Baráttan gegn Icesave er stéttarbarátta

Baráttan gegn Icesave er baráttan gegn því að eigur og mannréttindi barnafjölskyldna séu gerðar upptækar til þess að tryggja hinum efnameiri sparifé sem þeir hafa tapað í viðskiptum við kjölfestufjárfestanna.

Forsetinn gaf íslenskum skattgreiðendum tækifæri til þess að berjast gegn þessari ósvinnu. 

Erlendir fjölmiðlar hvetja nú íslenskan almenning til þess að standa í lappirnar og segja NEI

Við þurfum að segja NEI ekki eingöngu vegna hagsmuna okkar sjálfra heldur hagsmuna skattgreiðenda um heim allan.

Ég hef svarað bréfi sem ég fékk frá Jóhönnu Sigurðar og birti það hér aftur:

Ég er sammála því að þjóðaratkvæðagreiðslan um Icesave snýst ekki um þessa ríkisstjórn. Þessi þjóðaratkvæðagreiðsla snýst um ríkisstjórnir sem setið hafa við völd undanfarna áratugi og blóðmjólkað almenning. Hún snýst um spillt flokkakerfi og forkólfana sem líta á skattgreiðendur sem skiptimynt í valdaspili. Hún snýst svo sannarlega um AGS, EES og ESB og þeirra stefnu og regluverk. Og hún snýst um réttlæti.Hún snýst einnig um þá glórulausu hugmynd að skattgreiðendur eigi að vera tryggingpottur fyrir sparifjáreigendur.
 
Það er grundvallarmisskilningur að JÁ þýði að málinu ljúki með sátt. Jón Baldvin Hannibalsson hafði forræði að því að innleiða EES samningin og Vigdís Finnbogadóttir brást skyldu sinni þegar hún vísaði honum ekki til þjóðarinnar. EES samningurinn er forsenda þess að Icesave varð til. Vegna þess að lýðræðið var hunsað við innleiðingu samningsins er þetta mál ekki mál þjóðarinnar, ekki mál skattgreiðenda heldur einungis mál spilltra stjórnmálamanna. Þess vegna mun aldrei verða sátt um þetta mál af hálfu þeirra sem vilja lýðræði.
 
Ég er ekki hrædd við að berjast fyrir hagsmunum barna minna og annarra þeirra sem þurfa að líða fyrir lántökugleði stjórnvalda. Það liggur nú þegar fyrir að spár og áætlanir AGS hafa ekki staðist heldur eru hagtölur mun lakari en ráð var gert fyrir. Orðalag eins og "gæti fallið" og "margt bendir til" afhjúpar þá áhættu sem ríkisstjórnin vill nú leggja á íslenska skattgreiðendur og komandi kynslóðir.
 
Það er mjög vanhugsað og ber vott um kunnáttuleysi í hagfræði og viðskiptafræði að halda því fram að auknar skuldbindingar ríkissjóðs munu leiða til hagstæðari lánakjara og aukins aðgangs að lánsfé. Þeir sem eru vel að sér í þessum fræðum gera sér fulla grein fyrir því að þeir sem veita lán gera það á forsendum viðskiptahagsmuna. Litið er til hlutfalls á milli skulda, eigna og tekna þegar lántakandi er metin og vaxtaprósenta speglar áhættuna sem felst í viðskiptunum. Á svipaðan hátt eru ríki metin eftir því hvernig erlendar skuldir og verg landframleiðsla spila saman.
 
Ég gæti sem best trúað að tafir á fjármögnun framkvæmda og rekstrar liggi helst í því að ekki hefur verið tekið á þeirri gríðarlegu spillingu sem hér viðgengst og að í stað þess að spýta fjármagni í atvinnulífið er fjármunum haldið í gíslingu í bönkum sem ríkisstjórnin hefur ekki talið eftir sér að styrkja.
 
Að lokum vil ég spyrja hvort Landsbankinn keypti sig inn í tryggingakerfi FSCS (svo segir á heimasíðu þess) og hvort að Bretar hafi fengið bættar innstæður upp að 50 þúsund Evrum eða alla vega átt rétt á því frá FSCS. Sjá: http://www.fscs.org.uk/what-we-cover/products/investments/eea-top-ups/
 
Ef svo er hvers vegna hefur það ekki verið rætt og þjóðin upplýst um þetta.

 


mbl.is Menn verða að hafa kjark
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Takk fyrir góðann pistil, hjartanlega sammála þér.

sr (IP-tala skráð) 7.4.2011 kl. 14:27

2 Smámynd: Sumarliði Einar Daðason

Góð samantekt! Ég segi NEI!

Sumarliði Einar Daðason, 7.4.2011 kl. 14:28

3 Smámynd: Dagný

Vel mælt.

Dagný, 7.4.2011 kl. 20:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband