Fyrisögn Moggans er misvísandi
Athafnir manna við einkavæðingu bankanna á lítið skylt við mistök heldur er um vísvitandi svik við ríki og kjósendur að ræða.
Atriði í söluferlinu brjóta í bága við ákvæði ríkisstjórnarinnar um meðferð ríkiseigna auk þess sem það stefndi heill ríkisins í hættu.
Sekt glæpaklíkunnar í forystu sjálfstæðisflokksins er hafin yfir allan vafa.
Eingöngu er viðeigandi að tala um mistök þegar menn fremja klúður án þess að fyrirætlun um skaða séu meðvituð.
Uppsögn Steingríms Ara Arasonar ber þess greinileg merki að einkavæðingarnefn og ráðherrar voru með fullri meðvitund um það hvað þeir voru að gera.
![]() |
Mistök gerð við einkavæðinguna |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 00:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Það gerist of oft að þegar þingmaður sjálfstæðisflokks viðrar álit sitt og færir rök fyrir því að ég fæ suðu í eyrun, Það hríslast um mig eins konar skömmustutilfinning, svona kjánahrollur eins viðkomandi hafi dottið á hausinn í fullum veisluskrúða.
Á tuttugu ára valdaferli báru sjálfstæðismenn í krafti valds sem þeir hafa rausnarlega skammtað flokknum ábyrgð á því að endurskoða og tryggja réttmæti og samræmi landslaga. Aldrei hefur flokkurinn gert athugasemd við landsdóm eða lög um ráðherraábyrgð. Í kjölfar bankahrunsins töldu sjálfstæðismenn eftir því sem best verður séð ekkert athugavert við lögin. Hvorki fyrir né eftir rannsóknarskýrslu.
Kannski var það hluti af vanrækslu, framtaksleysis, vítaverðs gáleysis eða margrómaðs ábyrgðarleysis sjálfstæðisflokksins.
Sjálfstæðismaðurinn (homo snappus) hefur þróað með sér sérstaka hæfileika.
- Hann getur bergmálað forystuna af einstakri nákvæmni.
- Hann getur höndlað veruleikann þannig að hann fær á sig margræða mynd.
- Hann getur tengt ólíklegustu atriði saman og kallað það rök.
- Hann getur flækt mál sitt svo að fréttamaðurinn situr bara ringlaður eftir.
- Hann getur gert hluti eins og þekkingarleit tortryggilega
- Hann getur með ótrúlegum árangri fært eigin afglöp yfir á önnur stjórnmálaöfl (Icesave)
- Hann getur.....úff.... suða...svimi...ógleði...zzzzz
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
2010-09-13
Sjaldan minnst á mannréttindi
Sjaldan er minnst á mannréttindi nema þegar athyglinni er beint að hvítflibbaglæpamönnum og stjórnmálamönnum.
Þessi grein birtist í smugunni fyrir nokkrum dögum:
Rannsóknir hafa jafnan það hlutverk að auka skilning á ferlum og ástandi sem hafa haft tilteknar afleiðingar. Sjálfstæðisflokkurinn vill ekki rannsókn á einkavæðingu bankanna og vill ekki að ráðherrar verði kallaðir fyrir landsdóm. Afstaða Sjálfstæðisflokksins er í raun yfirlýsing um að flokkurinn sé enn fylgjandi sömu stefnu um ábyrgðarleysi í stjórnum fjármálakerfisins og stjórnun landsmála og leiddi til hrunsins. En afstaða flokksins er ennfremur yfirlýing um að flokkurinn vill ekki auka skilning sem getur kallað fram lærdóm. Framsóknarflokkurinn er einnig mótfallinn rannsókn á einkavæðingu bankanna. Úr herbúðum beggja þessara flokka hefur komið fram stuðningur við forystu kirkjunnar sem hefur hylmt yfir kynferðislegt ofbeldi framið af valdamönnum kirkjunnar gegn sóknarbörnum.
Sjálfstæðisflokkurinn og Framsókn hafa byggt upp samfélagsgerð sem vinnur gegn almennri velferð og styður mannréttindabrot. Íslendingar vilja gjarnan kenna sig við norræna velferð og trúa því að þeir búi í menningarsamfélagi með háu menntunarstigi. Staðreyndin er hinsvegar sú að menntunarstig á Íslandi er mun lægra en í þeim löndum sem við viljum bera okkur saman við og brottfall úr námi mjög hátt.Það er einnig áberandi á Íslandi að fólk er almennt illa menntað en þá er ég ekki að tala um magn heldur gæði. Rökræðan er almennt afleit og fjölmiðlarnir stunda það að villa um fyrir fólki en fólk hefur sýnt sig vera mjög trúgjarnt.
Ástandið í Reykjanesbæ er birtingarmynd á skertri dómgreind kjósenda sem hafa kosið yfir sig Sjálfstæðisflokkinn þrátt fyrir það að forysta hans hafi gert bæinn nánast gjaldþrota. Ég hef velt fyrir mér hvað það er í hugarfari þessa fólks sem gerir það að það leggur traust sitt á fólk sem bersýnilega hefur brugðist því.Það má spyrja hvort að kjósendur skynji það réttilega að þeir eru í raun eigendur sveitafélagsins en líti kannski fremur á sveitarfélagið sem yfirmann sinn sem því beri að hlýða. Að það bugti sig og beygi fyrir valdinu sem hefur gert það að öreigum. Ef svarið við þessari spurningur er já þá á þetta líklega við um 35% þjóðarinnar sem fylgja Sjálfstæðiflokki að málum. Trúgirni, dómgreindarleysi og þrælslund eru sennilega áskapað þessu fólki sem ekki virðist hafa eigin velferð eða velferð barna sinna og foreldra í huga þegar það gengur til kosninga.
Tryggð þessa fólks við Sjálfstæðisflokkinn virðist vera meiri en tryggð við eigin börn og foreldra. Ástæðuna fyrir þessum þunga áfellisdómi yfir kjósendum Sjálfstæðisflokksins má í raun rekja til þess að þrátt fyrir að Sjálfstæðisflokkurinn hafi brotið niður flest þau kerfi sem eiga að tryggja almenna velferð og réttlæti hafa kjósendur flokksins ekki kosið að yfirgefa hann.Stefna sjálfstæðisflokksins í veigamestu málefnum þjóðarinnar vinnur gegn almennri velferð. Landsbyggðinni blæðir vegna kvótakerfisins sem heftir athafnafrelsi og færir réttinn til þess að afla tekna af sjósókn til 166 aðila sem hafa í raun arðrænt bæjarfélögin á landsbyggðinni.
Vinnuveitendur fara með völdin yfir lífeyrissparnaði launþega og hafa skert framfærslu lífeyrisþega verulega og halda enn áfram að spila með sparifé lauþega.Millistéttinni á Íslandi er ógnað vegna stefnu Sjálfstæðisflokksins en hún felur í sér að sífellt fleiri sogast inn í þann hóp sem lifir undir fátækarmörkum. Þetta ástand má rekja beint til einkavæðingar bankanna, erlendrar skuldsetningar sem rekja má til uppbyggingu álvera sem skila hvorki skatti né arði til þjóarinnar en einnig fyrirkomulagsins í stjórnun sjávarútvegs síðustu áratugi og færslu framleiðslugreina og arðs úr landinu.Einokun og fákeppni hefur einnig dregið verulega úr almennri velferð. Orka hverju nafni sem hún nefnist er að verða lúxusvara í landinu. T
il þess að tryggja sérhagsmuni hefur Sjálfstæðisflokkurinn mótað lagaumhverfi sem elur á misrétti hvað varðar réttarstöðu einstaklinga. Dómskerfið sem er sýkt af klíkuráðningum tekur einatt afstöðu með hinum valdameiri og bregst hlutverki sínu við að tryggja réttlæti og jafnræði í kerfinu. Fylgismönnum Sjálfstæðisflokksins virðist vera fyrirmunað að koma auga á þetta ástand.Jakobína Ingunn ÓlafsdóttirStjórnsýslufræðingur
![]() |
Telur ákæru standast mannréttindareglur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
2010-09-13
Vanvirðir Alþingi
![]() |
Þorgerður sest aftur á þing |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
2010-09-13
Núverandi fyrirkomulag vinnur gegn lýðræði
Í fyrsta sinn frá hruni hafa farið af stað raunverulegar umræðum um brotalamirnar í stjórnskipulaginu.
Við núverandi aðstæður er umboðið tekið af þinginu og fært hagsmunaaðilum, embættismönnum og ráðherrum.
Hið viðtekna er að óbreyttir þingmenn hafa ekki hugmynd um hvað makkað er í stjórnarráðinu og þeim gert ókleift að hafa áhrif á mótun lang eða vinna að málefnum þeirra sem þeir þiggja umboð sitt frá, þ.e.a.s. þjóðinni.
![]() |
Auka verður sjálfstæði þingsins |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
2010-09-13
Nennir ekki að sinna þeim á Litla Hrauni
![]() |
Fráleitt að sækja ráðherrana til saka |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
2010-09-12
Vel mælt hjá Þórunni
Árið 2008 ætti að vera kennslubókardæmi fyrir endurskoðun á íslensku stjórnkerfi og vinnubrögðum ráðherra.
Af því sem lesa má í skýrslum má ráða að ráðherrarnir hafi verið að auka völd sín umfram það sem stjórnarskrá heimilar en í henni eru ákvæði um störf stjórnarráðs.
Núverandi forsætisráðherra virðist hafa verið beinn þátttakandi í þessum vinnubrögðum enda hefur það verið áberandi eftir stjórnarskiptin að lítið hefur verið hróflað við ámælisverðum vinnubrögðum í stjórnarráði Íslands sem og hefur fengið umfjöllun þingnefndar sem forsætisráðherrann kallar áfellisdóm.
Orðheppni Þórunnar hefur verið nokkuð í fjölmiðlum undanfarið en ég verð að gefa henni rós fyrir þessa frábæru myndlíkingu:
Á stundum hefur mér fundist að ráðherrar í ríkisstjórn Íslands séu eins og 12 trillukarlar sem hittast í kaffi tvisvar í viku, bera saman aflabrögð og horfur, standa saman gegn utankomandi áreiti eða ógnunum en eru jafnframt í samkeppni innbyrðis um aflann. Það fyrirkomulag kann að henta ef gæftir eru góðar og lítil misklíð í hópnum. Reynsla haustsins 2008 hlýtur að kenna okkur að slíkt fyrirkomulag stenst ekki gjörningaveður og getur leitt af sér úrræðaleysi og kerfislömun með hörmulegum afleiðingum fyrir land og lýð.
Hressilegur málflutningur Þórunnar er kærkomin hvíld frá afburða leiðinlegum og illa undirbyggum málflutningi flestra stjórnmálamanna. Ég vil fleiri svona konur á þing.
![]() |
Lausafjárkreppan aldrei rædd |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Ragnheiður Ríkharðsdóttir og Unnur Brá Konráðsdóttir láta bóka að frekari rannsókn á einkavæðingarferlinu við sölu ríkisbankanna skili samfélaginu engu.
Þessi yfirlýsing er birtingarmynd á sífelldri viðleitni Sjálfstæðisflokksins til þess að halda þjóðinni illa upplýstri og koma í veg fyrir lærdóm af mistökum. Þetta er sérstaklega til vamms fyrir Ragnheiði Ríkarðsdóttur sem er fyrrverandi skólastjóri.
Þótt yfirlýsing hennar afhjúpi vangetu hennar sem stjórnmálamanns getum við altjent glaðst yfir að einum skóla hefur verið forðað frá stjórnvisku hennar og frekar ömurlegu viðhorfi til þekkingarleitar.
Einkavæðingarferlið bar öll merki þess sem aflaga hefur farið í íslensku samfélagi og jafnvel sumir sjálfsstæðismenn fölna við lestur skýrslu alþingis um framgöngu ráðherranna í því máli. Góð úttekt er gerð á þessu máli http://www.svipan.is/?p=11824.
![]() |
Ekki meirihluti fyrir rannsókn á einkavæðingu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2010-09-12
Hótar löggjafarvaldinu
Viðbrögð Geir Haarde koma varla á óvart. Hann hótar þinginu með því að segja:
Ábyrgð þingmanna er mikil þegar kemur að því að beita ákæruvaldi í fyrsta sinn í sögunni, eins og nú hefur verið lagt til. Verði sakborningar sýknaðir mun það verða mikill áfellisdómur yfir störfum þingmannanefndarinnar og þingsins. Þeir þingmenn sem samþykkja ákæruna verða að vera reiðubúnir að horfast í augu við sína ábyrgð á því þegar öll kurl koma til grafar.
Málflutningurinn er ekki einungis speglun á hinu viðtekna ofbeldi forystu Sjálfstæðisflokksins sem felst í hótunum heldur endurspeglar hann einnig rökleysu sem er algeng í herbúðum Sjálfstæðismanna. Geir Haarde heldur því fram að þing og þingnefnd eigi að hafa niðurstöðu dómsins fyrir fram tryggða. Hvað segir það okkur um viðhorf Geirs til réttarfars almennt? Það fer um mig velgja þegar ég hugsa til þess að rökhugsun á þessu plani hafi ráðið mikilvægum ákvörðum um efnahagsmál þjóðarinnar um langa hríð.
þá segir Geir einnig:
Ella hefðu þeir alþingismenn sem skipa meirihlutann ekki haft leyfi til að leggja til við Alþingi að það samþykki ákæru því slíkt væri ekki í samræmi við íslenskar og alþjóðlegar réttarfars- og mannréttindareglur.
... en þetta er markverð yfirlýsing frá sjálfstæðismanni en flokkur hans hefur fram að þessu hunsað alþjóðlegar réttarfars- og mannréttindareglur þegar þær varða almenning. Það er margoft búið að dæma íslenska ríkið fyrir mannréttindabrot gegn almenningi fyrir erlendum dómstólum en Sjálfstæðismenn ypptu bara öxlum og héldu uppteknum hætti.
Yfirlýsing Geirs um að þingmenn sem samþykkja ákæruna verði að vera reiðubúnir að horfast í augu við sína ábyrgð er hjákátleg í ljósi þess að hann telur sjálfan sig hafa fullt leyfi til þess að gera mistök sem stjórnmálamaður og telur það fjarri lagi að hann þurfi að sitja undir ábyrgð.
Hrokinn virðist vera af stærðargráðu sem er nánast hafinn yfir mannlegan skilning.
Ég hefði aldrei getað ímyndað mér að nafn mitt yrði nokkurn tíma nefnt í sömu andrá og landsdómur eða að ég kynni að verða sakaður um að vanrækja störf mín þannig að varðaði við lög um ráðherraábyrgð...segir hinn fyrrverandi forsætisráðherra.
Þarna fer hinn fyrrverandi forsætisráðherra sem nánast þurfi að bera út úr stjórnarráðinu eftir afglöp hans og kostaði allan almenning stóran hluta af búáhöldum sínum og tólum, með rétt mál. Það hefur örugglega ekki hvarflað að manninum í hrokafullri trú á eigin rétt til vegsemda að hann þyrfti að standa skil á vanrækslu sinni.
En það er einmitt þessi blinda og ofstækisfulla trú stjórnmálamanna og þá sérstaklega þeirra sem hafa farið með völd í sjálfstæðisflokknum á eigin óskeikulleika sem hefur reynst þjóðinni hættuleg. Landsdómur er því mjög mikilvæg lexía fyrir þennan menningarkima íslensks samfélags en þessi stétt manna telur sig nánast ósnertanlega og hafna yfir ábyrgð á eigin gjörðum, athafnaleysi og vangetu.
![]() |
Röng niðurstaða |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 19:05 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (16)
2010-09-11
Davíð klúðraði hundruð milljarða...
...á ferli sínum sem seðlabankastjóri og hafði fullan hug á því að halda því árfam.
Það var ekki fyrr en hann var borin út með lagasetningu að hann yfirgaf rústir seðlabankans.
Í frétt í viðskiptablaðinu fyrir nokkru segir frá því að lán Seðlabankans með veði í föllnu bönkunum eru eins og heit kartafla sem gengur milli ríkissjóðs og Seðlabanka. Ætla má að reiknaðar verðbætur og vextir vegna þeirra hafi skilað Seðlabankanum réttum megin við núllið í fyrra.
Nú er stóra spurningin hvort Davíð verði dregin fyrir Landsdóm vegna vangetu og aðgerðaleysi hans í aðdraganda hrunsins.
Seðlabankinn var í raun gjaldþrota í kjölfar bankahrunsins. Gjaldeyrisvaraforða sem átti að standa skil á jöklabréfum var sópað inn í hina fallandi banka en eigendur þeirra sópuðu gjaldeyrinum jafharðan úr landi eftir því sem fréttir fóru af eftir hrun.
Nú rís sjálfstæðisflokkurinn upp á afturlappirnar og vill slá skjaldborg um Geir Harde og Árna Matthiesen. Það verður varla sagt að margt komi á óvart.
![]() |
Skýrslan kynnt í þingflokkum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 18:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)