2010-10-15
Alþingi sefur á meðan landið er selt
Það er verið að færa auðlindir í hendur erlendra fjárfesta sem greiða fyrir góssið með kúlulánum og hrunkrónum.
Suðurnesjamenn hafa fjármagnað mannvirkin og uppbyggingu orkuveitunnar sem nú er komin í eigu ævintýramanns frá Kanada.
Mótmæli Bjarkar og Evu Joly virðast falla í grýtta jörð meðal stjórnmálamanna.
Það eru liðin tvö ár frá hruni en á þeim tíma hefur máttvana ríkisstjórn ekki gert neitt til þess að tryggja í lögum að allt sé uppi á borðum varðandi viðskipti með auðlindir.
Fram að þessu hafa erlendar fjárfestingar skilað litlu til þjóðarinnar sem hefur kostað og tekur alla ábyrgð vegna mannvirkjagerðar til nýtingar orku.
![]() |
Ekki tilefni til frekari aðgerða |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt 16.10.2010 kl. 11:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
2010-10-14
Afl fólksins í lifandi stjórnarskrá
Það skiptir máli hverjir verða kosnir á stjórnlagaþing. Niðurstaða stjórnlagaþings og hvernig sú niðurstaða verður höndluð á Alþingi ræður þýðingu nýrrar stjórnarskrár fyrir íslenskan almenning.
Mörg viljum við búa í samfélagi sem virðir einstaklinginn og tryggir honum mannréttindi. Það er þó ekki algilt. Þeir sem njóta forréttinda hafa gjarnan hrokafulla sýn á mannveruna og telja að hún láti stjórnast af gróðahyggju einni saman. Hinir sömu telja gróða vera samheiti fyrir meiri peninga.
Kynni mín af fólki segja mér þó að ýmislegt annað en von um gróða hreifi við manninum. Leit hans að þekkingu, forvitni, ásókn í tilbreytingu, ást á listum og umhyggja fyrir þeim sem minna mega sín einkennir hegðun margra þeirra sem hafa lítið á milli handanna.
Þegar að gróðahyggjan ein ræður verður listin vond og tilbreytingin hverfur í firringu lífsnautna.
Fólkið í landinu, bara venjulegt fólk vill fá að lifa við mannlega reisn, mennta börnin sín og bjóða foreldrum sínum friðsælt ævikvöld. Það er nauðsynlegt þessu fólki að eiga fulltrúa við stjórn landsins sem það getur treyst. Fólkið í landinu vill að stjórnvöld tryggi þeim fyrirsjáanleikan um að morgundagurinn og að morgundagurinn verði áþekkur því sem búast má við.
En traustið til alþingis og stjórnarráðs er brotið. Stjórnmálin hafa yfirgefið fólkið sem hvíðir morgundeginum vegna ófyrirsjáanleikans. Vegna ógnar sem að því steðjar vegna ójafnræðis sem ríkir á milli almennings og fjármálakerfis. Vegna ógnar sem steðjar að því vegna þess að réttur einstaklinga er ekki virtur.
Við þurfum að bæta samfélagið með því að blása lífi í stjórnarskrá sem tryggir mannréttindi, kveður skýrt á um valdsvið og ábyrgð sjórnmálamanna og brýtur upp skipulag sem elur á leyndarhyggju, tortryggni og forheimskandi umræðu.
![]() |
Líst illa á almenna niðurfærslu skulda |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
2010-10-13
Lýðræði og þekking
Skilningur á hugtakinu lýðræði er nokkuð á reiki. Enska hugtakið democracy er dregið af gríska orðinu demokratía sem þýðir rule of the people eða fólkið ríkir. Jafnræði og frelsi er jafnan óumdeilt einkenni lýðræðis. Bein þátttaka almennings annars vegar og stjórnskipan hins vegar eru ráðandi þættir um það hvort að fyrirkomulag stjórnarhátta geti talist lýðræðislegir eða ekki. Meirihlutaræði eins og tíðkast á Íslandi getur haft í för með sér kúgun ef einstaklingum eru ekki tryggð mannréttindi í lögum og stjórnarskrá og ef reglur um mannréttindi eru ekki virtar.
Í grein sem birt er á síðu The International Center for Peace and Development segir um lýðræði að þrátt fyrir að byggja megi lýðræði upp á marga vegu sé grundvöllur lýðræðis að mannréttindi séu virt. Að hver einstaklingur njóti verndar samfélagsins og að vilji almennings en ekki vilji stjórnmálastéttarinnar endurspeglist í aðgerðum ríkisvaldsins.
Íslenskir stjórnmálamenn hafa í áratugi vanvirt lýðræði og byggt upp tálsýn til þess að fela lýðræðishalla á Íslandi. Frelsi og réttindi einstaklinga hafa verið fyrir borð borin til þess að tryggja persónulegan ávinning einstakra stjórnmálamanna og valdablokka sem tengjast þeim.
Hluti af því sem tryggir lýðræði í samfélagi eru góðar upplýsingar, gagnsæi og skilningur á því hvernig lýðræði verður til og hvað skiptir máli í lýðræðislegu samhengi. Almenningur þarf að hafa góðan skilning og þekkingu á þeim málefnum sem eru ráðandi um velsæld í samfélaginu. Leyndarhyggja og áróður eru því andstæðingar lýðræðis. Þekking, skilningur og upplýsingar eru hins vegar vinir lýðræðis. Þekking er ekki utanbókarlærdómur. Þekking er það hreyfiafl sem mótar samfélagið. Almenningur þarf að hafa góðar upplýsingar um það hvaða hagsmunum frambjóðandi hyggst þjóna til þess að geta staðið með sjálfum sér í kosningum. Þingmenn þurfa góðar upplýsingar um málefni til þess að geta beitt atkvæði sínu í samræmi við þá stefnu sem þeir hafa lofað að fylgja.
Grundvöllur lýðræðis er þekking og kerfi sem tryggir þátttöku almennings í veigamiklum ákvörðunum sem varða fyrirkomulag stjórnskipunar, fullveldi og nýtingu auðlinda.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 02:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þessi kynslóð setti landið á hausinn og það er ekki þessari kynslóð of gott að herða sultarólarnar til þess að skila landinu í viðunandi ástandi til næstu kynslóðar.
Ofurlánatökur ríkisstjórnarinnar gera landið efnahagslega óbyggilegt fyrir afkomendur okkar.
![]() |
Kannað hvort þörf sé á lánum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
2010-10-12
Kerfi sem þrífst á mannvonsku
![]() |
Okkur hefur ekki mistekist |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt 16.10.2010 kl. 18:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2010-10-12
Landinu blæðir
Ísland á mikið af ungu hæfileikafólki, glettni, velvilja, framtakssemi og úthald.
Það er ánægjulegt að horfa á ungt fólk, vináttubönd, fjölskyldubönd, áhugamál og samstöðu.
Daglegt líf, daglegt brauðstrit og öryggi er ekki munaður heldur grundvallarkrafa.
Eftir að sjálfstæðisflokkur hefur fjárfest í gríðarlegum mannvirkjum á ábyrgð skattborgaranna og selt virðisaukann af þessum mannvirkjum úr landi en skilið almenning eftir með fjármögnunarkostnaðinn, eftir að sjálfstæðisflokkur hefur fært sjávarauðlindina á hendur 166 aðilum og murkað atvinnufrelsi úr landsbyggðinni eru vináttubönd, fjölskyldubönd, áhugamál og samstaða í hættu.
Menning ungafólksins er að sundrast, vinir, ástvinir eru að hverfa úr landi. Samstaðan og áhugamálin líða.
Ef það hefur farið fram hjá einhverju vinstra fólki þá benda allar staðreyndir til þess að Steingrímur J Sigfússon aðhyllist lénsskipulagið sem sjálfstæðisflokkurinn byggði upp. Akkúrat engu hefur verið breytt hvað varðar útdeilingu gæðanna.
Sama spillingin, sami fjórflokkurinn.
![]() |
Mótmæli við Stjórnarráðshúsið |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
2010-10-12
og spilling óþekkt á Íslandi
Íslenskar konur hafa gefist upp á að leita til dómstóla vegna brota á jafnréttislögum og stjórnsýslulögum. Eftirlitsstofnanir eru jafn ónýtar á þessu sviði og öðrum.
Aðgerðir til þess að stemma stigu við misrétti eru háðar því að hægt sé að nota slíkar aðgerðir til þess að útdeila bitlingum.
Konur eiga mjög erfitt uppdráttar í fjölmiðlum.
Um konur er gjarnan fjallað eins og þær séu annars flokks
Konur hafa barið sér leið í gegn um glerþakið í stjórnmálum
...en millistéttar og lágstéttarkonur sitja eftir.
Þær eru fyrstar undir hnífinn í þrengingum
En óréttið beinist ekki eingöngu gegn konum. Karlar eru líka misréttháir í samfélaginu.
![]() |
Jafnrétti kynja hvergi meira en hér |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
2010-10-11
Klikkaðir karlar á ferðinni
Sífellt heimta menn skyndilausnir sem þeir hafa ekki hugsað til hlýtar. Vissulega þarf að huga að ástandinu í Keflavík og finna lausnir sem virka. Helguvíkurhöfn tilheyrir ekki því mengi.
Dofri Hermannson vekur athygli á því á bloggi sínu hversu fáránleg krafan um höfn Í helguvík er miðað við ýmsar staðreindir sem ekki er hægt að líta framhjá en þær eru:
- Orku vantar fyrir meira en helminginn af fyrirhuguðu álveriOrkufyrirtækin vantar fjármagn til virkjunar á þeirri orku sem til er
- Stór hluti þeirrar orku sem fyrirhugað er að virkja er bundin skipulagsvaldi sveitarfélaga sem vilja heldur að orkan sé nýtt til atvinnusköpunar í viðkomandi sveitarfélagi
- Ekki er sátt um legu SV línu t.a.m. hafa fulltrúar Ölfuss lýst því yfir að línan verði ekki lögð um lendur þess nema að hluti af orku Hengilsins fari til atvinnuuppbyggingar í sveitarfélaginu.
- Fengist fjármagn í virkjun þeirrar orku sem til er yrði það á mun hærri vöxtum en áformað var og því ljóst að orkufyrirtækin þurfa mun hærra verð fyrir orkuna en gert var ráð fyrir í upphafi
- Hærra orkuverð setur fjármögnun Norðuráls á álverinu í Helguvík í enn frekara uppnám sem þó var ærin fyrir
![]() |
Ríkið borgi 700 milljónir |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Mikil óánægja ríkir vegna þess a nú er verið að stefna öryggi fólks í hættu með niðurskurði í heilbrigðiskerfinu.
Fólkið í landinu er látið blæða fyrir einkavæðingu bankanna sem Sjálfstæðis- og Framsóknarflokkur stóðu fyrir.
Á tyllidögum er gjarnan talað um hið norræna velferðarkerfi en hið norræna velferðarkerfi aðhyllist ekki sértækar aðgerðir heldur er eitt af einkennum hins norræna velferðarmódels að það styður almennar aðgerðir. Það boðar vernd fyrir fjölskyldur, aldraða og atvinnulausa. Sértækar aðferðir eru aðferðir Alþjóðagjaldeyrissjóðsins við að hreinsa upp versta sorann sem fjármálakerfið skilur eftir sig á strætum borga.
Lýðræði er hugtak sem stjórnmálamenn virðast hafa álíka lítinn skilning á og skilningur þeirra á hugtakinu "norrænt velferðarmódel."
Grundvöllur lýðræðis er aðmannréttindi séu virt.
Að hver einstaklingur njóti verndar samfélagsins og aðþað sé vilji almennings en ekki vilji stjórnmálastéttarinnar sem endurspeglistí aðgerðum ríkisvaldsins.
Er það vilji almennings að stjórnmálaflokkar skammti ríkjandi öflum himinháa styrki inni á þingi en skera niður lífsnauðsynlega þjónustu við almenning? Er það vilji almennings að fjöldi fyrirverandi þingmanna gekk á svig við stjórnarskrá og skammtaði sér eftirlaun?
Misbeiting valds er viðtekin á Alþingi Íslendinga. Vilji almennings hunsaður en það á lítið skylt við lýðræði.
![]() |
Skuldavandi heimilanna ræddur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:05 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2010-10-11
Ég vil betra Ísland
Þessi frétt vekur upp hugrenningar um lýðræði á Íslandi.
Hún vekur hugrenningar um það hvernig farið hefur verið með lýðræði á Íslandi hvernig rödd almennings hefur verið þögguð og hvernig athafnir valdhafa spegla vilja stjórnmálastéttarinnar en ekki vilja almennings.
Ég vil sjá lýðræði á Íslandi.
Ég vil að vilji almennings speglist í athöfnum valdhafanna.
Þess vegna hef ég ákveðið að bjóða mig fram til stjórnlagaþings.
Sú ákvörðun tengist sterklega innihaldi þessarar fréttar.
Heimasíða framboðs:
![]() |
Fundirnir tímasóun |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt 14.10.2010 kl. 13:23 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)