Oligarkarnir harðir í Rússlandi....

....rétt eins og á Íslandi

Samfylkingin er farin að sjá við sjálfri sér. Hún þorir ekki lengur að auglýsa störf vegna þess að þar á bæ virðast menn ekki skilja stjórnsýslu- eða jafnréttislög. Þykir fjandi slæmt að fara eftir þeim þegar hægt er að nota störf, sem eiga að þjóna almenningi og almenningur borgar, sem bitlinga í pólitíkinni...

...Ásmundur Stefánsson réði jú sjálfan sig til starfa sem bankastjóra Landsbankans...án þess að aulýsa stöðuna....freistandi að taka það bara sjálfur ekki satt..

....svo var vinur hans Össurar Skarphéðinssonar ráðin í stöðu kynningarfulltrúa hjá Landsspítalanum...án þess að staðan væri auglýst.....

....Össur sagði að þeir væru að spara auglýsingarkostnað......Hvað hefur það kostað þjóðina að hafa vanhæfa embættismenn sem ráðnir eru í gegn um klíkuskap í stöðum hjá hinu opinbara? Eru það ekki einhverjir þúsund milljarðar?

Svona stjórnarfar er kallað ....oligarcy....kleptocracy....eða plutocracy.....

Vanþróað form af stjórnarfari sem leiðir til fátæktar almennings en hjálpar stórfyrirtækjum að arðræna hann....

Ég hef orðið meiri skömm á samfylkingunni en sjálfstæðisflokknum því hún misnotar nú traust sem almenningur sýndi henni í kosningum og heldu uppteknum hætti við sóðaskapinn.


mbl.is Andstæðingar Pútíns handteknir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Höfðu almenning að fíflum en er skilgreiningarvaldið hjá Degi Eggertsyni?

Frétt á Pressunni:

Mest gaf Kaupþing, 10 milljónir og Landsbankinn og FL Group gáfu 8 milljónir hvort. Félög tengd Baugi styrktu flokkinn um 25 milljónir og félög tengd Björgólfsfeðgum um 16 milljónir.

Í viðtali við Morgunblaðið segir Dagur þarna enga risastyrki á ferð eins og dæmi hafi verið um á þessum tíma. „Þetta var það starfsumhverfi sem flokkunum var búið, að safna styrkjum, enda sést að þrátt fyrir styrkjasöfnun voru flokkarnir að safna skuldum, þannig að ég held að við höfum verið flokka fegnust að það voru sett skýr lög um starfsemi stjórnmálaflokka,“ segir Dagur.

Degi Eggertsyni finnst ekkert athugavert við að samfylkingin hafi þegið 25 milljónir af Jóni Ásgeir og 16 milljónir af Björgólfum.

Ég velti því fyrir mér hvort að íslensk stjórnmál eigi sér viðurreisnar von með menn eins og Dag Eggertson innanborðs sem telur eðlilegt að stjórnmálaflokkur þyggi tugi milljóna af mönnum sem sem í viðskiptum sínum höfðu það að markmiði að arðræna þjóðina.

Íslenskri framleiðslu hefur veri rústað af innflutningsaðilum sem nutu velvildar stjórmálamanna. Neytendavernd á Íslandi er í molum. Bankarnir rústir einar. Já það má segja að Jón Ásgeir og Björgólfur Thor hafi fengið eitthvað fyrir sinn snúð. ´

Mútuþægni var bönnuð árið 2006.

Það er líka spilling þegar stjórnmálamenn spila með opinberar stöður (sem er greiddar úr vösum skattgreiðenda). Nú er svo komið að opinberar stofnanir sjá ekki lengur ástæðu til þess að auglýsa störf. Þetta kyndir enn undir vanhæfnina í stjórnsýslunni.


Velta sér upp úr sóðaskapnum

Hvers vegna viðgengst sóðaskapurinn þrátt fyrir allan skítinn sem hefur flotið upp á yfirborðið?

Þriðjungur fjölskyldna í landinu stefnir í þrot.

Þetta er afleiðing af sóðalegum stjórnmálum síðastliðin ár.

Samfylkingin tók við 25 milljónum af Jóni Ásgeir og 16 milljónum af Björgólfi Thor.

Er verið að rannsaka Björgólf Thor eða er hann ósnertanlegur?

Icesave innistæðurnar hlóðust upp á vakt samfylkingarinnar í bankamálaráðuneytinu og á vakt fjármálaeftirlits sem starfaði undir stjórn bankamálaráðuneyti/samfylkingar.

Samfylkingin hefur komist upp með mútuþægni, makk með útrásarvíkingum um að komast yfir orkuauðlindir, að ljúga að þjóðinni, að leynda hana staðreyndum, klíkuráðningar og vanhæfni í stjórnsýslu.

Samfylkingin fékk umboð í síðustu kosningum til þess að halda uppteknum hætti ef marka má atburði síðan í kosningum. Misnotkunin á eignum hins opinbera og fjármunum úr vasa skattgreiðenda heldur áfram eins og ekkert hafi í skorist.

Lausn samfylkingarinnar er að þjarma að almenningi og greiða skuldir óreiðumanna úr vasa almennings.


mbl.is Takmarka ábyrgð vegna Icesave
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

ESB stjórnar íslenskri löggjöf

Ég hef haft litla samúð með sjálfstæðismönnum og finn varla fyrir henni enn. Ég verð þó í þessu tilviki að vera sammála gagnrýni sem kemur úr þeim búðum:

Annars sæju þýsk stjórnvöld til þess að afleiðingarnar yrðu slæmar fyrir Íslendinga, í viðræðum við ESB og í samningum við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn.

Hvernig væru völd ESB hér á landi ef við værum í bandalaginu þegar þjónkun samfylkinnar við bandalagið er slíkt meðan við stöndum utan þess að það stjórnar löggjafarsamkomu þjóðarinnar.

Samfylkingin sem sýnir Brusselvalhöfum slíka þrælslund er stórhættuleg íslenskum almenningi.

Sænski blaðamaðurinn Johan Hakelius ritaði pistil í sænska dagblaðið Aftonposten nýverið þar sem hann segir Svíþjóð ekki sjálfstætt ríki lengur heldur aðeins kjördæmi innan Evrópusambandsins enda muni Svíar aðeins hafa 18 þingmenn á þingi sambandsins af 735 eftir kosningarnar til þingsins í sumar.


mbl.is Þingmenn fá ekkert að vita
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Forhertir

Dagur Eggertsson segir ekki til umræðu að Samfylkingin endurgreiði hæstu styrkina. „Nei, það eru engir styrkir þarna sem gefa tilefni til slíks. Ég er fyrst og fremst bara stoltur yfir því að Samfylkingin sé fyrst flokka til að birta þessa heildarmynd."

Já samfylkingin hefur notið gjafmildi Jóns Ásgeirs og Börgólfs og verið MJÖG vingjarnleg við þá.


mbl.is Ekki tilefni til endurgreiðslu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Úr Hvítbók...Útrásarforsetinn

Ég held að til þess að ná megi fram stjórnmálaumbótum á Íslandi þurfi Útrásarforsetinn að víkja.

Útrásar foringinn

Forsetaembættið
Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands í Finnlandi ásamt Róberti Wessman, Hannesi Smárasyni, Björgólfi Thor Björgólfssyni og Hreiðari Má Sigurðssyni.

Enginn íslenskur ráðamaður hefur veitt útrásarvíkingum jafnmikið skjól og Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands. Guðjón Friðriksson missti trúverðugleika sem sagnfræðingur, þegar hann tók að sér á kostnað þriggja banka, sem allir eru orðnir gjaldþrota, að mæra forsetann fyrir framgöngu hans. Þegar Guðjón var gagnrýndur, sagði hann, að vissulega gengi Ólafur Ragnar stundum of langt í ákafa sínum.

Smáfuglarnir eru þeirrar skoðunar, að þessi orð Guðjón hafi enn sannast, eftir að Geir H. Haarde hafði afhent Ólafi Ragnari lausnarbeiðni sína. Þá flutti Ólafur Ragnar ræðu með fjórum skilyrðum, sem stjórnmálamenn ættu að virða við stjórnarmyndum. Reyndi hann þar að knýja stjórnmálaforingjana til að taka að sér tillögur sínar um sáttmála um samfélagsmál í áramótávarpi hans – en þessar tillögur féllu dauðar til jarðar, strax og þær höfðu verið kynntar. Nú virðist forsetinn sjá leið til að blása lífi í þær að nýju, eftir að hann fékk það hlutlausa verkefni að mynda nýja stjórn. Hann reynir einnig að troða sér inn í þá hreyfingu um „nýtt lýðveldi“, sem virðist að fæðast.

Þá sagði Ólafur Ragnar, að forsætisráðherra í starfsstjórn gæti ekki gert tillögu um þingrof. Þessi yfirlýsing stangast á við það, sem áður hefur verið talið um vald starfsstjórnar – vald starfsstjórna hefur verið talið hið sama og ríkisstjórna að því er varðar allar embættisathafnir.

Stjórnmálamenn segja smáfuglunum, að nú hafi Ólafur Ragnar ákveðið að stofna til stjórnlagakreppu ofan á stjórnarkreppu og bankakreppu. Þykir þetta sýna, að Ólafur Ragnar sé enn við sama heygarðshornið og þegar hann hélt fram málstað útrásarvíkinga – það er hann sé ekki í neinum tengslum við það, sem máli skiptir í íslensku þjóðlífi og gerist offari, hvenær sem tækifæri gefst.


Komin í Hvítbók

Er hægt að bera hvað sem er á borð fyrir fólk?

Birna Einarsdóttir var að taka lán upp á 170 milljónir og tók ekki eftir því þegar hún fékk að ekki afgreitt.

Ég lýsi eftir einhverjum sem sótti um lán upp á 1 milljón og tók svo ekki eftir því þegar það var ekki afgreitt.

Tók konan ekki eftir því að það vantaði 170 milljónir á tjekkareikninginn hennar?

Viljum við hafa manneskju sem er svona kærulaus í fjármálum við stjórnvölinn í einum af BÖNKUNUM OKKAR!


mbl.is Glitnir sektaður um 4 milljónir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mútur voru ólöglegar árið 2006

Samkvæmt frétt á Vísi

Félög tengd Jóni Ásgeir Jóhannessyni og feðgunum Björgólfi Guðmundssyni og Björgólfi Thor Björgólfssyni styrktu Samfylkinguna um ríflega fjörtíu milljónir króna á árinu 2006.

Félög tengd Björgólfsfeðgum styrktu Samfylkinguna um sextán milljónir árið 2006 en félög tengd Jóni Ásgeiri Jóhannessyni styrktu flokkinn um tuttugu og fimm milljónir.

Ég vil ekki að flokkur sem er kostaður af útrásarvíkingunum sitji hér við völd. Ég verð bara tortryggin. Ég hugsa líka til aðgerða Samfylkingar í haust þegar að bankarnir hrundu og ég spyr

Hvers vegna er ekkert komið upp á yfirborðið um Landsbankann?(Björgólfsfeðga)

 


Fyndin króna

Það er hlegið af krónunni um heim allan segir Guðmundur Ólafsson. Ég veit ekki hvað fólk í útlöndum er að gera í dag en kannski eru peningabrandarar vinsælir núna.

Það þarf að koma stöðugleika á krónuna áður en önnur mynt er tekin upp.

Margir hagfræðingar mæla fyrir einhliða upptöku erlends gjaldmiðils en samfylkingin þorir því ekki vegna þess að þá muni ESB refsa Íslendingum. Skemmtilegir vinir það eða hitt þá heldur.

Það er útlit fyrir að ESB séu að þvinga Íslendinga í ESB ef marka má það sem sagt er. Ekki fannst mér þó fyndið að Guðmundur Ólafsson skyldi bera fram hræðsluáróður fyrir inngöngu í ESB á RUV.


Almenna reglan hvað?

Það er vel þekkt að stjórnsýsla og ríkisfyrirtæki eru víða skipuð undirmálsfólki sem hefur fengið stöður vegna klíkuskapar yfirvalda. Vinnubrögð að þessu tagi hafa leitt þjóðin í ógöngur og verður enginn stjórnmálaflokkur undanskilinn aðkomu að svona vinnubrögðum og þá allra síst sjálfstæðisflokkurinn.

Hvað þýðir "almenna reglan er". Jú það þýðir að stjórnvöld geta bara gert það sem þeim sýnist.

Það virðist vera algjörlega vonlaust að Ríkisstjórn og Alþingi hér á landi taki upp starfshætti siðaðs samfélags.

Enn eru oligarkarnir við völd. Þeir eru eins og rottur í stjórnmálaflokkunum og afætur á þjóðinni.


mbl.is Almenna reglan að auglýsa störf
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband