Staðan uggvekjandi

Ísland er gullkista. Landsvæði mikið, mikið af fersku vatni, jarðvarmi, fiskurinn í sjónum og fallvötnin. Samt sem áður hefur þessi þjóð ekki burði til þess að veita öldruðum og öryrkjum mannsæmandi kjör.

Kynslóðinni sem ekki lagði fyrir í lífeyrissjóð eða byrjaði á því seint er gert að lifa á helmingi þess sem neysluviðmið benda á að fólk þurfi til að lifa mannsæmandi lífi.

Það er auðvitað mótsögn í þessum staðreyndum. Ástandið sem hefur skapast í landinu skýrist að miklu vegna þeirra trúarbragða sem boðuð hafa verið og í skjóli villukenninga um hvað séu góðir og skynsamlegir stjórnarhættir hefur forréttindastéttin á Íslandi arðrænt þjóðina.

Sala á afnotarétti jarðvarmans á suðurnesjum er gott dæmi um hvernig stjórnmála- og fjárglæpamenn láta sér ekki nægja að ræna fólk í samtímanum heldur er einnig verið að ræna afkomendur lífsgæðum.

Það eru ekki eingöngu sjávarauðlindirnar sem ríkisvaldið hefur rétt fáum aðilum heldur eru aðrar auðlindir einnig notaðar endurgjaldslaust. Vatn, jarðvarmi og orka til stóriðju skilar þjóðinni sennilega tapi fremur en arðsemi.

Aðilar sem eru að græða á auðlindum landsins koma sér hjá að greiða skatt en nota eigi síður innviðina sem greiddir eru með skatttekjum ríkissjóðs. Ríkissjóður er að miklu leyti fjármagnaður af fólki sem lifir undir neysluviðmiðum.

Sögur fara nú af spám um hækkandi matvælaverð þegar að líða tekur á árið. Jarðverktakar eru atvinnulausir, korn er flutt inn dýrum dómi, hitafar á Íslandi fer hækkandi, nóg er af lítt nýttum jarðsvæðum og vinnuvélar standa ónotaðar. Eigi að síður hefur ríkisstjórninni ekki dottið í hug að stuðla að því að land sé unnið til ræktunar korns. Hvers vegna? Kannski myndu vildarvinir hennar ekki græða nógu mikið á því.


mbl.is Viðmið einstaklings 292 þús
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Endurreisn hrunstjórnarinnar

Það virðist nú liggja fyrir hvað samfylkingin hefur átt við þegar hún talar um endurreisn. Afturhvarf til þöggunar, leynimakks í þágu fjármagnseigenda og þægðar þeirra sem þyggja bitlinganna virðist vera hin leynilega stefnuskrá flokksins.

Umræðan bendir til þess að Bjarna Benedikssyni hafi verið lofað ráðherrastól fyrir að svíkja flokk sinn.

Þremur ráðherrum úr hrunstjórn Geir Haarde tóks að hreiðra um sig í kreppustjórninni. Leynt og ljóst hafa þessir ráðherrar með dyggri aðstoð Steingríms Joðs unnið að því að viðhalda óbreyttu ástandi í stjórnmálahefðinni.

Árásir eru viðvarandi á þá þingmenn sem reyna að viðhalda tryggð sinni við kjósendur úr herbúðum ríkisstjórnarinnar.


mbl.is Tilbúinn að mynda nýja ríkisstjórn um atvinnumálin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þjóðin og forréttindastéttin

Fyrir bankahrun réði þöggun, glórulaust klapp og boðskapur trúarbragða um samkeppni ríkjum í íslensku samfélagi. Tíminn frá hruni hefur einkennst af átökum á milli þeirra sem vilja breytt hugarfar og þeirra sem vilja að við trúum að við þurfum að lúta ríkjandi kerfi.

Hugmyndin um að Íslenskir skattgreiðendur eigi að bera ábyrgð á velferð breskra og hollenskra innstæðueigenda er í raun fjarstæðukennd. Stærð skuldbindinganna í þessu máli er af þeirri gráðu að flestir almennir borgarar geta ekki sett sig inn í afleiðingarnar af slíkum skuldbindingum fyrir litla þjóð.

Bretar og Hollendingar hafa verið í forystusveit þeirra Evrópuþjóða sem lagt sig hafa fram um að arðræna þjóðir þriðja heims. Þeir hafa gengið á auðlindir þriðjaheimsríkja í skjóli spilltra valdhafa sem þegið hafa mútur og skilið við almenning í örbyrgð.

Nýlenduarðrán hefur frá seinni heimstyrjöld farið fram í formi einkavæðingar eins og bent var á í Silfri Egils fyrr í dag. Stjórnendur og eigendur alþjóðafyrirtækja sem hafa byggt arðsemi sína á því að ræna auðlindir fátækra þjóða og nýtt sér barnaþrælkun þar sem eftirlit er lítið komust að því á síðasta áratug að á Íslandi býr þjóð sem er lítið meðvituð um rétt sinn.

Á Íslandi var hægt að gera góða díla um að ræna almenning því stjórnvöld voru á svipuðu plani í almennu siðferði og spilltir valdhafar þriðja heims ríkja. Á Íslandi fengu alþjóðafyrirtækin aðgang að sameiginlegum sjóðum almennings sem notaðir hafa verið til þess að reisa fyrir þau mannvirki til orkunýtingar. Áhættan fellur á almenning og stóriðjunni er tryggður hagnaður hvernig sem árar í heimsmarkaðsverði. Ef illa árar þá eru tekin erlend lán sem skattgreiðendur þurfa að standa skil á í framtíðinni.

Já hugsaði títtnefnt alþjóðasamfélag á Íslandi búa vitleysingar og þar getum við grætt mikið. Við látum skattgreiðendurnir þar blæða fyrir óskynsamlega hegðun breskra og hollenskra fjárfesta. Við getum treyst því að íslenskir stjórnmálamenn lúti vilja okkar því það hefur reynslan sýnt. Þeir munu ekki standa með alþýðu landsins. Þeir munu ekki hætta persónulegri stöðu sinni vegna velferðar framtíðakynslóða.

Þeir sem hafa beygt sig undir kröfur Breta og Hollendinga hafa ekki sett fram haldbær rök fyrir því hvers vegna íslenskir skattgreiðendur eigi að bera ábyrgð á hegðun í einkaviðskiptum í Hollandi og Bretlandi. Það er látið liggja að því að ákvörðunin snerti samvisku stjórnmálamanna. Spurningin hlýtur að vera hvar samviska stjórnmálamanna liggi. Þeir eru tilbúnir til þess að færa áhættu af starfsemi stóriðju yfir á íslenskan almenning. Áhættuna af dómstólaleiðinni eru þeir þó ekki tilbúnir að færa á almenning þótt þeir viðurkenni að ekki liggi fyrir lagaleg rök fyrir því að íslenskir skattgreiðendur taki á sig ábyrgð af Icesave klúðrinu. Áhættan í Icesave samningnum er gríðarleg og þá áhættu eru stjórnmálamenn tilbúnir til þess að færa einhliða yfir á íslenskan almenning.


mbl.is Þjóðin eigi síðasta orðið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ísland sjálftökukapítalistanna

Skömmu eftir bankahrun var því spáð að spillingarmál myndu verða í fréttum í hverri viku í heilt ár. Nú eru liðin tvö og hálft ár frá hruni og ekkert lát er á spillingarfréttum.

Eins og Marinó Njálsson bendir á í pistli sínum hélt hrunstjórnin lífi í bönkunum í marga mánuði á kostnað heimilanna í landinu. Í þessari ríkisstjórn sátu tveir núverandi ráðherra, þau Jóhanna Sigurðardóttir og Össur Skarphéðinsson. Páll Magnússon bendir á að Landsbankinn sé í raun skálkaskjól ríkisvaldsins. Ég vil taka það fram hér að ég hef aldrei kosið sjálfstæðis flokk og spáði því tíu árum fyrir hrun að hann myndi setja þjóðarbúið á hausinn.

Ég er þó þeirrar skoðunar að núverandi ríkisstjórn skýli sér á bak við vanhæfni sjálfstæðisflokksins í viðleitni sinni við tryggja eigin völd og mylja undir tiltekna fjárglæframenn. Því er haldið fram innanbúða hjá vinstri flokkunum svokölluðu að þeir neyðist til þess að vinna í því kerfi sem fyrirrennarar þeirra hafa skapað. Ég segi bara takk fyrir mig. Ég vil sjá stjórnmálaafl við völd sem hefur dug til þess að breyta kerfinu en ekki beygja sig undir það.

Stjórnmálamenn varpa gjarnan fram þeirri ímynd að á þingi sitji stjórnmálaflokkar sem berjast um stefnur, sem fylgja mismunandi hugmyndafræði og undirliggjandi séu átök sem varða samfélagsgerð.

Því miður eru markmið stjórnmálamanna ekki háleit og stefna og hugmyndafræði skiptir þá í raun engu máli þegar til kastanna kemur. Almenningur finnur hvernig sífellt er þrengt að honum fjárhagslega. Hluti þjóðarinnar tók skellinn strax við hrun en í kjölfarið er farið að kroppa í launþega sem finna hvernig útgjöldin vegna nauðþurfta þenjast úr. Þetta kallar ríkisstjórnin árangur í efnahagsstjórnun landsins. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn er ánægður enda ber hann litla umhyggju fyrir íslenskri þjóðmenningu og velferð almennings í landinu.

Þingflokkur sjálfstæðisflokksins hefur haldið uppi leiksýningu í meira en ár í tengslum við Icesave. Það hefur verið fyrirliggjandi meðal íslenskrar forréttindastéttar að almenningur skal blæða fyrir vanhæfni og spillingu stjórnmála- og embættismanna. Þeirra tryggð liggur hjá þeim sem hafa sölsað undir sig eignir í gegn um tíðina með því að múta stjórnmála- og embættismönnum.

Þótt ýmislegt hafi komið upp á yfirborðið um spillingu á Íslandi eru stærstu málin enn í skjóli leyndar og þangnar.


mbl.is „Sætti mig við þessi málalok“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Heilaþvottur og múgsefjun á fullum blasti

Icesavedeilan dregur fram skefjalausan fáránleika í málflutningi stjórnmálamanna og fjölmiðla.

Fáránleikinn upphófst með orðaleikjum sjálfstæðismanna um kjölfestufjárfesta. Sveittur Árni Matthiesen og innherjaður Baldur Guðlaugsson lögðust í víking til þess að koma skuldum Björgúlfanna á alþýðu landsins. Þögnin ríkti í stjórnarráðinu en almenningur þyrptist á Austurvöll.

Steingrímur j tók við fjármálaráðuneytinu og sendi átta karla og eina konu til Bretlands undir forystu aldraðs stúdents sem hefur aldrei þurft að sækja um starf. Stúdentinn snéri síðan með fylgdarliði með samning sem erlendir fræðimenn hafa fullyrt að hefði steypt fullveldi landsins og eytt efnahagslegum forsendum fyrir búsetu í landinu. 

Í marga mánuði börðust Steingrímur J Sigfússon og Svavar Gestsson fyrir því að fá stuðning við þennan samning. Hann var kallaður glæsilegur og fólki var hótað hryllingi ef það beygði sig ekki undir samninginn. Dómsdagsspár birtust daglega en engar þeirra hafa gengið eftir þrátt fyrir að samningnum hafi verið hafnað. 

Nú hefur Bjarni Ben gengið til liðs við þá sem vilja að skatttekjur ríkisins gangi til Breta og Hollendinga. Ég er þeirrar skoðunar að Bjarni Ben hafi í raun alltaf verið í þeim hópi og sá hópur með Bjarna. Huglausir stjórnmálamenn sem nenna ekki að standa í þessu þrasi lengur. Nú vilja þeir sem elska Breta og Hollendinga meira en íslensk ungbörn og gamalmenni eigna hinni svokölluðu náhirð andstöðuna við Icesave.

Andstaðan við Icesave er eign þeirra sem annt er um framtíð landsins. Hún á sér hljómgrunn meðal þeirra foreldra sem nú eru ævareiðir vegna þess að grunnskólinn er kominn undir hníf stórnvalda.

Í umræðunni er talað um betri samning, aðeins fimmtíu milljarða. Það myndi taka venjulegan háskólamenntaðan launamann 25 000 ár já tuttugu og fimmþúsund ár að greiða þessa skuld. Skuld sem ríkisstjórnin vill að skattgreiðendur greiði fyrir Björgólf Thor. 

Það fer einnig lítið fyrir því að bent sé á að þessi fjárhæð getur allt eins orðið 250 milljarðar ef spár ganga ekki eftir (sem þær gera sjaldnast eins og reynslan hefur sýnt) nú þá tekur það launamanninn hundrað tuttugu og fimmþúsund ár að greiða skuldir Björgólfs. 

Það vill líka gleymast í umræðunni að vextirnir á erlendum lánum eru 5.5% og því er fjármagnskostnaður vegna þessa óheyrilega dýr.

Alvarlegasti vandi vegna Icesave er í raun sú staðreynd að ekki er til gjaldeyrir fyrir þessum kröfum hvort sem Landsbankinn eða ríkissjóður á í hlut. 

Nú þegar hefur gjaldeyriseign launamanna í lífeyrisjóðunum verið misnotuð til þess að fármagna skuldir Landsbankans. 

Kjölfestufjárfestirinn Björgólfur Thor lifir áhyggjulausu lífi í London á kostnað ungbarna og gamalmenna á Íslandi.  Össur Skarphéðinsson og Katrín Júlíusdóttir vilja gera honum lífið enn bærilegra með því að virkja neðri hluta þjórsár til þess að hann geti reist gagnaver sem ráðherrarnir vilja að hann hafi í íslensku skattaskjóli. Kannski tekur það háskólamenntaðan launamann þá tíuþúsund ár að borga skattana fyrir gagnaver Björgólfs Thors. 

 


mbl.is Afstaða þingflokksins óskiljanleg
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vill Bjarni Ben í ESB?

Það var margt athyglisvert í fréttum kvöldsins. Matvælaverð í heiminum fer hækkandi. Kvótagreifarnir þurfa ekki að kvarta yfir þessu. Þeir munu þessir 166 aðilar sem ráða yfir fisknum í sjónum græða meira en almenningi mun blæða.

Sægreifaflokkurinn vill nú að íslenskir skattgreiðendur greiði kostnaðinn af glæpastarfsemi kjölfestufjárfesta.  Bjarni Ben mætir í Kastljósið hrokafullur að vanda. Persónulega munar hann kannski ekki um að taka á sig skuldir Björgófanna enda búin að græða vel á glæpsamlegum gjörningum í Sjóvá eins og hann tjáði alþjóð í fyrra Kastljósli.

Bjarni ætlar ekki að færa ábyrgð af gjörningum kjölfestufjárfestanna yfir á íslenska skattgreiðendur vegna þess að fyrir því sé lagagrundvöllur. Enda veit Bjarni jafn vel og ég að það var ekki heimilt samkvæmt tilskipun ESB að færa ábyrgð trygginagsjóða yfir á almenning.

Nei. Bjarni vill fara þessa leið afþví að hún er auðveldust fyrir þingið.  Hið margumrædda alþjóðasamfélag (ESB, AGS og fjármálakerfið) þarf að friðþæga og Barni treystir á þrælslund félaga sinna.


mbl.is Icesave-frumvarp samþykkt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bryndís Hlöðversdóttir víða nálæg

Síðasta leikfléttan um kosningar til stjórnlagaþings er hallærisleg og afhjúpandi. Sjálfstæðimenn sem hafa glutrað niður þúsundum milljarða í bóluhagkerfi og reyna leynt og ljóst að sölsa undir sig þjóðarauðlindir fyllast nú ábúðarmikilli hneykslun yfir klaufaskap ríkisstjórnarinnar sem samdi lög sem samþykkt var af öllum flokkunum ef ég man rétt. 

 Fíflin og líka sumir hinna í sjálfstæðisflokknum vilja nú að Jóhanna segi af sér. Jóhanna átti aldrei að verða forsætisráðherra ekki fremur en aðrir úr hrunstjórninni t.d Össur Skarphéðinsson og Kristján Möller. En þetta lið gefur einfaldlega skít í fagmennsku. Fúskið er allsráðandi og stundum koma upp mál sem gerir það áberandi.

En aldrei þurfa menn að taka pokann sinn. 

Fréttir eins og þjófnaður úr bótasjóði Sjóvár, fjárdráttur í erlendum sendiráðum, menn gleyma að innleiða tilskipanir o.s.frv. Og í hvert sinn verður tugmilljóna til tugmilljarða tap sem ýtt er að skattgreiðendum.  

Framkvæmd kosninga var í höndum landskjörsstjórnar:

Ástráður Haraldsson
Bryndís Hlöðversdóttir
Hervör Lilja Þorvaldsdóttir
Þórður Bogason
Þuríður Jónsdóttir

Þau hafa gert sig ber að aulalegu klúðri en það er þó dæmigert fyrir starfsfólk sem ekki er valið á hæfnisforsendum. Skattgreiðendur fá síðan reikninginn fyrir aulaskapinn að venju.

Bryndís Hlöðversdóttir kemur víða við þar sem hlutunum er klúðrað. Hún sat í stjórn Landsvirkjunar á meðan gamblað var þar með framvirka samninga sem menn töpuðu tugmilljörðum á. Hún var aðstoðarrektor við Bifröst þegar fjármálin fóru þar í steik og nú virðist hún hafa verið með puttana í að gera þessar kosningar að gríni.


mbl.is Útsend kjörbréf teljast ógild
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vilja ekki auðlindirnar í forsjá þjóðarinnar

Sjálfstæðisflokkurinn ber meginábyrgð á því hvernig byggðum landsins hefur blætt undanfarna áratugi. 

Davíð Oddsson og Halldór Ásgrímsson hönnuðu kerfi sem markvisst saug arðinn af íslenskum auðlindum og íslenskri vinnu og skilaði fjármununum inn á aflandsreikninga sem tilheyrðu kvótafurstum og mönnum sem sölsað höfðu undir sig ríkisbanka með fulltingi Davíðs og Halldórs. 

Sjálfstæðisflokkurinn gerði dómskerfið á Íslandi vanhæft með klíkuráðningum. DV segir frá tengslum hæstaréttardómara sem dæmdu í stjórnlagaþingsmálinu við kvótaklíkuna og sjálfstæðisflokk:

Viðar Már Matthíasson dómari er bróðir Guðbjargar Matthíasdóttur í Vestmannaeyjum, en hún og fyrirtæki hennar eru einn voldugasti handhafi veiðiheimilda í landinu og aðaleigandi Morgunblaðsins.
Jón Steinar Gunnlaugsson dómari barðist árum saman fyrir óbreyttu kvótakerfi og séreignarrétti í sjávarútvegi áður en hann settist í Hæstarétt. Hann var einnig í svonefndum Eimreiðarhópi frjálshyggjuarms Sjálfstæðisflokksins á áttunda og níunda áratugnum.
Gunnlaugur Claessen dómari var einnig í Eimreiðarhópnum ásamt Jóni Steinari, Davíð Oddssyni, Baldri Guðlaugssyni, Þorsteini Pálssyni, Geir H. Haarde, Hannesi Hólmsteini Gissurarsyni og fleirum.
Árni Kolbeinsson dómari var lengi ráðuneytisstjóri í sjávarútvegsráðuneytinu meðan kvótakerfið, framsal og annað var fest í sessi. 

 


mbl.is Skapa þarf vissu um framhaldið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hver fjandinn er kristin arfleifð?

Ég bara spyr.

Í hópi flutningsmanna eru fyrrverandi tugtúslimir og mútþegar. 

Heiðin arfleifð er mun eldri og á sér dýpri rætur í þjóðarsálinni.

Helsta vandamál grunnskóla á Íslandi síðustu hundrað árin eru að þeir eru mótaðir eftir kirkjunni.

Hann hefur alið af sér fólk sem lætur ræna sig, blekkja sig og er tilbúið til þess að kyssa tærnar á ræningjunum.

Það sem við þurfum í íslenskum skólum er gagnrýnin hugsun, sköpunargleði, frjálsa hugsun og virðingu fyrir börnum og þeirra eigin forsendum.

Tugtúslimir og mútuþegar eiga ekki að setja lög um menntun barna okkar takk.  


mbl.is Starfshættir grunnskóla skuli mótast af kristinni arfleifð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vöknuðu seint

 Í fyrrasumar var hluti HS orku seldur til Magma Energy. Steingrímur J sem hafði sett 16 milljarða í Sjóvá eftir bótasjóður félagsins var tæmdur í ævintýraviðskiptum sem Bjarni Ben tengdist hélt að sér höndum. Skýringin var að ríkissjóður hefði ekki fjármagn til þess að kaupa orkuveituna. Það hefur þó ekki skort fé til þess að fylla sjóðina sem misyndismenn hafa tæmt. Gjörningur þessi fékk litla athygli í fyrra sumar. Þegar að Hanna Birna og Óskar Bergs lögðust síðan á að selja hlut Orkuveitu Reykjavíkur í HS Orku mætti ég á pallana í ráðhúsinu og stundaði framíköll. Ég kallað m. a. framm í þegar Óskar Bergsson talaði: Þekkir þú Finn Ingólfsson!

Frétt á visir.is 15 september í fyrra 

Hiti er að færast í leikinn á meðal áhorfenda á pöllum Ráðhúss Reykjavíkur en í borgarstjórn er verið að taka fyrir sölu á hlut Orkuveitunnar í Hs Orku til Magma Energy Sweden. Mikið var um frammíköll þegar Óskar Bergsson oddviti framsóknarmanna hélt ræðu og var hann meðal annars spurður hvort hann þekkti Finn Ingólfsson, athafnamann með meiru. 

bilde Óskar Bergsson

http://www.visir.is/article/20090915/FRETTIR01/909304147/1053

Ekki sáust á pöllunum margir þeirra sem föttuðu söluna eftir að búið var að ganga frá henni. Ungir anarkistar voru þarna staddir og nokkrir þeirra sem hafa sýnt dug í búsáhaldabyltingunni.

Náttúru og umhverfisverndarsinnar voru víðs fjarri. Myrkraverk sjálfstæðisflokks og framsóknar var framið með blessun vinstri stjórnarinnar. 

Í dag kl. 15.30 verða tunnumótmæli 

Ég vona að sem flestir sjái sér fært að mæta 

Magma Energí keypti HS orku fyrir kúlulán og hrunkrónur.

Krónurnar keypti Magma á útsöluverði í bankahruninu.

Hvers vegna spyr engin:

Hví lét eigandi Magma sér detta í hug að kaupa hrunkrónur í október 2008?

Fléttan um eignarhald á jarðvarmaauðlindum Suðurnesja hefur verið komin af stað árið 2008, þ.e. árið áður en salan fór fram.

Hvers vegna reyndi fjármálaráðherrann sem kennir sig við VINSTRI-GRÆNA ekki að stöðva söluna á meðan það var einfalt mál?

Ég hvet alla sem vettlingi geta valdið til þess að mæta á Austurvöll í dag og mótmæla blekkingarleik stjórnvalda! 


mbl.is Björk afhenti undirskriftir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband