Hvar var Sigurður Kári í hruninu?

Jú hann var að rífast um áfengissölu í verslunum.

Smásalar hafa lengi barist við að ná áfengissölunni af ríkinu og átt sína málsvara meðal stuttbuxnaliðs sjálfstæðisflokksins. ´

Ekki tel ég að Jóhanna sé mikill stjórnmálaskörungur en orð verða máttlaus við að berast af vörum Sigurðar Kára.


mbl.is Það er alls ekki stjórnleysi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ekki eru þau mikið kröftugri hjá Jóhönnu. Veit ekki hvað stjórnleysi er, en í íslenskri orðabók mætti vel bæta við sem skýringu á orðinu stjónleysi=núverandi ríkisstjórn. Og röksemdirnar fyrir ágæti stjórnarinnar a) verðbólga með því minnsta sem þekkist..... það er enginn furða, það er búið að skattleggja heimili landsins fyrir hverja einustu krónu sem þau eiga aflögu, þannig að það fær ekkert þrifist, þá verður eðlilega lág eða engin verðbólga; sem sé verðbólgu ná niður með skattpíningu heimilanna. b) stýrivextir hefðu sjaldan verið lægri..... aftur vegna skattpíningar heimilanna þar sem enginn hefur efni á að taka nein lán enda bankakerfið kappfullt af peningum sem afleiðing af því, þar af leiðandi er stýrivextir lágir, en samt eru vextir til heimilanna með því hæðst sem þekkist í Evrópu, og c) atvinnuleysi hefði minnkað..... já vegna þess að menn hafa gefist upp og flutt til útlanda.

Að þessu leiti hafði þó hann Sigurður Kári rétt fyrir sér að Jóhanna og ríkisstjórn hennar er ekki í neinu sambandi við þjóð sína og almenning í landinu.

Sigurður Geirsson (IP-tala skráð) 31.3.2011 kl. 13:14

2 identicon

Einu gleymdi ég í fyrri athugasemd en það hlýtur að koma í framhaldi af spurningu þinni um það hvar Sigurður Kári hafi verið í hruninu, en það er spurningin:

HVAR VAR JÓHANNA Í HRUNINU???

Bíddu var hún ekki ráðherra í þeirri ríkisstjórn sem tók við völdum 2006?? Var hún ekki í innsta hring ríkisstjórnarinnar?? Voru það ekki samflokksmenn hennar sem stýrðu bankamálaráðuneytinu síðustu 2 árin??

 Og svo talar hún um að hreinsa upp eftir íhaldið. Bíddu hvar var hún eiginlega og hvað var hún að gera í þeirri ríkisstjórn sem var við völd þegar hrunið var??

Sigurður Kári var þó bara óbreyttur þingmaður, en Jóhanna var ráðherra í ríkisstjórninni og því eðlilegt að hún sé spurð að því hvað hún og hennar fólk hafi verið að gera á þessum tíma??? Eða er hún og hennar fólk svo ómerkilegt og lítilvægleg að þau voru bara leiksoppar íhaldisins? Ef svo er hverra leiksoppi eru þau þá núna?

Sigurður Geirsson (IP-tala skráð) 31.3.2011 kl. 13:37

3 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Akkúrat Sigurður það voru nefnilega fleiri en 1. flokkur við völd þegar allt hrundi svo það er ekkert skrítið að manni finnist hún vera veruleikafirrt þegar hún talar svona og það er ekkert skrítið að það sæki ugg að manni að vita að það sé ekki betri hugsun á bak við ákvarðanirnar sem hún tekur en sú að útrýma sjálfstæði hér á landi ætlar hún sér alveg sama hvað það kostar...

Fyrir almenning þá horfir hann á og sér að það sem var byrjað fyrir hrun er verið að klára í hennar Jóhönnu og Steingríms boði...

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 31.3.2011 kl. 14:59

4 Smámynd: Margrét Sigurðardóttir

Til er blaðaljósmynd 2007-2008 af Sigurði Kára Kristjánssyni veifa plaggi með frétt um álit Transparenty International á spillingarleysi hér á landi.
Þessi sami Sigurður Kári sagði á landsfundi að FLokkurinn eigi fiskinn í sjónum: http://www.youtube.com/watch?v=6XLOP2rMH5U

Margrét Sigurðardóttir, 31.3.2011 kl. 20:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband