Vanvirðir Alþingi

Mitt ráð til Þorgerðar er að hún hugsi sig varlega um áður en hún ákveður að vanvirða Alþingi Íslands með nærveru sinni.

mbl.is Þorgerður sest aftur á þing
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Núverandi fyrirkomulag vinnur gegn lýðræði

Í fyrsta sinn frá hruni hafa farið af stað raunverulegar umræðum um brotalamirnar í stjórnskipulaginu.

Við núverandi aðstæður er umboðið tekið af þinginu og fært hagsmunaaðilum, embættismönnum og ráðherrum.

Hið viðtekna er að óbreyttir þingmenn hafa ekki hugmynd um hvað makkað er í stjórnarráðinu og þeim gert ókleift að hafa áhrif á mótun lang eða vinna að málefnum þeirra sem þeir þiggja umboð sitt frá, þ.e.a.s. þjóðinni.


mbl.is Auka verður sjálfstæði þingsins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nennir ekki að sinna þeim á Litla Hrauni

Ég skil hana svo sem vel.
Hver vill vera í stöðugum félagskap Geirs Haarde og Árna Matthiesen.

mbl.is Fráleitt að sækja ráðherrana til saka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vel mælt hjá Þórunni

Árið 2008 ætti að vera kennslubókardæmi fyrir endurskoðun á íslensku stjórnkerfi og vinnubrögðum ráðherra.

Af því sem lesa má í skýrslum má ráða að ráðherrarnir hafi verið að auka völd sín umfram það sem stjórnarskrá heimilar en í henni eru ákvæði um störf stjórnarráðs.

Núverandi forsætisráðherra virðist hafa verið beinn þátttakandi í þessum vinnubrögðum enda hefur það verið áberandi eftir stjórnarskiptin að lítið hefur verið hróflað við ámælisverðum vinnubrögðum í stjórnarráði Íslands sem og hefur fengið umfjöllun þingnefndar sem forsætisráðherrann kallar áfellisdóm. 

Orðheppni Þórunnar hefur verið nokkuð í fjölmiðlum undanfarið en ég verð að gefa henni rós fyrir þessa frábæru myndlíkingu:

 „Á stundum hefur mér fundist að ráðherrar í ríkisstjórn Íslands séu eins og 12 trillukarlar sem hittast í kaffi tvisvar í viku, bera saman aflabrögð og horfur, standa saman gegn utankomandi áreiti eða ógnunum en eru jafnframt í samkeppni innbyrðis um aflann. Það fyrirkomulag kann að henta ef gæftir eru góðar og lítil misklíð í hópnum. Reynsla haustsins 2008 hlýtur að kenna okkur að slíkt fyrirkomulag stenst ekki gjörningaveður og getur leitt af sér úrræðaleysi og kerfislömun með hörmulegum afleiðingum fyrir land og lýð.“ 

Hressilegur málflutningur Þórunnar er kærkomin hvíld frá afburða leiðinlegum og illa undirbyggum málflutningi flestra stjórnmálamanna. Ég vil fleiri svona konur á þing. 


mbl.is Lausafjárkreppan aldrei rædd
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ömurlegt viðhorf skólastjórans til þekkingarleitar

Ragnheiður Ríkharðsdóttir og Unnur Brá Konráðsdóttir láta bóka að frekari rannsókn á einkavæðingarferlinu við sölu ríkisbankanna skili samfélaginu engu.

Þessi yfirlýsing er birtingarmynd á sífelldri viðleitni Sjálfstæðisflokksins til þess að halda þjóðinni illa upplýstri og koma í veg fyrir lærdóm af mistökum. Þetta er sérstaklega til vamms fyrir Ragnheiði Ríkarðsdóttur sem er fyrrverandi skólastjóri.

Þótt yfirlýsing hennar afhjúpi vangetu hennar sem stjórnmálamanns getum við altjent glaðst yfir að einum skóla hefur verið forðað frá stjórnvisku hennar og frekar ömurlegu viðhorfi til þekkingarleitar. 

Einkavæðingarferlið bar öll merki þess sem aflaga hefur farið í íslensku samfélagi og jafnvel sumir sjálfsstæðismenn fölna við lestur skýrslu alþingis um framgöngu ráðherranna í því máli. Góð úttekt er gerð á þessu máli http://www.svipan.is/?p=11824.  

 


mbl.is Ekki meirihluti fyrir rannsókn á einkavæðingu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hótar löggjafarvaldinu

Viðbrögð Geir Haarde koma varla á óvart. Hann hótar þinginu með því að segja:

Ábyrgð þingmanna er mikil þegar kemur að því að beita ákæruvaldi í fyrsta sinn í sögunni, eins og nú hefur verið lagt til. Verði sakborningar sýknaðir mun það verða mikill áfellisdómur yfir störfum þingmannanefndarinnar og þingsins. Þeir þingmenn sem samþykkja ákæruna verða að vera reiðubúnir að horfast í augu við sína ábyrgð á því þegar öll kurl koma til grafar. 

Málflutningurinn er ekki einungis speglun á hinu viðtekna ofbeldi forystu Sjálfstæðisflokksins sem felst í hótunum heldur endurspeglar hann einnig rökleysu sem er algeng í herbúðum Sjálfstæðismanna. Geir Haarde heldur því fram að þing og þingnefnd eigi að hafa niðurstöðu dómsins fyrir fram tryggða. Hvað segir það okkur um viðhorf Geirs til réttarfars almennt? Það fer um mig velgja þegar ég hugsa til þess að rökhugsun á þessu plani hafi ráðið mikilvægum ákvörðum um efnahagsmál þjóðarinnar um langa hríð.

þá segir Geir einnig: 

Ella hefðu þeir alþingismenn sem skipa meirihlutann ekki haft leyfi til að leggja til við Alþingi að það samþykki ákæru því slíkt væri ekki í samræmi við íslenskar og alþjóðlegar réttarfars- og mannréttindareglur.

... en þetta er markverð yfirlýsing frá sjálfstæðismanni en flokkur hans hefur fram að þessu hunsað alþjóðlegar réttarfars- og mannréttindareglur þegar þær varða almenning. Það er margoft búið að dæma íslenska ríkið fyrir mannréttindabrot gegn almenningi fyrir erlendum dómstólum en Sjálfstæðismenn ypptu bara öxlum og héldu uppteknum hætti.  

Yfirlýsing Geirs um að þingmenn sem samþykkja ákæruna verði að vera reiðubúnir að horfast í augu við sína ábyrgð er hjákátleg í ljósi þess að hann telur sjálfan sig hafa fullt leyfi til þess að gera mistök sem stjórnmálamaður og telur það fjarri lagi að hann þurfi að sitja undir ábyrgð. 

Hrokinn virðist vera af stærðargráðu sem er nánast hafinn yfir mannlegan skilning. 

 Ég hefði aldrei getað ímyndað mér að nafn mitt yrði nokkurn tíma nefnt í sömu andrá og landsdómur eða að ég kynni að verða sakaður um að vanrækja störf mín þannig að varðaði við lög um ráðherraábyrgð...segir hinn fyrrverandi forsætisráðherra. 

Þarna fer hinn fyrrverandi forsætisráðherra sem nánast þurfi að bera út úr stjórnarráðinu eftir afglöp hans og kostaði allan almenning stóran hluta af búáhöldum sínum og tólum, með rétt mál. Það hefur örugglega ekki hvarflað að manninum í hrokafullri trú á eigin rétt til vegsemda að hann þyrfti að standa skil á vanrækslu sinni. 

En það er einmitt þessi blinda og ofstækisfulla trú stjórnmálamanna og þá sérstaklega þeirra sem hafa farið með völd í sjálfstæðisflokknum á eigin óskeikulleika sem hefur reynst  þjóðinni hættuleg. Landsdómur er því mjög mikilvæg lexía fyrir þennan menningarkima íslensks samfélags en þessi stétt manna telur sig nánast ósnertanlega og hafna yfir ábyrgð á eigin gjörðum, athafnaleysi og vangetu. 


mbl.is „Röng niðurstaða“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Davíð klúðraði hundruð milljarða...

...á ferli sínum sem seðlabankastjóri og hafði fullan hug á því að halda því árfam. 

Það var ekki fyrr en hann var borin út með lagasetningu að hann yfirgaf rústir seðlabankans.

Í frétt í viðskiptablaðinu fyrir nokkru segir frá því að lán Seðlabankans með veði í föllnu bönkunum eru eins og heit kartafla sem gengur milli ríkissjóðs og Seðlabanka. Ætla má að reiknaðar verðbætur og vextir vegna þeirra hafi skilað Seðlabankanum réttum megin við núllið í fyrra.

Nú er stóra spurningin hvort Davíð verði dregin fyrir Landsdóm vegna vangetu og aðgerðaleysi hans í aðdraganda hrunsins.

Seðlabankinn var í raun gjaldþrota í kjölfar bankahrunsins. Gjaldeyrisvaraforða sem átti að standa skil á jöklabréfum var sópað inn í hina fallandi banka en eigendur þeirra sópuðu gjaldeyrinum jafharðan úr landi eftir því sem fréttir fóru af eftir hrun. 

Nú rís sjálfstæðisflokkurinn upp á afturlappirnar og vill slá skjaldborg um Geir Harde og Árna Matthiesen. Það verður varla sagt að margt komi á óvart.  

 


mbl.is Skýrslan kynnt í þingflokkum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Óviðeigandi Borgarstjóri

Smá karlremba og smá grín en Femínistar fagna því að Jón Gnarr skuli vera á móti klámi.

 Bara smá skrípaleikur í boði stjórnmálamanna svona rétt eina ferðina enn.  


mbl.is „Ég er og verð óviðeigandi“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Afleiðingarnar af óstjórn Sjálfstæðisflokks gera sífellt vart við sig

Sjálfstæðisflokkurinn er eins og kerling sem slátrar öllum hænumum en skammast eftir það við bústjórann sem tekur búinu yfir því að hún fái enginn egg.

Á sama tíma og eindæma stjórnviska Davíðs Oddsonar setti seðlabankann á hausinn, gerði þúsundir íslendinga að öreigum og beiningamönnum rakaði hann að sér fé í formi ofureftirlauna sem hann lögfesti í andstöðu við ákvæði stjórnarskrárinnar og annarra sjálftekinna bitlinga. 

Vissulega ráða núverandi stjórnvöld illa við stöðuna en það var Davíð Oddsson sem skapaði ástandið.

Meginástæða fyrir hörmulegu ástandi nú er að einstaklingar úr hrunstjórninni sitja enn við völd. Verst er að sjá glottið á Össuri á meðan hann makkar óáreittur með auðlindirnar.

Steingrímur hefur sýnt eindæma glópsku í tengslum við Icesave.

En niðurstaðan er samt að glæpsamleg framganga Davíð Oddsonar og skortur hans á iðfrun skítur öðrum ref fyrir rass.  


mbl.is Dregur úr samkeppnishæfni Íslands
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Það er Sjálfstæðisflokkurinn sem skapaði þetta ófremdarástand

Það er vert að minna á það. Menn skammast út í VG sem tók lítinn þátt í því spillingarferli sem leiddi til hrunsins.

Ég verð þó að játa að það er slappt hjá ríkisstjórninni að reyna ekki að ná meira út úr atvinnugreinum eins og sjávarútvegi. Breyta ákvæðum í lögum sem hefta að fiskur sé fullunninn hér á landi. Leyfa meiri sókn smábáta og s.frv.

Ég þori þó að fullyrða að ástandið væri enn skelfilegra ef sjálfstæðisflokkur væri við völd. 


mbl.is Ögmundur sveik loforðið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband