2010-10-04
Alþingi mótmælt
...er að stjórnvöld geri almenningi ljóst að ofbeldi verði aldrei liðið og aldrei umborið segir Sigmundur Davíð.
Það skiptir ekki máli hvað stjórnvöld vilja gera lýðnum ljóst ef þau njóta ekki virðingar.
Atburðir eins og milljarðagjöf til fjölskyldu Halldórs Ásgrímssonar skapar upplausn í landinu.
Atburðir eins og afskriftir á skuldum Bjarna Ármannssonar skapa upplausn.
Fólkið er ekki að mótmæla rískisstjórninni sérstaklega heldur þinginu í heild. Þingi sem hunsar samfélagsumbætur og réttlæti. Þingi sem helst má líka við sandkassaslag.
![]() |
Það er að skapast hættuástand |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
2010-10-04
Hvað þá um óformleg tengsl?
2010-10-04
Jekill og Hyde
Það er augljóst að Steingrímur hefur fetað í fótspor forvera sinna og misst öll tengsl við þjóðina.
Löng vera á alþingi virðist eyða skynbragði einstaklinga á þarfir og hagsmuni þjóðarinnar.
Því miður hefur yfir helmingur þingmanna glatað dómgreind og getunni til þess að setja hluti í röklegt samhengi.
![]() |
Líta mótmælin öðrum augum nú |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2010-10-02
Boða aukið atvinnuleysi
Í tvö ár hefur alvarlegurstu afleiðingum kreppunnar verið frestað. Lán voru fryst og velferðarkerfið hakkað niður í áföngum á meðan fjármunum hefur verið ausið í bankanna og skuldir fjárglæframanna afskrifaðar.
Það á að setja skilyrði við fjármögnun bankanna og skilyrðin eiga að allt liggi upp á borðinu um lánveitingar bankanna í aðdraganda hrunsins og að allt liggi upp á borðinu um afskriftir lána.
Reiðin sem kraumar nú undir í samfélaginu er ekki síst afleiðing af því að fólk horfir upp á leynimakk og óheilindi valdhafanna.
![]() |
Hin sönnu hrunfjárlög |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
2010-10-02
...OG EGGIN FLJÚGA
Á rölti mínu um Austurvöll við setningu Alþingis hitti ég fræðimann frá Cambridge háskóla sem er hér staddur vegna rannsóknar á afleiðingum þess þegar húsnæðisbólur springa. Ég ræddi við hann í smástund og hann sagði mér frá því að í Bandaríkjunum hefði húsnæði fólks farið á uppboð og verið keypt fyrir smánarverð af fólki sem hefur aðgang að fjármagni og leigt síðan fólki sem hefur misst húsnæði sitt. Bólan var í raun gríðarleg eignatilfærsla frá millistéttarfólki til yfirstéttarinnar. Millistéttin færðist með þessu niður plan á lágstéttarinnar, þeirra fátæku og eignalausu. Vandinn hefur verið að fólk áttar sig venjulega ekki á ferlinu fyrr en skaðinn er skeður. Vaknar upp þegar það er búið að missa allt sitt og spyr; hvers vegna tók ég ekki þátt í mótmælunum?
Stjórnmálamenn
Stjórnmálamenn og embættismenn hafa hinsvegar betri yfirsýn og geta haft áhrif á atburðarrásina. Þeir geta valið aðrar leiðir sem skila annarri niðurstöðu. Þeir hafa hins vegar valið að gera það ekki en þráast eigi að síður við að kalla sig norræna velferðarstjórn. Í baráttu sinni fyrir að öðlast traust alþjóðasamfélagsins hefur ríkisstjórnin troðið á almenningi og svikið kjósendur. Hátíðarhöld við setningu Alþingis báru af þessu keim. Hlýðni við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn birtist í því að nýju bankarnir voru fjármagnaðir með hundruð milljarða úr vösum skattgreiðenda og síðan gefnir erlendum kröfuhöfum. Markmiðið er endurreisa bankanna með því að viðhalda stökkbreyttum skuldum almennings. Til þess að tryggja eiginfjárstöðu bankanna er friðhelgi fjölskyldulífsins fótum troðin með uppboði á heimilum og niðurrifi fyrirtækja. Skjaldborg hefur hins vegar verið slegið um fjölskyldu Halldórs Ásgrímssonar sem fær nú milljarðagjafir frá Landsbankanum.
Réttarkerfið í landinu er lítið annað en rekald sem sveiflast eftir hagsmunum valdhafa og alþjóðafjármálakerfis. Orðið forsendubrestur þykir eingöngu eiga við þegar það þjónar bankakerfinu. Ráðherrar úr hrunstjórninni tóku sér dómsvald á alþingi og sýknuðu meðráðherra sem keyrðu landið í þrot annað hvort að vítaverðum kjánaskap eða af ásetningi.
Setningarhátíð
Sóðaskapurinn fyrir utan Alþingi við setningarathöfn var táknrænn fyrir sóðaskapinn inni á alþingi og þau ummerki sem hann skilur eftir sig um allt samfélagsið. Mótmælin á Austurvelli báru þess vott að nýjir tímar séu að hefjast á Íslandi. Þetta eru tímar reiðinnar og tímar vonleysis en líka tímar háværrar kröfu um athafnir til þess að bæta ástandið. Valdhafarnir hafa hvatt til æðruleysis en mæta nú eggjakasti og eru hrópaðir niður fyrir störf sín á alþingi.
Það var ámátlegt að horfa upp á þingmenn hlaupa álútna undir eggjakasti og lauma sér bakdyriameginn inn á alþingi. Reisn þessarar hátíðar var engin. Virðingin engin. Birtingarmynd ónýts alþingi og ónýtrar kirkju sem engu þjónar öðru en að viðhalda sjálfu sér.
Viðhorf þingmanna
Ragnheiður Ríkarðsdóttir er döpur vegna þess að stjórnmálamenn njóta ekki friðhelgi. Fáar yfirlýsingar hafa borist um depurð þingmanna vegna þess að verið er að brjóta niður síðustu leyfar velferðar í landinu og að sýslumaður skuli reglulega rjúfa friðhelgi íslenskra heimila. Ástu Ragnheiði Jóhannesdóttur þykir sorglegt að dagurinn skyldi ekki reynast ánægjudagur fyrir þingmenn. Séra Hjálmar telur að kirkjan hefði átt að njóta meiri virðingar á þessum degi. Kirkjan sem varið hefur kynferðislegt ofbeldi og brugðist söfnuði sínum. Einn af forsprökkum hátíðarhaldanna var biskupinn sem óátalið lét kynferðislegt ofbeldi í guðshúsi. Aðgerðaleysi kirkjunnar gerði guðshúsið að ógnvekjandi stað fyrir fórnarlömb ofbeldis. Virðing er tilfinning sem verður til vegna góðrar reynslu en ekki vegna kröfu um virðingu.
Tími Jóhönnu er greinilega að líða undir lok. Friðþægingartal um velferðaríki, sáttmála og endurreisn dugar ekki lengur til þess að sefa reiði þeirra sem nú blæðir. Valdhafar hafa reynt að gera mótmælendur að óvini þjóðarinnar með því að kalla mótmæli ofbeldi sem er rangnefni en hið raunverulega ofbeldið hefur hins vegar verið aðgangsharka að skuldurum og fyrirvinnum í þessu landi.
Á mótmælunum fyrir framan Alþingi var andrúmsloftið magnþrungið og reiðin lá í loftinu. Nýtt fólk er að mótmæla. Þetta er fólk sem er reitt en grundvelli að eðilegu lífi á Íslandi hefur verið kippt undan því. Tugir þúsunda hafa misst atvinnu, enn fleiri eru í raun öreigar og margir eru að missa ástvini úr landi. Það er eitthvað súrrealískt við að stjórnmálamenn pirrist yfir því að fá ekki að éta snitturnar sínar í friði við þessar aðstæður.
Jakobína Ingunn Ólafsdóttir
Stjórnsýslufræðingur
![]() |
Fjárlögin uppkast fremur en stefnumörkun |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt 3.10.2010 kl. 10:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
![]() |
Mótmælin settu svip á þingsetninguna |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:23 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
2010-10-01
Skuldavanda Halldórs Ásgrímssonar?
Ríkisbankinn sem er á forræði fjármálaráðherrans afskrifaði þúsundir milljóna fyrir fjölskyldufyrirtæki Halldórs Ásgrímssonar á sama tíma og lífið er kramið úr blómlegum og atvinnuskapandi fyrirtækjum og fjölskyldur sendar á götuna.
Er Steingrímur J Sigfússon hissa á reiði fólksins?
![]() |
Óánægja vegna skuldavanda |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 19:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
2010-10-01
Shit Ólína: svona getur maður ekki bullað
Fólk er að mótmæla vanhæfni þessarar ríkisstjórnar. Efnahagsástandið er staðreynd sem þýðir ekkert að mótmæla. Það er afleiðing af vangetu stjórnvalda og þægð þess við alþjóðagjaldeyrissjóðinn.
Ekki er hægt að kenna aflabresti um þessa kreppu. Ástandið og reiði fólks er ekki afleiðing óviðráðanlegra lögmála heldur afleiðing þess að ríkisvaldið hvort sem um er að ræða í þessari ríkisstjórn eða hrunstjórninni er ekki að hugsa um velferð fólksins í landinu.
Ég heyrð fólk segja á mótmælunum í dag að það vildi hreinsa út allt þetta gamla pakk á þinginu. Veruleikafirrta stjórnmálamenn sem fylgja biskupi sem ver kynferðisglæpamenn og étur snittur í sölum alþingis á meðan mótmæli með eggjakasti fara fram fyrir utan þingið.
Lítil reisn var yfir alþingi Íslendinga í dag. Þingmenn sem setið hafa lengi á þingi hafa dregið skömm inn í sali þingsins.
Ég tek undir gagnrýni fólksins fyrir utan alþingi í dag: Þjóðin hefur ekkert að gera með veruleikafirrta þingmenn.
![]() |
Verðum að standa saman sem þjóð |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 18:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
2010-10-01
Ekki norræn velferð
Eitt af grundvallar prinsípum hugtaksins norrænt velferðakerfi sem Jóhanna svo gjarnan tekur sér í munn á tyllidögum er að tryggja velferð fjölskyldunnar.
Ríkisstjórnin sem kallar sig ríkisstjórn norrænnar velferðar og kennir sig við jöfnuð er nú að vega að fjölskyldum í landinu.
Ríkisstjórnin hefur þó látið sig varða velferð bankakerfisins sem nú er í eigu leynilegra aðila.
Skattgreiðendur hafa lagt til hundruð milljarða til uppbyggingar bankakerfis sem afskrifar skuldir Halldórs Ásgrímssonar.
Börnin í landinu fá að blæða fyrir það hvernig ríkisstjórnin velur að verja skatttekjum ríkissjóðs.
![]() |
Barnabætur lækkaðar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 18:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Það hefur verið sársaukafullt að horfa upp á að fjölskyldur á Íslandi eigi sér ekki málssvara í íslenskum stjórnmálum. Núverandi ríkisstjórn tók við kefli sjálfstæðisflokksins og gerði hagsmuni fjármálakerfisins að sínum en ýtti þjóðinni til hliðar eins og hreppsómaga sem pirrað hefur hana frá því að hún tók við völdum.
Ýmis fín orð hafa verið notuð til þess að friðþægja ómagann. Orð eins og aðlögunarsamningar, jafnvægi í ríkisfjármálum og endurreisn hafa verið notuð til þess að breiða yfir nauman skammtinn sem réttur hefur verið að ómaganum. En veisluhöldin hafa eigi að síður haldið áfram hjá þeim sem hafa aðgang að gnægtaborði valdaklíkunnar.
Nú er svo komið að fín orð og fögur fyrirheit ná ekki að svæfa hungurverki ómaganna. Harðræði landsfeðranna hefur tekið á sig svo öfgafullar myndir að hinir friðsælu eru farnir að láta frá sér skörp ummæli um ástandið.
Fáránleikinn hefur tekið sér heiðurssess á Alþingi Íslendinga. Tilburðir stjórnmálamanna til þess að færa hegðun sína í röklegan búning er ámátleg. Sjö af ráðherrum hrunstjórnarinnar sitja enn á alþingi og tveir þeirra í ráðherraembættum. Enginn þessara þingmanna sá sóma sinn í því að víkja af þingi við atkvæðagreiðslu um hvort stefna skyldi samráðherrum þeirra úr hrunstjórninni fyrir landsdóm. Þeir tóku sér vald dómara og sýknuðu samráðherra sína.
Jafnvel þótt framferði þeirra sé ekki ólöglegt er það eigi að síður merki um lágkúru sem ekki verður þurrkuð út með sorglegum tilburðum til þess að færa það í röklegan búning. Málatilbúningur valdastéttarinnar er lítt til þess fallinn að draga úr sársaukafullum aðstæðum þeirra sem bíða í röðum eftir mat; þeirra tuttuguþúsunda sem ekki hafa atvinnu og þeirra sem glíma við stökkbreytt lán. Málatilbúningur valdastéttarinnar nægir heldur ekki lengur til þess að fela óréttlætið sem færir þeim sem stuðluðu að falli þjóðarbúsins milljarði í gjafir í formi afskrifta, gjafakvóta og biðlaunasamninga.
Jakobína Ingunn Ólafsdóttir
Stjórnsýslufræðingur
Grein birt á smugunni í dag
![]() |
Tjaldbúar yfirgefa miðborgina |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |