Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
Ég lagði þessa spurningu fyrir alla þingmenn. Nokkur földi hefur svarað spurningunni en Jóhanna og Steingrímur eru þó ekki þar á meðal. Ég birti hér svörin frá þingmönnum:
Þingmaður 1 Nei er það
Þingmaður 2 Já ég get svarað þessari spurningu. Svarið er nei.
Þingmaður 3 Ríkisstjórnin fer með framkvæmdarvaldið og getur ekki framselt það. 'Eg hef setið á Alþingi í Íslendinga í umboði þeirra sem hafa kosið mig og sinni verkefnum mínum af heiðarleika en verður annarra að meta störf mín þegar þar að kemur.
Þingmaður 4 Ég er bara hjartanlega sammála þér Jakobína, þetta er ömurlegt. Takk fyrir endalaust baráttuþrek
Þingmaður 5 Áttu við hvort VE stjórni Íslandi eða hvort það sé launatékkinn eða völd sem haldi þingmönnum í sætum sínum?
SA og önnur hagsmunasamtök stjórna allt of miklu en þó mun minna en ég held að þau hafi gert á valdatíð Sjálfstæðismanna. Hvort það séu völd eða laun sem haldi þingmönnum í stólum sínum get ég bara svarað fyrir mig; hvorugt. Ég hafði betur upp úr mér fyrir mun minni vinnu sem sjálfstætt starfandi (...) og upplifi ekki að ég hafi nein völd. Fyrir mér er þingmennskan þegnskylduvinna.
Þingmaður 6 Nei, hann gerir það ekki. En menn eins og hann, sem berjast fyri sérhagsmunum og ekki almannahagsmunum, hafa alltof mikil völd.
Þingmaður 6 Það er ekki útséð um það hversu miklu SAA munu fá framgengt í sinni kröfugerð en víst er að þeir tala eins og sá sem valdið hefur, og telja sig augljóslega vera þess umkomna að segja stjórnvöldum fyrir verkum. Ég held að ástæðan fyrir því hversu augljóst þetta er nú um stundir sé sú, að í stjórnartíð sjálfstæðisflokksins þurftu þeir aldrei að byrsta sig. Þér réðu einfaldlega því sem þeir vildu ráða. Sá er munurinn.
Þingmaður 7 Nei, það má náttúrlega alls ekki vera þannig að Vilhjálmur Egilsson eða SA stjórni Íslandi. Ég verð að játa að mér finnst bíræfni þeirra og frekjugangur oft fram úr hófi. En við verðum að standa gegn þeim það ætla ég minnsta kosti að gera.
Þingmaður 8 Sá ekkert spurningamerki en get tekið undir hugleiðingar þínar. Ég sendi þessum þingmanni ábendingu um að spurningin væri í fyrirsögninni og fékk þá þetta svar: Fór of hratt yfir. Já, hann er sannarlega einn af þeim tiltölulega fámenna hópi.
Þingmaður 9 Nei, ég er alveg á gati og skil ekki einu sinni spurninguna. Ég sendi þessum þingmanni ábendingu um að spurningin væri í fyrirsögninni og fékk þá þetta svar:Sæl, ég skil ekki fyrirsögnina heldur. Hvað meinarðu með að stjórna Íslandi? Það eru auðvitað margir kraftar sem stjórna einu landi eða þjóðfélagi, ríkisstjórn, fjármagn etc, etc. Ég veit ekki nákvæmlega um hversu valdamikill Vilhjálmur Egilsson er í hinu stóra samhengi hlutanna, enda hugsa ég sjaldan um hann. Ég hef semsagt ekki hugmynd um það, en prívat og persónulega finnst mér Villi Egils bara vera lítill skítur.
Þingmaður 10 Ég átti svolítið erfitt með að greina spurningu í annars athyglisverðum hugleiðingum. Nema þó þá, hvort eingöngu sé það launatékkinn sem laði ráðherra og þingmenn að störfum sínum eða hvort völd geri það líka. Hér verður auðvitað hver að svara fyrir sig, en í mínu tilviki er það nú líklega einna helst löngun til þess að verða að liði og gera gagn sem laðar mig að þessu starfi. Ef ég geri ekki gagn, á ég ekkert erindi í þetta.
Þingmaður 11 sael er erlendis, skal svara tegar kem heim
Þingmaður 12 Mér skilst að Adam Smith (sá sem kapítalistar vitna gjarnan í varðandi ósýnilegu hönd markaðarins) hafi alfarið lagst gegn því að vinnuveitendur/atvinnurekendur fengju að bindast samtökum. Hann taldi að þann rétt ættu aðeins starfsfólkið að hafa, því svo mikið hallaði á þá gagnvart fjármagninu og valdinu sem því fylgir. Ég get ekki betur séð en að hann hafi haft ýmislegt til síns máls þegar ég hlusta á málflutning SA.
Funda með embættismönnum í dag | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:06 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2011-04-03
Vilja foreldrar selja börnin sín?
Þetta er krafa ríkisstjórnarinnar...tuttugu fyrrverandi ráðherra og áframhópsins sem sagður er styrktur af SA og Samtökum Verslunar.
Það er athyglisvert að stjórnarformaður fjármálaeftirlitsins í aðdraganda bankahrunsins er einn þeirra sem hvetur foreldra til þess að samþykkja að skuldir "eins ríkasta manns heims" verði gerðar að skuldum barna þeirra.
Ef málið tapast á þeim grundvelli að eftirlit með bankanum hafi ekki verið nægjanlegt þá ber Jón Sigurðsson fyrrverandi stjórnarformaður fjármálaeftirlitsins höfuðábyrgð á tilurð þessa Icesave vanda og skaðanum sem það veldur þjóðinni.
Er þetta fólkið sem við viljum þyggja ráðgjöf af?
32 milljarða millfærslur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
2011-04-02
Já ráðherrar beygið ykkur fyrir kóngunum
Orðalag forsetans vekur spurningar. Stjórnin sýnir samstarfsvilja segir hann.
Ég fæ ekki séð að ríkisstjórnin hafi það hlutverk að koma að samningum milli vinnuveitenda og launþega. Samningar á milli þessara aðila eiga að vera óháðir aðgerðum ríkisstjórnarinnar og ríkisstjórnin á að taka sínar ákvarðanir á öðrum grundvelli en hótunum og gíslatöku vinnuveitenda.
Hvað þýðir það að stjórnin sýnir "samstarfsvilja"?
Vinnuveitendur sem líta á sig sem eðalkapítalista umhverfast í kommúnista þegar kjarasamningar eru í deiglunni og fara að gera kröfur um inngrip og ofræði af hálfu ríkisstjórnarinnar.
Stjórnin sýnir samstarfsvilja | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
2011-04-02
Snjóboltinn byrjaður að rúlla
Auglýsing áframhópsins í Fréttablaðinu í morgun vakti athygli mína. Þar voru kynntir til sögunnar fyrrverandi ráðherrar sem mæltu með jáinu. Það sem sló mig var hversu stór fjöldi þessara fyrrverandi ráðherra er tengdur spillingarmálum og sjálftöku. Þarna eru ráðherrar sem stýrðu einkavæðingu bankanna sem alls ekki má rannsaka. Þarna eru ráðherrar sem setið hafa í stjórnum eftirlitsstofnana sem brugðust í aðdraganda hrunsins. Þarna er ráðherra sem var forstjórni Landsvirkjunar þegar stofnuninni var breytt í spilavíti og hún tapaði yfir hundrað milljörðum vegna veðmála í framvirkum samningum. Þarna eru ráðherrar sem lagt hafa undir sig vatnsauðlindir. Ráðherrar sem hafa komið á stað kvótabraski og ráðherrar sem tengjast versamráði. Þarna má líka sjá ráðherra sem stuðluðu að stöðnun í menntakerfinu og höfðu sérstakan áhuga á því að forheimska lýðinn.
Hópur fólks sem hafa verið virkir þátttakendur í því að móta samfélag sem hefur ekki efni á því að keyra bíla. Sem hefur vart efni á því að mennta börnin sín eða veita heilbrigðisþjónustu á landsbyggðinni.
Þetta er fólkið sem vill ekki að athafnir sem tengast Landsbankanum verði lýðnum ljósar. Þetta er fólkið sem hefur leyft því að viðgangast að atvinnufrelsi hefur verið sett mikil höft í landinu. Þetta er fólkið sem hefur stuðlað að því að þekking í fullvinnslu fiskafurða hefur verið flutt úr landi. Þetta er fólkið sem er ábyrgt fyrir gríðarlegu atvinnuleysi á Íslandi. Þetta er fólkið sem skapaði kerfi sem veitti erlendum gjaldeyri í landinu inn á leynireikninga á aflandseyjum.
Stóran hluta erlendra skulda má rekja til þess að menn hafa tekið erlend lán til þess að koma bóluhagnaði (t.d. af kvótasölu) í örugg skjól á erlendum reikningum.
Nú vill þetta fólk að íslenskur almenningur taki á sig ábyrgðina af Icesave sem var ævintýri Björgólfs Thors sem er árið 2007 23. ríkasti maður í Bretlandi.
Ég segi fokk jú.
Sögulegur samdráttur í akstri | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
2011-04-02
EU wants you! (Um aðildarumsókn að ESB)
11. Welcomes the agreement achieved between the representatives of the Governments of Iceland, the Netherlands and the UK on the Icesave issue, notably on guaranteeing the repayment of costs incurred in payment of minimum guarantees to depositors in branches of Landsbanki Islands hf. in the UK and the Netherlands; welcomes the approval by a three-quarters majority of the agreement by the Icelandic Parliament on 17 February 2011; takes note of the decision of the President of Iceland to refer the bill to a referendum and hopes for an end to the infringement procedure which started on 26 May 2010, brought by the EFTA Surveillance Authority against the Government of Iceland;
13. Welcomes the presentation by Iceland to the European Commission of its first Pre-Accession Economic Programme as an important step in the pre-accession phase and hopes that the annual bilateral economic dialogue that has been announced will consolidate the cooperation between the two parties;
14. Encourages the Icelandic authorities to continue on the path of devising a strategy for the liberalisation of capital controls, which is an important requirement for the country's accession to the EU;
26. Calls on Iceland and the EU to have a constructive approach to the joint management of mackerel fisheries, and encourages Iceland to keep up a good pace in the ongoing negotiations on this issue, in particular with the goal of reaching a long-term, sustainable, quota-sharing arrangement;
33. Encourages the Icelandic authorities to broaden the public debate about EU accession, taking into account the need for a firm commitment in order to have successful negotiations; commends Iceland for the establishment of the public website eu.mfa.is and welcomes the growing and more balanced discussions in the Icelandic media on the pros and cons of EU membership;
34. Calls on the Commission to provide material and technical support, if requested to do so by the Icelandic authorities, in order to help them improve transparency and accountability in relation to the accession process and to contribute to organising a thorough and extensive country-wide campaign based on clear, accurate and fact-based information on the implications of EU membership, so that Icelandic citizens can make an informed choice in the future referendum on accession;
35. Hopes that, beyond different political points of view, an informed public opinion can also positively influence the Icelandic authorities engagement towards EU membership;
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 00:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2011-04-01
Ég játa að ég skil ekki þessa frétt
Átta mig ekki alveg á því hver spunin er. Ég átta mig ekki á fréttinni og ég skil alls ekki þetta röklega samhengi sem tilurð þessara forgangskrafna eru settar í.
Þetta er rétt eins og margt annað í sambandi við Icesave sem ég skil bara alls ekki. Ég skil ekki hvernig getur staðið á því að ríkið græði á því að taka á sig meiri skuldir.
Ég skil ekki hvers vegna Icesave kemur lánshæfismati nokkuð við. Ég er með M.SC gráðu í viðskiptafræði og hef einhvernveginn mótað mér þá trú í gegnum störf sem sparisjóðsstjóri...sem fjármálastjóri og sem sérfræðingur að fyrirtæki eigi viðskipti ef þau hagnast á þeim óháð því hvernig ríkisstjórnin afgreiðir Icesave.
Ég las þennan brandar á Facebook áðan:
Það leit út fyrir að Guð væri búinn að skapa það sem unnt væri að
skapa þegar hann uppgötvaði að það voru tveir hlutir eftir og hann
ákvað að skipta þeim milli Adams og Evu.
...Hann sagði þeim að annar hluturinn gerði það að verkum að eigandinn
gæti pissað standandi. "Mjög eigulegur hlutur" sagði Guð og spurði hvort þeirra hefði áhuga.
"Góði Guð gemmér 'ann.
Ég verð að fá 'ann. Þetta er eitthvað sem menn verða að hafa. "plís ,
plís , plís - gerðu það.....ég verð að fá 'ann"
Eva brosti og sagði Guði að fyrst að hann væri svona áhugasamur þá...
væri henni alveg sama þótt hann feng'ann.
Úr því að Adam var svona áhugasamur gaf Guð honum hlutinn sem gerði honum kleyft að pissa standandi.
Adam rauk af stað og sletti aðeins á nálægt tré og hljóp síðan
niðrí fjöru og skrifaði nafnið sitt í sandinn - þvílík heppni
hugsaði hann....
Guð og Eva horfðu á Adam smá stund og þá sagði Guð við
Evu: "Jæja, ég reikna þá með að þú viljir hinn hlutinn Eva"
"Hvað er það kallað? " spurði Eva.
Heili, svaraði Guð
Sakar fjármálaráðuneytið um spuna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
2011-04-01
Þessi yndislegi drengur vill bjarga Íslandi
Sigurður Kári er farin að skipta sér af því sem fullorðið fólk gerir. Hann er staðalímynd útrásarinnar og tilheyrir kynslóð þingmanna sem heldur að það sé eðlilegt að þyggja mútur af viðskiptamönnum.
Hann sat við kné læriföðursins Hannesar Hólmsteins sem mjólkaði greiðslur úr ríkissjóði á meðan hann predikaði lækkun skatta.
Hann er einn af þeim sem hlúði að draumsýninni um Ísland sem alþjóðafjármálamiðstöð og skattaparadís fyrir auðmenn sem vilja komast hjá því að taka þátt í að byggja innviði samfélags þótt þeir séu tilbúnir að nýta þá.
Hann er eitt af undrabörnum þjóðarinnar sem vann að því að gera óskir viðskiptaráðs að landslögum.
Eftir tuttugu ára valdatíð SjálfstæðisFlokksins er dómskerfið spillt og ótrúverðugt.
...Landslög eru hriplek gagnvart fjárglæfrum
...Eftirlitsstofnanir ónýtar
...Fjölmiðlar líkjast meira áróðursgögnum en fréttamiðlum
...Sjávarútvegurinn stórskuldugur
...Bankarnir gjaldþrota
...Yfir tuttugu þúsund störf hafa glatast
...Einokun og verðsamráð gerir landið illbýlt fyrir launafólk
...Orkuveitna nánast gjaldþrota
....Ég veit ekki með ykkur en mér rennur kalt vatn á milli skinns og hörunds þegar ég hugsa um hugmyndir Sigurðs Kára um björgunaraðgerðir....
Segir Jóhönnu ekki starfi sínu vaxna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
2011-04-01
Haga sér eins og ruddar
Aðför LÍÚ og SA að stjórnvöldum er ruddaleg og vekur spurningar um hvað sé eðlilegt í samskiptum þrýstihópa við stjórnvöld.
Ef stjórnvöld láta undan LÍÚ og SA eru þau ekki vaxin sínu hlutvelli.
Þau sem skipa ríkisstjórn og Alþingi eru kosin til þess á grundvelli stefnu og loforða. Kjósendur eiga heimtingu á því að stjórnvöld geti starfað óráreitt af ruddum sem halda launþegum í gíslingu.
Ólga verði gerðir eins árs samningar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 19:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
2011-04-01
SA og LÍÚ kúga ríkisstjórnina
SA og LÍÚ halda launþegum í gíslingu og ætla að þvinga stórnvöld til þess að lúta vilja sínum. Málið er ótrúlegt. Þeir eru að reyna að þvinga valdið úr höndum kjörinna fulltrúa.
Yfir 80% kjósenda vilja kvótakerfið í núverandi mynd burt. Aðför LÍÚ og SA er aðför að valdstjórninni og því ekkert annað en landráð.
Ég velti því fyrir mér hvort ég þurfi að kæra þetta lið fyrir landráð.
Pattstaða í augnablikinu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
2011-04-01
Í landi Anarkismans
Stjórnvöld á Íslandi hafa náð ótrúlegum árangri við að skipta þjóðinni upp í forréttindastétt og hina sem frystir eru úti. Flokkarnir tryggðu sér vald yfir því hverjir fengu vinnu hjá kananum með því að setja deild í Utanríkisráðuneytið sem passaði upp á hverjir fengu störfin. Flokkarnir gerðu fisinn í sjónum að eign örfárra aðila og nú er ríkisstjórnin farin að versla með skattgreiðendur við Breta og Hollendinga og vill fara að flytja inn útrásarvíkinga sem tengjast rússaveldi.
Velferðarkefið fer hægt og sígandi í hakkavélina. Alþjóðafyrirtæki fá aðgang að innviðum samfélagsins en þurfa ekki að standa skil á greiðslum í ríkissjóð. Íslenskir skattborgarar kosta menntun fólks en þessari menntun er oftar en ekki beitt gegn almenningi.
Lög virðast vera óþörf á Íslandi. Fámennri stétt manna tókst að setja þjóðarbúið á hausinn en þurfa ekki að svara fyrir það. Ónýtt eftirlitskerfi og mýglek lög eru ekki að vernda almenning. Alþingi er í þessum skilningi ónýtt og stjórnarráðið ónýtt.
Það er táknrænt fyrir firringu samtímans að forsætisráðherrann virðir hvorki stjórnsýslu né jafnréttislög. Ég legg til þess þetta fólk fari að hysja upp um sig ella að Alþingi og Stjórnarráð verði hreinlega lögð niður
Heildsöluinnlán forgangskröfur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |