Ríkissjóður að tæmast?

Vondir stjórnmálamenn safna um sig já-fólki. Davíð Oddson og Ingibjörg Sólrún eru dæmi um slíka stjórnmálamenn að mínu mati. Það er einkenni á þröngsýnum og valdasjúkum einstaklingum að reyna að þagga niður í þeim sem vilja láta raddir sínar og skoðanir heyrast úr grasrótinni.

Þeir vilja skapa þá ímynd að samstaða sé um ákvarðanir sem þeir taka í einangrun og án samráðs. Til þess að ná árangri flytja þeir þann boðskap að átök um hugmyndir séu svik við forystuna og hugsjónina.

Stjórnmálamenn og málsvarar þeirra hafa flutt þjóðinni vondan boðskap frá því að bankarnir hrundu í haust. Málflutningur þeirra gengur út að að skapa tálsýnir meðal almennings.

Dæmi um svona tálsýnir eru t.d.:

Að bankahrunið hafi bara orðið allt í einu og Björgvin G. Sigurðsson ekki fattað neitt.

Að íslenskur almenningur beri sök á bankahruninu.

Um ofangreint vil ég segja eftirfarandi. Ef Björgvin sem viðskiptaráðherra hefur ekki fattað hvað var á seiði í bönkunum þá er hann of heimskur til þess að sitja á þingi.

Valdhafar í Brussel, Bretlandi og Hollandi bera mikla ábyrgð á þróun starfsemi bankanna og voru óvefengjanlega í mun sterkari stöðu til að hafa áhrif á þessa starfsemi en almenningur á Íslandi.

Steingrímur vill ekki taka mark á heimsfrægum sérfræðingi og hallast ég að því að hann sé að reyna að bjarga sjálfum sér í stöðu fjármálaráðherra (ríkissjóður er að tæmast) og sé tilbúin til þess að fórna framtíð komandi kynslóða til þess að redda skammtímavandamálum.

Það er vondur díll að fórna 3000 milljörðum til þess að redda 200 milljörðum og skömm að leggja það á komandi kynslóðir


mbl.is Stærra en ríkisstjórnin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Árni Þór í herferð gegn Ögmundi og Guðfríði Lilju

Í miðli útrásarvíkingana tjáir Árni Þór sig um fund Vinstri grænna í kraganum í gærkveldi. Hann segir: "ríkan stuðning hafa komið fram við Steingrím J. Sigfússon, formann flokksins, á átakafundi kjördæmisráðs flokksins í Suðvesturkjördæmi."

Ég var á þessum fundi og mér datt fyrst í hug þegar ég las þessi ummæli Árna Þórs að hann hefði kannski blundað á fundinum og dreymt þetta. Vissulega hefði Árni Þór viljað sjá "ríkan stuðning" við fjármálaráðherrann því Árni Þór er ákafur talsmaður þess að Icesave-samningurinn verði samþykktur rétt eins og Steingrímur Sigfússon.

Vinstri græn eru mjög skemmtilegur stjórnmálaflokkur og hef ég ávallt ánægju af því að vera viðstödd fundi þeirra einfaldlega vegna þess að mikill fjöldi flokksmanna og sumir þingmanna flokksins beita dómgreind og skynsemi umfram það sem ég sé í sumum öðrum flokkum. Kúgun og þöggun eru heldur ekki stórt vandamál í þessum flokki.

Árni Þór og Steingrímur tilheyra því sem ég vil kalla leynimakks- og áróðursarmur Vinstri grænna og að því leiti ættu þeir betur heima í samfylkingunni. Vandamál Árna Þórs og Steingríms felst meðal annars í því að fólk í Vinstri grænum beitir eigin dómgreind í stað þess að láta kúga sig til fylgis við vondar hugmyndir.

Björgvin G Sigurðsson kallar það sundurlyndisfjanda þegar fólk styðst við eigin dómgreind við skoðanamyndun. Þetta kemur ekki á óvart úr herbúðum samfylkingarinnar sem hefur tekið sér sjálfstæðisflokkinn til fyrirmyndar í skoðanakúgun og hótunum.

Bestu hugmyndir og niðurstöður verða oftast til í kjölfar átaka. Óþol gagnvart sjálfstæðri hugsun og blint traust á forystu leiðir til stöðnunar og oft vondra ákvarðanna.

Á fundi Vinstri grænna í gær var ekki ríkur stuðningur við afstöðu formannsins til Icesave heldur þvert á móti var almennur stuðningur við afstöðu Ögmundar og Guðfríðar Lilju.


mbl.is Skynsamlegt að semja að nýju
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Góður fundur með Vinstri Grænum

Skoðanaskipti voru á fundi Vinstri grænna í kvöld. Ekki var ég vör við neinn klofning heldur virkuðu flestir fundarmenn á mig sem félagshyggjufólk.

Það er hins vegar augljóst í mínum huga að þeir Vinstri grænir sem vilja samþykkja Icesave (en þeir virðast ekki vera margir) hafa ekki skilning á samhenginu á milli stefnu flokksins og afleiðinga þess ef samningurinn er undirritaður.

Í haust hófu Bretar hernaðaraðgerðir gegn Íslandi jafnvel þótt svo virðist sem margir Íslendingar eigi erfitt með að kyngja því. Ísland er í dag hersetið og fyrir setuliðinu fer landshöfðinginn Rozwadowski.

Með aðgerðum sínum sem voru beiting hryðjuverkalaga og frysting gjaldeyrisstreymis til landsins tókst Bretum að þröngva Alþjóðagjaldeyrissjóðnum upp á Íslendinga. Síðan Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn settist hér að hefur hann starfað í þágu Breta.

Það hefur vakið furðu mína að enginn hér á landi hefur spurt hvers vegna Bretar voru svo snöggir að grípa til hryðjuverkalaganna. Mín skoðun er sú að sú hernaðaráætlun hafi verið tilbúin áður en bankarnir hrundu. Reyndar trúi ég því að aðdragandinn að aðgerðum Breta sem þeir hafa síðan fylgt hafi verið nokkur.

Ömurlegast er að horfa upp á hvernig Össur glaðhlakkalegur gleðst yfir samvinnu sinni með þeim valdastofnunum sem nú virðast hafa það helst að markmiði að knésetja íslensku þjóðina. Mér er gjörsamlega fyrirmunað að skilja hvernig nokkur maður getur beygt sig undir þennan ósóma og kallað sig Íslending.

Það er ekkert dularfullt við strategíu/áætlun Bretanna. Áætlunin er einfaldlega að telja heimskum stjórnmála- og embættismönnum trú um að staða Íslands verði mikið betri ef ríkissjóður safni miklum skuldum. Hún gengur einnig út á að íslensk stjórnvöld þurfi að beygja sig undir eitthvert alþjóða siðferði sem þeir sjálfir hafa skáldað og á engan hátt í nokkru samræmi við siðmenntaða hegðun.

Ríkisstjórnin er nú hvött til þess að haga sér eins og indverskir foreldrar gera í neyð sinni þegar þeir selja börnin sín í þrælabúðir alþjóðafyrirtækja. Það er ömurlegt að horfa upp á að þessi strategía í boði Breta og alþjóðafjármálakerfisins hefur verið að virka á hluta stjórnmálamanna sem hafa gerst boðberar boðsskapar sem prédikar að þeir sem tóku enga áhættu, áttu enga aðild að viðskiptum skuli bera tapið.

Kjósendur samfylkingarinnar kjósa þennan flokk vegna þess að þeir trúa því að þeir séu að kjósa jöfnuð og félagshyggju. Því miður er það svo að menn/konur með vafasama siðferðisvitund hafa hreiðrað um sig í forystu þessa flokks og stefna að öðru en félagshyggju og jöfnuði.

Sá hluti Vinstri grænna sem harðast hefur sett sig upp á móti Icesave samningnum er sá hluti stjórnarþingmanna sem heldur voninni í mörgum kjósenda þessara flokka og ég hvet þá til þess að halda sig á þessari braut.


mbl.is Fjölmenni á félagsfundi VG
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er útrásarliðinu hrókerað fram og til baka?

?????

Kröfuhafar gera kröfu til þess að skilanefndarmenn verði ráðnir aftur.

Eiga KRÖFUHAFAR að stjórna því hverja þeir semja við?

Er hugsanlegt að Bretar og Hollendingar hafi pantað Svavar Gestsson og Ásdísi Árnadóttur?


mbl.is Í stjórn FIH fram að næsta aðalfundi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Enda algjört ábyrgðarleysi gagnvart þjóðinni að veita sjóðnum ríkisábyrgð

Þeir sem berjast fyrir því að tryggingasjóði sé veitt ríkisábyrgð vegna Icesave-samningsins geta varla verið með öllum mjalla eða þá hafa þeir sérhagsmuni sem þeir vilja verja.

Íslensk þjóð á heimtingu á því að ekki sé farið með hana eins og tusku í þessu máli.

Hver sá stjórnmálamaður sem styður ríkisábyrgð vegna Icesave gerir það af annarlegum hvötum og ætti að yfirgefa alþingi Íslands hið snarasta.


mbl.is Fjórir ráðherrar breyttu bréfi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Klíkuráðningar og spillt stjórnarfar varið af Jóhönnu og Steingrími

Ég segi Jóhönnu og Steingrími því Steingrímur telst vart lengur til Vinstri grænna. Vanburðir og spilling í stjórnsýslu og stjórnarfari hafa rústað íslensku efnahagslífi. Mikið var fjallað um þessa þætti í kjölfar bankahrunsins og hafa margir trúað því að menn skyldu hafa lært á þeirri óreiðu sem ríkt hefur í mannaráðningum og skipunum hjá hinu opinbera.

Jón Steinson hagfræðingur hefur fjallað nokkuð um þetta og einnig er góður pistill hér um ábyrgðarleysi ríkisstjórnarinnar gagnvart almenningi þegar kemur að því að velja fólk í ábyrgðarstörf. Ég fjallaði einnig um þetta þegar skipað var í Icesave nefndina á sínum tíma.


mbl.is Kaffisamsæti flokksgæðinga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hefur Össur glatað sakleysi sínu?

Mikið samneyti Össurar við útrásarvíkinganna og náin tengsl hans við bankahrunið leiddi til þess að hann þorði ekki í prófkjör fyrir síðustu kosningar heldur stillti sjálfum sér upp á lista í óþökk margra samfylkingarmanna.

Össur er ekki þjakaður af félagshyggjuhugsjónum og ég fæ ekki betur séð en að sakleysið sé horfið úr augnaráði hans.

Heilbrigð samskipti og skoðanaskipti eiga sér stað innan Vinstri grænna sem beigja sig ekki skilyrðislaust undir foringjan sem að öllum líkindum hefur einnig glatað sakleysi sínu. Hafi hann einhvern tíma verið félagshyggjumaður þá er að líklega liðin tíð.

Ég vona að Ögmundur og aðrir þeir sem telja að velferð afkomenda okkar sé mikilvægari en að byggja varnir um glæpamenn haldi áfram að verja stöðu hinna saklausu, þ.e.a.s. almennings í því efnahagsstríði sem blásið hefur verið til gegn Íslandi.


mbl.is Ríkisstjórn á suðupunkti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvar er félagshyggjan?

Ég ætla að stela kommenti frá Héðni Björnsyni sem hann setur við pistil á Smugunni.

Annars væri ég tilbúinn að skoða þessa samninga ef að fyrir lægi skýr áætlun frá stjórnvöldum um hvernig ætti að finna fjármunina til greiðslu þessara lána með upptöku á eignum og fjármunum útrásarvíkinganna og annars stóreignafólks áður en farið er að rukka almenning. Skylda mín til að verja ríkisstjórnina væri ríkari ef fyrir lægi að það ætti:

-að taka eigur Björgúlfanna, S-hópsins og Baugsfeðga fjárnámi,

-setja á súrálstolla,

-setja á stóreignaskatt,

-skattleggja gróðan af stöðutöku gegn krónunni afturvirkt,

-gera upptækar arðgreiðslur úr gjaldþrota fyrirtækjum,

-þjóðnýta kvótan til endurleigu og

-marka klára stefnu í burtu frá ponzistefnu fyrri hagkerfis þar sem lausnin átti alltaf að vera að taka lán til að greiða vexti og afborganir af eldri lánum.

Meðan að efnahagsstefna vinstristjórnarinnar er sú sama og efnahagsstefna hægristjórnarinnar sem við felldum á Austuvelli í janúar munu raunverulegir vinstrimenn þvælast fyrir henni.

Getur einhver nefnt eina vinstrisinnaða ákvörðun sem tekin hefur verið í tíð þessarar ríkisstjórnar sem ætti að verðskulda að vinstrimenn verðu hana gegnum Icesavesamningana?


mbl.is Hefðbundið pólitískt ofbeldi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Samtryggingin að verki

Meðan Samfylkingin má ekki vera að eða hefur ekki áhuga á að uppræta spillinguna í Íslenskri stjórnsýslu og fjármálakerfi leika sjálfstæðismenn sér með fjármuni almennings sem aldrei fyrr.
mbl.is FME gerir ekki athugasemd við ráðningu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Alþjóðlegt fjármálasukk

Erlendir bankar hafa hagað sér jafn auðvirðulega og íslensku útrásarvíkingarnir. Fjármálakerfið um allan heim er farið að lifa sjálfstæðu lífi og er að drepa niður margbreytileikann í atvinnusköpum með græðgi sinni.

Alþjóðafyrirtæki sem tilheyra sömu eigendaklíku og fjármálakerfið arðræna þjóðir. Þetta á við um álverin á Íslandi en skattgreiðendur styrkja þau vegna lágs orkuverðs og Landsvirkjun er á hausnum vegna heimsku eða mútuþægni íslenskra embættismanna.

Ríkisstjórnin hyggst nú að ráði Alþjóðagjaldeyrissjóðsins færa íslenska skuldara á náð alþjóðlegra áhættufjárfesta sem fá að kreista af þeim fjámunina í því framtíðarlágalaunalandi sem Þórólfur Matthíasson mælir með í Smugunni. Sjá hér og hér


mbl.is Kaupþing átti hugmyndina en ekki Deutsche Bank
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband