2009-08-17
Rasandi?
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
2009-08-17
Af rökhæfni prófessora
Hver prófessorinn af öðrum við Hálskóla Íslands gengur nú fram af mér með rökleysum og þvættingi.
Stefán Ólafsson segir á Vísi:
Með þessu veðsettu bankamennirnir íslensku þjóðina alla án þess að láta vita eða spyrja leyfis.
Og Stefán telur að það geri þjóðina ábyrga.
Ef ég og Stefán ættum heima í sömu blokk og ég myndi gera eitthvað í nafni blokkarinnar og veðsetja allar íbúðirnar fyrir því myndi Stefán þá telja að næsta eðlilega skref væri að borga reikninginn sem ég léti senda honum.
Er ekki eitthvað í lögum Háskólans sem bannar mönnum í hans stöðu að fara með þvætting?
Það er eins og samfylkingin verði algjörlega skyni skroppinn í skotgrafahernaði við sjálfstæðismenn sem hún aðstoðaði við að koma þjóðarbúinu á hausin.
Stefán Ólafsson studdi það með gögnum í góðæri sjálfstæðisflokks og samfylkingar að fátækt hefði aldrei verið eins útbreidd á Íslandi.
Vill hann að fátæklingarnir taki á sig núna að greiða skuldir Björgólfs Thors?
![]() |
Langmesta verðbólgan á EES-svæðinu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (18)
2009-08-17
Lógík mánaðarins
90% fjármálafyrirtækja vantreysta Íslandi en munu treysta Íslani betur ef það verður skuldugra.
Er það vegna þess að hér verður hægt að fá ódýran vinnukraft og auðlindir fyrir slikk?
"Reykjavik vonast til að Icesave-samningurinn endurreisi traust á efnahagskerfi landsins nærri ári eftir að þrír helstu viðskiptabankar landsins hrundu. En í könnun meðal 60 stærstu fjármálastofnana kemur í ljós hversu djúpt vantraustið er."
Hefur ríkisstjórnin látið sér detta í hug að kanna hver djúpt vantraust almennings á Íslandi er?
![]() |
Djúpt vantraust |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
2009-08-17
Ögmundur um Icesave
Viðtal við Ögmund Jónasson í Norska dagblaðinu ABC-Nyheter
- Halvparten av vårt nasjonalprodukt
- Vi vil gjerne stå bak våre forpliktelser i utlandet. Men visse forpliktelser er av enorm størrelse. Halvparten av vårt nasjonalprodukt står på spill, sier helseminister Jónasson.
- Vi skal betale først om sju år. Hvis den økonomiske utviklingen ellers går godt, vil mer enn femtedelen av våre nasjonale forpliktelser gå til Icesave-forpliktelsene, framholder han..
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 01:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
2009-08-17
Michael Hudson í Íslenskri þýðingu
Greining í heild sinni í þýðingu Gunnars Tómassonar
Ísland og Lettland geta ekki borgað, og borga því ekki
Michael Hudson
Geta Ísland og Lettland greitt erlendar skuldir fámenns hóps einkavina valdhafa? Evrópusambandið og Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hafa sagt þeim að umbreyta einkaskuldum í opinberar skuldbindingar og endurgreiða þær með hækkun skatta, niðurskurði ríkisútgjalda og eyðingu sparifjár almennings.
Reiði fer vaxandi ekki einungis í garð þeirra sem söfnuðu skuldunum - Kaupþing og Landsbanki í gegnum Icesave og einkaaðilar í löndunum við Eystrasalt og í mið-Evrópu sem veðsettu fasteignir og einkavæddar ríkiseignir langt úr hófi fram - heldur líka gagnvart erlendum lánardrottnum sem þrýstu á stjórnvöld að selja banka og aðra helztu innviði hagkerfa til innherja.
Stuðningur við aðildarumsókn Íslands að ESB hefur minnkað í um þriðjung þjóðarinnar og Harmony Center flokkurinn, sem studdur er af stórum hluta rússnesku-mælandi Letta, hefur náð meirihluta í Riga og stefnir í að verða vinsælasti flokkurinn á landsvísu. Í báðum tilfellum hafa mótmæli almennings skapað vaxandi þrýsting á stjórnmálamenn að takmarka skuldabyrði við eðlilega greiðslugetu landanna.
Um helgina skipti þessi þrýstingur sköpum á Alþingi Íslendinga. Þar varð samkomulag, sem kann að verða frágengið í dag, um skilyrði fyrir verulegum endurgreiðslum til Bretlands og Hollands vegna útborgana þeirra á innistæðum þarlendra eigenda Icesave reikninga.
Mér vitanlega er þetta fyrsta samkomulagið frá þriðja áratug síðustu aldar sem takmarkar afborganir af skuldum við greiðslugetu viðkomandi lands. Greiðslur Íslands takmarkast við 6% af vexti vergrar landsframleiðslu miðað við 2008. Ef aðgerðir lánardrottna keyra íslenzka hagkerfið niður með óvægnum niðurskurði ríkisútgjalda og skuldaviðjar kynda undir frekari fólksflutninga úr landi, þá verður hagvöxtur enginn og lánardrottnar fá ekkert greitt.
Svipað vandamál kom til umræðu fyrir liðlega 80 árum vegna skaðabótagreiðslna Þýzkalands vegna fyrri heimsstyrjaldar. En margir stjórnmálamenn átta sig enn ekki á því að eitt er að merja út afgang á fjárlögum og annað að geta greitt erlendar skuldir. Hver sem skattheimta stjórnvalda kann að vera þá er vandinn sá að breyta skatttekjum í erlendan gjaldeyri. Eins og John Maynard Keynes útskýrði, ef skuldsett lönd geta ekki aukið útflutning sinn verða greiðslur þeirra að byggjast á lántökum eða eignasölu. Ísland hefur núna hafnað slíkum eyðileggjandi valkostum.
Greiðslugetu hagkerfis í gjaldeyri er takmörk sett. Hærri skattar þýða ekki að stjórnvöld geti umbreytt auknum skatttekjum í erlendan gjaldeyri. Þessi staðreynd endurspeglast í afstöðu Íslands gagnvart Icesave skuldum, sem áætlað er að nemi helmingi af vergri landsframleiðslu þess. Með þessari afstöðu sinni mun Ísland væntanlega leiða önnur hagkerfi í pendúlssveiflu frá þeirri hugmyndafræði sem telur endurgreiðslu allra skulda vera helga skyldu.
Fyrir hagkerfi landa sem losnuðu undan stjórn Sovétríkjanna felst vandinn í því að vonir brugðust um að sjálfstæði 1991 hefði í för með sér vestræn lífsgæði. Þessi lönd jafnt sem Ísland eru enn háð innflutningi. Hnattræna eignabólan fjármagnaði hallann á viðskiptajöfnuði - lántökur í erlendri mynt gegn veði í eignum sem voru skuldlausar þegar löndin urðu sjálfstæð. Nú er bólan sprungin og komið að skuldadögum. Lán streyma ekki lengur til Eystrasaltslanda frá sænskum bönkum, til Ungverjalands frá austurrískum bönkum, eða til Íslands frá Bretlandi og Hollandi. Atvinnuleysi eykst og stjórnvöld skera niður útgjöld til heilbrigðis- og menntamála. Í kjölfarið fer efnahagslegur samdráttur og meðfylgjandi neikvæð eignastaða fjölda fyrirtækja og heimila.
Óvægnar niðurskurðaráætlanir voru algengar í löndum þriðja heims frá 8. til 10. áratugar síðustu aldar, en evrópsk lýðræðisríki hafa takmarkað þolgæði gagnvart slíku verklagi. Eins og málum er nú háttað eru fjölskyldur að missa húsnæði sitt og fólksflutningar úr landi eru vaxandi. Þetta voru ekki fyrirheit nýfrjálshyggjunnar.
Þjóðir spyrja ekki bara hvort greiða eigi skuldir, heldur líka - eins og á Íslandi - hvort hægt sé að greiða þær. Ef það er ekki hægt, þá leiðir tilraun til að greiða þær einungis til frekari efnahagssamdráttar og hindrar lífvænlega þróun hagkerfisins.
Munu Bretland og Holland samþykkja skilyrði Íslands? Keynes varaði við því að tilraun til að knýja fram erlenda skuldagreiðslu umfram greiðslugetu krefðist stjórnarfars á sviði fjárlaga og fjármála sem er þjakandi og óvægið og gæti hvatt til þjóðernissinnaðra viðbragða til að losna undan skuldakröfum erlendra þjóða. Þetta gerðist á þriðja áratug 20. aldar þegar þýzka hagkerfið var kollkeyrt af harðri hugmyndafræði um ósnertanleika skulda.
Málið varðar praktíska meginreglu: skuld sem er ekki hægt að greiða verður ekki greidd. Spurningin er einungis hvernig slíkar skuldir verða ekki greiddar. Verða þær afskrifaðar að miklu leyti? Eða verður Íslandi, Lettlandi og öðrum skuldsettum löndum steypt í örbirgð til að merja út afgang í tilraun til að komast hjá vanskilum?
Síðarnefndi valkosturinn getur knúið skuldsett lönd til stefnubreytingar. Eva Joly, franski saksóknarinn sem aðstoðar við rannsókn á íslenzka bankahruninu, hefur varað við því að svo gæti farið að Ísland stæði uppi með náttúruauðlindir og mikilvæga staðsetningu sína: Rússlandi gæti til dæmis fundist það áhugavert." Kjósendur í löndum sem losnuðu undan stjórn Sovétríkjanna gerast æ meira afhuga Evrópu vegna eyðileggjandi hagstjórnarstefnu sem nýtur stuðnings ESB.
Eitthvað verður undan að láta. Mun ósveigjanleg hugmyndafræði víkja fyrir efnahagslegum staðreyndum, eða fer það á hinn veginn?
Höfundur er hagfræðiprófessor við University of Missouri
![]() |
Fleiri fari að dæmi Íslands |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 00:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
2009-08-16
Boðar 35 ára þrældóm
Steingrímur er harðákveðin í því að íslenskur almenningur eigi að taka á sig skaðann sem alþjóðleg glæpastarfsemi hefur valdið vegna þess að íslenskir karlmenn voru þáttakendur.
Takk Steingrímur en það er enginn heiður af þessari afstöðu þinni.
Ég kæri mig ekkert um afsökunarbeiðni frá glæpamönnum.
Vill Steingrímur að nauðgarar fari að taka út refsingu sína með því að biðja fórnarlömbin afsökunar?
Skilur Steingrímur merkingu orðsins siðrof?
Sigmundur Ernir segir á RUV að Íslendingar hafi misst af sínum siðferðisgildum.
Og við Sigmundur Ernir vil ég segja að ég kannast ekkert við að hafa verið búin að missa af mínum siðferðisgildum. Mín fyrsta siðferðisskilda er við börnin mín en ekki glæpamenn sem fyrirfinnast nú bæði í bönkum og þingi.
![]() |
Bíður eftir afsökunarbeiðni |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 18:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
2009-08-16
Í drápsham
Þeim félagar Tryggvi Þór og Mishkin vel vopnaðir:
Tryggvi Þór og Mishkin eru höfundar að skýrlu sem skrifuð var fyrir bankanna árið 2006 og lýsti bankanna í velstandi. Mishkin fékk greiddar 17 milljónir fyrir vikið en Tryggvi þór man ekki hvað hann fékk greitt.
Mishkin telur að skýrslan hafi bara verið nokkuð góð og bendir á að vandinn á Íslandi hafi falist í mjög örum vexti á Íslensku bankakerfi.
Halló Miskin ert þú ekki heimsfrægur hagfræðingur? Veist þú ekki að það áhættusamasta fyrir hvert fyrirtæki er ör vöxtur?
Þetta veit ég en er þó ekki heimsfrægur hagfræðingur. Það eru meira að segja til formúlur sem mæla vaxtarþol fyrirtækja. Kannski hefur þú ekki lesið bókina um þetta en það er ágætt að þú fékst vel greitt fyrir verkið.
Ég velti því fyrir mér hvort að Tryggvi þór hafi átt að skrifa kaflan um vaxtarþol bankakerfisins en minnið brugðist honum
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 03:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
2009-08-16
Norðmenn sýna ástandinu á Íslandi áhuga
Hvítbókin skýrir frá þessu:
Vaxta- og peningastefnan geri það útilokað fyrir almenning að endurgreiða lán eða húsnæðisskuldir. 70% fjölskyldna á Íslandi séu tæknilega séð gjaldþrota. Börn flytji inn á foreldra sína eða foreldrar inn á börnin sín. Heilu nýbyggingarnar standi tómar þar sem engin hafi efni á að búa í þeim og fyrirtæki séu gjaldþrota. Atvinnuleysi aukist jafnt og þétt og allt þýði þetta minni skatttekjur íslenska ríkisins. Minni skattur þýðir frekari niðurskurð í opinbera geiranum, heilbrigðis- og menntamálum. 50.000 manns vilji flytja úr landi og hér verði mannauðsflótti.
Íslenska ríkið ætlar að bjarga bönkunum...AGS er mest upptekinn af því að bjarga því sem bjargað verður í fjármálgeiranum þrátt fyrir að reikningurinn fyrir þeim björgunaraðgerðum endi hjá íslenskum skattgreiðendum.
En norðmenn hafa beint athyglinni að því að AGS réttir útrásarliðinu björgunarvesti en almenningur fái ekki einu sinni leyfi til þess að komast í björgunarbátanna.
Icesave samningurinn er eins vondur og hann hefur verið. Yfirlýsing Jóhönnu um að fyrirvararnir rúmist innan samningsins ber vott um að þeir séu gagnlausir.
![]() |
Góð lending fyrir Ísland |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
2009-08-15
Voru bankareikningar í eigu íslenskra stjórnmálamanna sem áttu fjármuni í breskum bönkum frystir?
Það gæti skýrt allan æsinginn og áróðurinn við að leggja þennan ósóma á saklausan almenning.
Gæri trúað að nokkrir fræðimenn eigin einnig fjármuni sem frystir hafa verið í breskum bönkum
Ekki þarf að efast um að Icesave-samningurinn hugnist einnig nokkrum úr útrásarliðinu sem eiga hagsmuni að verja
![]() |
Samkomulag í fjárlaganefnd |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Þetta er grundvallarspurning í Icesave-deilunni
Hall bendir einmitt á þessa staðreynd. Fjölmargir einstaklingar í Bretlandi lögðu fjármuni inn á Icesave-reikninga sem báru mjög háa vexti. Mjög háir vextir endurspegla áhættu. Þetta áttu þessir fjármagnseigendur að vita og þeir áttu líka að vita að þeir myndu bera tapið ef viðskiptin myndu bregðast.
Þetta skilja sérfræðingar Bretanna.
Ástæðan fyrir því að þeir heimta að tapið verði fært yfir á íslenska skattgreiðendur endurspeglar ekki heimsku þeirra heldur klókindi. Það má hinsvegar spyrja hvað atferli íslenskra stjórnmálamanna endurspeglar.
Íslensk stjórnvöld hafa gjörsamlega brugðist íslenskum almenningi sem kaus þau til þess að verja sig í þeirri efnahagsárás sem Bretar upphófu gegn Íslandi í haust og jafnvel fyrr.
Við skulum ekki gleyma því að Gordon Brown hvatti sveitafélög til þess að leggja fjármuni inn á þessa reikninga.
Stríð Breta er hugmyndafræðilegt
Gordon Brown hefur notið dyggs stuðnings íslenskra stjórnvalda við að innræta íslensku þjóðinni sektarkennd vegna viðskipta sem þeir eiga enga aðild að.
Það er þess vegna sem mér er misboðið
Því miður þá kusum við yfir okkur vanburða stjórnmálamenn
![]() |
FT: Ábyrgðin sameiginleg |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)