Kjaftshögg fyrir Alþjóðagjaldeyrissjóðinn?

Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn er staddur á Íslandi til þess að verja hagsmuni lánadrottna, verja fjármálakerfi sem er að fara á límingunum og tryggja veldi alþjóðafyrirtækja.

Landsstjórinn og leppar hans sjá tækifæri í kerfum sem eru notuð til þess að mæla skuldir á einstaklinga. Eignir eru reiknaðar af fólki. Þetta er form eignaupptöku sem viðgengist hefur í áratugi á Íslandi.

Fjármálakerfið græðir og einstaklingar tapa.

Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn sér í þessum kerfum tekjulind sem takmarkar tap lánadrottna. Hvers vegna ekki að láta íslenska alþýðu taka á sig byrðarnar af tapi sem hlaust vegna glæfralegrar hegðunar fjármálastofnanna?

Ríkisstjórnin hefur kropið við fætur alþjóðagjaldeyrissjóðsins og boðið honum að setja komandi kynslóðir í ánauð  alþjóðafyrirtækja og fjármálastofnanna.

Dómur hæstaréttar brýtur niður eitt af ólögmætum mælikerfum sem eru vopn valdhafans við að kúga fjármuni og velferð af almenningi. 


mbl.is Ekki hætta á efnahagshruni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þarf ekki að bæta háskólamenntun á Íslandi?

T.d. að reyna að koma HÍ í hóp 400 bestu háskóla.

 


mbl.is „Niðurskurði til háskóla verður nú að linna“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Já og seðlabankinn er víst á hausnum líka en það þykja ekki fréttir á Mogganum!

Þessi frétt er í Viðskiptablaðinu:

Lán Seðlabankans með veði í föllnu bönkunum eru eins og heit kartafla sem gengur milli ríkissjóðs og Seðlabanka. Ætla má að reiknaðar verðbætur og vextir vegna þeirra hafi skilað Seðlabankanum réttum megin við núllið í fyrra.

Það er margt skrýtið í kýrhausnum og segja má að hálfónýt veðlán Seðlabanka Íslands vegna hruns viðskiptabankanna hafi gert það að verkum að bankinn var rekinn með 500 milljóna króna hagnaði í fyrra en ekki tugmilljarða króna tapi. Vaxtagreiðslur auk verðbóta af því 270 milljarða verðtryggða bréfi, sem ríkissjóður greiddi Seðlabanka Íslands vegna þeirra verðbréfa sem hann keypti af bankanum í kjölfar hruns íslensku viðskiptabankanna, námu um 35 milljörðum króna í fyrra.

 


mbl.is Skaftárhlaup hafið
Tenging við þessa frétt hefur verið rofin vegna kvartana.

Philips veit lítið um íslenska samfélagsgerð

Hann lætur hafa eftir sér: Því hefði það gefið góða mynd af sambandinu ef ríki sem stendur jafn vel með tilliti til lýðræðis og samfélagsgerðar og Ísland hefði fengið góða meðferð í aðildarferlinu.

Bankahrunið og kreppan eru afleiðingar af bágborinni lýðræðis- og samfélagsgerð. Kerfi sem sjálfstæðisflokkurinn hefur hert að í tuttugu ár. 


mbl.is Eining ESB í Icesave-deilunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Myrkraverk fyrri ríkisstjórna rannsökuð

 Pistill skrifaður í mars 2009

Það er aumkunarlegt að hlusta á foringja myrkraverka síðustu ríkisstjórna bera af sér sakir. 

Þeir sem staðið hafa í framvarðarlínu flokkana hafa ávallt verið tilbúnir til þess að selja stefnu og hugsjónir fyrir völd. Langur ferill spilltrar ákvörðunartöku sem leidd hefur verið af leppum auðvaldsins í ríkisstjórn hefur skilið þjóðina eftir í grafalvarlegri stöðu. Þessu eigum við ekki að gleyma nú rétt fyrir kosningar. Það er of snemmt að fyrirgefa.

Sökudólgarnir sitja nú fastir í sekt sinni og koma ekki auga á lausnir sem afneita auðhyggjunni og klíkusamfélaginu sem ríkt hefur hér um áratugi. Þeir eru ekki tilbúnir til þess að horfast í augu við að lausnir auðhyggjunnar duga skammt við nýjar aðstæður.

Það er svo sannarlega gott ef vel tekst til að auka útflutning hvort sem það er í hugbúnaði eða öðru því viðskilnaður síðustu ríkisstjórnar gerir það að verkum að þörf er fyrir allan gjaldeyrir sem unnt er að afla til þess að standa skil á erlendum vaxtagreiðslum. Afla þarf 100 milljarða á ári til þess að standa skil á erlendum vaxtagreiðslum.

Til þess að takast á við þau gríðarlegu vandamál sem sjálfstæðisflokkur, framsóknarflokkur og samfylking hafa skapað þjóðinni þarf tiltekna heildarsýn.

Í fyrsta lagi grunnvandinn er gjaldeyrisvandi. Við öflum ekki nægilegs gjaldeyris til þess að standa undir innflutningi eins og hann er í dag auk þess að standa undir gríðarlegri vaxtabyrði vegna erlendra lána.

Til þess að leysa þennan vanda þarf að ráðast á alla þætti hans. Það þarf að auka útflutning (gjaldeyrisöflum) það þarf að minnka innflutning (auka sjálfbærni) og það þarf að gera hagstæðari samninga við erlenda lánadrottna.

Til þess að auka útflutning og minnka innflutning þarf að efla atvinnulíf í landinu. Það þarf að auka matvælaframleiðslu bæði á hráefni og fullunnum vörum. Það þarf að nýta hugvit til þess að framleiða hér iðnaðarvörur sem nýta hráefni sem fæst innanlands. Það þarf að auka menntun og þekkingu sem eflir framleiðsluiðnað. Það þarf að aflétta einokun milliliða sem draga máttinn úr öðrum atvinnuvegum. Það þarf að taka á spillingunni.

Ýmsum finnst hallærislegt þegar talað er um aukna sjálfbærni en það er enn hallærislegra ef fólk þarf að líða neyð. Þá er ekki síður hallærislegt að láta börnin okkar greiða skuldir okkar.

Sjálfstæðismenn, framsókn og samfylkinguna dreymdi um að á Íslandi myndi rísa stórfenglegasta fjármálamiðstöð í heimi. Það er hallærislegt. Þegar yfirvöldum varð ljóst að allt stefndi í óefni, landið orðið stórskuldugt var farið að selja hinn raunverulega bjargvætt, auðlindirnar, fyrir slikk.

Þegar Títanik var að sökkva fóru þau að selja björgunarbátanna.

Auðlindirnar sem skapa raunveruleg verðmæti eru bjargvættur Íslendinga. Fiskurinn sem syndir í sjónum, vatnið í iðrum jarðar, orkan og mannvitið er vopnið sem þarf að beita í baráttunni.

Múgsefjun, villandi upplýsingar, áróður, lygar og fals eru hindrun á veginum til uppbyggingar og til lítils sóma fyrir þá sem taka þátt í að koma slíku á framfæri.

Fyrst birt á þessu bloggi 29. mars 2009


mbl.is Einkavæðing bankanna rannsökuð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Í ánauð vatnsbaróna

Vatnið er eins og andrúmsloftið lífsnauðsynlegt fyrir manninn og óhöndlanlegt. Vatnið er í sífelldri hringrás og því nokkuð erfitt að festa hendur á því eða þinglýsa því.

Spurningin um eignarrétt á vatni er því spurning um völd og afnotarétt. Í Bólivíu tókst postulum nýfrjálshyggjunar að staðfesta einkarétt á rigningunni. 

Fyrir tuttugu árum var nokkuð auðvelt að verða sér út um fisk í soðið sér að kostnaðarlausu eða við lítinn tilkostnað. Þetta var á meðan auðlindin var á forræði þjóðarinnar. Í dag er fiskurinn á Íslandi greiddur sama verði og þar sem hann er hvað dýrastur í heiminum. 

Þetta er þróun sem hefur átt sér stað eftir að auðlindin var einkavædd.

Hversu langt er í það að vatnið verði greitt sama verði og þar sem það er dýrast í heiminum. Postular nýfrjálshyggjunar munu bera við einhverri nýfrjálshyggjukenningu til þess að réttlæta að einkaaðilar græði á því að fólk fái sér vatnssopa. 

Það þarf að stöðva barónana í myrkraverkum þeirra

Hver er framtíðarsýn stjórnvalda?

Váin sem sækir að þjóðinni vegna vatnalaganna hefur lengi blasað við sjá td. hér

 

 


mbl.is Mótmæla fyrirætlunum um afnám vatnalaga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Völdin hripa undan sjálfstæðisflokknum

Sjálfstæðisflokkurinn, vopn útrásarvíkinga, bankamanna, kvótafursta og einokunarkaupmanna er farið að missa bitið. Vígi flokksins á Alþingi, í borginni og á Akureyri er hrunið.

Samt er Hannes Hólmsteinn búin að gefa í skyn að sjálfstæðisflokkurinn vinni fyrir þá sem múta frambjóðendum hans. 


mbl.is „Tóku fjölmiðla með áhlaupi“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er að vænta einhverra umbóta í pólitík?

Það er nokkuð ljóst að fáir þingmenn sitja á þingi sem ekki hafa þegið mútur, braskað með stofnfjárbréf eða jafnvel tengjast þjófnaði úr bótasjóðum tryggingafélaga.

Árni Þór braskaði jú sjálfur með stofnfjárbréf. Það gerði Össur líka. 

Össur skarphéðinsson sat í hrunstjórninni, þáði múturstyrki frá útrásarvíkingum og braskaði með stofnfjárbréf.

Ber Jóhanna nægilega virðingu fyrir landslögum eða telur hún að að geþótti valdhafans sé æðri mannréttindum?

Það þarf einfaldelaga að sópa út af þinginu.

 


mbl.is „Eilífar sakbendingar“ á þingi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Predika framtíðarsýn en iðka skammsýni

Því var fleygt þegar AGS nam Ísland að sjóðurinn byrjaði nokkuð vægt en herti síðan sífelt ólina. Bætti t.d. í kröfurnar í hverri viljayfirlýsingu.

Þetta byggir á svipaðri strategíu og ef þú setur frosk í sjóðandi heitt vatn þá hoppar hann upp úr en ef þú setur hann í kalt vatn sem þú hitar smám saman þá mætir hann dauða sínum. 

Steingrímur Joð virðist hafa lært sitt hvað af Alþjóðagjaldeyrissjóðnum þegar hann hvetur til þess að hugsa um eitt ár í einu en alls ekki um málið til enda.

Þetta er líka í góðu samræmi við skammsýni stjórnmálamannsins.

Stjórnmálamenn sem hafa setið tugi ára á Alþingi og talið í kjörtímabilum og hugsað í kjördæmapoti hafa ekki grun um merkingu hugtaksins framtíðarsýn. 


mbl.is Ekki svigrúm til launahækkana
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kettirnir halda áfram að klóra á Alþingi

Hvað sagði Jóhanna við Má? Bjarni Ben hefur áhyggjur af því að Jóhanna hafi verið að reyna að fara í kringum lög.

Já Bjarni Ben það er ekki furða þótt þú undrist. Það er til ýmis lög og Sjálfstæðismenn hafa farið í kringum þau af svo miklum krafti að þeir hafa á endanum hengt sig í flækjunni sem þeir sköpuðu.

Stóð ekki dómsmálaráðherra Sjálfstæðisflokksins fyrir klíkuráðningum í hæstarétt?

Hvers vegna gerði hann það?


mbl.is Heimatilbúinn vandi Jóhönnu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband