur nauðsynlegt að samþykkja ríkisábyrgð á Icesave.
Hvers vegna?
Er Steingrímur svona vondur maður?
Er honum alveg sama þótt hann dæmi íslensku þjóðina til fátæktar?
Ég held að Steingrímur sé haldinn skammsýni andskotans og ég held að Steingrímur sé upptekin af því að lenda ekki í vandræðum ákkúrat núna.
Ríkissjóður er bágstaddur og Steingrímur og Jóhanna halda að þeirra eina ábyrgð sé að fleyta ríkisapparatinu inn í næsta ár.
Þau halda að þau hljóti þakkir fyrir að flytja vandamálin yfir á börnin okkar í stað þess að taka skellinn núna.
Ég myndi ráðleggja þessu annars ágæta fólki að hafna Icesave í núverandi mynd, lýsa yfir neyðarástandi og grípa til frumlegra lausna.
Ef þeim skortir kjark til þess þá eiga þau að segja af sér og afhenda fólki forystuna sem hefur dug og kjark til þess að takast á við ástandið og hlífa börnum okkar við að takast á við viðskilnað sjálfstæðisflokks, framsóknar og samfylkingar.
![]() |
Leið Buchheits ekki fær |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt 13.8.2009 kl. 03:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
2009-08-12
Ríkissjóður að tæmast?
Vondir stjórnmálamenn safna um sig já-fólki. Davíð Oddson og Ingibjörg Sólrún eru dæmi um slíka stjórnmálamenn að mínu mati. Það er einkenni á þröngsýnum og valdasjúkum einstaklingum að reyna að þagga niður í þeim sem vilja láta raddir sínar og skoðanir heyrast úr grasrótinni.
Þeir vilja skapa þá ímynd að samstaða sé um ákvarðanir sem þeir taka í einangrun og án samráðs. Til þess að ná árangri flytja þeir þann boðskap að átök um hugmyndir séu svik við forystuna og hugsjónina.
Stjórnmálamenn og málsvarar þeirra hafa flutt þjóðinni vondan boðskap frá því að bankarnir hrundu í haust. Málflutningur þeirra gengur út að að skapa tálsýnir meðal almennings.
Dæmi um svona tálsýnir eru t.d.:
Að bankahrunið hafi bara orðið allt í einu og Björgvin G. Sigurðsson ekki fattað neitt.
Að íslenskur almenningur beri sök á bankahruninu.
Um ofangreint vil ég segja eftirfarandi. Ef Björgvin sem viðskiptaráðherra hefur ekki fattað hvað var á seiði í bönkunum þá er hann of heimskur til þess að sitja á þingi.
Valdhafar í Brussel, Bretlandi og Hollandi bera mikla ábyrgð á þróun starfsemi bankanna og voru óvefengjanlega í mun sterkari stöðu til að hafa áhrif á þessa starfsemi en almenningur á Íslandi.
Steingrímur vill ekki taka mark á heimsfrægum sérfræðingi og hallast ég að því að hann sé að reyna að bjarga sjálfum sér í stöðu fjármálaráðherra (ríkissjóður er að tæmast) og sé tilbúin til þess að fórna framtíð komandi kynslóða til þess að redda skammtímavandamálum.
Það er vondur díll að fórna 3000 milljörðum til þess að redda 200 milljörðum og skömm að leggja það á komandi kynslóðir
![]() |
Stærra en ríkisstjórnin |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 19:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Í miðli útrásarvíkingana tjáir Árni Þór sig um fund Vinstri grænna í kraganum í gærkveldi. Hann segir: "ríkan stuðning hafa komið fram við Steingrím J. Sigfússon, formann flokksins, á átakafundi kjördæmisráðs flokksins í Suðvesturkjördæmi."
Ég var á þessum fundi og mér datt fyrst í hug þegar ég las þessi ummæli Árna Þórs að hann hefði kannski blundað á fundinum og dreymt þetta. Vissulega hefði Árni Þór viljað sjá "ríkan stuðning" við fjármálaráðherrann því Árni Þór er ákafur talsmaður þess að Icesave-samningurinn verði samþykktur rétt eins og Steingrímur Sigfússon.
Vinstri græn eru mjög skemmtilegur stjórnmálaflokkur og hef ég ávallt ánægju af því að vera viðstödd fundi þeirra einfaldlega vegna þess að mikill fjöldi flokksmanna og sumir þingmanna flokksins beita dómgreind og skynsemi umfram það sem ég sé í sumum öðrum flokkum. Kúgun og þöggun eru heldur ekki stórt vandamál í þessum flokki.
Árni Þór og Steingrímur tilheyra því sem ég vil kalla leynimakks- og áróðursarmur Vinstri grænna og að því leiti ættu þeir betur heima í samfylkingunni. Vandamál Árna Þórs og Steingríms felst meðal annars í því að fólk í Vinstri grænum beitir eigin dómgreind í stað þess að láta kúga sig til fylgis við vondar hugmyndir.
Björgvin G Sigurðsson kallar það sundurlyndisfjanda þegar fólk styðst við eigin dómgreind við skoðanamyndun. Þetta kemur ekki á óvart úr herbúðum samfylkingarinnar sem hefur tekið sér sjálfstæðisflokkinn til fyrirmyndar í skoðanakúgun og hótunum.
Bestu hugmyndir og niðurstöður verða oftast til í kjölfar átaka. Óþol gagnvart sjálfstæðri hugsun og blint traust á forystu leiðir til stöðnunar og oft vondra ákvarðanna.
Á fundi Vinstri grænna í gær var ekki ríkur stuðningur við afstöðu formannsins til Icesave heldur þvert á móti var almennur stuðningur við afstöðu Ögmundar og Guðfríðar Lilju.
![]() |
Skynsamlegt að semja að nýju |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 18:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
2009-08-12
Góður fundur með Vinstri Grænum
Skoðanaskipti voru á fundi Vinstri grænna í kvöld. Ekki var ég vör við neinn klofning heldur virkuðu flestir fundarmenn á mig sem félagshyggjufólk.
Það er hins vegar augljóst í mínum huga að þeir Vinstri grænir sem vilja samþykkja Icesave (en þeir virðast ekki vera margir) hafa ekki skilning á samhenginu á milli stefnu flokksins og afleiðinga þess ef samningurinn er undirritaður.
Í haust hófu Bretar hernaðaraðgerðir gegn Íslandi jafnvel þótt svo virðist sem margir Íslendingar eigi erfitt með að kyngja því. Ísland er í dag hersetið og fyrir setuliðinu fer landshöfðinginn Rozwadowski.
Með aðgerðum sínum sem voru beiting hryðjuverkalaga og frysting gjaldeyrisstreymis til landsins tókst Bretum að þröngva Alþjóðagjaldeyrissjóðnum upp á Íslendinga. Síðan Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn settist hér að hefur hann starfað í þágu Breta.
Það hefur vakið furðu mína að enginn hér á landi hefur spurt hvers vegna Bretar voru svo snöggir að grípa til hryðjuverkalaganna. Mín skoðun er sú að sú hernaðaráætlun hafi verið tilbúin áður en bankarnir hrundu. Reyndar trúi ég því að aðdragandinn að aðgerðum Breta sem þeir hafa síðan fylgt hafi verið nokkur.
Ömurlegast er að horfa upp á hvernig Össur glaðhlakkalegur gleðst yfir samvinnu sinni með þeim valdastofnunum sem nú virðast hafa það helst að markmiði að knésetja íslensku þjóðina. Mér er gjörsamlega fyrirmunað að skilja hvernig nokkur maður getur beygt sig undir þennan ósóma og kallað sig Íslending.
Það er ekkert dularfullt við strategíu/áætlun Bretanna. Áætlunin er einfaldlega að telja heimskum stjórnmála- og embættismönnum trú um að staða Íslands verði mikið betri ef ríkissjóður safni miklum skuldum. Hún gengur einnig út á að íslensk stjórnvöld þurfi að beygja sig undir eitthvert alþjóða siðferði sem þeir sjálfir hafa skáldað og á engan hátt í nokkru samræmi við siðmenntaða hegðun.
Ríkisstjórnin er nú hvött til þess að haga sér eins og indverskir foreldrar gera í neyð sinni þegar þeir selja börnin sín í þrælabúðir alþjóðafyrirtækja. Það er ömurlegt að horfa upp á að þessi strategía í boði Breta og alþjóðafjármálakerfisins hefur verið að virka á hluta stjórnmálamanna sem hafa gerst boðberar boðsskapar sem prédikar að þeir sem tóku enga áhættu, áttu enga aðild að viðskiptum skuli bera tapið.
Kjósendur samfylkingarinnar kjósa þennan flokk vegna þess að þeir trúa því að þeir séu að kjósa jöfnuð og félagshyggju. Því miður er það svo að menn/konur með vafasama siðferðisvitund hafa hreiðrað um sig í forystu þessa flokks og stefna að öðru en félagshyggju og jöfnuði.
Sá hluti Vinstri grænna sem harðast hefur sett sig upp á móti Icesave samningnum er sá hluti stjórnarþingmanna sem heldur voninni í mörgum kjósenda þessara flokka og ég hvet þá til þess að halda sig á þessari braut.
![]() |
Fjölmenni á félagsfundi VG |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 02:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)