Er ríkissjónvarpið í áróðursplotti með Samfylkingunni?

Mér var frekar ofboðið þegar ég las ræðu Össurar Skarphéðinssonar utanríkisráðherra á ráðstefnu Sameinuðu Þjóðanna og hvernig fjölmiðlar túlkuðu hana.

Þar sem ég er alls ekki sammála því að Össur sé harðorður í ræðu sinni, heldur þvert á móti, hringdi ég í RÚV og bað þá endilega að flytja hlutlausar fréttir af þessari ræðu.

Ég get t.d. ekki séð hvernig eftirfarandi setningar koma heim og saman við það að Össur hafi verið harðorður:

That is due both to the resilence and hard work of the Icelandic people but also because you, the international community, lent us important support.

Er það harðort af hálfu Össurar að ljúga því að alþjóðasamfélagið hafi veitt Íslendingum stuðning?

Iceland, however, is pulling through, first and foremost due to the hard work of our people but we also had support. Our Nordic family didn’t desert us.

Það er hverjum manni ljóst að alþjóðasamfélagið og þar með taldar Norrænu þjóðirnar fyrir utan Færeyinga snéru baki við Íslendingum.

True, the crisis destroyed financial assets but Iceland’s real assets remain intact, natural resources, human capital, and social welfare.

Össur sagði svo og ég geri ráð fyrir að þetta sé það harðorða sem talað er um:

The IMFoffered us a stabilization program, which remains broadly on track, although I have to voice Iceland’s grave dissatisfaction with the fact, that unrelated bilateral disputes have prevented the program to be fully implemented.

Og hvernig kynnti svo RÚV frammistöðu Össurar. Jú fréttamaður RÚV sagði að Össur hefði beint spjótum að Bretum, Hollendingum og Icesavedeilunni. Það eru hrein ósannindi því Össur beindi einu spjóti að einhverju sem ekki kemur vel fram hvað er (orðin Icesave, Bretar og Hollendingar koma ekki fyrir í ræðunni) en þetta eina spjót hefur sennilega verið um eitt prósent af ræðu hans sem fór að mestu í að mæra alþjóðasamfélagið sem beitir Ísland nú fantabrögðum til þess að gera almenning að skuldaþrælum fjármagnsvaldsins.

Síðan var merkilegt að heyra hvernig Össur skammaðist út í bankamenn en þeir voru jú góðvinir hans í aðdraganda hrunsins og eru sennilega enn.

Hafa fjölmiðlamenn ekkert lært alvarlegum afleiðingum þess að spila með stjórnvöldum?


Össur bregst hörmulega...blekkingar um skelfilega stöðu íslensku þjóðarinnar

Eftirfarandi athugasemd birtist á blogginu mínu um frammistöðu Össurar Skarphéðinssonar á ráðstefnu Sameinuðu þjóðanna:

Ræðutíma sinn á þingi Sameinuðu þjóðanna átti utanríkisráðherrann að nýta til að gera umheiminum grein fyrir skelfilegri stöðu íslensku þjóðarinnar.

Ræðutíma sinn á þingi Sameinuðu þjóðanna átti utanríkisráðherrann að nýta til að segja umheiminum frá því hvernig stórveldi hafa kúgað og kúga enn íslensku þjóðina.

Ræðutíma sinn á þingi Sameinuðu þjóðanna átti utanríkisráðherrann að nýta til að segja frá því að Íslendingum er ljóst að Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn gengur erinda "fjármagnseigenda" gegn hagsmunum þjóðarinnar sem sjóðurinn gefur sig út fyrir að vera að aðstoða.

Ræðutíma sinn á þingi Sameinuðu þjóðanna átti utanríkisráðherrann að nýta til að segja að það blasir við Íslendingum að loka spítölum og skólum, að kröfu Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, eins og þegar er staðreynd í Lettlandi.

Ræðutíma sinn á þingi Sameinuðu þjóðanna átti utanríkisráðherrann að nýta til að lýsa birtingarmynd efnahagskreppunnar á vestrænt þjóðfélag.

Ræðutíma sinn á þingi Sameinuðu þjóðanna átti utanríkisráðherrann að nýta til að segja umheiminum frá því hvernig fámennt samfélag er að missa sérfræðinga sína hvern af öðrum úr landi.

Ræðutíma sinn á þingi Sameinuðu þjóðanna átti utanríkisráðherrann að nýta til að gagnrýna hvernig stórþjóðir völdu að leggjast af öllu afli gegn saklausri þjóð til að verja bankakerfi heimsins með sérstakri áherslu á bankakerfi Evrópusambandsins.

Að lokinni þessari ræðu sinni sem er mjög ámælisverð er viðhlítandi að utanríkisráðherrann biðji íslensku þjóðina fyrirgefningar á því að segja stöðu þjóðarinnar betri en hún er og fela þar með sannleikann fyrir umheiminum og gera lítið úr erfiðri stöðu þolenda fjárglæframanna og óhæfra stjórnmálamanna.

Forsætisráðherrann, flokkssystir utanríkisráðherrans, á að skýra þá furðulegu hegðun sína að tala um málefni allrar þjóðarinnar á fundi flokks síns. Þjóðin á ekki að þufa að fylgjast með einkasamkomum Samfylkingarinnar til að vita hvað forsætisráðherrann er að sýsla í málefnum þjóðarinnar allrar.


Atlaga að læknastéttinni

Skortur á framtíðarsýn gerir það oft að verkum að alvarlega er vegið að hagsmunum ýmissa hópa án þess að þeir geri sér grein fyrir því fyrr en að skaðinn er skeður.

Fyrirætlanir auðmanna um að stofna einkasjúkrahús gætu reynst sjálfstætt starfandi sérfræðingum dýrkeypt.

Starfseminni fylgir innflutningur á sérfræðigum. Ófyrirséð er hvernig framlag einstaklinga og hins opinbera riðlast í breyttu fyrirkomulagi heilbrigðisþjónustu.

Ögmundur Jónasson vekur athygli á því hvernig áður óþekktur einkarekstur á Íslandi getur breytt því jafnvægi sem ríkt hefur í heilbrigðisþjónustu á Íslandi.

Ögmundur segir m.a.

Mikilvægt er að taka þessa umræðu strax. Um er að ræða hagsmuni sjúklinga, starfsfólks, skattgreiðenda, almannaþjónustunnar - og sjálfstætt starfandi sérfræðinga. Sú staða gæti nefnilega skapast á aðhalds- og niðurskurðartímum, að til varnar almannaþjónustunni yrði nauðsynlegt að draga úr framlagi hins opinbera til einstaklinga sem í dag starfa sjálfstætt og þar með raska þeirri blöndu sem við búum við. Þannig gætu áform um stóraukinn einkarekstur snúist upp í andhverfu sína - atlögu að sjálfstætt starfandi sérfræðingum sem hingað til hefur verið sátt um.


Segir Össur ósatt hjá Sameinuðu Þjóðunum?

Er eitthvað til í þessum fullyrðingum:

True, the crisis destroyed financial assets but Iceland’s real assets remain intact, natural resources, human capital, and social welfare.

This is why I am so confident, that although Iceland was the first to fall victim to the global financial crisis, she will very soon be her feet again.

Í hvaða heimi lifir Össur?

Er það rétt að náttúruauðlindir, mannauður og velferðakerfi hafi ekki orðið fyrir skaða?

10% af mannauði Íslands er nú vannýttur. Náttúruauðlindir eru komnar á brunaútsölu og eru að ganga þjóðinni úr greipum. Velferðarkerfið er á leiðinni í hakkavélina eins og fjárlög munu sýna bráðlega.

Er utanríkisráðherranum ókunnugt um þetta eða er hann vísvitandi að ljúga að Sameinuðu Þjóðunum og vinna þannig gegn hagsmunum Íslendinga?

Ég spyr er ekki komin tími til þess að koma glönnunum í stjórnsýslunni frá völdum? Össur er einn af þeim sem ferðaðist um allar jarðir með útrásarvíkingunum.

Hver eru markmið hans? Ég fæ ekki séð að markmið hans geti á nokkurn hátt verið sprottin af velvilja gagnvart þjóðinni.

Hverjum þjónar það að ljúga að Sameinuðu Þjóðunum að hér sé allt í lukkunar velstandi?


Hvar eru mæður Íslands?

Nokkrir aldnir karlmenn hafa unnið að því að gera börn okkar og barnabörn að skuldaþrælum Breta og Hollendinga.

Össur er farin í söluherferð til Sameinuðu Þjóðanna til þess að auglýsa náttúruauðlindir Íslands sem hann kallar sustainable...sjálfbærar

Utanríkisráðuneytið virðist hafa blásið til áróðursherferðar þar sem Össur er sagður "harðorður" í ræðu sinni. En ekki fæ ég betur séð en að Össur beygi sig og bugti í þessari ræðu eins og hann gerir endranær samhliða því og hann framselur framtíð barna okkar til alþjóðafyrirtækja

Hér er linkur á ræðu Össurar.


mbl.is Össur ávarpaði allsherjarþing SÞ
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvað kemur fyrir menn þegar þeir fara í pólitík?

Ég fann grein eftir Indriða H Þorláksson á bloggi sem hann hefur haldið uppi. Merkilegt að horfa upp á hvernig fjármálaráðherrann sem hann aðstoðar virðist ekki með nokkru móti hlýða á ráð hans nema þá að Indriði hafi skipt um skoðun.

Ég birti hér greinina hans Indriða í heild sinni.

Í grein sem ég hef birt á vefsíðu minni (sjá tengil hér til hliðar) er fjallað um þátt stóriðju í eigu erlendra aðila í efnahagslífi og atvinnulífi með því að athuga hvernig þáttatekjur af starfsemi stóriðjuvera skiptast á milli innlendra aðila og erlendra. Er m.a. skoðað framlag starfandi stóriðjuvera til efnahagslífsins og áhrif skatta á það. Ívilnanir í sköttum o.fl. til handa erlendum aðilum vegna stóriðju hafa m.a. verið réttlættar með því að þannig sé unnt að fá arð af orkuauðlindum. Lágt verð á raforku til stóriðju hefur á sama hátt verið réttlætt með þeim hag sem landið hefur af starfsemi stóriðjuvers. Margt bendir til þess að þversögnin í þessu hafi leitt til þess að við höfum leikið af okkur öllum trompum og sitjum uppi með tapað spil.

Samandregnar niðurstöður
Innlendur virðisauki af starfsemi stóriðjuvera á Ísland er ekki mikill. Samkvæmt ársreikningum þeirra álvera sem störfuðu á árinu 2007 má áætla að hjá þeim sé virðisaukinn samtals um 25 millj. króna. Svarar það til um það bil 1,8% af vergri þjóðarframleiðslu. Þessi virðisauki lendir að c. 2/3 hlutum hjá erlendum eigendum álveranna en einungis að 1/3 hluta hjá íslenskum aðilum. Svarar það til 0,6 – 0,7% af þjóðarframleiðslu.

Virðisauki vegna sölu á aðföngum til stóriðju er að mestu leyti hjá orkusölum en ekki eru tiltækar talnalegar upplýsingar um hann. Verð á raforku til stóriðju bendir þó til þess að hann sé ekki mikið umfram vaxtagreiðslur orkuveranna sem renna úr landi og viðunandi ávöxtun eiginfjár. Því eru líkur á að arður af orkulindinni, auðlindarentan, renni nær óskipt til orkukaupendanna, þ.e. stóriðjuveranna.

Starfsmenn við álverin þrjú sem starfandi eru að viðbættum afleiddum störfum eru um 1,7% af vinnuafli í landinu. Ætla má að til lengri tíma hafi erlendar fjárfestingar ekki áhrif á atvinnustig og fjölda starfa í landinu. Virðisauki vegna launa álveranna er því ekki viðbót við hagkerfið en kemur í stað launa fyrir störf sem ella hefðu orðið til. Skammtímaáhrif og svæðisbundin áhrif á atvinnustig kunna þó að vera til staðar.

Allstór hluti af virðisauka stóriðju og stórvirkjana fer úr landi í formi vaxta. Vegna skattalaga fær landið ekki hlut í þeim tekjum.

Helsti efnahagslegi ávinningur landsins af starfsemi stóriðjuvera í eigu erlendra aðila eru þeir skattar sem þeir greiða. Ætla má að skattgreiðslur meðalálvers sé um 1,2 milljarðar króna á ári. Það er einungis um 0,1% af þjóðarframleiðslunni. Skattar stóriðju skila sér auk þess seint vegna hagstæðra afskriftareglna. Á skattalöggjöfinni og í samningum við álfyrirtækin eru auk þess göt sem rýrt geta þessar tekjur.

Skattareglum hefur á síðustu árum verið breytt á þann veg að skattgreiðslur stóriðjuvera hafa verið lækkaðar um helming. Af þeim sökum verða tekjur landsins af álverum á mörgum næstu árum minni en þær hefðu orðið án fjölgunar álvera og án skattabreytinganna. Landið virðist einnig hafa afsalað sér valdi til að breyta sköttum á félög til hækkunar.

Í heild má segja að efnahagslegur ávinningur Íslands af starfsemi stóriðjuvera sé lítill og hafi farið minnkandi á síðustu árum. Hann er nú vart meira en 0,1 – 0,2% af þjóðarframleiðslu fyrir hvert álver. Arður af íslenskum auðlindum kemur aðallega fram í hagnaði iðjuveranna og rennur vegna lágra skatta að mestu ósnertur í vasa hinna erlendu eigenda.

Í pólitískri umræðum, m.a. um hugsanlega aðild að Evrópusambandinu, eru allir sammála um að náttúruauðlindirnar séu eign þjóðarinnar og að tryggja beri yfirráð yfir þeim. Það er holur hljómur í þeirri umræðu á sama tíma og náttúruauðlindunum er ráðstafað í þágu útlendinga og þeim gefinn arðurinn af þeim?

Greinina í heild má sækja með tenglinum hér að neðan.

Efnahagsleg áhrif stóriðju


Er veruleikafirrt sjórnmálaelíta að koma glæpum sínum á þjóðina

Ég setti eftirfarandi á bloggið:

Í frétt á Eyjunni segir að Þorvaldur Gylfason hafi áhyggjur af því að stjórnendur Landsbankans verði sóttir til saka ef þjóðin er ekki látin taka á sig drápsklyfjar vegna Icesave. Ég segi nú bara farið hefur fé betra.

Og fékk þetta svar:

Þetta sem Þorvaldur segir er lykill málsins og megin ástæða þess að ekki er farið með þetta innheimtumál í eðlilegan farveg. Þetta varðar ekki aðeins eigendur/stjórnendur bankans heldur líka þá fjölmörgu stjórnmálamenn sem fóru um allt (persónulega á erlenda grund) og gáfu heilbrigðisvottorð á innlánastarfssemina.

Þetta útskýrir þrýstinginn og finnst veruleikafirrtri stjórnmálaelítunni hér í góðu lagi að varpa ábyrgðinni fjárhagslega og siðferðilega yfir á almenning og um leið að niðurlægja og misbjóða almennum borgurum Íslands.

Þessi níðingsháttur mun verða mjög afdrifaríkur þegar til lengri tíma er litið.

Það stefnir nú óðum í að ábyrgðarmenn hrunsins og þ.m.t. s.k. útrásarvíkingar endi í erlendum dómssölum.


Páfinn fagnar kapítalismanum

Nú er hann búin að vera í Tjekklandi. Hann ætti síðan að bregða sér til Ungverjalands, Lettlands, Eistlands og Úkranínu.

þar getur hann fagnað aukinni tíðni á ungbarnadauða og berklum og þessháttar.


mbl.is Fagnaði falli kommúnismans
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 27. september 2009

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband