2010-11-26
Vanmeta völd forseta
Stjórnmálamenn vanmeta þau völd sem stjórnarskráin færir forsetanum rétt eins og margir fyrrverndi forsetar hafa sjálfir gert. Það skiptir miklu máli að hafa sterkan forseta sem þorir að beyta því valdi sem þjóðin hefur falið honum.
það er líka mikilvægt að sterkir frambjóðendur komist inn á stjórnlagaþing sem þora að efla áhrif þjóðarinnar á ákvarðanir sem varða lífsbjörg hennar og frelsi.
![]() |
Guðni: Ólafur Ragnar gæti haldið áfram |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
2010-11-26
Kjósum lýðræðið
Ég hef talað við fjölda manns vegna kosninga til stjórnlagaþings. Margir eru reiðir vegna spillingar, óráðsíu í ríkisfjármálum og valdabrölts stjórnmálastéttarinnar. Þeir ætla að hunsa þessar kosningar vegna þess að þeir taka ekki þátt í pólitík. Gætum þó að því að málsvarar stjórnmálastéttar og hagsmunahópa yfirtaki ekki stjórnlagaþingið. Mætum á kjörstað og kjósum lýðræðið.
![]() |
Tæplega 10 þúsund hafa kosið |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Virðing fyrir manngildum er grundvöllur að góðu samfélagi. Þegar valdið verður einangrað og afskekkt
er mannlífinu hætta búin. Einkenni á slíku fyrirkomulagi er leynd af ýmsum toga. Leynilegir þræðir liggja um samfélagið sem birtist í furðulegum ákvarðanatökum t.d. við mannaráðningar eða sölu á bönkum. Skeytingarleysi gagnvart einstaklingum er annað einkenni á afskekktu valdi. Valdhafinn er fjarlægur og býr ekki yfir umhyggju gagnvart skjólstæðingum, neytendum eða borgurum.
Þegar valdið kemur frá þjóðinni og er í sífelldri endurnýjun hefur það áhrif á ferli. Sá sem fer með valdið þarf að huga að endurnýjun þess. Það beinir athygli hans að þeim sem færa honum valdið.
Þrískipting valdsins felur í sér að valdið er skoðað út frá þremur hugtökum. Út frá því hvernig stefna er mótuð og reglur settar um framkvæmdina (löggjafarvaldið). Út frá því hvernig stefnan er framkvæmd (framkvæmdarvaldið) og síðast út frá því hvernig brot gegn reglum um framkvæmd eru meðhöndlaðar (dómsvaldið).
Þetta eru þrjár af meginstoðum samfélags en ekki eina birtingamynd valdsins. Valdið á að þjóna samfélaginu og virða réttindi einstaklinga. Hrun í íslensku samfélagi skýrist að miklu leyti af langvarandi misbeitingu valds og virðingaleysi stjórnmálastéttarinnar við landslög og stjórnarskrá. Valdið sem átti að vera bundið í meginstoðum réttarríkissins losnaði frá stoðunum og varð stjórnlaust í þjónustu sinni við fjármálakerfið. Þessi vandi er enn til staðar og það væri upphaf að ánægjulegri vegferð ef stjórnlagaþinginu tækist að koma böndum á valdið.
Jakobína Ingunn Ólafsdóttir 7319
Stjórnsýslufræðingur á stjórnlagaþing
![]() |
Forsetinn snýst gegn bönkunum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2010-11-26
Þannig er lýðræðið
Icesave er krafa um að íslensk alþýða beri skaðann af viðskiptum Landsbankans í útlöndum. Viðskiptin fóru fram á milli fólks sem vildi græða

á háum vöxtum og viðskiptabanka sem vildi laga lausafjárstöðu sína eftir að eigendurnir voru búnir að skafa innan úr honum.
Upphaflega átti að leyna innihaldi Icesave samningsins ekki bara fyrir þjóðinni heldur líka fyrir þingmönnum.
Framferði ríkisstjórnarinnar í fyrrasumar er birtingarmynd alls þess sem er vont við yfirgang valdhafa sem búa yfir takmarkaðri samkennd með þjóðinni.
Í framhaldi af afhjúpun innihalds samningsins var nánast eins og Hollendingar og Bretar væru komnir inn á Alþingi Íslendinga. Þar var ráðskast með þingmenn og þeim hótað. Vilji Hollendinga og Breta var heilagur.
Þjóðaratkvæðagreiðsla um Icesave er dæmi um birtingamynd lýðræðis þar sem þjóðin tekur ráðin af huglausum stjórnmálamönnum.
Tryggjum málsskotsréttinn og lýðræðið
![]() |
Lokaorðið hjá kjósendum segir forseti Íslands |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |