Lán frá Noregi raunhæfur möguleiki

Mér hefur fundist umfjöllunin um lánsvilja Norðmanna mjög furðuleg svo ég ákvað að kanna málið sjálf (vera opin) í stað þess að trúa því sem fjölmiðlar hér matreiða.

Ég hlustaði á Per Olaf Lunteigen fullyrða það að vilji Norðmanna fyrir lánveitingu væri fyrir hendi en síðan hlustaði ég á viðbrögð Steingríms sem talaði eins og töffari þegar hann var spurður að því hvort Norðmenn vildu lána utanvið skilyrði Alþjóðagjaldeyrissjóðsins.

Ja sagði Steingrímur hinn norski kollegi minn (fjármálaráðherran Halvorsen) er nú upptekin við að mynda ríkisstjórn en ég get nú haft samband við hana ...og Jóhanna við Stoltenberg.

Furðulegt svar. Jóhönnu Sigurðardóttir fannst í vor að það væri nauðsynlegt að senda inn formlega umsókn um ESB til þess að kanna hvað væri í boði...en hvers vegna þarf ekki að senda inn formlega beiðni um lán til Norðmanna til þess að kanna hvað er í boði. Síðan heyrði ég umfjöllun í ríkisútvarpinu í gær þar sem dregið var úr trúverðugleika Lundteigen.

Þess vegna skrifaði ég norska blaðamanninum til þess að kanna þetta mál betur og fá skýrari svör.

Norski blaðamaðurinn kannaðist við málið og gaf mér eftirfarandi svör:

Lundteigen is due to my opinion a very solid politician, but he i straight forward and sometimes controversial.

In this matter, he has his party behind him. The Centre party is in the coalition government with SV (sister party of VG) and Arbeiderpartiet (socialdemocrats).

And the thing is that the two other parties don't support Centre party's wish to give this loan. Lundteigen stresses, however, that this is an issue that his party can promise support - but the initiative must come from the Icelandic government. It is up to them to tell Norway that they would like to ask for a loan.

Such question, as far as I know, has not been raised. It seems that the Icelandic government (minus Ögmundur) is more interested in the IMF/Icesave-track - of reasons I don't understand.

The statement that Kristin Halvorsen (SV) has been busy to form a government, is a cover up for the reality, that she so far has been (and I don't understand why a SV-VG-politician should be) very negative to such a loan

In Norway I think the political approach to a loan to Iceland would be different if Iceland in fact put the question on the table. And the biggest opposition party, the rightwing Fremmskrittspartiet, has already stated in ABC Nyheter that they warmly support a loan to Iceland.

Í ágúst voru norskir stjórnmálamenn farnir að gefa yfirlýsingar í norskum dagblöðum að Norðmenn yrðu að aðstoða Ísland:

- Norge må nå finne en måte å få gitt den avtalte økonomiske støtte til Island, og ikke vente lenger!

Det sier Morten Høglund etter oppslaget i ABC Nyheter tidligere i dag om at Norge bidrar til å forhale utbetalingene av hardt tiltrengte lån til vår kriserammede nabostat.

Hér eru nokkrar greinar í ABC-Nyheter:

http://www.abcnyheter.no/node/96710

http://www.abcnyheter.no/node/93643

http://www.abcnyheter.no/node/93729

http://www.abcnyheter.no/node/93714

http://www.abcnyheter.no/node/93618


mbl.is Höfum ekkert við AGS að gera
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvað þýðir "Dirty laundry" fyrir uppbygginguna?

Eða hvað þýðir uppbygging ríkisstjórnarinnar ef því er að fletta?

Atburðarrásin í kjölfar bankahrunsins einkenndist af endalausu klúðri, töf á rannsóknum og menn lugu hvor upp í annan. Þetta liggur fyrir.

Aulaháttur stjórnmálamanna var slíkur að það hlýtur að vekja tortryggni. Það bara getur ekki verið að menn hafi verið svona vanhæfir. Fólk þusti úr á torg og rak arfalélega ríkisstjórn frá völdum. Ný stjórn tók við en ekki tók þó betra við.

Blekkingarnar og leynimakkið hélt áfram. Sama spillta liðið situr í bönkum og jafnvel stjórnsýslu. Þingmenn sem gerst hafa sekir um óeðlileg viðskipti við bankageirann buðu sig aftur fram á þing og svo kjaftar þetta fólk hvað upp í annað eins og það hafi aldrei komi nálægt nokkrum sköpuðum hlut.

Á Íslandi hrundi bankakerfið en auðlindirnar og mannauðurinn hrundu ekki. Hvert er þá vandamálið? Hvað var verið að verja með vanhæfninni.

Í dag er mannauðurinn stórlega vannýttur. Lausn ríkisstjórnarinnar er meiri skuldasöfnun jafnvel þótt sýnt sé að það gangi ekki upp. Þess vegna spyr ég hverjum er verið að bjarga?

Hverjir eiga eignir erlendis sem þeir eru hræddir um að verði hirtar ef stjórnvöld hlýða ekki erlendum kröfuhöfum?

Það er ár frá hruni og fullkomlega eðlilegt að landsmenn fari að fá svör við þessum spurningum?


mbl.is Krafa um auknar arðgreiðslur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Tekjulindir betri en þjóðarskuldir

Íslendingum er margt til lista lagt. Þúsundir þeirra sitja nú heima iðjulausir á kostanað skattborgara. Fólk sem fremur myndi kjósa að leggja eitthvað til.

Væri ekki ágætt að ríkisstjórnin liti aðeins upp frá því að safna skuldum og einbeitti sér þess í stað að finna leiðir til þess að afla þjóðartekna.


mbl.is Met kornuppskera
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Dregin spriklandi inn í Nýja Ísland

Mér var litið út um eldhúsgluggan og sá þá jarðneskar leifar 20 gæsa hangandi á þvottasnúrunni í næsta húsi.

Annars hef ég verið að hugsa um að fá mér hæsn en held að ég verða að fara á hæsnanámskeið fyrst. Nágrannarnir hljóta að samþykkja að ég sé með hænsn í garðinum fyrst þeir mega vera með hræ hangandi á snúrunni hjá mér.k2218438

Sonur minn sem er alinn upp á gamla Íslandi átti erfitt með að gera upp við sig hvað honum fannst um alla þessa dauðu fugla en hann hrópaði upp yfir sig ein tíu lýsingarorð þegar hann leit út um gluggan.


Einræði valdaklíkunnar

Þessi frétt dregur fram valdaleysi þingsins gagnvart fámennum hópi stjórnarliða og embættismönnum.

Í kjölfar bankahrunsins komu upp háværar raddir um breytingar í stjórnarfari Íslands. Bankahrunið afhjúpaði mjög alvarlega hnökra á stjórnarfari Íslands og ágalla á stjórnsýslunni.

Umræða vaknaði um stjórnlagaþing sem skipað væri einstaklingum óháðum stjórnmálum og stjórnsýslu sem móta skyldu nýja stjórnarskrá sem hefði hagsmuni almennings í landinu í fyrirrúmi.

Almenningur lifir eftir reglum sem aðrir setja, þ.e. kjörnir fulltrúar. Það þarf að tryggja það í stjórnarskrá fullvalda lýðveldis að reglurnar séu settar með almenna velferð almennings í huga.800px-gothafossoverview_911911

Fyrir kosningar vorið 2009 voru gefin kosningaloforð um stjórnlagaþing.

 

 

 

Í meðferð stjórnmálamanna breyttist hugmyndin um stjórnlagaþing í ráðgefandi fyrirbæri sem enn gefur stjórnmálamönnum færi á að eyðileggja tilraunir til lýðræðisumbóta.

Breytingar á stjórnarskrá sem tryggðu breytingum á henni þjóðaratkvæðagreiðslu voru ekki settar fyrir kosningar þannig að þær hlytu gildi í Alþingiskosningum árið 2009.

Að loknum kosningum var stjórnlagaþingi frestað og ákveðið að það skyldi eingöngu ráðgefandi en stjórnarskrárbreytingar á forræði Alþingismanna.

Breytinga sem þjóna bættri samfélagsgerð, auknum mannréttindum og réttlátu samfélagi er ekki að vænta nema þjóðin taki sér forræði yfir stjórnarskránni.

Það er verið að safna undirskriftum fólks sem vill að

stjórnlagaþingið verði á forræði fólksins í landinu.

Að þjóðin setji stjórnmálamönnum skilmála til þess að starfa eftir.

http://framtidislands.is/


mbl.is 184 stjórnarfrumvörp boðuð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bjarni Ben búin að gleyma hver setti þjóðarbúið á hausinn

Sjálfstæðisflokkur Bjarna Benediktssonar setti þjóðarbúið á hausinn. Eins og venjulega ber málflutningur formanns flokksins þess vott að stóriðja er þeim hjartfólgnari en fólkið í landinu. Fjármálaöfl mikilvægari en heilsa landsmanna. Alþjóðafyrirtæki mikilvægari en velmegun í landinu.

Raunútgjöld heimila vegna heilbrigðismála jukust um 29% frá 1998 til 2006.

Bjarni Ben vorkennir álfyrirtækjunum í ræðu sinni. Álfyrirtækjum sem sem skattpíndir landsmenn eru að styrkja núna.

Langar formanninum í völd, langar honum að koma í veg fyrir umbætur í stjórnsýslu sem flokkurinn hans hefur spillt.

Nú á þessi ungi maður að þegja. Hans tími er ekki núna.

Stærsta mál sjálfstæðisflokksins hefur verið að stela ríkisfyrirtækjum, skattpína fjölskyldur og halda uppi vöruverði með einokun

Það var sjálfstæðisflokkurinn sem kallaði til Alþjóðagjaldeyrissjóðinn


Loks góðar fréttir fyrir Ísland

Vindheldar regnhlífar komnar á markaðinn og forsetin sætir rannsókn vegna útrásarinnar.

Rannsóknarnefnd Alþingis rannsakar nú bréf sem forsetinn sendi þjóðhöfðingjum ýmissa landa en nokkuð augljóst er að forsetinn hefur litið á sig sem þjón útrásarvíkinganna.

það er nokkuð hart fyrir skattgreiðendur að halda uppi forsetaembætti sem er notað sem auglýsingastofa fyrir einkafyrirtæki.

Er ekki hægt að finna einhverja leið til þess að reka forsetann, t.d. með því að leggja embættið niður?


mbl.is Ný regnhlíf vekur kátínu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Björgólfur Thor verndaður?

Hverjum verður fórnað til þess að uppfylla kröfur almennings um réttlæti?
mbl.is Stórlaxarnir munu ekki allir sleppa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Álfyrirtækin óhress með að þurfa að taka þátt í kostnaði við innviði samfélagsins

Alþjóðafyrirtæki eru búin að leggja mikið á sig til þess að koma ár sinni þannig fyrir borð að einungis þau geti grætt á íslenskum auðlindum en alls ekki íslenska þjóðin. Álverin greiða helmingi lægra gjald fyrir orku á Íslandi en þau gera í Kanada og Bandaríkunum.

Samningarnir sem álverin gera við Ísland eru svo vondir það þeir þurfa að vera leynilegir. Mútugreiðslur eru þekktar leiðir álfyrirtækja til þess að hagnast á auðlindum landa sem eiga sér spillta embættismenn.

Alþjóðafyrirtæki á Íslandi nýta skattaundankomuleiðir og komast upp með það. Það er um að gera að skattleggja þau til þess að koma í veg fyrir að þau líti á Ísland sem aula sem þau geta endalaust hlunnfarið.

Hvers vegna eiga íslenskir skattgreiðendur að fjármagna samneysluna fyrir erlenda auðjöfra?


mbl.is Telur útilokað að leggja nýja skatta á álverin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Steingrímur til Tyrklands í fríðu föruneyti karla

Steingrímur setur fram í fjárlagafrumvarpinu eitthvað sem hann kallar kynjaða hagstjórn eða fjárlög.

Er hann sjálfur búin að lesa þennan kafla frumvarpsins?


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband