Valdhafar eru að eyðileggja framtíð Íslands

Egill Helgason heldur okkur við efnið og skal hann eiga þakkir fyrir.

Viðtal Egils við Jóhannes Björn var mjög athyglisvert.

Íslenskir valdhafar eru gamlir kerfiskarlar/kerlingar sem ekki sjá lausnir sem þjónað geta framtíð Íslands. Lausnir valdhafanna fela í sér að rústa velferð fólksins í landinu og afhenda alþjóðafyrirtækjum auðlindir landsins á silfurfati.

Umráð yfir orkuauðlindum munu ráða hverjir njóti velmegunar í framtíðinni. Þessar orkuauðlindir eru valdhafarnir, með leynisamningum, að selja erlendum fyrirtækjum á smánarverði en eru að rústa tækifærum innlends matvælaiðnaðar með okurverði á orku. Tækifæri sem felast í því að gera Ísland sjálfbært um orku eru hunsuð.

80% orkunnar er seld alþjóðafyrirtækjum og Landsvirkjun er á hausnum. Hvað gera valdhafarnir? Jú þeir vilja að jöklabréfaeigendur sjái tækifæri í eymdinni sem þeir hafa skapað. Nú er verið að bjóða jöklabréfaeigendum fjárfesta í stóriðju og Landsvirkjun. Hverjir eru jöklabréfaeigendur?

Leynimakk valdhafanna lætur ekki að sér hæða.

Ég fékk þessa mynd af "valdhöfum" að láni hjá Agli

Það er merkilegt að á myndinni eru margir þeir sem vinna nú hörðum höndum að því að koma landinu í hendurnar á alþjóðafyrirtækjum.

Athyglisvert hvernig þetta fólk hefur lagt undir sig ALLAR valdastofnanir landsins og kappkostar núna afhenda þær valdhöfum í BRUSSEL í trássi við vilja þjóðarinnar.

Valdhafarnir

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband