Forsetinn á að segja af sér STRAX

Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, átti fund með Ross Beaty, forstjóra Magma Energy, fyrr í mánuðinum. Þeir ræddu umsvif Magma, sem hyggst hasla sér völl í íslenskum orkuiðnaði að því er segir á VÍSI

Össur Skarphéðinsson og forsetinn hafa sýnt því mikinn áhuga að réttir aðilar græði á jarðvarmaauðlindunum.

Um forsetann og auðlindirnar hér18bc3331a4ad2cab, hér og hér

Þórhallur Heimisson segir frá fólki sem glímir við fátækt á bloggi sínu:

En eitt eiga allir í hópnum sameiginlegt. Í síðustu viku mánaðarins eiga þau varla fyrir mat eða öðrum nauðþurftum handa sér og sínum. Þess vegna leita þau til hjálparstofnanna, til að fá hjálp til þess að kaupa mat svo að það ríki ekki matarleysi á heimilinu.

Það er ekki þar með sagt að allar skuldir hafi verið gerðar upp frá því um síðustu mánaðarmót. Oftast duga tekjurnar ekki til þess. En þegar vika eða meira er eftir af mánuðinum og enginn matur er til, þá skipta skuldirnar minna máli á móts við það að þurfa að horfa upp á börnin sín án matar.

Ekki eru allir jafn illa settir á Íslandi.

icecouple-main-large


ÍSLENDINGAR eru ekki "skrokkar"

Ríkisvaldið hefur ekki rétt til þess að gera þjóðina að

gullnámu Breta og Hollendinga


mbl.is Atvinnulaust fólk-ekki skrokkar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Neyðarstjórn STRAX

Það er ABSÚRD að horfa upp á getuleysi ríkisstjórnarinnar

Hún berst við að berja berja því í gegn að Íslendingar borgi skuldir útrásarliðsins og vanrækir vandamálin innanlands

Innviðir samfélagsins eru að brotna niður á meðan þessi klúbbur er að vernda sérhagsmuni.08nov01m

 


mbl.is Ástandið getur versnað hratt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Eva Joly berst með almenningi

Meðan ríkisvaldið beygir sig bljúgt undir kröfur Alþjóðagjaldeyrissjóðsins um að hneppa þjóðina í ánauð berst þessi hugrakka kona fyrir velferð þjóðarinnar.

Egill Helgason birtir grein eftir Evu Joly og ég birti hér útdrátt úr henni:

Tökum fyrst kröfur Bretlands og Hollands. Hrun íslensku bankanna snertir þessi lönd beint, enda tóku þau dótturfyrirtækjum bankanna og útibúum opnum örmum þrátt fyrir að yfirvöld þessara sömu landa hafi að einhverju leyti verið vöruð við þeirri hættu sem vofði yfir bönkunum.

Nú krefjast þau þess að Ísland greiði þeim himinháar upphæðir (Bretlandi meira en 2,7 milljarða evra og Hollandi meira en 1,3 milljarða evra), og það á 5,5% vöxtum. Löndin telja að Íslandi beri að gangast í ábyrgð fyrir innlán í Icesave, netbankaútibúi Landsbankans sem bauð mun hærri vexti á innlánum en keppinautarnir.

Það voru Hollendingar og Bretar sem ákváðu einhliða að upphæð innistæðutryggingarinnar ætti að vera ekki aðeins 20 þúsund evrur fyrir hvern reikning, rétt eins og kveðið var á um í evrópskum og íslenskum lögum– nokkuð sem þegar var ógerlegt fyrir íslensku ríkisstjórnina að standa við, en hún hafði tilkynnt mjög fljótlega eftir að bankarnir voru þjóðnýttir að aðeins væri hægt að ábyrgjast innlán á Íslandi –, heldur að upphæð 50.000 til 100.000 evrur, jafnvel hærri. Mynd_0594846

Raunar var gripið til hneykslanlegra þvingunarráðstafana vegna þessa. Bretland greip þannig strax í októberbyrjun til afar róttækra aðgerða: frysti innistæður á reikningum Landsbankans og einnig  Kaupþings, sem þó hafði nákvæmlega ekkert með Icesave að gera, og beitti til þess lögum um baráttu gegn hryðjuverkum.

Með þessu setti Bretland Íslendinga, bandamenn sína í NATO, í sama flokk og hryðjuverkasamtök á borð við Al Quaida... Upp frá þessu virðist Bretland hafa lagst með öllum sínum þunga gegn því að alþjóðasamfélagið grípi til nokkurra ráðstafana sem komið geta Íslandi að gagni fyrr en það hefur haft sitt fram.

Gordon Brown gaf þannig í skyn í breska þinginu að hann „ynni með Alþjóðagjaldeyrissjóðnum“ til að ná fram kröfum sínum gagnvart Íslandi. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn þurfti því að fresta því að lána Íslandi, og setti afar hörð skilyrði fyrir veitingu lánsins. Það á við um þau markmið að ná jafnvægi í fjárlögum á Íslandi í síðasta lagi árið 2013, markmið sem ekki er gerlegt að ná, en kemur engu að síður til með að leiða til gríðarlegs niðurskurðar í grundvallarmálaflokkum á borð við menntakerfið, heilbrigðiskerfið, almannatryggingakerfið, o.s.frv.

Afstaða Evrópusambandsins og annarra Evrópuríkja var lítið skárri. Evrópuráðið tók strax í nóvember skýra afstöðu með Bretlandiþegar forseti ráðsins lét að því liggja að aðstoð myndi ekki berast frá Evrópu meðan Icesave málið væri enn ófrágengið; raunar má segja að Barosso, sem þá var allur með hugann við eigin kosningabaráttu og dauðhræddur við að styggja helstu stuðningsmenn sína, Breta, hafi þá eins og fyrri daginn algerlega verið búinn að missa stjórn á atburðarásinni. Sama  má segja um Norðurlöndin, sem þó eru ötulir talsmenn alþjóðasamstöðu, sem afreka það nú helst að bregðast ekkert við þeirri kúgun sem Ísland er beitt – nokkuð sem dregur úr trú manna á raunverulegan vilja þeirra til þess að veita Íslandi stuðning. (Greinaskil og áherslur eru mínar)

Hér er myndskeið af Gordon Brown við virðulegar aðstæður

Þetta er maðurinn sem stjórnvöld vilja leyfa að koma þjóðinni á vonarvöl.

En Eva Joly segir einnig í grein sinni:

Bresk stjórnvöld bera líka ábyrgð

Brown heldur því ranglega fram að hann og ríkisstjórn hans beri enga ábyrgð á þessu máli. Brown ber siðferðilega ábyrgð þar sem hann var fremstur í flokki þeirra sem hömpuðu svo mjög því skipulagi sem nú er komið í þrot. En hann ber líka ábyrgð að því leyti að hann getur ekki skýlt sér á bak við lagalega stöðu Icesave –að það heyri formlega undir íslensk yfirvöld bankamála – og sagt að Bretland hafi hvorki haft tök né lagalega stöðu til að fylgjast með starfsemi þeirra.

Hvernig er hægt að ímynda sér að 40 manns í Reykjavík hafi getað haft virkt eftirlit með starfsemi banka í hjarta fjármálahverfisins í Lundúnum? Það er raunar athyglisvert að evrópskar reglugerðir sem fjalla um fjármálasamsteypur virðast greinilega gera ráð fyrir að  aðildarríki ESB sem heimila starfsemi slíkra fyrirtækja frá þriðja landi verða að fullvissa sig um að þau séu undir jafn miklu eftirliti frá upprunaríkinu og kveðið er á um í evrópskum lögum. Þannig kann að vera að bresk yfirvöld hafi brugðist að þessu leyti – nokkuð sem raunar kemur ekki mikið á óvart þegar „frammistaða“ annarra enskra banka í bankakreppunni er skoðuð, banka sem voru alls ótengdir Íslandi...Brown

Það hversu mjög Brown hefur beitt sér gegn þessu smáríki er því ekki hægt að skýra á annan hátt en þann að hann hefur viljað ganga í augu eigin kjósenda og skattgreiðenda, fólks  sem að sönnu  varð fyrir miklu fjárhagstjóni og rétt er að halda til haga.. Rétt er að undirstrika að íslenskar stofnanir  bera mikla ábyrgð á þessu máli. En þýðir það að menn eigi að líta fram hjá því að bresk stjórnvöld bera jafn mikla ábyrgð, en láta íslensku þjóðina axla allar byrðarnar?(Greinarskil og áherslur eru mínar)

Á myndinni að neðan má sjá marga þeirra sem vilja búa svo um hnútanna að almenningur á Íslandi greiði skatt í Bretlandi og Hollandi.

Valdhafarnir


mbl.is Gjaldþrota greiðsluaðlögun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Samfylking á fylleríi

Það er sjálfsögð krafa að samfylkingin haldi sér edrú við meðhöndlun málsins

Það sem einn gerir í samfylkingunni það gera allir í samfylkingunni.

Það er þeirra mottó

 


mbl.is Fékk sér léttvín með mat
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Milljónir á hvert mannsbarn...Það er ávinningurinn af samstöðunni gegn Icesave

Hávaði og samstaða til varnar gegn Icesave.

Kl. 12.00 á morgun

Frosti Sigurjónsson sendir út þessi skilaboð á blogginu sínu:

shoutÞetta verður í allra mesta lagi hálftíma púl en tímakaupið gæti orðið miklu hærra en hjá nokkrum útrásarvíkingi - ef þú stendur þig vel.

Það eina sem þú þarft að gera er að mæta á Austurvöll (eða í miðbæinn í þínum bæ) á fimmtudaginn kl. 12:00 og taka þar þátt í því að gera eins mikinn hávaða og þú mögulega getur. Bara í c.a. 20 mínútur. Þetta verður stuð! Taktu vinina með og næstu lúðrasveit. Vegleg verðlaun fyrir mesta hávaðann.

Ef þú kemst ekki á Austurvöll getur þú samt tekið þátt með því að gera sem mestan hávaða hvar sem þú ert. Gott er að þeyta bílflautu ef hún er við höndina, hækka græjurnar í botn og opna út á götu, berja potta úti á svölum, blása í lúður eða stappa og öskra. Fáðu alla í lið með þér, því fleiri því meira gaman og þetta verður holl og góð útrás fyrir sálartetrið.

Markmiðið með þessum gríðarlega hávaða er að andmæla því að þjóðin verði látin borga skuldir fjárglæframanna og einkabanka þeirra. Nóg erum við búin að þola samt. Enda er stríðir það líka gegn öllum lögum og siðgæði að láta okkur borga. Á það hafa margir bent bæði innlendir og erlendir sérfræðingar. Þjóðin á ekki að láta slíkt óréttlæti yfir sig ganga þegjandi og hljóðalaust!

Ef nógu margir mótmæla nógu hátt þá munu þingmenn okkar sem og Bretar og Hollendingar skilja að þjóðin vill alls ekki samþykkja ICESAVE samninginn. Þá gæti farið svo að þú og allir aðrir Íslendingar skuldi 1-2 milljónum minna en þeir hefðu annars gert.

Bretar og Hollendingar geta ef þeir vilja hirt þessa fjárglæframenn og bankann þeirra en þeir fá aldrei að velta þessum óreiðuskuldum á íslenskan almenning.

En hvað með fyrirvarana - duga þeir ekki? Nei - Þeir snúast því miður aðeins um lægri greiðslur (frestun) ef illa gengur í efnahagslífinu. Vextir halda samt sem áður áfram að tikka á eftirstöðvunum. Það er enginn fyrirvari sem segir að skuldin falli niður - aðeins óljóst orðalag um að aðilar skuli "ræða málið" árið 2024 ef skuldin er þá ekki uppgreidd.

Allir með í HÁVAÐANUM MIKLA!


Hvaðan koma þessar hörmungar?

Hver hörmungin af fætur annarri dynur á þessari þjóð?

Gordon Brown fullyrðir að Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn sé verkfæri Breta á Íslandi.

Samningi Íslendinga við AGS er haldið vandlega leyndum þrátt fyrir fullyrðingar um annað.

Sá sem hefur vald yfir skuldunum hefur vald yfir öllu segir í þessu myndbandi.

Jón Baldur Lorange bendir á að eins skuld sé annars eign.

Skuldugur einstaklingur er ekki frjáls einstaklingur. Skuldarar eru í ánauð lánadrottna.

Ætlar ríkisstjórnin að innleiða nútíma þrælahald á Íslandi

og ætlar þjóðin að sofa á meðan?

Bretar eiga sér langa hefð stéttaskiptingar og nýlenduhernaðar og hafa undarlegar skoðanir á því hvað skipti máli í lífinu.

Nú er ríkisstjórn Íslands genginn í lið með Gordon Brown við að fjármagna breskar nauðsynjar eins og til dæmis loðhúfur varðliða drottningarinnar.queens guards

Icesave gjöf ríkisstjórnarinnar kemur sér vel fyrir Breta því húfurnar hafa kostað um 70 milljónir síðastliðin 5 árum fyrir þessa tryggu þjóna drottningar.489509B

Bjarndýr eru glæsilegar skepnur en það kostar miklar blóðsúthellingar að afla skinna fyrir þetta þjóðþrifamál Breta.

Vaxtagreiðslur Íslendinga koma því að góðum notum. Það mun að vísu kosta nokkurn niðurskurð í íslensku velferðakerfi. Kannski nokkur mannslíf á ári og skert lífsgæði.

En hvað um það það er ólíkt sem mennirnir hafast að.

Gríðarleg fátækt og félagsleg vandamál eru á Bretlandi enda hefur tíðkast þar lengi að þeir sem hafa fjármuni geti keypt sig framhjá öðrum í kerfinu.

Hlutir eins og loðhúfur varðanna ganga fyrir almennri velferð en á hverjum vetri fréttist af gamalmennum sem deyja úr vosbúð í Bretlandi.


mbl.is Óvíst um sjálfstæðisatkvæði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 26. ágúst 2009

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband