Kona sem skilur misbeitingu valds

Silvio Berlusconi er hættulegur og Nicolas Sarkozy hefur sýnt einræðistilburði segir Eva Joly. Silvio Berlusconi er hættulegur meðal annars vegna þess að hann hefur fjölmiðlavaldið í heimalandi sínu. Það er gríðalega erfitt að losna við valdhafa sem hafa fjölmiðlavaldið í hendi sér.

Það er dapurlegt að horfa upp á að sífellt taka einstaklingar sem hafa litla samkennd með fólki í samfélaginu völdin og misbeita þeim. Velferð almennings í sérhverju landi og þá sérstaklega þess fjórðungs sem verst er settur er vitnisburður um þá einstaklinga sem fara með völd.

Ég velti því stundum fyrir mér hvers vegna stjórnmálamenn hafa engan metnað fyrir því að skapa gott samfélag. Gott samfélag er samfélag einstaklinga sem eru vel upplýstir og hafa skýra sýn á það hvers þeir geta ætlast til af þeim sem þeir treysta til forystu í samfélaginu.

Það er dapurlegt til þess að hugsa að á Íslandi skuli fjölmiðlum vera stýrt af mönnum sem eru haldnir ótrúlegri græðgi í veraldleg gæði og völd. Mönnum sem beita fyrir sig fjölmiðlum til þess að ná persónulegum markmiðum sínum.

Það er dapurlegt að horfa upp á að æðstu menntastofnunum í landinu skuldi vera beitt í pólitískum tilgangi og þaðan skuli berast villandi áróður í stað upplýsnadi og hlutlausrar umræðu.

Það er dapurlegt að horfa upp á að stjórnmálamenn sem horfa nú yfir sviðna jörð vegna spillingar í þeirra röðum skuli enn ganga erinda verktaka á kostnað velferðar í landinu.


mbl.is Joly snuprar Sarkozy
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvert er hlutverk Ríkisstjórnar og forsetans?

Við horfum upp á hrikalegar afleiðingar óstjórnar ráðamanna í áraraðir. Mats Jósefsson var svo ofboðið að hann var farinn að pakka niður og sjá fyrir sér í draumsýn fagmennskuna í Svíþjóð.

Mats Josefsson var spurður af því hvernig svo illa gæti verið komið fyrir fjármálakerfum og hann svaraði: að til þyrfi óskhyggju, vanrækslu og skammsýni.

Ég held að það sé nokkuð ljóst að þeir sem setið hafa við völd á Íslandi hafi einmitt gerst sekir um óskhyggju, vanrækslu og skammsýni. Hluti þess vanda sem hefur skapast má rekja til þess að íslenskir valdhafar vanræktu hlutverk sitt sem gæslumenn íslenska ríkisins og fóru í stað þess að spila "business" með fjárglæframönnum. Græðgin varð allsráðandi í gjörðum þeirra.

Þeir seldu velferð þjóðarinnar fyrir störf fyrir börn sín og tengdabörn, fyrir lán og fyrirgreiðslur í bönkum og fóra að nýta sér völd sín til þess að mata krók sinn í skjóli nætur (sem hefur reyndar verið viðvarandi um áratugi á Íslandi en fór úr böndunum síðustu ár vegna ofurgræðgi).

Er það eðlilegt að forseti Íslands og utanríkis/iðnaðarráðherra skrifi undir samninga við emírinn í Katar um samstarf í bankamálum? Fjölskylda emírsins hefur sætt rannsókn vegna peningaþvættis og tengist mútum. 

Er það eðlilegt að forseti Íslands og ráðherrar ferðist um á puttanum með fjárglæframönnum og séu með þessa sömu putta í viðskiptasamningum á vegum fjárglæframanna?

Er það eðlilegt að forseti Íslands og ráðherra séu í leynimakki með fjárglæframönnum í fjarlægum löndum um auðlindir þjóðarinnar?

Er þetta fólkið sem við treystum?


Drápsklifjar

Ég er eiginlega alveg orðin ringluð á ruglinu í stjórnmálum og viðskiptum. Ekki vil ég sjálfstæðisflokk og framsókn við völd en samfylkingin hefur margsannað að henni er ekki treystandi fyrir velferð almennings.

Mats Josefsson segir að Íslendingar geri sér enga grein fyrir því hvað það kostar að fjármagna bankanna. Íslendingar gera sér satt að segja ekki grein fyrir nokkrum sköpuðum hlut miðað við ró þeirra.

Hann segir að það kosti 1250 milljarða að endurfjármagna bankakerfið. Þá spyr ég hvað þýðir það?

Fyrir fólkið í landinu þýðir það 4.000.000 á hvert mannsbarn. Skatttekjur ríkissjóðs eru um 400 milljarðar í venjulegu árferði. Spáð er að vaxtagreiðslur ríkissjóðs verði um 130 milljarðar á komandi árum. Ef ríkið á að greiða 130 milljarða í vaxtatekjur og guð má vita hvað í uppbyggingu bankanna hvað verður þá um almenning.

Ríkistjórnin er ekki á réttri braut. Þetta er ekkert annað en hryllingur og svo berst þetta lið við að bjarga sjálfum sér og fámennri hagsmunaklíku.

Ég fæ ekki betur séð en að rotturnar hafi yfirgefið skipið í bankahruninu.


mbl.is Umskiptingar á þingi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Taka ekki sönsum

Það sér það hver sem tilbúin er að beita dómgreindinni að athafnir þriggja síðustu ríkisstjórna eru að keyra landið í þrot.

Hvað segja þeir sem bera ábyrgð á þessum óskapnaði?

Jú, þeir segja að það séu vonbrigði að gengi krónunnar hjá Seðlabankanum sé ekki farið að hjarna við að neinu marki eftir hrunið í fyrrahaust.

Menn sem hafa hvorki dómgreind né þekkingu til þess að taka á vanda í kjölfar bankahrunsins lýsa yfir vonbrigðum! Eru það viðbrögðin við klúðrinu? Hvernig væri að endurskoða stefnuna?

Nei það ætla þeir ekki að gera. Sennilega halda þeir bara áfram að lýsa yfir vonbrigðum og telja þá væntan lega að þessi vonbrigði þeirra séu til einhvers gagns.


mbl.is Krónan veldur vonbrigðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Það vanta ábyrga aðila í stjórnmálin

Það harðnar sífellt á dalnum hjá íbúum þessa lands. Ungar millistéttarfjölskyldur eru trúlega helstu fórnarlömb bankahrunsins en einnig heyrist af öldruðum sem hafa vart fyrir salti í grautinn en þannig hefur það verið lengi hjá þeim.

Ég og fleiri erum marg búin að vara við óráðum AGS og á ýmsar leiðir til þess að bæta ástandið hér. Þessi ríkisstjórn rétt eins og tvær fyrri virðist hins vegar vera blind á ráð sem í raun myndu bæta ástandið hér og flýta þjóðinni upp úr kreppunni. Samfylkingin hefur tekið aðildarumsókn um ESB eins og hausboka sem hún hefur skelllt yfir hausinn á sér. Ráfar nú stefnulaus um völlinn og kemur ekki auga á aðrar lausnir en að slátra velferðinni í landinu.


mbl.is Kastað til höndunum við gerð ESB-tillögu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Munu 28.500 fjölskyldur sætta sig við hagsmunapot yfirvalda?

Hvernig getur þetta verið að gerast?

Hvernig í ósköpunum stendur á því að stjórnvöld halda áfram á þessari arfavitlausu braut?

Fjölskyldurnar í landinu eru grundvöllur lausna og uppbyggingar.


mbl.is 28.500 fjölskyldur í þrot
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ásmundur Stefánsson og Icesave

Hinn ágæti samfylkingarmaður Ásmundur Stefánsson réði sjálfan sig sem yfirmann Landsbankans. Hann er nú að ráðskast með eingnaumsýslu og hér

Það skyldi þó aldrei vera að Björgólfarnir séu með puttana í þessu?


Íslendingar skilja ekki hugtakið "skýr stefna"

Maðurinn hefði bara átt að lesa þessi plögg sem ríkisstjórnin gaf út og kallar stjórnarsáttmála og svo eitthvað sem heitir hundrað aðgerðir eða eitthvað í þeim dúr.

Ég er ekki hissa á því þótt Svía þyki óþolandi að vinna með Íslendingum.

Ég hef að vísu ágæta trú á íslensku fagfólki en þessir vitleysingar í ríkisstjórninni fatta ekki hvað þeir kunna ekki og ráða svo bara vini sína eða lögfræðinga í sérfræðistörf og útkoman er hroði.
mbl.is Josefsson hótaði að hætta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sígaunar norðursins!

Einhvern veginn verða menn að sjá fyrir sér. Trúi þó ekki að þetta hafi verið Íslendingur því hann hefði þá haft vit á því að stofna banka í Stafangri.

Það var þó gerð húsleit heima hjá honum eins og Ólafi Ólafs. Gæti kannski verið frændi Ólafs. Kannski hálfíslenskur og kann ekki að stela almennilega.


mbl.is Íslenskur vasaþjófur í Stafangri?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvers vegna var ekkert bloggað við þess frétt?

Fréttaskýring: Að aflétta leynd gæti reynst tvíbent

Trúnaður hefur ríkt um raforkuverð til erlendra stóriðjufyrirtækja og raunar einnig til margra íslenskra magnkaupenda.

Það vekur furðu mína að ekkert skuli hafa verið bloggað um frétt af svo umdeildu atriði í íslenskri stjórnsýslu. Fréttin virðist vera einhverskonar réttlæting á atriði sem var tekið fyrir í Draumalandinu og vekur mikla tortryggni meðal almennings.

Það sem ég hef heyrt er að orkusala til stóriðju í eigu erlendra sé um 80% af allri orkusölu á Íslandi.

Þá hef ég einnig heyrt að orkueining til stóriðjunar sé seld á 1 kr. en á 16 kr. til íslenskra aðila.

Þykir Landsvirkjun svona vænt um útlendinga eða er henni bara illa við Íslendinga?

Það er alla vega ljóst að það er að mestu Íslendingar sem standa undir kostnaði á orku til stóriðjunnar.

Hvað gengur embættismönnum til að vinna svona gegn almannahag?

Embættismenn vilja að yfir þessu hvíli leynd.

Katrín Júlíusdóttir iðnaðarráðherra segir að nú eigi að marka heildstæða orkustefnu sem taki mið af fjölbreyttu atvinnulífi, sjálfbærni og loftslagsmálum.

Hvað meinar konan með þessu?

Ætlar hún þá að aflétta leyndinni og sjá til þess að stóriðjan greiði eðlilegt verð fyrir orkuna og lækka orkuverð til landbúnaðar og vistvænnar framleiðslu......eða er hún bara að nota fín orð til þess að ganga í augun á kjósendum?


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband