Þúsund milljarða klúður ríkisstjórnarinnar

Ferli Icesave-málsins er talandi dæmi um það hvað stjórnmálamönnum stendur gjörsamlega á sama um velferð landsmanna og komandi kynslóða.

Sjálfstæðismenn, framsókn og samfylking sköpuðu vandamálið

Samfylking og vinstri græn klúðruðu því.

Hvers vegna í ósköpunum sendi Steingrímur Joð Svavar Gests til Bretlands og lét hann skrifa undir ólögmæta skuldbindingu upp á 1.000.000.000.000.

Þessi skuldbinding getur hæglega gert Ísland efnahagslega óbyggilegt.

Michael Hudson ítrekar hér það sem ég benti á strax í haust en það er aðyfirvöld áttu að

standa á því að samkvæmt lögum Evrópusambandsins, hafi Gordon Brown og Hollendingar verið of djarfir þegar þeir greiddu innlánshöfum IceSave strax út. Lög ESB eru mjög skýr. Samkvæmt þeim hafa yfirboðarar innlánstryggingasjóðs níu mánuði til þess að rannsaka bankahrun, reyna að hafa upp á glötuðu fé og ganga að samningum við innlánshafa.

Hudson segir einnig: 

Í stað þess að fara að þessum lögum, ákváðu breskir og hollenskir stjórnmálamenn að fara á atkvæðaveiðar - eða réttara sagt beindu þeir athyglinni frá eigin mistökum. Sem dæmi þá þurftu breskir bankar á borð við Royal Bank of Scotland, Northern Rock að fá neyðaraðstoð frá stjórnvöldum,“ segir Hudson.


Bjargar "jarðasamband" þjóðarbúinu?

Það er sérstakt rannsóknarefni að skoða hvernig stjórnmálamenn blaðra án þess að segja nokkurn skapaðan hlut.

Í frétt MBL segir að fjármálaráðherrann sé talsmaður ákveðins jarðsambands í sambandi við hvað sé hægt að gera.

Það er svo sem gott að fjármálaráðherrann skuli hugsa í lausnum og spurning hvort hann sem að taka fram úr utanríkisráðherranum í skapandi hugsun.

"Við skulum segja að menn séu að skoða aðgerðir á almennari grunni en þeim sem þegar hefur litið dagsins ljós," Þetta er svar fjármálaráðherrans við spurningu um hvort róttækari aðgerðir séu í vændum. Ég velti því fyrir mér hvort að aðgerðir á almennum grunni heyri því undir jarðasambönd.

Nú svo má alltaf spyrja hvernig þessi hugmyndafræði fjármálaráðherrans skilar sér á diska landsmanna.

Það er einnig athyglisvert að yfirskrift fréttarinnar er "róttækari aðgerðir til handa heimilum" og nafni Gylfa Arnbjörnssonar sem hefur tengst Tortolaskúffufyrirtækjabraski lyft fram en síðan virðist niðurstaða fréttarinnar vera að ekki séu róttækari aðgerðir í bígerð.

Hinn raunverulegi málssvari heimilanna sem ekki tengist neinu Tortólaskúffufyrirtækjabraski, þ.e. Hagsmunasamtök heimilanna virðast hinsvegar hunsuð í þessum fréttaflutningi.


mbl.is Róttækari aðgerðir til handa heimilum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Silfur Egils og von Íslendinga um breytingar

Stjórnmálahefð á Íslandi er afrakstur áratuga þróunar. Foringjarnir í stjórnmálum hafa jafnan verið fyrirmynd þeirra sem hafa viljað feta í fótspor þeirra og tiltekin menning hefur skapast á sviði stjórnmálanna.

Orðið menning hefur ekki yfir sér neikvætt yfirbragð en það sem einkennir tiltekna menningu getur verið af hinu góða en einnig falið í sér ýmislegt sem almennt talið myndi teljast til ósiða.

Íslensk stjórnmálamenning hefur alið í sér ýmislegt sem telja má til vondra siða og hún hefur farið hnignandi.

Ýmislegt í sjálfri stjórnmálamenningunni hindrar þroska hennar og siðmennt en elur á ósiðum. Íslensk stjórnmálamenning er í sjálfheldu.

Atferli fólks innan flokkanna og samskipti í stjórnsýslu og á alþingi einkennist af slæmri hegðun. Slæm hegðun í þeim skilningi sem talað erum hér er hegðun sem er skaðleg fyrir allan almenning og dregur úr réttlæti og mannréttindum í samfélaginu. Það eru einstaklingarnir innan þessara skipulagsheilda sem bera með sér menninguna á milli kynslóða. Hvernig á að komast áfram í stjórnsýslu og pólitík verður lærdómur. Þeir sem ofar eru í valdastiganum gera kröfur til væntanlegra arftaka sem þeir læra að beygja sig undir ætli þeir að komast áfram.

Þessi lærdómur verður hluti af persónuleika þeirra í starfi. Lært atferli í stjórnmálum verður sú stoð sem valdhafarnir styðja sig við og stoðinni eru þeir ekki til búnir til að fórna. Þvert á móti er hún líflína þeirra í þeirra augum.

Hollusta arftakanna, varðhundar sem komið hefur verið fyrir hjá dómsvaldinu og í ríkisstofnunum, leyndin sem hylur vangetu þeirra og misgjörðir eru þeim lífsnauðsyn eigi þeir að halda velli.

Þetta felur í sér að breytingar verða mjög hægar eða jafnvel alls ekki nema þeim sem hafa mikla reynslu sé skipt út fyrir fólk sem ber með sér ferska vinda og trú á aðrar leiðir.

Valdhafar á Íslandi hafa skapað menningu leyndar og blekkinga. Þeir halda eins miklu af staðreyndum frá almenningi og þeir komast upp með. Stjórnmálamenn á Íslandi hafa hræðst upplýstan almenning. Fjölmiðlamenn hafa lært að virða þessa hræðslu stjórnmálamanna og sýna þeim eindæma tillitsemi þegar þeir taka við þá viðtöl eða hafa eftir þeim það sem þeir hafa sagt.

Í skjóli leyndar og afbökunar á merkingu hugtaka hafa stjórnmála-, embættis- og viðskiptamenn komist upp með ótrúlegustu mistök, sjálftöku og óheilindi í starfi.


Kapitalisminn

Fram að því að Steingrímur J Sigfússon tók við ráðherraembætti tók ég því sem gefnu að hann væri félagshyggjumaður en get nú fátt séð í atferli hans sem styður þá ályktun.

Það er ævintýralegt að skoða framferði fjármálaráðherrans. Þjóðinni er áfram haldið í heljargreipum útrásarvíkinganna og stjórnarfarslegar ákvarðanir eru á valdi einstaklinga sem hafa áunnið sér vantraust þjóðarinnar.

Árni Tómasson formaður skilarnefndar Glitnis er áhugaverður í þessu ljósi. Hvítbókin gerir grein fyrir tengslum Árna Tómassonar við útrásarmenn en þar segir:

"Árni hefur setið í stjórn Alfesca, félags Ólafs (Ólafssonar), frá 2006 og hefur mönnum þótt það ríma illa við ábyrgðina sem hvílir á skilanefndarformanni"...."Alkunna er að aðaleigendur Alfesca eiga mikið undir skilanefnd Glitnis. Árni Tómasson, skilanefndarformaður, situr einmitt sem fulltrúi Kjalars í stjórn Alfesca. "

"Á dögunum þóttust kaffihúsagestir á Cafe Mílanó í Faxafeni, taka eftir því þegar Finnur Ingólfsson, auðmaður og bandamaður Ólafs, kom inn um dyrnar. Hann skimaði vel í kringum sig áður en hann settist laumulegur við borð í horninu, þar sem téður Árni Tómasson sat og beið eftir honum."

Ögmundur Jónasson hefur kvartað undan spillingu í skilanefndunum:  "Við fáum fréttir af því sem er að gerast í skilanefndum bankanna, botnlausri spillingu þar sem menn eru að skammta sér tugi þúsunda fyrir hverja klukkustund sem þeir eru innstimplaðir, eru í lystiferðum og senda háa reikninga.“

Nokkuð hefur verið kvartað yfir því að skilanefndir gömlu bankanna hafi staðið í vegi fyrir framgangi rannsókna í kjölfar bankahrunsins.

 Pressan segir frá ýmsum tengslum Árna og þar kemur m.a. fram að Árni Tómasson var bankastjóri Búnaðarbankans þegar sá banki lánaði Björgólfsfeðgum rúma þrjá milljarða til kaupa á hlut ríkisins í Landsbankanum. Árni hefur reynt að þvo hendur sínar af þeirri lánveitingu en dagatalið styður ekki málflutning hans.

Þá rak FME einn skilarnefndarmann Kristján Óskarson í sumar en Árni réð hann sem forstjóra Glitnis og aftur segir í pressunni "Erfitt er að átta sig á hvaða reynsla Kristján Óskarssonar það er, sem á að nýtast honum í starfi sem forstjóri Glitnis. Ráðning Kristjáns í starf forstjóra er því ekkert annað en ruddaleg skilaboð frá smákónginum Árna Tómassyni, sem hefur sýnt fram á að hann hefur líkast til skrópaði í skólanum daginn, sem siðferði var á stundaskránni, um að hvorki FME né aðrir muni ráðskast með „hans“ skilanefnd."

Ólafur Arnarson segir í Pressunni "Seint verður því trúað að FME og Viðskiptaráðuneytið láti bjóða sér slíkt. Réttast væri að skipta út allri skilanefndinni fyrir svona dæmalausan dónaskap, hroka og skilningsleysi á því hvað er rétt og hvað er rangt."

Það hefur komið mörgum Íslendingum spánskt fyrir sjónir að ríkissjóður setti 16 milljaraða  í björgun tryggingarsjóð sjóvá sem Þór Sigfússon sem ár bróðir Árna Sigfússonar stjórnaði með einhverjum hundakúnstum og ólögmætri nokun á tryggingasjóði. Þetta virðist hafa verið gert með því að stofna skúffufyrirtæki í Glitni (SAT) sem fjármagnar sjóvá með láni frá ríkissjóði með veði í sjálfu sér. Ekki veit ég hvað Steingrímur Joð kallar þessar hundakúnstir, kannski tæknilega úrfærsu...

Skattgreiðendum kemur þetta auðvitað sérlega á óvart vegna þess að ekki var til nokkur króna í ríkissjóði til þess að bjarga auðlindunum sem Árni Sigfússon bróðir Þórs Sigfússonar byrjaði að selja á Suðurnesjunum og sem framsóknarmaður með fáein atkvæði á bakvið sig og sjálfstæðismenn í Reykjavík kláruðu síðan.

Á AMX  segir að skilanefnd Glitnis, sem er eigandi Sjóvá, fullyrði að félagið munu uppfylla allar kröfur um vátryggingastarfsemi. Í kjölfar endurskipulagningar verði efnahagur tryggingafélagsins sterkur og að vátryggingareksturinn sé traustur......Skrítið hvað Árni telur traust. Hann virðist gera tilkall til traust til fyrirtækis sem búið er að renna á hausinn og haldið er uppi af fjármögnun almennings.

Árni Tómasson réði endurskoðendur sem voru vanhæfir vegna tengsla (feður) að rannsókn Glitnis að því er fram kom í fréttum í haust.

Nú er verið að afhenda hinn nýja Íslandsbanka, eftir að ríkisstjórnin hefur spítt inn í hann tugum milljarða, erlendum kröfueigendum. Tugi milljarða sem aflað er í formi sykurskatts sem síðan hækkar verðtrygginguna. Auk þess hafa bankarnir verið fjármagnaðir á ólöglegan hátt með hækkun höfuðsstóls lána vegna gengistryggingar.

Má kalla þetta NÝJA ÍSLAND?


mbl.is Vongóður á vilja kröfuhafanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þá eru 5.483 eftir sem þurfa að segja af sér

Jón Daníelsson segir:

Ef þú labbar um með skilti á maganum sem segir ég er hálfviti og kann ekki á hagkerfið mitt þá vill enginn koma með peninga inn í landið," segir Jón Daníelsson, hagfræðingur. Hann segir það merki um lélega stjórnmálamenn að hafa þurft að leita á náðir Alþjóðagjaldeyrissjóðsins.

Það eru stjórnmálamennirnir og embættismenn þeirra sem hafa keyrt landið í þrot


mbl.is Fer fram á lausn frá störfum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Framsóknarflokkurinn óforbetranlegur

Það er eitthvað einstaklega súrrealískt við að einstaklingur verði uppvís af því að gera sér ástandið eftir hrun að gróðalind.

Auðvitað eru þeir fjölmargir sem haga sér þannig af því að þeir eru bara svoleiðis.412856A

Sama hvötin að verki. Pússa sig upp í sparifötin og koma á samböndum.

Græða á einhverju sem aðrir tapa á í stað þess að skapa verðmæti.

Ég er alfarið komin á þá skoðun að það sé einn FLOKKUR á Alþingi fyrir utan Borgarahreyfinguna.

Hugsanlega stafa lætin í Borgarahreyfingunni af tilraun til þess að troða henni inn í FLOKKINN.

FLOKKINN sem er í raun með eina meginstefnu. Últrahægristefnu sem felur í sér einkavinavæðingu og samþjöppun auðs.

FLOKKURINN er með marga snata á sínum snærum sem eiga það sameiginlegt að þeir sýna FLOKKNUM eindæma hollustu.

FLOKKURINN hefur ekki skýrar útlínur sem skipulagsheild og því er erfitt að verjast honum. Meðlimir hans hafa hreiðrað um sig í forystu sjálfstæðisflokks, framsóknarflokks, samfylkingar og mengað forystu vinstri grænna. Steingrímur

Kjósendur eiga því í raun ekki valkost þegar þeir ganga til kosninga. Á Íslandi er raunverulegt flokksræði en ekki lýðræði.

Þetta speglast vel í því að í raun er ekkert að marka stefnu flokkanna nema sjálfstæðisflokks sem leggur línurnar sem í raun allir flokkar starfa eftir.

Hálfur FLOKKURINN er jafnan í stjórnarandstöðu og heldur uppi leiksýningum. Reynslan sýnir að ekkert er að marka það sem menn segja þegar þeir tala úr hópi stjórnarandstöðu.

Þegar einhver flokkanna kemst til valda fer hann eftir þeim línum sem lagðar eru af FLOKKNUM.

Þeir sem eru vel innvígðir í FLOKKINN eiga mestan hlut auðæfa í landinu og fara með öll völd.488807A


mbl.is Sammála ákvörðun Magnúsar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Að eiga sína að í dómskerfinu

Sjálfstæðisflokkurinn hefur gengi tryggilega svo frá að "hans menn" eigi sína að í dómskerfinu.

Samfylkingin er í raun útibú sjálfstæðisflokksins. það má álykta þegar starfshættir hennar eru skoðaðir undanfarin tvö ár. Starfshættir samfylkingarinnar spegla vel stefnu og hugmyndafræði sjálfstæðisflokks.

Skjólstæðingar samfylkingarinnar eru einnig hinir sömu og sjálfstæðisflokks. Steingrímur J virðist vera leynifélagi í samfylkingunni.

Því má spyrja skipta dómstólarnir einhverju máli?


mbl.is Efla þarf dómstólana
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gott að fá gott veður

...og ekki verra að bankahrunið á Íslandi sé líka Bretum að kenna.
mbl.is Hlýindi í vændum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Það rignir eldi og brennisteini....

....í hausnum á mér þegar ég hugsa til þess að forysta sjálfstæðisflokksins gerði allt sem í hennar valdi stóð til þess að tefja rannsókn á glæpsamlegri hegðun bankamanna í haust.

Valtýr Sigurðsson sem átti að athuga hvort grunur væri um eitthvað refsivert fann auðvitað ekki neitt enda faðir einhvers rétt eins og Björn Bjarnason var tengdafaðir einhvers og Björgvin G mágur einhvers og Geir stjúpfaðir einhvers og Þorgerður Katrín eiginkona einhvers.....ekki skulum við gleyma endurskoðendunum sem voru feður og frændur eða hvortveggja...Öll þessi flækja hefur á sér yfirbragð glæpamafíu sem forysta sjálfstæðisflokks, samfylkingar og framsóknar var flækt í.

Bankarnir hrundu í október en rannsóknin hófst í febrúar, fjórum mánuðum síðar eða um það leyti ríkisstjórn sjálfstæðisflokks og samfylkingar féll. Trúlega hefði þessi rannsókn ekki skilað miklu ef ekki væri fyrir þrautseigju Evu Joly sem ekki lætur ríkisstjórnina og eftirlitsaðila ekki ráðskast með rannsóknina með alls konar hindrunun en slíkir tilburðir hafa verið nokkuð áberandi.

Ólafur Hauksson telur að málin sem komi til rannsóknar eigi eftir að verða um 60 til 70. Björn Bjarnason ætlaði að setja nokkra menn í að rannsaka þetta.

Gylfi Arnbjörnsson er flæktur í Tortólaskúffufyrirtækjabransann. Bæði Árni Páll og Guðbjartur Hannesson sátu í bankaráðum og stjórnum og föttuðu auðvitað ekkert hvað var að gerst Sick.

Ári eftir hrun virðast menn loksins vera að átta sig á að um ALVARLEGA glæpastarfsemi var að ræða.

Samfylkingin er upp fyrir haus í þátttöku í sukkinu enda hafa fáir sem ekki vildu þiggja mútur eða láta glepjast af gylliboðum og vinagreiðum við eiginmenn eða ættingja átt upp á pallborðið.

Hvernig er ríkisstjórin að redda þessari ringulreið?

Jú snillingarnir Steingrímur og Svavar fóru til Bretlands og skrifuðu upp á víxil fyrir skuldum Björgólfanna.

Almenningur á að borga fyrir sukkið og enn sitja þessir sömu aðilar við kjötkatlanna.

Þjóðin hefur krafist þess að fá að skrifa sína eigin stjórnarskrá ÁN AÐKOMU ÞINGMANNA.

Landið nær aldrei að rísa upp úr því öngþveiti sem stjórnmálamenn hafa komið því í. Það þurfa aðrir aðilar að koma aðhaldi á stjórnmálin.

SKRIFIÐ YKKUR Á LISTA Á FACEBOOK

Þjóðin móti sína stjórnarskrá

hér


mbl.is Áætlar að 60-70 hrunmál komi til rannsóknar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Millistéttin minnkar en fátækum fjölgar

Fátækum hefur fjölgað um tæpar tvær milljónir í Bandríkjunum á tveimur árum.

Þegar atvinnuleysi eykst þá minnkar verðmætasköpun. Atvinnulausir eru vannýtt auðlind. Færri skapa verðmæti. Þetta er að gerast á Íslandi. En annað verra er líka að gerast á Íslandi. Eignarhald á auðlindunum eru að hverfa úr landi og hætt er við því að arðsemin af þeim hverfi líka úr landi.

Laun lækka og skatttekjur minnka. Velferðarkerfið skreppur saman og enn eykst atvinnuleysi. Launin lækka og unga fólkið fer að flýja land og enn minnka skatttekjurnar og enn þarf að skera niður velferðarkerfið....Þeir einu sem græða eru alþjóðafyrirtæki og lánadrottnar.

.....Annað hvort þarf að stöðva þessa þróun sem Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn býður upp á eða Íslensk menning eins og við þekkjum hana mun hnigna.


mbl.is Fátækir vestra nær 40 milljónir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband