Með því að einkavæða bankanna á vafasömum forsendum og hunsa að byggja upp regluverk sem tryggði eðlilega viðskiptahætti færðu Davíð Oddson og Halldór Ásgrímsson völdin yfir efnahagslífi þjóðarinnar í hendur misyndismanna sem fengu ítök í fjármálakerfi þjóðarinnar.
Núverandi ríkisstjórn hefur ekki haft vilja til eða ekki þorað að beita valdi sínu til þess að leiðrétta misgjörðir fyrri valdhafa.
Íhaldssemi og getuleysi hefur einkennt þá ríkisstjórn sem nú er við völd. Þetta hefði í raun mátt sjá fyrir þegar völdin voru fengin tveim einstaklingum sem sátu í hrunstjórninni og höfðu sannað getuleysi sitt með þátttöku við að setja þjóðarbúið í þrot.
Leynd hvílir yfir því hverjir eru eigendur stærstu banka á Íslandi. Banka sem voru fjármagnaðir með skatttekjum ríkissjóðs og síðan afhentir einstaklingum sem fela sig á bak við skúffufyrirtæki og önnur fyrirtæki.
Elín sem var einn af stjórnendum Landsbankans var ráðin sem forstjóri bankasýslunnar sem ætlað var að hafa umsjón með verklagi bankanna. Landsbankinn hefur nú afskrifað skuldir sem tengjast Skinney Þinganesi fjölskyldufyrirtæki Halldórs Ásgrímssonar.
Hvað segja þessir atburðir um það hverjir fara raunverulega með völdin á íslandi?
![]() |
Ekki hlúð að venjulegu fólki |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 08:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
2010-10-01
Hver stjórnar Íslandi?
Fólk virðist loksins vera farið að átta sig á því að ekki er allt með feldu í bankakerfinu og íslenskum stjórnmálum.
Davíð Oddson og Halldór Ásgrímsson hafa ásamt Geir Haarde og Finni Ingólfssyni hlotið sess í sögunni sem mennirnir sem leiddu hallæri yfir íslensku þjóðina í byrjun 21. aldarinnar. Eftir yfirtöku AGS á efnahagsmálum hafa Jóhanna og Steingrímur hlýtt ráðum sjóðsins. Með þau í þjónustu Alþjóðagjaldeyrissjóðsins hefur almenningur á Íslandi átt sér fáa málsvara í stjórnun landsins.
Það er kominn tími til þess að almenningur spyrji hverjir eigi bankanna sem Steingrímur afhenti "erlendum lánadrottnum" samkvæmt ráði alþjóðagjaldeyrissjóðsins fyrir rúmu ári síðan. Ríkissjóður hafði lagt hundruð milljarða í bankanna af skatttekjum almennings. Á meðan fjölskyldur eru að missa heimili sín og blómleg fyrirtæki keyrð í þrot fær fyrirtæki tengt Halldóri Ásgrímssyni milljarða í gjöf frá bönkunum. Jóhannes í bónus fær einnig höfðinglegar gjafir frá bönkunum.
Mikil leynd hvílir yfir málefnum bankanna en svo virðist vera að fjölmiðlarnir séu að rísa upp af langvarandi doða of farnir að leggja fram réttmætar spurningar.
Gömlu stjórnmálaklíkunni virðist fyrirmunað að haga sér eins og siðuðu fólki sæmir en lágkúran náði sögulegu hámarki þegar að ráðherrar úr hrunstjórninni komu ekki auga á vanhæfi sitt við meta það hvort að ráðherrum í umræddri ríkisstjórn bæri að stefna fyrir landsdóm.
![]() |
Fólk bíður eftir nýju afli |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 07:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2010-10-01
Gamla Ísland í Keflavík
Í Keflavík ræður Sjálfstæðisflokkurinn enn ríkjum. Andi gamla sjálfstæðisflokksins svífur yfir vötnunum. Þar kaupa menn túrbínur fyrir tvo milljarða án þess að hafa fengið tilskilin leyfi til þess að taka slíkt apparat til brúks. Í þessum bæ er búningsklefi fyrir fótboltaliðið leigður fyrir 700.000 á mánuði. Eignir bæjarins hafa verið seldar en eigi að síður hafa skuldir bæjarins margfaldast.
Þróun fjármála bæjarins er lýsandi dæmi um þær hættur sem felast í því að sameignir og völd séu á forræði sjálfstæðismanna. Þetta tengist ekki hægri eða vinstristefnu. Ástandið má frekar rekja til þess að klíkan í stjórn bæjarins hefur verið upptekin við að græða og hygla að vinum sínum en láðst að huga að atvinnuuppbyggingu og velferðarmálum í bæjarfélaginu. Skammtímahugsun og dómgreindarleysi hefur ráðið för við stjórnun bæjarfélagsins rétt eins og dómgreindarleysi og skammtímahugsun réðu för við stjórnun landsmála.
Sú tilfinning læðist að manni að stjórn bæjarfélagsins hafi átt von á því að gulli tæki að rigna af himnum einn góðan veðurdag. Hegðun þeirra markast af skeitingarleysi við bæjarbúa og trú á að tímabundin fix muni leysa vandann.
![]() |
Millistéttin missir húsin |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 06:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
2010-09-30
Örvinglað landráðafólk
Nokkuð hefur borið á örvinglan meðal þeirra sem keyrðu þjóðarbúið í þrot með athöfnum og athafnaleysi.
Reiði hefur hreiðrað um sig meðal Sjálfstæðismanna sem hyggjast einelta tiltekna þingmenn með fýlusvip.
Það hlýtur að vera sérlega sársaukafullt að vera sniðgengin af fúlum Sjálfstæðismanni í vinnunni.
Ekkert er hræðilegra en sjálfstæðismaður sem þarf að standa skil á gjörðum sínum eða axla ábyrgð.
Össur Skarphéðinsson og Jóhanna Sigurðardóttir sáu aumur á Geir Haarde og vildu ekki senda hann fyrir landsdóm.
Sjálfstæðismenn munu því áfram brosa til Jóhönnu og Össurar.
![]() |
Ískalt viðmót á þinginu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 08:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
Árangur í samstarfi við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn þýðir að íslensk stjórnvöld hafi sýnt eindæma þjónustulund við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn. Markmið Alþjóðagjaldeyrissjóðsins er að lágmarka tap þeirra sem stóðu í því að græða á bankabólunni og færa tapið eftir því sem unnt er yfir á íslenska alþýðu og íslenskt atvinnulíf.
Steingrímur J Sigfússon hefur reynst Alþjóðagjaldeyrissjóðnum einstaklega vel innanhandar. Hann færði tvo af þremur stóru bankanna í hendur lánadrottna og færði þar með örlög íslenskra fyrirtækja og heimila í hendur Alþjóðafjármálakerfisins.
Jóhanna Sigurðardóttir afsalaði fullveldi Íslands í hendur Alþjóðagjaldeyrissjóðsins að því marki er lítur að efnahagsstjórnun landsins.
Forsætisráðherrann og fjármálaráðherran tala á tyllidögum um hið norræna velferðarríki en eru svo á mála hjá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum við að rífa niður innviði velferðarkerfisins.
![]() |
Mikill árangur hefur náðst |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Undanfarna áratugi hafa stjórnmálamenn makkað í bakherbergjum með auðlindir þjóðarinnar og með eignir ríkis og bæjarfélaga.
Stjórnmálamenn hafa gert stjórnsýsluna óhæfa til þess að sinna sínu réttmæta hlutverki með ófaglegum vinnubrögðum við mannaráðningar.
Klikkaðir karlar hafa gengið fram með offorsi eins og Andri Snær kallar það.
Landslög hafa verið sniðin til þess að vernda fjárglæframenn og stórglæpamenn.
Þjóðin hefur verið gerð að fórnarlambi en samfélagið á að krefjast þess að endurheimta reisn sína.
Stjórnarskráin þarf að mynda ramma um íslenskt lagaumhverfi sem tryggir að ekki sé hægt að ræna þjóðina í skjóli nætur og að þeir sem eru umboðsmenn almennings á Alþingi Íslendinga vinni að heilindum að velferð almennings. Móta þarf stjórnarskrá sem styður jákvæða og mannsæmandi þróun samfélagsins.
Tryggjum rétt barna okkar til mannsæmandi lífs í nýrri stjórnarskrá
Ég er að velta því fram að bjóða mig fram til stjórnlagaþing og vill kanna hvort stuðningur sé við þetta framtak mitt.
Þeir sem eru hlynnir því að ég bjóði mig fram geta sýnt stuðning sinn á þessari síðu
![]() |
Skera niður um 450 milljónir |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
2010-09-18
Dularfyllsta mál aldarinnar
Það er mér sífelld ráðgáta hversu Steingrímur virðist áfjáður í að gera Íslendinga að skattgreiðendum í Hollandi.
Ég hef aldrei dregið dul á þetta vandamál mitt jafnvel ekki eftir að Steingrímur lét henda mér út af framboðslista VG fyrir síðustu borgarstjórnarkosningar að því er sögur herma vegna þess að ég fór í taugarnar á honum.
Steingrímur fer ekkert í taugarnar á mér. Vandinn er fremur að málflutningur hans kemur mér sífellt á óvart og ég á erfitt með að stilla mig um að hafa skoðun á honum.
Ofuráhersla Steingríms á það að tala við Hollendinga eins og hann bíði þess eins að geta hrakið sjúka og fátæka út úr velferðakerfinu rek ég helst til þess að Steingrímur sé að uppfylla leynisamning við Samfylkingun.
Samning sem felur í sér að Steingrímur fái að vera fjármálaráðherra meðan hann er málpípa Samfylkingarinnar í þessu vandræðamáli sem ógnar ESB draumsýninni.
Það er svo margt í sambandi við Icesave sem má alls ekki segja.
![]() |
Óvarlegt að tala svona |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (14)
2010-09-17
Skrípaleikurinn hjá Samfylkingunni í hámarki
Hún er skrítin sú samkunda sem kallar sig Samfylkingu. Árni Páll Árnason nýlega búin að ráða vin sinn í embætti en gugnaði síðan á framtakinu þegar fjármál embættismannsins og vinskapur við Árna Pál komst í hámæli
Kristín Heimisdóttir fyrrum aðstoðarkona Ingibjargar Sólrúnar og núverandi aðstoðarmaður Árna Páls gefur út yfirlýsingu um að hún styðji kvennaframboð og Árni Páll fylgir í kjölfarið.
Hvaða sjónarspil eru Ingibjörg Sólrún og Árni Páll að bjóða landsmönnum upp á. Er ekki komið nóg að þessum fíflagangi og ætti þetta fólk ekki bara að reyna að sjá sóma sinn í að skammast sín.
![]() |
Aðeins helmingur mætti til fundarins |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
2010-09-17
Nýtt landráðaframboð á döfinni
Kristrún Heimisdóttir fyrrum aðstoðarmaður Ingibjargar Sólrúnar og núverandi aðstoðarmaður

sætabrauðsdrengsins Árna Páls hefur tilkynnt að hún styðji kvennaframboð.
Nú eru uppi vangaveltur um það hvort að Ingibjörg Sólrún sé að hóta Samfylkingunni að stofna nýtt kvennaframboð þurfi hún að fara fyrir landsdóm.
Mynd fengin að láni hjá Ævari Rafn Kjartanssyni
![]() |
Þungbær skylda |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
2010-09-15
Komið að skuldadögum
Ég verð að játa það að það voru mér sár vonbrigði þegar femínistinn Ingibjörg Sólrún stakk sér beint ofan í vasa Geirs Haarde með þátttöku í ríkisstjórn hans. Ég hef lengst af haft mætur á Ingibjörgu Sólrúnu sem stjórnmálamanni og kvenréttindakonu. En vinskapur við sjálfstæðisflokkinn er hættulegur.
Þeir sem súpa af þeim gullbikari sem sjálfstæðisflokkurinn réttir þeim verða líka að vera tilbúinir til þess að þola niðurganginn sem fylgir í kjölfarið.
![]() |
Ingibjörg Sólrún ræðir stöðu sína |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |